Þjóðviljinn - 13.07.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.07.1988, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Sumardvöl á Laugarvatni Orlofsdvöl Alþýðubandalagsins á Laugarvatni í ár er vikuna 18.-24. júlí. Umsjónarmenn í sumar verða þær Margrét Frímannsdóttir og Sigríður Karlsdóttir. Kostnaður fyrir vikuna er sem hér segir: Fyrir 12 ára og eldri kl. 12.000,- Fyrir 6-11 ára kr. 8.000,- Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 2.000,- Enn eru nokkur pláss laus í þessa vinsælu oriofsviku og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að skrá sig strax á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er 91-17500. Athugið: Sérleyfisbílar fara frá BSÍ kl. 09:00 að morgni 18. júlí. Alþýðubandalagið Styrktarmannakerfi Alþýðubandalagsins Eyðublöð vegna styrktarmannakerfis Alþýðubandalagsins hafa verið send út til flokksmanna. Eru allir hvattir til að taka þátt í styrktarmannakerfinu og koma útfylltum eyðublöðum til aðalskrifstofu. Góð þátttaka er grundvöllur öflugs starfs. Verum minnug hins fornkveðna að margt smátt gerir eitt stórt. Gjaldkeri Sumarferð ABR Ósóttir vinningar í happdrætti sumarferðar ABR 1988 1. Manuel Scoraza: Rancas þorp á heljarþröm, Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi. Frá Iðunni. Miði nr. 262.2. Dea Trier Mörch, Miðbærinn, skáldaga Iðunn. Miðar nr. 504, nr. 5.3. Samferða um söguna, Bengt Áake Haeger MM. Miði nr. 83. 4. Faulkner, Griðastaður, Miði nr. 895. 5. Barsett, upp- takar, hnetubrjótur o.s.frv. Miðinr. 904.6. Grænmetiskvörn frá KRON. Miði nr. 295. 7. Hljómplata KRON. Miði nr. 18. 8. Hljómþlata, Almannarómur MFA. Miðinr. 780.9. Nafnabókin eftir Hermann Pálsson MM. Miðinr. 850 10. Utigrill frá Dröfn Hafnarfirði. Miði nr. 223.11. Hrakfallabálkurinn, viðtöl við Jakob Plum kaupmann í Ólafsvík. Einar Bragi skráði, Iðunn. Miði nr. 691. 12. Heimsmynd á hverfanda hveli 1. og 2. bindi eftir Þorstein Vil- hjálmsson MM. Miði nr. 554.13. Birgir Engilberts, Andvökuskýrslur Iðunn. Miðinr. 685.14. Maðurinn sem féll til jarðar eftir Walter Travis Iðunn. Miði nr. 684.15. Börn eru líka fólk eftir Valdísi Óskarsdóttur MM. Miðinr. 500.16. Sængurfatasett fyrir tvo frá KRON. Miði nr. 947.17. Hljómplata frá KRON. Miði nr. 117.18. Hljómplata frá MFA, Maíkórinn. Miði nr. 303.19. Leikvöll- urinn okkar, bók fyrir börn. Miðinr. 108.20. Tvær náttuglur eða öllu heldur þrjár, MM. Miöi nr. 519. 21. Skáldið á Þröm, MM. Miði nr. 896. Vinninga er hægt að vitja á skrifstofu ABR til 1. ágúst 1988. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 8.-12. Leiðrétting Lagadeild og starfsöryggi Það úði og grúði af prentvillum í grein minni í Þjv. 12. júlí sl. „Nokkrir þankar vegna veitingar íektorsstöðu“. Flestar eru þær auðsæjar og margar meinlausar en ég tel óhjákvæmilegt að leiðrétta tvær. í prentuðu útgáfunni er sóma- maður nokkur sagður forseti lánadeildar Háskóla íslands. í handriti mínu er maður þessi forseti lagadeildar. Enn fremur stendur í Þjv. í klausunni um illa launaða stundakennara að þeir búi við lítið sem ekkert sjálfsöryggi. í handriti mínu stendur að þeir búi við lítið sem ekkert starfsöryggi. Mér finnst að leiðréttingu þessa megi birta á sæmilega áber- andi hátt. Gísli Gunnarsson MÍR Fundað um 19. þingið Eins og kunnugt er af fréttum, lauk