Þjóðviljinn - 08.07.1988, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 08.07.1988, Qupperneq 2
FRÉTTIR Heilbrigðismál THvísunarskylda Ein af hugmyndum starfshóps Alþýðubandalagsins um heilbrigðismál er að tilvísunar- skylda verði aftur tekin upp til sérfræðinga. Þannig verði hægt að spyrna á móti sjálfsafgreiðslu úr opinberum sjóðum. Hörður Bergmann á sæti í starfshópnum. Hann segir þessar hugmyndir settar fram af hópnum til að létta byrði af alþýðu landsins og til að nýta megi fjármagn til heilbrigð- ismála betur. í samtali við Þjóðviljann sagði Hörður nauðsynlegt að koma í veg fyrir að óhæfilegur hluti fjár- magns til heilbrigðismála renni til hálaunaðra sérfræðinga. í um- ræðum um heilbrigðismál hafi oft komið í ljós að reikningar sér- fræðinga til Tryggingastofnunar væru hærri en föst laun þeirra á sjúkrahúsum. „Ég tel að það hafi verið aftur- för þegar það kerfi var afnumið að sjúklingur færi til sérfræðings eftir heimsókn til heimilislækn- is,“ sagði Hörður. En þetta kerfi var afnumið í tíð Matthíasar Bjarnasonar heilbrigðismálaráð- herra. Hörður telur taxta lækna fyrir unnin læknisverk vera óheyrilega háa. Hann bendir á að læknarnir sjálfir hefðu orðið steinhissa þeg- ar reikningar sérfræðinganna fóru að berast til Tryggingastofn- unar og greiddir voru eftir töxt- um sem samið var um í júní 1986. Að sögn Harðar borgar fólk nú 550 krónur fyrir viðtal hjá sérf- ræðingi og síðan greiðir ríkið tekin upp hærri upphæð á móti. Viðtölin geti verið mjög stutt, allt niður í nokkrar mínútur. Hörður sagði afnám tilvísunar- skyldunnar hafa leitt til sjálfsaf- greiðslu lækna og sérfræðinga úr opinberum sjóðum. Slíkt geti ekki gengið. Mánaðarlegir reikn- ingar sérfræðinga til Trygginga- stofnunar séu gjarnan á bilinu 300-900 þúsund. Með því að leggja af greiðslur fyrir hvert unnið læknisverk sagði Hörður mega draga úr þeirri freistingu lækna að fara út í hæpnar aðgerðir og rannsóknir. En í vestrænum iðnríkjum hefði komið í ljós að þetta væri vaxandi vandamál. -hmp Matargerð Eiturbyrlarar tilkynntir Blómainnflutningur Hertar reglur vegna köguraængju Nær enginn innflutningur á pottaplöntum vegna kröfu um heilbrigðisvottorð. Græn- metisuppskera eyðilögð efkögurvœngja kemst Iapríl voru mjög hertar reglur um innflutning á pottaplöntum og smáplöntum, til að reyna að halda kögurvængju frá landinu og er nú nánast ekkert flutt inn af pottaplöntum. Kögurvængjan er fluga sem veldur sérstaklega miklum skaða í grænmetisræktun. Þar má ekki nota eiturefni sem duga á hana og eina leiðin að henda öllu úr þeim húsum sem hún nær bólfestu í. Við blómaræktun gilda rýmri reglur um notkun eiturefna. Við innflutning á pottaplönt- um og smáplöntum þarf nú vott- orð frá ræktunarstöðvum er- lendis, um að þær hafi verið fríar af köguvængju síðustu 3 mánuði. Slík vottorð er hins vegar mjög erfitt að fá t.d. frá Hollandi, það- an sem mestur innflutningur er. - Holland er galopið land og fara blóm frá öllum heimshornum þar í gegn. Erfitt er fyrir þá að tryggja í húsin að kvikindi leynist ekki í sending- um og þá vantar eftirlitsaðila, sem geta gefið þau vottorð sem krafist er, sagði Sigurður Þráins- son garðyrkjubóndi. Bjarni Finnsson í Blómavali, sagði reglugerðina geta haft mikil áhrif á markaðinn og hefðu þeir aðeins fengið 1 sendingu með til- skildum vottorðum, frá því regl- urnar tóku gildi. Hann taldi að fyrst dyttu út stórar pottaplöntur, s.s. pálmar, júkkur og drekatré. Margir blómaræktendur flytja inn smáplöntur til framhalds- ræktunar og að sögn Bjarna er ekki fullreynt hvaða tegundir fást til landsins. Hann tók sem dæmi, að ef jólastjörnur ættu að vera hér síðari hluta ársins þyrftu menn að fá plönturnar á næst- unni. Undanfarið hefðu verið fluttar inn rúmar 50.000 slíkar plöntur og það yrðu viðbrigði ef þær vantaði í ár. mj Blómarósirnar Auður og Lind eru hvergi bangnar að handleika pottab- lómin hjá Blómavali, enda hefurengin kögurvængja komist í plönturn- ar á þeim bænum, eftir því sem best er vitað. Mynd Ari. Selalda Soipið kallar á bréfaskrif Grindavíkurbœr óskar eftir viðrœðum við Hafnarfjarðarbæ um hugmyndir um sorphauga íSelöldu. Bjarni Andrésson: Er hissa efvið fáum engu um þetta ráðið Við skrifuðum bæjaryfirvöld- um í Hafnarfirði bréf í síðustu viku þar sem við óskum eftir við- ræðum við þá um þessar hug- myndir. Það er alveg ótrúlegt að við fáum