Þjóðviljinn - 13.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.07.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Ferðalangar wL Betra en á horföist Breytafarseðlum vegna fœðiskostnaðar. Ferðalangur: Bjóst ekki við að maturinn vœri svona dýr. Lifa á súpu og spaghetti Talsvert hefur borið á því að erlendir ferðamenn breyti ferða- áætlun sinni og fari fyrr frá landinu en þeir ætluðu vegna þess hve matvara er dýr á íslandi. Hjá Flugleiðum og Kynnisferðum fengust þær upplýsingar að meira bæri á þessu en áður. Bandarísk kona sagði Þjóðviljanum að hún væri nýkomin frá Brasilíu þar sem verðlag væri hátt en matvara væri þó ódýrari þar en hér. Margrét Sigurgeirsdóttir hjá Kynnisferðum sagði Þjóðviljan- um að mál sem þessi kæmu upp í hverri viku. Hún sagði ferða- menn kvarta mikið undan dýrtíð- inni í landinu og virtist hún koma ferðamönnum á óvart. Ólafur Briem hjá Flugleiðum sagði Flugleiðir verða meira vara við það í ár en i fyrra að erlendir ferðamenn vildu breyta farseðl- um sínum og fara fyrr en þeir áætluðu. Oftast væri um „bak- pokafólk" að ræða sem væri orð- ið auralaust vegna þess að það hefði gert ráð fyrir svipuðu verð- lagi hér og heima hjá sér. Mikið af þessu fólki væri með fasta far- seðla sem ekki væri gert ráð fyrir að hægt væri að breyta. Þjóð- viljinn fór á stúfana og gaf sig á tal við ferðamenn. Þeim bar al- mennt saman um að verðlag hér væri hátt. Það var þó misjafnt hvort fólk vissi af því áður en það kom eða ekki. Bandarísk kona sem var að yfirgefa landið með vinkonum sínum sagði að sér hefði komið verðlagið á óvart. Hún væri nýkomin frá Brasilíu þar sem verðlag væri hátt en mat- vara væri þó ódýrari þar en hér. Þær stöllur virtust þó ekki á von- arvöl og sýndu blaðamanni stolt- ar hluta þess sem þær höfðu keypt hér á landi. „Þetta var allt auranna virði,“ sagði ein þeirra. Aðrir voru ekki eins vel stadd- ir. Danskt par á tjaldstæðinu í Laugardal sagðist hafa lifað á súpu og spaghettíi síðustu þrjár vikur. Þau kvörtuðu þó ekki og sögðust ekki ætla fyrr heim en ákveðið hefði verið. -hmp Þjóðhagsspá Ný þjóðhagsspá gerir ráðfyrirll miljarða viðskiptahalla. Halli á ríkissjóðifyrstu 5 mánuði ársins 3,2 miljörðum meiri en stefnt er að í árslok. Þórður Friðjónsson: Þjóðarbúið mittá milli kreppu oggóðæris Landsframleiðsla mun að lík- indum aukast um 0,2% á ár- inu. Aftur á móti munu þjóðar- tekjur dragast saman um 1/2%, sem stafar að nokkru af verð- lækkun sjávarafurða. Verðbólga gætiorðið 25% á ársgrundvelli og viðskiptahallinn kann að nema á árinu 11 miljörðum króna. Þetta kemur m.a. fram í endurskoðaðri þjóðhagsspá sem Þjóðhagsstofn- un lét frá sér fara í gær. - Það má segja að þjóðarbúið sé einhversstaðar mitt á milli kreppu og góðæris, sagði Þórður Friðjónsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar. Samkvæmt spánni eru horfurn- ar í efnahagsmálum bjartari hvað ýmsa þætti efnahagsmála varðar en Þjóðhagsstofnun spáði í mars sl. Kemur það m.a. til af því að búast má við meiri sjávarafla en ráð var fyrir gert í mars sl. og að áhrif verðlækkunar sjávarafurða eru minni á þjóðartekjur vegna verðhækkunar á áli og kísilgúri. Reiknað er með að verðmæti heildarafla á föstu verðlagi aukist um tæplega 1% miðað við síðasta ár. Gert er ráð fyrir að botnfisk- aflinn verði 365 þús. tonn sem er all nokkru meira magn en spáð hefur verið til þessa. Einnig er gert ráð fyrir umtalsverðri aukningu loðnu- og síldarafla. Þjóðhagsstofnun ráðgerir að sjávarútvegurinn hafi verið rek- inn með hagnaði í fyrra annað árið í röð. Hins vegar hafi tekið að halla undan fæti á síðari hluta ársins og gera megi ráð fyrir að botnfiskveiðar og vinnsla sé rekin með 6% halla um þessar mundir þó einsýnt sé að rekstrarstaða milli fyrirtækja í sjávarútvegi sé þó mjög misjöfn. Þrátt fyrir að Þjóðhagsstofnun spái að kaupmáttur atvinnutekna verði nær óbreyttur milli 1987 og 1988, er áætlað að ráðstöfunar- tekjur á mann rýrni um 1%, sem rekja má til aukinnar skatt- heimtu. Að sögn Þórðar er br.