Þjóðviljinn - 09.07.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.07.1988, Blaðsíða 6
pQq I lÚMiæðiwlolnim ríkisins VERÐKÖMMUIM Húsnæöisstofnun ríkisins hefur ákveðiö að láta fara fram verðkönnun á byggingarefni og byggingarhlutum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við innréttingu eigin skrifstofu- húsnæðis að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík. Gólfflatarmál húsnæðisins er ca. 1600 m2. Verðkönnun nær til alls þess byggingarefnis og byggingarh- luta, sem þarf til þess að fullgera húsnæðið, sem nú er tilbúið undir tréverk. Helstu liðir eru: Gólfefni ca. 1600 m2. Niðurhengd loft ca. 1600 m2 (ásamt lýsingu með viðeigandi lömpum). Innveggir ca. 1600 m2 (nota skal veggjakerfi sem hægt er að breyta, ásamt viðeigandi hillum og skápum). Flísar á gólf og veggi votrýma ca. 250 m2. Hreinlætis- og blöndunartæki. Væntanlegum bjóðendum er frjálst að benda á lausnir og efni, sem þeir telja frambærilegt, ásamt upplýsingum um efnisgæði, liti, verð, uppsetningu o.fl. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag verðkönnunarinn- ar, helstu magntölur, teikningar o.fl. er hægt að fá hjá Sigur- bergi Árnasyni arkitekt FAÍ átæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, Laugavegi 77, 4. hæð, frá og með þriðjudeginum 12. júlí 1988. Skilafrestur er til fimmtudagsins 21. júlí nk. kl. 16.00. Við val á efni til verksins verður stuðst við ofangreinda verðkönnun. 1 Imnæðisstoínun ríkisins TÆKNIDEILD Simi 696900 fziá Til sölu fasteignir á ísafirði og í Borgarfirði Tilboð óskast í eftirtaldar húseignir: Pólgata 2 og Hafnarstræti 16 (lóð), ísafirði. Stærð hússins er 843 m3. Húsið verður til sýnis í samráði við Óla M. Lúðvíksson, skrifstofustjóra sýsluskrifstof- unnar á ísafirði, sími: 94-3733. Skólagata 10, ísafirði. Stærð hússins er 613 m3. Húsið er til sýnis í samráði við Ólaf H. Kjartansson, skatt- stjóra, sími: 94-3788. Hjallavegur 11, ísafirði. Stærð hússins er 936 m3. Húsið verður til sýnis í samráði við Kristin Jónsson, Vegagerð ríkisins, ísafirði. Bær III, Andakílshreppi, Borgarfirði. Stærð hússins er 789 m3. Húsið verður til sýnis í samráði við Rúnar Guðjónsson, sýslumann, sími: 93-71205. Tilboðseyðublöð liggja frammi í húsunum og á skrifstofu vorri. Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 11.00 f.h. þriðjudaginn 19. júlí n.k., en þá verða þau opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7.'PÓSTHÓLF 1450, 125 REYKJAVÍK. Laus staða Umsóknarfrestur um stöðu sérkennara við Æfingaskóla Kennara- háskóla íslands er framlengdur til 20. júlí n.k. Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 5. júli 1988 AFMÆLI Áttrœður Steinn Stefansson fyrrverandi skólastjóri Mánudaginn 11. júlí er átt- ræður Steinn Stefánsson, fyrrver- andi skólastjóri á Seyðisfirði. Steinn fæddist að Reynivöllum í Suðursveit 11. júlí 1908. Foreldr- ar hans voru Stefán, hreppstjóri, trésmiður og bóndi að Kálfafelli í Suðursveit, Jónsson, Porsteins- sonar, og kona hans Kristín Eyjólfsdóttir, hreppstjóra og bónda að Reynivöllum. Steinn óx upp á Kálfafelli, en 18 ára gamall hleypti hann heimdraganum, gekk á unglinga- skóla hjá Sigurði Thorlacius á Djúpavogi og síðan á Kennara- skóla og lauk kennaraprófi 1931. Frekara nám síðar á ævinni: Söngkennaranámskeið á Laugar- vatni 1932. Sundkennaranám- skeið í Reykjavík 1934. Skóla- heimsóknir í Sovétríkjunum og Kaupmannahöfn 1953. Skóla- heimsókn á vegum danska kenn- arasambandsins 1956. Fram- haldsnám (í orlofi) 1957-1958: Hljómfræði, organleikur og flautuleikur í Reykjavík; enska og skólamál í Englandi; söng- kennsla og tónmyndun í Kaup- mannahöfn. Steinn hóf kennslu ungur að árum. Farkennari var hann í Suðursveit 1927-1929. Kennari við Barnaskóla Seyðisfjarðar 1931-1945. Stundakennari á Seyðisfirði 1933-1937. Kennari við unglingaskóla á Seyðisfirði 1933-1946. Skólastjóri Barna- og gagnfræðaskóla Seyðisfjarðar- kaupstaðar 