ekkert um þetta ráðið ef það á að fara að urða sorp í stór- um stfll innan hreppamarkanna, sagði Bjarni Andrésson bæjar- stjórnarmaður í Grindavík. En eins og kom fram í Þjóðviljanum fyrir skemmstu er nærri fullvíst ; að framtíðar sorp haugar Stór- Reykjavíkursvæðsins verði í Sel- öldu við Krísuvík. Hafnarfjarðarbær á Selöldu ; sem er í Krísuvík, svæði þetta til- heyrir hins vegar lögsagnarum- dæmi Grindavíkur, og er hluti Grindavíkurhrepps. „Lögfræðingur okkar er að skoða allt þetta mál. Þegar hann hefur skilað sínu áliti munum við taka ákvörðun um hver verða viðbrögð okkar,“ sagði Bjarni og benti á að síðast þegar hugmyndir voru uppi um urða sorp í Selöldu hefði bæjarstjórn Grindavíkur sent frá sér harðorða ályktun þar sem þessum hugmyndum var mótmælt. Bjarni sagði jafnframt: „Ég vona bara að allir leggist á eitt um að koma í veg fyrir að þessi hugmynd verið að veru- leika". -sg Heilbrigðiseftirlitið ætlar að notfæra sér heimild sem til er í lögum fyrir því að birta nöfn þeirra fyrirtækja sem þverskall- ast við að lagfæra merkingar á vöru sinni og halda áfram að nota hættuleg litarefni í vöru sína. Tvö fyrirtæki hafa þegar fengið að kenna á þessari nýju starfsað- ferð stofnunarinnar en það eru Efnagerðin Valur og Sanitas. Þau hafa margsinnis verið kærð fyrir að nota vasó-litarefni sem eru bönnuð í matvælum í nágranna- löndum okkar. Heilbrigðiseftir- litið hefur átt í stappi við Efna- gerðina Val í um 10 ár en lítið orðið ágengt. Stofnunin hefur haft afskipti af um 150 fyrirtækjum og flest brugðist vel við. -gís Borgarstjórn Varað við nýju flóði Viðbúið er að sjávarstaða við Reykjavík hækki um 1,2 tii 2,1 metra á næstu öld fari svo fram sem horfi með iandsig í Reykjavík sem rannsóknir benda til að hafi numið 30 til 40 sentimetrum síð- ustu aldirnar og sjávarborðs- hækkun sem fer vaxandi í kjölfar sk. gróðurhúsaáhrifa. Þetta kemur fram í tillögu frá borgarfulltrúum Alþýðubanda- lagsins í borgarstjórn, þar sem varað er við afleiðingum þessa og lagt til að hugað verði náið að breytingu sjávarstöðu við skipu- lagsvinnu. Borgarfulltrúarnir leggja jafn- framt til að undirbúnar verði að- gerðir til að verja byggðina fyrir óhjákvæmilegum áhrifum af breytingu sjávarstöðunnar. Auk hækkaðrar sjávarstöðu stafar mannvirkjum og fólki í Reykjavík hætta af flóðum, sem verða því skæðari sem sjávarstað- an verður hærri. Bent er á í til- lögunni að flóð af svipaðri stærð- argráðu og Básendaflóðið, myndu ekki aðeins valda til- finnanlegu eignatjóni, heldur væri fólki einnig veruleg hætta búin. -rk Flug á Örœfajökul Dýrasta flugleiðin Borgarstjórn Bækur á vinnustaði Á borgarstjórnarfundi í gær var vel tekið í tillögu Alþýðu- bandalagsfuiltrúa, um að Borg- arbókasafn gerði tilraun með að lána bækur á nokkrum vinnu- stöðum í borginni. Milli áranna 1986 og 1987 dró úr útlánum safnsins, og er mark- miðið með tillögunni bæði að auka útlán og ná til nýrra einstak- linga. Margir koma aldrei í bóka- söfn og er þess vænst, að með því að færa bækurnar til fólksins, vakni áhugi fleiri á því að nýta sér þjónustu bókasafna. mj Náttúruverndarráð hefur ekki fjallað um framk væmdirnar á Öræfajökli, en við bentum skipu- lagsstjóra ríkisins á, að bæði flug- vallargerð við Skaftafell og upp- setning húss á jöklinum, eigi að fara réttar boðleiðir í kerfinu, sagði framkvæmdastjóri Náttúr- uverndarráðs er hann var inntur eftir afstöðu ráðsins til áætlunar- ferða Tindflugs á jökulinn, en þetta er dýrasta flugleiðin, nokk- urra mínútna flug kostar fyrir rnanninn rétt um 5000 krónur. - Það er nokkuð um að fólk hringi og tali um að verið sé að spilla hæsta fjalli landsins, sér- staklega með því að setja þarna hús. Einnig sé verið spilla friði og því, að eitthvað sé á sig leggjandi til að komast á hæsta tind lands- ins, sagði framkvæmdastjórinn. Skipulagsstjóri ríkisins sagði að ekki væri búið að sækja um leyfi til framkvæmda á jöklinum, eins og ber að gera samkvæmt skipulagslögum. - í raun má eng- inn byrja á framkvæmd án þess að hafa öll tilskilin leyfi og erum við nú að kynna okkur þetta mál. Útsýnisflug á Öræfajökul hefst innan skamms og hefur þar verið útbúin 500 m flugbraut og göngu- brautir á Hvannadalshnúk. Auk þess hefur verið komið fyrir húsi fyrir mann, sem stjórna mun lendingu á jöklinum. mj Föstudagur 8. júlí 1988 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.