Þjóðviljinn - 08.07.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.07.1988, Blaðsíða 9
I „Arafat og menn hans eru synir fólksins hérna. Þeir skilja vandann, og þaö er betra aö semja við þá en Jórdani eða Sýrlendinga...“ Börn í flóttamannabúðunum í Ramallah með fána PLO. Það varðar fangelsi að eiga eða sýna slíkan fána. Ljósm. ólg Ég ann Landinu helga, og ég vildi ekki sjá því skipt í tvo hluta. Ég vil sjá það sem eitt land byggt tveim þjóðum. Kannski tvö ríki í ríkjabandalagi. Ég held að þegar Palestínumenn eru að krefjast sjálfstæðs ríkis, þá séu þeir að krefjast hins meira til þess að fá það minna: grundvallaratriði eins og réttinn til vegabréfs. Hugsaðu þér hvernig þessum málum er háttað núna: ég var eitt sinn spurður af landamæraverði, hverrar þjóðar ég væri. Mér vafð- ist tunga um tönn. Og eftir að hafa skoðað skilríki mín kvað vörðurinn upp dóm sinn: „Þér eruð Palestínumaður af jórd- önsku þjóðerni með ísraelska ferðaheimild... “ Hvernig er þetta hægt?“ - Þú sagðir áðan að hjálpin sem send væri til Palestínumanna á herteknu svæðunum kæmist ekki til skila. Hvernig má það vera? Hœnan og gulleggin „Þú verður að skilja, að gyð- ingar utan ísraels fundu til sekt- arkenndar gagnvart Palestfnu- mönnum þegar Ísraelsríki var stofnað. Það voru ekki síst þeir sem áttu frumkvæði að stofnun flóttamannahjálparinnar, UN- WRA, sem hefur fætt Palestínu- menn síðastliðin 40 ár. Þetta ástand minnir á hænuna sem verpir gullegginu. Ekki síst fyrir arabaríkin. Arabaríkin taka við fjárstuðningi víðsvegar að vegna vanda Palestínumanna. Þeir veita litlum hluta þessa fjár til Palestínumanna, en stinga bróð- urpartinum í eigin vasa. Fyrir þeim er það mikilvægt að halda hænunni lifandi - í flóttamanna- búðunum. í fyrsta lagi til þess að fá meira fé, og í öðru lagi til þess að viðhalda styrjaldarástandi við ísrael. í reynd vilja þeir ekki sjá lausn á vandanum, heldur óbreytt ástand. Nákvæmlega sama gildir um gyðinga. Þeir vilja viðhalda styrj- aídarástandi við arabaríkin, því fyrir þá sök hafa þeir uppskorið samúð og ómældan fjárstuðning víðs vegar að. Friður í Palestínu mun ganga af hænunni sem verpir gulleggjunum dauðri." - Þetta er harður dómur um arabaríkin. En hvernig lítur þú á sisn í landinu helga Intifada - uppreisn í landinu helga Intifada - uppreisn í landinu „Börnin hafa í 20 ár horft upp á foreldra sína hræðast gyðingana. Nú segjaþauaðþaðsébetraaðdeyjaenlifaundirhernámi...“ Ungirpiltar í flóttamannabúðum á Vesturbakkanum. Ljósm. ólg PLO? Eru þau samtök seld undir sömu sök? Arafat er sonur okkar fólks „Nei, Arafat og hans menn eru synir fólksins hérna. Þeir skilja vandann vegna þess að hann brennur líka á þeim. Ég veit að það er betra að semja við hann og hans menn en við Jórdani eða Sýrlendinga. Annars eru stjórnmál ekki minn vettvangur. En sem kristinn maður get ég ekki annað en látið mig mannréttindi varða, og það eru mannréttindi sem málið snýst um.“ - Er eitthvað sem þú vildir segja að lokum?“ „Ég höfða til réttsýni, mann- úðar og örlætis lesenda þinna. Að þeir megi skilja þennan vanda, að þeir megi segja gyðingum sann- leikann um það sem þeir eru að gera og að þeir veiti okkur þá aðstoð sem okkur er nauðsynleg til þess að lifa af þær þrengingar sem þjóð okkar má nú líða.“ -ólg. „Ef við fáum ekki efnahagslegan stuðning, þá erum við glötuð..." Frá útimarkaði á Vesturbakkanum. Ljósm ólg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.