1946-1975. Skóla- stjóri Iðnskóla Seyðisfjarðar 1965-1971. Afskipti Steins af félagsmálum eru m.a. eftirfarandi: Bæjarfull- trúi á Seyðisfirði 1942-1954 og 1962-1966, sat í bæjarráði síðara tímabilið. Varafulltrúi í bæjar- stjórn 1938-1942 og 1958-1962. Landskjörinn varaþingmaður Sósíalistaflokksins 1953-1956. í stjórn Sósíalistafélágs Seyðis- fjarðar frá stofnun þess, lengst af formaður. Formaður Barna- verndarnefndar Seyðisfjarðark- aupstaðar 1938-1946. Stofnandi Kennarasambands Austurlands 1944 og formaður þess við og við. Söngstjóri ýmissa söngsamtaka frá 1939. Stjórnandi Samkórsins Bjarma á Seyðisfirði frá stofnun hans 1946. Kirkjuorganisti Seyðisfjarðarkirkju og stjórn- andi kirkjukórs 1955-1975. í stjórn togaraútgerðarfélagsins Bjólfs h.f. 1953-1957. í stjórn íþróttafélagsins Hugins á Seyðis- firði um ára bil. Var veittur ridd- arakross Fálkaorðunnar 17. júní 1980. Rit: 12 sönglög, gefin út af söfnuði Seyðisfjarðarkirkju 1976, Fjölskyldusöngvar, Reykjavík 1987. Skólasaga Seyðisfjarðar, en hún verður gef- in út nú á næstunni að tilhlutan Seyðisfjarðarkaupstaðar. Mikill fjöldi ritgerða og greina í blöðum og tímaritum um áratugi. Kona Steins Stefánssonar var Arnþrúður Ingólfsdóttir fyrrum bónda á Vakursstöðum í Vopna- firði síðar verkamanns á Seyðis- firði og formanns Verkamannaf- élagsins Fram, Hrólfssonar, og konu hans Guðrúnar Eiríksdótt- ur. Arnþrúður fæddist 14. ágúst 1916 og andaðist 25. júní 1964. Hún var systir Hrólfs, bæjar- stjóra á Seyðisfirði og síðar sveítarstjóra í Mosfellssveit, Brynjólfs, ráðuneytisstjóra sam- gönguráðuneytis, og Kristjáns, fræðslustjóra Austurlands. Guð- rún móðir Arnþrúðar var systir Brynjólfs Eiríkssonar símaverk- stjóra. Börn Steins Stefánssonar og Arnþrúðar Ingólfsdóttur eru: Heimir, sóknarprestur og þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, kvæntur Dóru Þórhallsdóttur; Iðunn, rithöfundur í Reykjavík, gift Birni Friðfinnssyni, aðstoð- arráðherra; Kristín, fjöl- brautaskólakennari og rithöf- undur á Akranesi, gift Jóni Hálf- dánarsyni eðlifræðingi; Ingólfur, fjölbrautaskólakennari á Sel- fossi; og Stefán, héraðslæknir á Þingeyri. Steinn Stefánsson er nú búsett- ur að Laugarnesvegi 37 í Reykja- vík. Hann tekur á móti gestum á afmœlisdaginn í Safnaðarheimili Laugarneskirkju milli kl. 16 og 19. Æviganga manna er misjöfn og af mörgum þáttum spunnin. Sumir ganga um gáttir án þess nokkur taki eftir, en skilja þó eftir andblæ hins góða, hvar sem gengið er. Aðrir ganga fram í fremstu röð, fara um með gusti og glaumi, en skilja máske ekki eftir sig merkjanleg spor, miðað við at- ganginn. Enn aðrir fara í fylkingar- brjósti, fremstir í gleði og félags- skap öllum, leggja hvarvetna lið, þar sem liðsemdar er þörf. Hvar sem þeir eiga ævispor er eftir þeim tekið og af þakklæti þegið framlag þeirra, óeigingjarnt f annarra þágu, en um leið auðga þeir eigið líf. Einn slíkur er átt- ræður í dag og ætla ég mér ekki þá dul að rekja átta tuga æviþráð nú, en aðeins minna þar á, sem merl- ar skírast í muna. Hver skyldi svo sem trúa því, að þessi kviki og íturhressi öð- lingur, beinn í baki með bros á vör, sé áttræður orðinn? En kirkjubækur kveða svo að Steinn Stefánsson hafi í heiminn fæðst þennan dag - 11. júlí — fyrir átta- tíu árum - og er þá ekki annað en lúta því, enda lífshlaupið gott og gjöfult. Ég hlýt auðvitað fyrst að óska honum áframhaldandi góðs gengis í glímunni við Elli kerl- ingu, hún á greinilega langt í að koma honum á annað kné, hvað þá meir. En mér er Steinn hugstæður og kær fyrir marga hluti og alla ágæta. Hann sameinar marga ólíka eðlisþætti, allt frá alvöru- þrunginni aðgát yfir í gleðinnar geislaleik. Hæfileikar hans spanna svo vítt svið, að ég efa ekki að oft hafi verið erfitt að velja, en hvarvetna hefur hann nýtt þá góðum málum til fram- gangs. Lífstrú hans er einlæg og sönn, hann ann lífinu með lit- brigðum þess og ljóma, skúrum þess og skuggum, og