Þjóðviljinn - 02.07.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.07.1988, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Sumardvöl á Laugarvatni Orlofsdvöl Alþýðubandalagsins á Laugarvatni í ár er vikuna 18.-24. júlí. Umsjónarmenn í sumar verða þær Margrét Frímannsdóttir og Sigríður Karlsdóttir. Kostnaður fyrir vikuna er sem hér segir: Fyrir 12 ára og eldri kl. 12.000.- Fyrir 6-11 ára kr. 8.000.- Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 2.000.- Enn eru nokkur pláss laus í þessa vinsælu orlofsviku og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að skrá sig strax á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er 91-17500. Alþýðubandalagið Norrænt kvennaþing í Osló Konur í Alþýðubandalaginu sem ætla til Osló! Hafið samband við Margréti á flokksskrifstofunni, sími 17500. Við þurfum að hittast, t.d. næsta mánudagskvöld. Styrktarmannakerfi Alþýðubandalagsins Eyðublöð vegna styrktarmannakerfis Alþýðubandalagsins hafa verið send út til flokksmanna. Eru allir hvattir til að taka þátt í styrktarmannakerfinu og koma útfylltum eyðublöðum til aðalskrifstofu. Góð þátttaka er grundvöllur öflugs starfs. Verum minnug hins fornkveðna að margt smátt gerir eitt stórt. Gjaldkeri Grímseyjarför Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra [ ár verður sumarhátíðin haldin í Grímsey dagana 8.-10. júlí. Gist verður í tjöldum við Félagsheimili Grímseyinga. Samið hefur verið við Flugfélag Norðurlands um fargjöld og fjölskylduaf- slátt. Stjórn kjördæmisráðs og formenn Alþýðubandalagsfélaga veita nanari upplýsingar og taka á móti þátttökutilkynningum. Nauðsynlegt er að láta skrá sig sem fyrst. Stjórn kjördæmisráðs Austurland Sumarferð í Jökuldalsheiði 9. júlí Laugardaginn 9. júlí gengst Alþýðubandalagið á Austurlandi fyrir skemmtiferð um Jökuldal, Hrafnkelsdal og Jökuldalsheiði. Farið verður í rútum frá Egilsstöðum (söluskála KHB) kl. 9.00 að morgni og komið aftur um kvöldið. Fargjald er kr. 900.-. Ferðir verða frá fjörðunum til Egilsstaða eftir þátttöku og aðstæðum. Skoðuð verður náttúra og rakin byggðasaga í leiðinni. Meðal annars verður litið við á fornbýlum í Hrafnkelsdal og á eyðibýlum í Jökuldalsheiði. í hópi leiðsögumanna verður Páll Pálsson frá Aðalbóli. Fararstjóri verður Hjörleifur Guttormsson. Hér er einstakt tækifæri að kynnast þessum slóðum í fylgd með staðkunn- ugum. Ferðin er auðveld fyrir fólk á öllum aldri og allir velkomnir. Væntanleglr þátttakendur eru beðnir að skrá sig sem fyrst hjá Ferða- miðstöð Austurlands á Egilsstöðum, sími 12000. Alþýðubandalagið - kjördæmisráð ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Sumarferð í Þórsmörk Sumarferðir Æskulýðsfylkingarinnar hafa ætið notið mikilla vinsælda. Að þessu sinni verður farið í Þórsmörk helgina 15.-17. júlí. Nánar auglýst síðar. Verði stillt í hóf. Skráning að Hverfisgötu 105, s. 17500 frá kl. 13.00-16.00 alla virka daga. Allir velkomnir. Framkvæmdaráð ÆFAB Stjórnarfundur Fundur í stjórn ÆFAB verður haldinn í Skálanum, Strandgötu 41, Hafnar- firði 8.-10. júlí n.k. Dagskrá auglýst nánar síðar. Framkvæmdaráð Útgerðarmenn Hrifnir af kvótakem Sveinn H. Hjartarson hagfrœðingur LÍÚ: Nýsjálenska kvótakerfið myndi hagrœða útgerð ennfrekar Okkar fiskveiðistjórnun svipar í stórum dráttum til þeirrar ný- sjálensku, nema hvað hér eiga út- gerðarmenn ekki kvótann. Eg er mjög hrifínn af framkvæmd ný- sjálenska kvótakerfisins og er viss um að ef það yrði tekið upp hér yrði öll hagræðing í útgerðinni mun betri en nú er, segir Sveinn H. Hjartarson hagfræðingur LIÚ sem fylgst hefur með alþjóðafís- kveiðiráðstefnunni sem lýkur á Hótel Sögu í dag. Sveinn sagöi að þróunin hjá Nýsjálendingum eftir að kvóta- kerfi þeirra kom í framkvæmd, hefði orðið sú að floti þeirra hefði þróast í þá átt að vera með stór skip eða lítil. Hefðbundnir ver- tíðarbátar hefðu alveg dottið uppfyrir. Skýringin á því væri sú að annaðhvort keyptu menn stór- an eða lítinn kvóta. Aðspurður hvort nýsjálenska kerfið byði þá ekki þeirri hættu heim að meirihluti kvótans safn- aðist á hendur fárra og auðugra útgerðarmanna, sagði Sveinn að sú hætta væri að vísu alltaf fyrir hendi ef engar hömlur yrðu settar á kvótakaup. „En þó margt gott sé að finna í kvótakerfi Nýsjál- endinga munum við að sjálfsögðu vinsa það úr sem hentar okkur best ef svo skyldi fara að eitthvað af þeirra kerfi yrði tekið upp hér,“ sagði Sveinn. Sveinn sagði ennfremur að eftir að hafa hlustað á og kynnt sér það sem aðrar