Þjóðviljinn - 03.07.1988, Side 3

Þjóðviljinn - 03.07.1988, Side 3
 Nú eiga leikskólamir aö duga Barnaheimilinu Ósi ógnað. Meirihlutinn í stjórn Dagvistar einblínir ó 4-5 tíma vistun fyrir forskólabörn og vill stórlcekka rekstrarsfyrkinn til eina foreldrarekna dagheimilisinsíborginni Þessa dagana stendur meiri- hluti sjálfstæðismanna í stjórn Dagvistar barna í Reykjavík fyrir aðför að hagsmunum barna og foreldra þeirra og er hún með þeim endemum að skynsamleg ástæðafyrir- finnst ekki þótt leitað sé með logandi Ijósi. Þvívill maðurí lengstu lög trúa því að hérsé um frumhlaup að ræða, og að Sjálfstæðisflokkssystkin stjórnarmanna beri gæfu til að hafavitfyrirþeim þegartil kasta borgarstjórnar kemur. Seinnipartinn í júní lagði sjálf- stæðismeirihlutinn í stjórn Dag- vistar barna fram tillögu sem fel- ur í sér verulegar breytingar á reglum þeim sem gilda um styrki borgarinnar til annarra barna- heimila en þeirra sem borgin rek- ur sjálf. Fyrir dagheimili skiptir hér mestu máli að styrkurinn skal miðast við fimm tíma vistun sam- kvæmt tillögunni en ekki allan daginn eins og nú er, og að auki á að koma til hlutfallsleg lækkun; samkvæmt þeim reglum sem nú - og enn - gilda nemur styrkur borgarinnar 50% af kostnaðinum við heilsdagsvistun, en á að fara niður í 40% miðað við fimm tíma, ef tillaga sjálfstæðismanna verð- ur samþykkt. Þetta þýðir í reynd að rekstur dagheimila er gerður illmögulegur, en á sama tíma er ýtt undir leikskólaformið. Út af fyrir sig fagnaðarefni svo langt sem það nær að liðka eigi fyrir þeim rekstri, en það fellur utan ramma þessa greinarkorns og því verður ekki farið nánar út í þá sálma. Reykjavíkurborg styrkti þrjú barnaheimili á síðasta ári; Sælu- kot, leikskóla KFUM og K og barnaheimilið Ós. Hið síð- astnefnda er hið eina þeirra sem einvörðungu býður upp á heilsdagsvistun, og því er það að þessar niðurskurðarhugmyndir meirihlutans í stjórn Dagvistar hitta heimilið fyrir af fullum þunga. Kostnaður við hvert barn á Ósi er nokkurn veginn hinn sami og á dagvistarheimilum borgarinnar, eða um 28 þúsund krónur á mán- uði, en þar af greiða Ósarar 16 þúsund krónur. Þessi upphæð hljómar kunnuglega í eyrum / þeirra sem eru með börn sín hjá dagmömmum, og það er engin tilviljun. Sú viðmiðun hefur jafn- an verið höfð að leiðarljósi á Ósi að mánaðargjaldið færi ekki fram úr normal dagmömmuprís og hverri krónu sem í reksturinn hefur farið verið velt milli hand- anna til þess að það mætti ganga eftir; þetta er foreldrarekið barn- aheimili þar sem öllum er frjálst að sækja um fyrir sín börn, og ef fólk þarf hvort eð er að greiða þessa upphæð þá stendur ekkert fjárhagslegt ljón í veginum fyrir því að sótt sé um á Ösi. Álnar- langir og illyfirstíganlegir biðlist- ar þar sem annars staðar eru svo allt önnur Anna, en þar liggur borgarstjórnarhundur gamalla og nýrra meirihluta grafinn eins og við vitum. Stjórn Dagvistar ekki til viðtals Ef þessi aðför tekst hækkar mánaðargjaldið úr 16 þúsundun- um í rúmlega 24 þúsund og Ós breytist þar með í hálfgert barna- heimili auðmanna. Hætt er við að lítil stemmning sé meðal foreldra að standa að þvíjíku fyrirtæki jafnvel þótt þeir hefðu til þess fjárhagslegt bolmagn, sem þeir hafa náttúrlega ekki frekar en gengur og gerist með foreldra smábarna í Reykjavík. Meirihlutinn í stjórn Dagvistar barna lagði tillögu sína fram á fundi 20. júní síðastliðinn, en frestaði afgreiðslu þar til á næsta fundi, fjórum dögum síðar. í millitíðinni skrifuðu Ósarar stjórninni bréf og bentu á að rekstrargrundvöllur heimilisins væri enginn ef tillagan yrði sam- þykkt. Jafnframt óskuðu þeir eindregið eftir viðræðum við full- trúa Dagvistar barna, „áður en málið verður afgreitt,“ eins og segir í bréfinu. Þessari frómu ósk hafnaði meirihluti stjómarinnar. Málið var keyrt í gegn á fundinum 24. júní þrátt fyrir andstöðu fulltrúa minnihlutans, þeirra Kristínar Á. Ólafsdóttur og Sigrúnar