Þjóðviljinn - 09.07.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.07.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRÉTTIR Palestínumenn Assad hrósar sigri Palestínsk handbendi Sýrlendinga, sveinar liðhlaupans Abus Musas, unnu í gœr síðasta vígi PLO í Vestur-Beirút Palestínskir skaeruliðar, sem hollir eru Jassír Arafat, leið- toga PLO, yfirgáfu í gær síðasta vígi herra síns í Vestur-Beirút eftir harða bardaga við landa sína sem gengið hafa Assad Sýrlands- forseta á hönd. Fyrir vikið hafa völd og áhrif Sýrlendinga aukist til muna í Líbanon og töldu marg- ir þau ærin fyrir. Um 200 liðsmenn Arafats, vel búnir vopnum en augljóslega úr- vinda og vonsviknir mjög, yfir- gáfu flóttamannabúðirnar Bourj Al-Barajneh og héldu sem leið lá til Sídon, hafnarborgar í suðri. Allar götur frá því Abu Musa, einn af reyndari herforingjum PLO í Líbanon, sagði sig úr lögum við samtökin og batt sitt trúss við Assad um árið hafa átök öndverðra fylkinga Palestínu- manna verið árviss atburður. Áhrif Arafats í Líbanon hafa löngum verið Sýrlendingum þyrnir í augum og hafa þeir jafnt og þétt unnið að því að uppræta þau. Og att palestínskum víga- mönnum Musas á foraðið í því skyni að svo virtist sem fram færi „uppgjör í fjölskyldunni". Heimildamaður Reuters stað- hæfir að hvert mannsbarn í Bourj Al-Barajneh fylgi Arafat að mál- um en skæruliðar hans hafi ekki mátt við margnum því fjendur þeirra nut*j fultingis sýrlenskra eldflauga og fallstýkkja. Þeir hafi hætt mótspyrnu og hörfað til þess að koma í veg fyrir frekari þján- ingar alþýðu manna og hafi fyrir- mæli um brotthvarf komið frá Arafat sjálfum. Fyrir skemmstu hafði Arafat 1.200 manna liði á að skipa í búð- unum. Um 400 höfðu gefist upp fyrir Sýrlandsvinum áður en vopnaskiptum linnti, allmargir höfðu horfið á braut en fáeinir leynast enn í búðunum. Um 1.100 manns kváðu hafa látið lífið í bræðravígum þessum. Reuter/-ks. Hermenn Jassírs Arafats eru á brott frá Vestur-Beirút. Palestína Einn veginn ísraelska herstjórnin hyggst vísa tíupalest- ínskum heimamönnum burtfrá herteknu svæðunum Umhverfismál Þingað í Osló Súrt regn og helþörungar, hvers kyns rányrkja og umhverfisspjöll verða rædd íþaula á helgarfundi framámanna og vísindamanna í Oslóborg Starfsmenn við Al-Ittihad sjúkrahúsið í bænum Nablus á svæðinu vestan Jórdanar skýrðu frá því í gær að ísraelskir her- menn hefðu skotið ungan Palest- ínumann til bana. Hann hét Abdel Amer og hafði tvo um tví- tugt. Amer var í hópi fólks er efndi til mótmæla eftir bænastund í þorpinu Tubas, steinsnar frá Nablus. Kastaðist í kekki með þeim og hermönnum og fór svo að þeir síðarnefndu létu vopnin tala. Prír Palestínumenn særðust. Að minnsta kosti 225 heimamenn Hermenn hafa verið kvaddir frá Jerevan, höfuðborg so- vétlýðveldisins Armeníu, með allt sitt hafurtask, bryndreka, skrið- dreka og önnur mannvirki til manndrápa. Vinna liggur enn niðri víðsvegar í lýðveldinu en al- mennt tóku menn lífinu með ró í gær. Ermskur fréttamaður tjáði kollega sínum hjá Reuter að því færi fjarri að íbúum Jerevanborg- ar væri gert að sitja heima 10 tíma sólarhrings. Allir hermenn hefðu verið fluttir á brott í fyrradag en hafa fallið á Gazasvæðinu og spildunni vestan Jórdanar frá því þeir hófu uppreisn gegn setuliði herraþjóðarinnar í árslok í fyrra. 