þjóðir væru að gera í fiskveiðistjórnun, hefði hann sannfærst enn betur um að okkar kvótakerfi væri byggt í að- alatriðum á stefnu sem væri ár- angursnk fyrir stjórnun fisk- veiða. Hann sagði að það væru engin skynsemisrök fyrir því í dag að afnema kvótakerfið og ekki væri lengur deilt um það. Það er viðskiptadeild Háskóla Íslands sem hefur veg og vanda af ráðstefnuhaldinu og allt efni hennar verður gefið út á næst- unni. -grh Krísuvíkursamtökin Gangan langa hafin Leifur Leópoldsson lagði í gær upp í sérkennilega gönguför. Hann hóf gönguna í ijöruborðinu á Reyðarfírði og ætlar að ganga á 36 dögum þvert yfir landið, enda á utanverðu Snæfellsnesi. Heild- arvegalengdin sem hann ætlar að ganga er um 560 km. Það er ekki beinlínis svo að þetta sé úr lausu lofti gripin hug- detta heldur ætlar Leifur með þessu að vekja athygli á málstað Krísuvíkursamtakanna og safna áheitum fyrir þau. Hugmyndin er sú að fyrirtæki gefi einn eða fleiri kílómetra, en hver kílómetri er verðlagður á 10 þúsund krónur, og miðast þá við að áheit fáist fyrir 5,6 miljónum króna, en það er sú fjárupphæð sem á vantar til að fyrsta áfanga endurreisnarinn- ar á Krísuvíkurskólanum verði lokið. Áheitunum er komið á framfæri í símum 621005 og 623550. Fyllsta aðgát verður höfð í ferðinni og er búið að koma fyrir birgðastöðvum víðsvegar á leiðinni en björgunarsveitir fylgj- ast með hverju fótmáli Leifs og aðstoða hann, lendi hann í minnsta vanda. Leifur verður í talsambandi við útvarpsstöðina Stjörnuna meðan á göngunni stendur og lætur vita um sína hagi reglulega. -tt Leifur Leópoldsson vígreifur og hress við upphaf göngunnar í gær. Hann hefur fjáröflunarher- ferð Krísuvíkursamtakanna undir kjörorðinu: Átak til hjálpar ung- lingum í vímuefnavanda! Skóladagheimili Fóstrur bjóða samstarf Ragnar Ragnarsson: Dagvist barnafengi 22pláss en við ráðstöfuðum 10. Getum boðið hœrri laun en borgin í Dagvist barna er búið að sam- þykkja tilboð tveggja fóstra um að borgin kaupa á móti þeim hús til reksturs skóladagheimilis í Vesturbænum. - Talað hefur ver- ið um að borgin fengi til ráðstöf- unar 22 pláss fyrir börn ein- stæðra foreldra og yrði gjaldið það sama og á öðrum skóladag- heimilium. Sjálf bjóðum við 10 pláss á kostnaðarverði, sem áætl- að er að verði 24.000 kr. á mán- uði fyrir allan daginn, sagði Ragnar Ragnarsson sem nú er forstöðumaður á Foldaborg. Til samanburðar má geta þess að gjöld á skóladagheimilum borg- arinnar eru nú um 5.500 kr. - Ég sá ekki að ég gæti fram- fleytt mér og mínum í þessu starfi sem ég hef áhuga á, nema reyna nýjar leiðir, sagði Ragnar er hann var spurður hvers vegna hann ætlaði að gera tilraun með að reka skóladagheimili. - Við teljum okkur geta boðið mun hærri en laun en borgin og við fáum frjálsari hendur til að kaupa það sem við viljum á heimilið. Ragnar sagði að al- mennt virtist gæta þreytu hjá fóstrum með ástandið í dag. Mannabreytingar væru örar, Iaunin lág og litlir peningar til að endurnýja á heimilinum. Ef borgarstjórn samþykkir kaupin er áætlað að heimilið verði opnað í haust. Á fjárhagsá- ætlun fýrir þetta ár var gert ráð fyrir byggingu heimilis á Selja- vegi, en dráttur hefur orðið á framkvæmdum vegna samninga um lóðarkaup. Ragnar sagði að í þessu hverfi væru 30-40 börn einstæðra for- eldra á biðlista og foreldrar um 20 barna hefðu sent ákveðin svör um að þeir vildu nýta sér þau 10 pláss, sem byðust á kostnaðar- verði. Hann væri því bjartsýnn á að dæmið gengi upp. -ipj Tilkynningaskylda Úlfur, úlfur Valur Jónsson RE 80 fannst um hádegisbilið í gær norðurundir Malarrifí í Faxaflóa en hann hafði ekki tilkynnt sig til Tilkynning- askyldunnar kvöldið áður. Tveir menn voru um borð og þegar þyrla Landhelgisgæslunnar fann bátinn voru þeir á skaki í mestu makindum og höfðu verið undir rifínu um nóttina. Þjóðviljinn innti Eystein Guð- laugsson starfsmann Tilkynning- askyldunnar eftir viðbrögðum við bátshvörfum sem þessu og sagði hann mikil brögð vera að því að menn gleymdu að tilkynna sig. - Það eru fleiri en bara þeir sem eru útá sjónum sem þetta skiptir einhverju. Aðstandendur í landi verða að vonum hræddir. Erindrekar Tilkynningaskyld- unnar og Slysavarnafélagsins hafa farið í ýmsar verstöðvar og ítrekað fyrir sjómönnunum að til- kynna sig til strandstöðvanna. Fyrstu dagana eða vikurnar batn- ar ástandið, en síðan fer allt í sama farið. -tt 14 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. júli 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.