Magnús- dóttur. Daglegt brauð reyndar að ekkert mark sé tekið á fulltrúum minnihlutans við ákvarðanatekt í borgarappírötum, en að virða talsmenn barnaheimilisins ekki viðlits og hundsa ósk þeirra um viðræður vegna ákvörðunar sem á að taka gildi um næstu áramót, það er dónaskapur af óvæntri stærðargráðu hér í borginni, þótt fólk sé kannski hætt að kalla allt ömmu sína í þeim efnum. Barnaheimilið Ós hefur verið starfrækt í 15 ár. Síðustu tvö árin hefur það verið til húsa í eina bár- ujárnshúsinu sem enn stendur við Bergþórugötuna. Borgin á húsið og leigði það barnaheimilinu til fimm ára, gegn því að það yrði gert upp. Því hafa foreldrarnir komið húsinu og garðinum í kring í gott horf með ærnu erfiði og ómældri vinnu, en áður en barnaheimilið flutti í húsið var það orðið svo hrörlegt að fullum fetum var rætt um að rífa það. Hvað verður nú? Mér dettur ekki í hug að trúa því að óreyndu að meirihlutinn í borgarstjórn geri framtak meirihluta stjórnar Dag- vistar að sínu og bregði fæti fyrir starfsemi Óss nú þegar leigutím- inn er hálfnaður eða þar um bil, og gerist síðan svo lítilþægur í framhaldinu að láta færa sér full- búið dagvistarheimili svo sem á silfurfati Og í annan stað: Þegar Ós hóf starfsemi sína þurftu for- eldrar að fá borgaryfirvöld til að leggja blessun sína yfir fyrirtækið gagnvart ríkinu, til að lögbundið stofnframlag rataði rétta boóleið. Hvað nú? Kemst þetta fólk upp með að kippa að sér hendinni bara si svona? Hvað segir réttvís- in um það? Annað hljóð í strokkinn Það væri nógu illt og bölvað þótt fyrirhuguð aðför að Ósi - eina foreldrarekna dagvistar- heimilinu í Reykjavík - bitnaði aðeins á þeim liðlega tuttugu börnum sem þar eru, en því er ekki aldeilis að heilsa. Ef af verð- ur er tómt mál um það að tala að foreldrar í Reykjavík geti tekið sig saman um dagheimilisrekstur. í þessu sambandi er vert að geta könnunar sem bankamenn hafa gert hjá sér í þessa veru, en þar kom í ljós að þörfin er mest fyrir skóladagheimili og dagheimili fyrir börn á aldrinum þriggja til sex ára. En á sama tíma sér meirihlutinn í stjórn Dagvistar ekkert nema 4 til 5 tíma vistun, sem að auki á að einskorðast við börn á aldrinum tveggja til sex ára. Fram til þessa hefur borgar- stjórnarmeirihlutinn fremur hampað framtaki Ósara, og því kemur á óvart ef snúa á við því blaði. Hitt hlýtur að standa upp á meirihiuta stjórnar Dagvistar að svara fyrir stefnuna í sínum mála- flokki. Getur það verið einlæg meining þessa fólks að fjögurra til fimm tíma vistun dugi yfirvinn- uþrælkuðum borgarbúum? Get- ur þetta fólk tekið um það geð- þóttaákvörðun eins og ekkert sé að það skuli vera hlutskipti allra barna í Reykjavík - að undan- skildum þeim sem eru á dag- heimilum borgarinnar sjálfrar - að þvælast milli að minnsta kosti tveggja „pössunarstaða“? Og svo að „atvinnurekendum“ sé sýnd sjaldgæf umhyggja hér á síðum blaðsins; það eru þeirra hagsmunir ekki síður en þess barnafólks sem hjá þeim starfar að dagvistarmálunum sé vel fyrir komið og þarf ekki að hafa fleiri orð um svo augljósan hlut. Hér verður ekki tekið undir þær ofur- kröfur sem stundum eru gerðar á hendur borgaryfirvöldum, hér sem annars staðar, þess efnis að hverskonar dagvistun skuli vera ókeypis fyrir alla, og fylgja svo þróaðri kröfugerð gjarnan við- aukar um að allt mögulegt annað sem nöfnum tjáir að nefna skuli ekki heldur kosta grænan eyri. En það er langur vegur á milli þessa og svo aftur vanhugsaðs niðurskurðar stjómar Dagvistar á rekstrarstyrk til eina foreldra- rekna dagheimilisins í Reykja- vík. Niðurskurðar sem ekki ein- asta gengi frá þessu tiltekna heimili í núverandi formi, heldur kæmi einnig í veg fyrir að for- eldrarekin dagheimili yrðu raun- hæfur kostur hér í borginni. Þetta frumhlaup þarf að leiðrétta, og væntanlega gerir borgarstjórn það líka á sínum næsta fundi. Hjörleifur Sveinbjörnsson Sunnudagur 3. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.