ýnasta verkefnið á sviði hagsstjórnar sem nú bíður stjórnvalda að draga úr þjóðarútgjöldum til að jafnvægi náist í þjóðarbú- skapnum. - Það þarf að beina sjónum að því á næstunni að ná jafnvægi á milli þjóðarútgjalda og tekna, segir Þórður. Halli ríkisssjóðs er eftir fyrstu fimm mánuði ársins 3,2 miljarðar króna umfram það sem ríkis- stjórnin hafði áætlað að hann yrði í árslok. Þórður sagði að viðbúið væri að mikið þyrfti til svo að tæk- ist að draga úr ríkissjóðshallan- um og koma honum niður í 600 til 700 miljónir eins og ríkisstjórnin ráðgerir að hann verði í árslok. Þjóðarbúið er mitt á milli góðæris og kreppu, sagði Þórður Friðjóns- son, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar á fréttamannafundi í gær þeg- ar stofnunin kynnti nýja og endurskoðaða þjóðhagsspá. Honum á vinstri hönd situr Sigurður Snævarr hagfræðingur. Mynd Sig. Lektorsstaðan Haskolinn biýtur meginreglur B Menntamálaráðherra: Lögmaður Hannesar varaði dómnefndina við Dómnefndin hefði átt aðfara eftir honum. Ráðherra kemur í vegfyrir rangindi og mismunun un eftir Jón Vídalín um reiðina, Háskólaráði til íhugunar. Menntamálaráðherra segir „að irgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra svaraði í gær ályktun Háskólaráðs frá 8. júlí vegna veitingar stöðu lektors í stjórnmálafræði. í svari ráðherr- ans segir að vanstillt viðbrögð forystumanna Háskólans sýni að þeir vilji meiri völd við veitingu kennaraembætta en lög ákveði. Ráðherra hafi hins vegar valdið til að koma í veg fyrir rangindi og mismunun við stöðuveitingar, sem stafað geti af kunningsskap eða öðrum ófaglegum sjónarmið- um. Ályktun Háskólaráðs er í svari ráðherrans sögð dæmalaus og full af rangfærslum og minnir ráðherrann Háskólaráð á predik- hafi einhver meginregla frjálsra háskóla verið brotin hljóti það brot að vera fólgið í vinnu- brögðum félagsvísindadeildar Háskóla íslands við skipun dómnefndar.“ Þá sé það rangt eins og segir í ályktun Háskóla- ráðs að ráðherra hafi ekki til- greint ástæður vanhæfni dómn- efndarinnar. Lögmaður Hannes- ar Hólmsteins Gissurarsonar hafi mótmælt öllum þremur uppruna- legu dómnefndarmönnum með rökstuddu áliti. Það hefði þvíver- ið eðlilegt að skipa nýja dóm- nefnd í framhaldi af bréfi lög- mannsins. Þá segir í svari ráðherra að fyrr- verandi kennari Hannesar John Gray hefði tjáð ráðuneytinu að Hannes væri fullfær um að kenna byrjendum almenn undirstöðu- atriði í stjórnmálafræði. Ráðu- neytið hefði aldrei reynt að leyna tengslum Hannesar og Gray. Þeirri niðurstöðu Háskólaráðs að ráðherra hefði átt að fara fram á skipun nýrrar dómnefndar í upphafi málsins svarar ráðherra þannig, að Háskólinn hefði átt að gera það sjálfur. En Háskólinn hefði sjálfur kosið að starfa ekki í anda þeirra laga sem hann vitni til. Þá segist menntamálaráðherra hafa verið í fullum lagalegum rétti þegar hann skipaði Hannes í lektorsstöðuna. Hótanir Háskólaráðs um að reyna að hnekkja stöðuveitingunni fyrir dómstólum sé einsdæmi í sam- skiptum Háskólans og mennta- málaráðuneytisins. Ráðherrann er ekki hress með að í ályktun aukafundar Háskóla- ráðs hefði ekki verið vikið einu orði að erindi hans til fundarins. Hafþórsmálið Greinilegt landhelgisbrot Greiðslan var sektarfé en ekki trygging. Fyrstufréttir