4 ísraelsmenn hafa fallið. ísraelskir stríðsherrar létu í gær þau boð út ganga að 10 Pal- estínumenn skyldu fluttir nauðugir viljugir burt af frá her- teknu svæðunum, eru þeir sakað- ir um að hafa lagt á ráðin um andóf. Drottnarnir sögðu þá ým- ist vera í tengslum við Frelsis- amtök Palestínumanna ellegar hreyfingu heittrúa múslíma. Reuter/-ks. fyrr í vikunni voru þeir sendir á vettvang til þess að „koma á reglu“. Fréttamaðurinn gat þess ennfremur að almenningsfarar- tæki væru í förum en að fæstir iðnverkamanna og bygginga- manna hefðust að. Réttarhöld í máli Azerbai- dsjana er gengu berserksgang í Sumgait í febrúarmánuði, myrtu fjölda Armena og rændu eigum þeirra, hafa verið flutt frá borg- inni. Verður þeim fram haldið í Rússlandi. Reuter/-ks. Javier Perez de Cuellar kom í gær heilu og höldnu til Osló- borgar en þar mun hann sitja tveggja daga þing um umhverfis- mál jarðríkis í hópi fleiri framá- manna Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðlegra stofnana. Tilgangur fundarboðenda er að stuðla að aukinni háttvísi og hóf- semi manna í skiptum við móður jörð. Auk de Cuellars heiðra þeir Barber Conable og Michel Camdessus samkunduna með nærveru sinni en þeir kváðu báðir vera forsetar að tign, sá fyrr- nefndi stýrir Alþjóðabankanum en sá síðarnefndi er hæstráðandi í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Virðast fá ráð vera ráðin í heiminum án þess að þeir séu með í ráðum þótt reynslan hafi sýnt að því fer fjarri að þeir hafi ráð undir rifi hverju. Fundarmenn munu ræða vítt og breitt um náttúrunnar afleita ástand heims um ból. Útgangs- punktur umræðunnar verður ársgömul skýrsla norsk, „Fram- tíð vor allra“, en í henni var farið hörðum orðum um umgengni manna við sköpunarverkið. Höf- undar kröfðust þess að leiðtogar þjóða heims, þó einkum oddvitar iðnríkja, tækju höndum saman um róttækar úrbætur. Ekki nægði að dregið yrði úr rányrkju og um- hverfisspjöllum heldur yrði og að bæta fyrir fornar syndir, stuðla að endurnýjun auðlinda og allsherj- ar hreingerningu í umhverfi mannsins. Án efa verða tvö norsk hitamál efst á baugi um helgina, eyðing skóga og lífs í vötnum og ám af völdum svonefnds „súrs regns“ og mengun sjávar. Norðmenn hafa þrásinnis bor- ið ráðamenn í ýmsum grannríkjum sínum þeim sökum að þeir láti sér í léttu rúmi liggja þótt iðjuver þegna sinna eitri andrúmsloftið. Einkum er hugur þeirra þungur til breskra og vest- urþýskra valdsherra. Óþverrinn berst fyrir sunnanátt til Noregs og ýrist yfir lög og láð. Ennfremur er ekki loku fyrir það skotið að vísindamenn beri saman bækur sínar um helþör- ungaplágu þá er eyddi mest öllu sjávarlífi undan suðurströndum Noregs og Svíþjóðar fyrir rúmum mánuði. Víst þyk'r að orsök þessa náttúruslyss í hafinu sé efnamengun. Reuter/_ks. Sovét-Armenía Hersveitir yfirgefa Jerevan n Hvernig sem á stendur Við emm á vakt allan sólarhrínginn iL. WREMFILL 68 55 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.