Þjóðviljinn - 10.07.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.07.1988, Blaðsíða 11
Allt í sómanum þarna, að minnsta kosti er nógu auðvelt að finna þessa grónu stofnun. Og að auki er skilmerkilegt upplýsingaskilti úti í glugga. Hugað að merkingum ð nokkrum stofnunumíbœnum Að útrétta eftir minni Kommissarahöllin við Rauðárstíg, ef marka má gamla Mogga. Við innganginn stendur „Framkvæmdasjóður íslands 1981,“ ef það segir einhverjum eitthvað. Þarna bjóst maður við veglegum merkingum, í takt við stórfallegan frágang í kringum húsið. um slóðir, sumt eru auðkennt vel og skilmerkilega til glöggvunar þeim sem þangað eiga erindi, en annars staðar er það ósköp fátt - og allt niður í hreint ekki neitt - sem gefur til kynna hvað starf- semi fari fram innan dyra. Og vel má sjá þetta í jákvæðu ljósi; fámennt sveitarfélag eins og Reykjavík, á flesta aðra mæli- kvarða en íslenska, hefur ekki svo mjög þurft á því að halda að koma sér upp ópersónulegum vegvísum, hvorki í eiginlegri merkingu né til að rata um rang- hala einhvers kerfis í líki flókins stofnananets. En þetta hefur ver- ið að breytast á undanförnum árum eins og við vitum. Tíðindamenn Þjóðviljans brugðu sér í leiðangur núna í gúrkutíðinni til að athuga merk- ingar á ýmsum stofnunum, og var sú úttekt allt í senn: lausleg, óvís- indaleg og ómarktæk, enda frek- ar ætlað að þéna sem dæmasafn en að hér sé fengin einhver merk niðurstaða. Sums staðar þar sem við þvæld- umst var ekkert það lesmál á skiltum eða spjöldum utandyra sem mætti verða til að lóðsa fólk á réttan stað. Þetta á til dæmis við um Vesturbæjarlaugina, en þar má þó alltént hafa þá orðlausu vísbendingu til marks að gufu leggur upp af vatnsfletinum og vel má sjá utan af götu. Heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið er við Laugaveginn ofan- verðan, skáhallt á móti þið- skýlinu við Hlemm. Þetta annars ágæta ráðuneyti er trúlega botn- inn þegar merkingar eru annars vegar: það er akkúrat ekki neitt út við götu sem segir að það sé þarna til húsa, en inni við lyftuna er snautleg plasttafla með deildaskiptingunni hátt uppi á vegg, og koma tilkynningar um breytingar á starfseminni í húsinu upp á þessa töflu á handskrifuð- um pappírssnifsum. Öðru máli gegnir um nágrannana í Trygg- ingastofnun; þar er allt í sóman- um með þessa hluti. Háskólinn hefur tekið sér merkingatak, og eru nú grjót- Svona eiga sýslumenn að vera: Gott framtak að merkja háskólabygg- ingarnar á þennan hátt, vegfarendum, og þeim sem erindi eiga, ti glöggvunar. Ellefta deild Verzlunarmannafélags Reykjavíkur? Háskólinn hefur tekið sér tak og merkt byggingar sínar með áletrunum á steinblokkir eins og þessa, og allt gott um það að segja. Hérna hefur þeim hins vegar orðið á í messunni. blokkir við anddyri bygginganna og þar í greypt heiti þeirra; mað- ur sér í sjónhendingu hvort er hvað, Gamli garður og Nýi garð- ur svo dæífti sé tekið, og þarf ekki að standa í neinum eftirgrennsl- unum. Eitt slys hafa Háskólamenn þó látið henda sig í þessu þarfa fram- taki, en það eru áletranirnar við Verkfræði- og raunvísinda- deildirnar. Þar segir aðeins VR að viðbættum rómverskum ein- um og tveimur og er náttúrlega fullgott fyrir innvígða, en verkar asnalega og lítt upplýsandi á okk- ur hin. Þetta þarf að laga. Að öðru leyti segja meðfylgj- andi myndir það sem segja þarf. Og þær tók Sig. HS Sunnudagur 10. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Snorraríki: skiltið er yfirlætislaust og gerir sitt gagn. Reyndar er stutt síðan menn fóru að vekja athygli á þeim krímínalíseraða vökva sem þarna er til sölu með skiltum á borð við þetta. Hvernig á mann að gruna að sjálft Heilbrigðis— og tryggingar- áðuneytið sé þarna til húsa? í þokkabót vantar flest götunúmer við þennan kafla Laugavegarins og því víðar vandratað á þessum slóðum. Fæðin og smæðin hér í bænum hefur lengst af haft það að fylgi- fiski að fóik hefur getað farið sinna ferða út um borg og bý og útréttað eftir minni; tvíbreiðar götur mjókka fyrirvaralaust og passa þaðan í frá aðeins fyrir halarófur, en það gerir ekkert til vegna þess að maður hefur marg- oft farið þarna um og veit þetta. Svipaða sögu er að segja um ýmsa kontóra og stofnanir hér Eins gott að vera hvorki útlendingur né utanbæjarmaður ef maður vill synda í Vesturbænum. Engar merkingar utandyra gefa til kynna að þarna sé þessa prýðilegu sundlaug að finna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.