aftöku skipsins villandi. Enginn ágreiningur var um staðsetningu þess. Miðlínan er aðeins ein Iljós er komið að rækjuskipið Hafþór var staðið að ólöglegum veiðum þrátt fyrir að fyrstu frétt- ir af töku skipsins bentu til ann- ars. í gær kom loksins fram að skipstjórinn hafði skrifað undir sektarplagg en ekki samning um eitthvað annað. Grænlensk stjórnvöld telja málinu þar með lokið. Skipið, sem áður hét Bald- ur og var varðskip sem gætti laga í íslenskri fiskveiðilögsögu, er nú þekktur landhelgisbrjótur í grænlenskri fiskveiðilandhelgi. Hafþór var tekinn um 2-3 sjómflur vestan við miðlínu á Dohrnbanka í síðustu viku af danska varðskipinu Vædderen. Varðskipið sleppti Hafþóri eftir að skrifað hafði verið undir stað- festingu á staðsetningu þess og hélt því skipið áfram veiðum. Á föstudaginn tók síðan varðskipið Hafþór aftur. Hann var þá innan íslenskrar landhelgi og skipuðu Danirnir skipstjóranum að sigla með sér í áttina til Grænlands. Grænlensk stjórnvöld kröfðust bankatryggingar af höndum út- gerðar skipsins sem gengið var frá í Landsbankanum á Isafirði. Þar með var Hafþór aftur frjáls ferða sinna og hélt aftur á veiðar. Skipstjóri og útgerð skipsins voru sammála danska varðskip- stjóranum um staðsetningu skipsins þegar það var tekið. Þeir báru því hins vegar við að miðlín- an á kortinu sem var um borð í Hafþóri væri önnur en sú sem var á korti danska skipstjórans. Eftir heimildum Þjóðviljans er kortið um borð í Hafþóri útgefið 1984. Miðað við uppgefna staðsetningu getur íslenska landhelgisgæslan ekki fundið annað út en að skipið hafi verið inní landhelgi Græn- lendinga þegar þeir nota sams konar kort.„Það er alveg ljóst að þeir hafa verið svona 2-3 sjómflur vestan við miðlínuna og það er ekki nema ein miðlína til ef mið- að er við sömu grunnpunkta", sagði Gunnar Bergsteinsson hjá Landhelgisgæslunni. Ekki er öll sagan sögð enn, því síðar barst útgerðarmönnum landhelgisbrjótsins skeyti þar sem grænlensk stjórnvöld segja málinu lokið og að tryggingarféð verði tekið sem sektarfé fyrir brot Hafþórs. Þetta þótti í fyrstu mikil ósvífni af hálfu grænlenskra stjórnvalda og af sumum fréttum að dæma gat maður haldið að rækjuskipið Hafþór hefði verið í fullum rétti innan grænlenskrar lögsögu. Samningur sá er skip- stjórinn á Hafþóri skrifaði undir var nú orðinn loðinn og óljós og menn gerðu að því skóna að ís- lendingarnir hefðu verið platað- ir. Utgerðarmenn skipsins telja sig hafa tapað um 4 milljónum króna á öllu saman og bera sig ákaflega illa eftir allt saman.-gís. Veltir h.f. Samdráttur og uppsagnir Veltir h.f. sem hefur flutt inn og þjónustað Volvó-bíla hefur nú sagt upp fólki frá og með 1. sept- ember I haust. Stjórnendur fyrir- tækisins hafa boðað miklar skipulagsbreytingar í rekstri þess. Bílaverkstæði og varahluta- þjónusta verða lögð niður og söludeildir fyrirtækisins verða endurskipulagðar. Gísli Maack hjá Velti sagði að rekstur fyrirtækisins hefði gengið erfiðlega að undanförnu. Nauðsynlegt hefði verið að bregðast við þessum áföllum áður en illa færi.„Við segjum upp 34 mönnum á verkstæðum okkar og varahlutalager. Þá hætta einn- ig 15 menn á skrifstofu- og sölu- deild fyrirtækisins þar sem yfirbygging þess verður öll stokk- uð upp. Við munum styðja við bakið á sjálfstæðum bflaverk- stæðum og fá þau til að þjónusta Volvó-bfla hér á Reykjavíkur- svæðinu eins og við höfum gert um allt land með góðum árang- ri,“ sagði Gísli Maack. Vangaveltur eru í gangi um að aðrir aðilar í bílabransanum á höfuðborgarsvæðinu séu tilbúnir að taka yfir þessa þjónustu.-gís. 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.