Þjóðviljinn - 08.07.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.07.1988, Blaðsíða 5
Afmœli Ríkisstjómin á tímamótum Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar er nákvœmlega ársgömul í dag. Itilefni tímamótanna leitaði Þjóðviljinn álits fulltrúa stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar Málmfríður Sigurðardóttir Stjómin eins og krafsandi hænsni Málmfríður Sigurðardóttir þingkona Kvennalistans segir störf ríkisstjórnarinnar hafa ein- kennst af æðibunugangi. Málum hafi verið þeytt í gegn- um þingið með það fyrir augum að endurskoða þau síðar. Málm- fríður segir stjórnina helst líkjast krafsandi hænum sem krafsi og krafsi aftur fyrir sig. Matarskatt- urinn standi upp úr sem mesta óhæfuverk ríkisstjórnarinnar. Málmfríður sagði að skattkerf- inu hefði verið gjörbylt. Matar- skatturinn væri skattur sem hlífði engum, hvorki börnum né gamal- mennum. „Það verða allir að borga þennan skatt. Síðan er ver- ið að mingra þessu til baka en við viljum vara við ölmusukerfi ríkis- stjórnarinnar," sagði Málmfríð- ur. Hún sagði þetta kerfi brjóta niður sjálfsvirðingu fólks. Að sögn Málmfríðar hefur Al- þýðuflokkurinn valdið fólki von- brigðum. Hann hefði gefið sig fyrir að vera málsvara þeirra sem minna mega sín. En í stjórnartíð hans hefði verið tekið upp skatt- píningarkerfi Norðurlandakrata og síðan væri ölmusu fleygt í fólk. Málmfríður sagði allt tal um ál- ver á suðvesturhorninu vera furð- ulegt. „Ég hélt að allir þekktu þá þenslu sem ríkt hefur á þessu svæði og skil þess vegna ekki hvers vegna nýtt álver þarf endi- lega að rísa hér,“ sagði Málmfríð- ur. Bygging nýs álvers kallaði líka á auknar erlendar lántökur. En hún vissi ekki betur að stefna stjórnvalda væri að stoppa þær. Málmfríður telur utanríkis- stefnuna hafa breyst til bóta. Hún sé orðinn sjálfstæðari og sveigjanlegri. „Það hefur verið mín persónu- lega skoðun að stjórnin muni lafa út kjörtímabilið þó mér finnist merkilegt hvað hún er teygjan- leg,“ sagði Málmfríður. Það hefðu komið upp svo mörg á- greiningsmál í stjórninni að hún skildi ekki hvað gæti sundrað henni. Að sögn Málmfríðar hefur stjórnin gjörbylt tekjuöflunar- kerfi ríkissjóðs. „Við viljum sjá að hún ætli að breyta gjaldahlið- inni í þá átt sem kratar lofuðu, þe. að ráðast á bruðlið í kerfinu." -hmp Páll Pétursson Kjölfestuna hefur skort - Sitthvað hefur farið á annan . veg en æskilegt hefði verið þann tíma sem ríkisstjórnin hefur set- ið. Þar fyrir utan sýnist manni Þor- steinn Pálsson áhugalítill um að halda þessu samstarfi áfram. Hann virðist nokkuð ánægður með ástandið eins og það er og þá er hann ekki kröfuharður maður, sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Páll sagðist vonast til þess að næsta ár yrði hagstæðara fyrir ríkisstjórnina og að hún bæri gæfu til að sitja kjörtímabilið á enda. Fram til þessa hefði stjórn- in átt við erfiðleika að etja í efna- hagslífinu, sem sumpart væru til- komnir vegna utanaðkomandi aðstæðna. Nefndi Páll þar á með- al viðskiptahalla, verðhækkanir og bága rekstrarstöðu útflutn- ingsatvinnuveganna. - Ég vildi svo sannarlega að stjórnin tórði út kjörtímabilið. En til þess að svo megi verða þarf hún að taka sig á og fara að reyna að koma skikk á efnahagsmálin Ólafur R. Grímsson Sjái sóma sinn í því aðfarafrá og móta heildar efnahagsstefnu, sagði Páll, en hann sagðist þeirrar skoðunar að bráðabirgðalögin í vor hefðu verið nauðsynleg, en með setningu þeirra hefði verið gengið of skammt. - Það þýðir ekkert að setja launahækkanir einar og sér í þumalskrúfu, fái allt annað hækka óhindrað á meðan, sagði Páll. - Þetta er bara hroki í Þor- steini og hann hefur verið með derring út í okkur framsóknar- menn. Steingrímur ber þar ekki mikla sök á. Þær voru kaldar kveðjurnar sem Þorsteinn sendi ungum framsóknarmönnum á dögunum, svo dæmi sé nefnt, sagði Páll, aðspurður um orða- skak forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra. -rk - Ég gef þessari ríkisstjórn ótvíræða falleinkunn. Höfðuðat- riðin í stefnu hennar áttu að vera: stöðugt gengi, verðbólga svipuð og í nágrannalöndunum, minnk- un crlendra skulda, góð afkoma atvinnuvega og bætt lífskjör al- mennings. Niðurstaðan er hins vegar sú að gengið er fellt á nokk- urra mánaða fresti, verðbólgan er 10-12 sinnum hærri en í nág- rannalöndunum, hrikalegur við- skiptahalli uppá 10-15 miljarða, erlendar skuldir