sjálfur hefur hann reynsluna og er ríkari af, ríkari af víðsýni, umburðarlyndi og næmum, skörpum skilningi á mannanna misjöfnu högum. Steini kynntist ég fyrst á vett- vangi okkar aðalstarfs - kennsl- unnar - þar sem hann var hinn vaski og framsýni fullhugi með frjóar hugmyndir, fullur áhuga á öllum nýjungum og átti gnótt ríkrar reynslu að baki, þar sem nemandinn, þroski hans og heill sátu ávallt í fyrirrúmi. Það voru raunar engir aukvisar í skólamálum sem fóru fyrir í austfirzkum kennarasamtökum, þegar mig bar þar að garði, ungan og óreyndan. Þar voru, ásamt Steini: Gunnar Ólafsson, Sigfús Jóelsson og Skúli Þorsteinsson. Allt voru þetta miklir skóla- menn, sem margt var unnt að læra af, allir samtaka um það að auka veg og virðingu starfsins, stuðla að alhliða menntun og menningu, þar sem manngildið ríkti efst og æðst. Og allir voru þeir einlægir sósíalistar og sýndu það m.a. í framsækinni skóla- stefnu sinni svo og í umhyggju sinni og alúð gagnvart þeim, sem erfiðara áttu og aðstoð þurftu. Ég hefi hitt mikinn fjölda nem- enda Steins frá áratuga kennslu hans og skólastjórn og þar hafa ævinlega í öndvegi verið þökk í þeli og vörm væntumþykja. Gott er að eiga slíka sögu í jafn við- kvæmu og vandasömu starfi og vissulega er raunin um starf kennarar. Þar reynir á svo ótal marga þætti: ákveðni og stjórn- semi, lipurð og lagni, hæfni og miðlunarhæfileika, einlægan og opinn hug og síðast en ekki síst samkennd með nemendum sín- um, þeim helzt, er örðugasta eiga námsgönguna. Allt þetta átti Steinn í öllu sínu farsæla leið- sagnarstarfi og þar komu gáfur góðar og gjöfull hugur að traustu haldi. Síðar átti ég kynni við sósíal- istann Stein Stefánsson, hinn óþreytandi boðbera samhjálpar og félagshyggju, merkisbera þeirra Seyðfirðinga um fjölda ára, bæði í bæjarmálum og á landsmálasviði. Hann hafði þar ekki einungis boðun fram að færa, heldur flutti hann kenning- ar sínar og boðskap í verk og var í fylkingarbrjósti um félagslega uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði, en á þeim grunni er í raun ennþá byggt austur þar. Honum hefur aldrei látið sú list að látast og þó fylgi sósíalista væri ekki sem skyldi miðað við mannval þar í þessu vígi íhalds og krata, og síðar maddömunnar, þá kunnu Seyðfirðingar að meta og nýta sér hæfileika Steins og hug- myndaauðgi. Þar var vart svo ráðið ráðum, að Steinn væri þar ekki virkur sem jafnan í vörn og sókn, - sér í lagi í sókn. Þar komu bjartsýni hans og raunsæi í bland sér mætavel. Ég vænti að þessa þáttar Steins verði getið í atvinnusögu Seyðfirðinga að sömu verð- leikum og í mennta- og menning- arsögu bæjarins. Og talandi um menningu þá má eitt ekki gleymast: Söngsins mál er Steini sérlega kært og Seyðfirðingar nutu þessa ríku- lega í kórstarfi, í kirkjunni, á glitrandi gleðistundum og þegar hátíð skyldi haldin. Steinn var allt í senn: stjórnandinn, hljóðfæra- leikarinn og lagasmiðurinn, en lög hans mörg eru undraljúf og falleg, eins og sprottin af innsta eðli þessa ágæta drengs. Ég rek ekki ætt og uppruna, farsælt fjölskyldulíf né nefni þar til nöfn að sinni. Það bíður níræð- isafmælisins. Ég gæti vissulega haldið áfram lengi enn. Þökk á ég honum góða að gjalda fyrir marga, mæta lið- semd á þjóðmálasviðinu, fyrir það hve sannur og einlægur hann er, opinskár en sanngjarn í gagnrýni sinni, innilegur í gleði sinni, þegar gengið hefur vel. Þessi síungi söngsins maður er enn allra drengja glaðastur á góð- um stundum og gleðifundum. Enn vill hann láta sönginn hljóma hátt og hefja okkur yfir argaþras dægranna og andlaust stagl - upp í gleðinnar volduga veldi. Enn heldur hann hugarsýnum heiðríkjunnar á loft og brýnir til baráttu fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi. Um leið og ég árna honum allra heilla á hamingjudegi bið ég hollvætti alla að gefa honum áfram góða daga og gleðiríka tíð. Helgi Seljan 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.