Þjóðviljinn - 09.07.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.07.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 9. júlí 154. tölublað 53. órgangur ASI-kœran Stjómin á bekk með bananalýðveldum Bananalýðveldiþaulsetnustá kœrubekknum^ hjálLO. Tugir ríkja kœrðirá árihverju. Ragnar Aðalsteinsson, hrl:Alitshnekkirfyrirstjórnvöld setjiILO ofan íviðþau. GylfiKristinssson, félagsmálaráðuneyti: ÚrskurðirlLO hafa siðferðilegaþýðingu. Flestar ríkissstjórnir taka tillit til úrskurðanna Alþjóðavinnumálastofnun- inni, ILO, berast á hverju ári tugir kæra á hendur ríkissstjórn- um fyrir brot á samþykktum stofnunarinnar um samningsrétt launþega og félagafrelsi. Flestar eru kærunar á hendur bananalýð- veldum og öðrum þeim ríkjum þar sem lýðréttindi og félagafrelsi er ekki í miklum metum meðal valdhafa. Ríkissstjórn íslands er því ekki í dónalegum félagsskap á kærubekknum hjá ILO, en eins og kunnugt er kærði Alþýðusam- bandið stjórnvöld fyrir afnám samningsréttarins með setningu bráðabirgðalaganna í maí sl. Ragnar Aðalsteinsson, hæsta- réttarlögmaður og lögfræðilegur ráðgjafi ASÍ í kærumálinu, segir í samtali við Þjóðviljann að það væri álitshnekkir fyrir stjórnvöld, ályktaðí ÍLO þeim í óhag í kær- umálum vegna brota á samþykkt- um stofnunarinnar um samnings- rétt og félagafrelsi, en íslensk stjórnvöld hafa staðfest báðar samþykktirnar. - Urskurðir ILO í málum sem þessum hafa fyrst og fremst sið- ferðilegt gildi og flestar ríkis- stjórnir sjá sér ekki annað fært en að verða við athugasemdum sem þær fá frá stofnuninni, segir Gylfi Kristinsson, deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu. Þrátt fyrir eftirgrennslan blaðs- ins í gær fengust engar upplýsing- ar um það hjá fél- agsmálaráðuneytinu í gær, hvort Jóhönnu Sigurðardóttur hefðu borist fyrirspurnir um greinar- gerð frá stjórnvöldum frá ILO. Oddvitar ríkisstjórnarinnar á kærubekk með einræðisherrum bananalýðveldanna. Björg Árnadóttir „menningar- verkamaður". Alltjafn spennandi Islensk listakonafœr starfslaun í Svíþjóð „Fyrir mér eru allar greinar lista jafn spennandi og ég get ein- faldlega ekki ákveðið hvaða listform henti mér best," segir Björg Árnadóttir sem hefur gert það gott sem menningarverka- maður (kulturarbetare) í Luleá í Norður-Svíþjóð. Björg hefur komið víða við í menningarlífi Luleá þau fimm ár sem hún hefur búið þar, og fékk nú í vor starfslaun frá borgaryfir- völdum f viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf. Sjá síður 8 og 9 Beðið eflir vaxtaholskeflu Fjármagnsmarkaðurinn spáir vaxtahœkkun. Ríkisvaldiðfyrir; síðanfylgja aðrir á eftir. Árni Gunnarsson: Stefnuleysi ívaxtamálum að koma atvinnuvegunum íþrot. Skattleggjaþarf vaxtagróða fjármagnseigenda Fjármagnsmarkaðurinn er í startholunum með frekari vaxta- hækkanir, aðeins er beðið eftir að ríkissstjórnin gefi tóninn með vaxtahækkun á ríkisskuldabréf- um og spariskírteinum ríkissjóðs, að sögn aðila á fjármögnunar- markaði. Árni Gunnarsson, þingmaður Alþýðuflokk,s segir að atvinnu- lífið sligist fyrr en seinna undan alltof háum raunvöxtum. Stefnu- """""" " leysið í vaxtamálum komi Sjá SÍðu 2 mönnum fyrr en seinna í koll og menn verði að fara að gaumgæfa sinn hug til vaxtamálanna. - Ekki eru það atvinnuvegirnir og lántakendur sem hagnast á háum raunvöxtum, segir Árni. Hann leggur m.a. til að vaxta- tekjur sem fari yfir ákveðna upp- hæð verði skattlagðar. Háskólinn Sverfur til stáls í lektorsmalinu SkyndifundurHáskólaráðs: Lagaleg staða Há- skólans könnuð til að hnekkja skipun Hannes- ar. Einstakt að ráðherra rökstyðji stöðu- veitingu með einkaskoðunum Skyndifundur Háskólaráðs sendi frá sér mjög harða ályktun í gær. Þar segir að menntamála- ráðherra hafi sýnt fádæma hroka í tilraun sinni til að kúga Há- skólann. Háskólaráð mun láta kanna lagalega stöðu Háskólans. Sigurður Líndal lagaprófessor hefur sagt að enginn grundvöllur sé til að ræða vanhæfni dómnefn- dar þar sem ráðherra hafi ekki tiltekið ástæður hennar en sönnu- narbyrðin liggi hjá honum. Háskólaráð segir menntamála- ráðherra hafa sýnt Háskólanum lítilsvirðingu með því að tilkynna fjölmiðlum skipunina og sent þeim bréf ráðuneytisins til rekt- ors og Háskólaráðs áður en gögn- in bárust réttum aðilum. Eftir þessa ályktun æðstu stofnunar Háskólans hafa allir málsmetandi aðilar skólans á- lyktað harðlega gegn ráðherra. Sjá síðu 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.