komnar yfir 100 miljarða markið, afkoma at- vinnuvega ekki verið erfiðari í langan tíma og lífskjörum launa- fólks hefur hrakað verulega, segir Ólafur Ragnar Grímsson. - Staðreyndin er því sú að öll þau höfuðmarkmið sem ríkis- stjórnin setti sér eru orðin þver- öfug í reyndinni. Ríkisstjórn sem þannig mistekst á að sjá sóma sinn í því að veita sjálfri sér og þjóðinni þá afmælisgjöf að fara frá. - Þeir sem hafa manndóm þeir viðurkenna mistök sín. Hafi ráð- herrarnir þessa eiginleika þá hætta þeir þessu. Ríkisstjórnin hefur enga efnahagsstefnu. Það eina sem ganga má að vísu hjá henni eru vikuleg rifrildi ráðherr- anna. Vitur maður sagði einu sinni að fátt væri ríkisstjórnum eins erfitt og að deyja. Þessi ríkis- stjórn hefur að vísu aldrei komist til lífsins svo við skulum vona þjóðarinnar vegna að dauðastríð hennar verði stutt. Hún þarf því sem fyrst að biðjast lausnar og boða til kosninga svo ný ríkis- stjórn geti tekið við, sagði Ólafur Ragnar Grímsson. -Jg- Óli Þ. Guðbjartsson Ríkisstjomin dæmir sig sjálf - Þú þarft tæplega að spyrja mig góði minn. Eg held að svarið liggi svo berlega í augum uppi. Ég var að koma af fundi Samtaka jafnréttis á milli landshluta og þar luku allir upp einum rómi hvar í flokki sem þeir stóðu, um bágindi landsbyggðarinnar í tíð þessarar ríkisstjórnar, sagði Óli Þ. Guð- bjartsson, þingmaður Borgara- flokks í samtali við Þjóðviljann. - Þetta segir í sjálfu sér alla sól- arsöguna, sagði Óli Þ., - enda fellir ríkisstjórnin sjálf áfellisdóm yfir sér með gjörðum sínum. Óli Þ. sagðist engu vilja spá um frekari lífdaga stjórnarinnar, enda gætu veður fljótt skipast í lofti. - Oft er það nú samt svo að það lifir lengst sem lýðum er leiðast. - Mér finnast þessar orða- hnippingar sem hafa átt sér stað uppá síðkastið milli einstakra ráðherra, vera að færast á nýtt stig. Það er nánast orðið daglegt brauð að ráðherrar hreyti óno- tum í samráðherra sína, sagði Óli Þ. Guðbjartsson. -rk Pálmi Jónsson Steingrímur talar býsna ógætilega - Þessi ríkisstjórn hefur fengið frekar erfitt verkefni og þriggja flokka stjórnir eru einnig þyngri í vöfum en tveggja eða eins flokks stjórnir. Við höfum búið við versnandi ytri skilyrði frá lokum sl. árs vegna lækkandi verðs á sjávarafurðum og þetta veldur miklum crfiðleikum í þjóðarbú- inu, segir Pálmi Jónsson aiþingis- maður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum ráðherra. - Hitt verður að segjast að menn tala dálítið frjálslega í þess- ari stjórn. Mér hefur fundist for- maður Framsóknarflokksins tala býsna ógætilega á köflum. Það væri sterkara fyrir stjórnina ef hún reyndi að halda ágreinings- efnum sínum við ríkisstjórnar- borðið í stað þess að hlaupa með þau beint í fjölmiðla. - Framtíð þessarar stjórnar veltur á því hvort menn vilja starfa saman af heilindum eða ekki. Ef þeir ræðast saman við ríkisstjórnarborðið þá getur hún starfað áfram en ef þeir ætla að gera hana ómerka með ógætilegu tali í fjölmiðlum þá lifir hún ekki lengi, sagði Pálmi Jónsson. -Ig. Ríkisstjórnin Athyglisverð afrekaskrá 8. júlí: Ríkisstjórnin tekur for- mlega viö völdum. Kynntar fyrstu tillögur um matarskatt, bílaskatt og fleiri álögur. September: Fjárlagagerö í uppnámi. Haröir árekstrar í stjórnarliðinu. Vantar 2-3 milj- aröi til aö endar nái saman. Október: Jón Baldvin stokkar spilin upp á nýtt. Fjárlögin tekin til endurskoðunar. Nið- urstaöan: Hallalaus fjárlög 1988. ítrekaðar yfirlýsingar um fastgengisstefnu sem hornstein stjórnarinnar. Desember: Annir og átök á Alþingi. Gengur illa að koma fjárlögum og skattaálögum í gegn. Jóhanna Siguröardóttir fer í verkfall og mætir ekki á ríkisstjómarfundi vegna Kaupleigufrumvarpsins. Janúar: Landsmenn fá að kynnast af eigin raun „ágæti“ matarskattsins. Febrúar: Fjármálastjórnin þegar komin í mikinn hnút. Stjórnin notar þinghlé til aö smíða efnahagstillögur. Gengiö fellt, kjarasamningar í uppnámi. Mars: Efnahagsaðgerðirnar duga skammt. Verkfallsalda og ólga. Maí: Nýjar efnahagsráðstaf- anir: Gengið fellt aftur. Fast- gengisstefnan fyrir bí. Verð- bólgumetin slegin. Erlendar skuldir aldrei verið meiri. Við- skiptahallinn sömuleiðis. Júní: Uppgjör í stjórninni. Harðvítugar deilur Þorsteins og Steingríms. Fjárlaga- ramminn sprunginn. Gatið orðið nær miljarður. Fæstir spá stjórninni lífi lengur en fram á haustið. Föstudagur 8. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.