fjögurra daga landráðstefnu Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna fyrir nokkrum dögum í Moskvu. Ráðstefna þessi þótti merkur viðburður í sögu flokks og sovésks samfélags, ekki hvað síst vegna þeirrar opinskáu um- ræðu sem þar átti sér stað. í loka- ræðu sinni í þinghöllinni í Kreml, þar sem ráðstefnan var haldin, sagði Mikhafl Gorbatsjov, aðal- ritari miðstjórnar KFS, m.a: „f þessari þinghöll hafa ekki farið fram slíkar umræður, og ég held að ég víki ekki langt frá sannleikanum þó ég segi að ekk- ert þessu líkt hafi gerst í þessu landi í næstum sex áratugi". Nk. fimmtudagskvöld, 14. júlí kl. 20.30, mun Viktor Horikov, fyrsti sendiráðsritari við sovéska sendiráðið í Reykjavík, flytja er- indi um 19. landsráðstefnu KFS í húsakynnum MÍR, Menningar- tengsla íslands og Ráðstjórnar- ríkjanna, Vatnsstíg 10. Ræðir hann um meginumræðuefni ráð- stefnunnar, niðurstöður hennar og viðhorfin að henni lokinni. (Fréttatilkynning) Eftir að þú forst Ulla Sveinsson - Kveðja frá eiginmanni Nú er tómlegt nœsta á Hjarðarhaga, nú er fátt sem gleður anda minn. Aleinn hér ég uni langa daga, eftir að þú fórst í hinsta sinn. Áður hafði eg þín vœnst í bæinn eftir nokkra töf á Danagrund. Sólu brennd og sumars vermd við blœinn sóttir margan Ijúfan vinafund. Beið ég daga, beið ég margar nœtur, bráðum átti ég von á þér á ný. Endurfundur yrði nœsta sœtur; aðskilnaður horfinn bak við ský. Heim þú komst með kveðjur góðra vina, komst með gjafir, þar var margt að sjá. Lengi þetta lýsti vegferðina; Ijúf er minning þessum dögum frá. Fimmtán ár við fórum saman veginn, fimmtán árin stóðstu mér við hlið. Hljóður mér í huga ríkir treginn; hryggilega löng er dauðans bið. Hörð er mörgum hinsta lífsins ganga, hana fékkstu að reyna, vina mín. Ekki gekkstu œviveginn langa, en af honum sífellt Ijómi skín. Ekki megnar Almœttisins kraftur aftur þér að veita heilsu og þrótt. Pví er víst: Þú kemur aldrei aftur; er nú fyrir höndum dauðans nótt. Þessa leið að lokum einnig fer ég, - lúinn eftir margan vinnudag. Návist þinni nú þá sviptur er ég nokkuð sýnist breytt um allan hag. Komið er að kveðjustund, mín vina. Kærar þakkir fyrir liðna tíð. Og nú fer ég einn um veröldina; ennþá dvel ég hér um nokkra hríð. A.B.S Alþýðubandalagið Vesturlandi Sumarferð til Hafnar Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður farin um verslunar- mannahelgina 30. júlí-1. ágúst. Farið verður til Hornafjarðar á laugardaginn. Ferðast um nærsveitir á sunnudag. Nánar auglýst síðar. Kjördæmlaráð ÆSKUL YÐSF YLKIN GIN Framkvæmdaráðsfundur verður haldinn í kvöld, 13. júlí, að Hverfisgötu 105 kl. 20.00 stundvíslega. Allir velkomnir, kaffi á könnunni! DJOÐVILJINN blaðið sem vitnað erí . <<. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 13. júli 1988 AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKfRTEINA RÍKISSJÓEIS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1974-1. fl. 15.09.88 kr. 17.697,98 1977-2. fl. 10.09.88 kr. 5.213,51 1978-2. fl. 10.09.88-10.09.89 kr. 3.330,59 1979-2. fl. 15.09.88-15.09.89 kr. 2.171,18 INNLAUSNARVERÐ ÁRGREIÐSLUMIÐA 1973-1. fl.B 15.09.88-15.09.89 10.000 gkr. skírteini 50.000 gkr. skírteini kr. 1.290,05 kr. 6.450,25 Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Sérstök athygli skal vakin á lokagjalddaga árgreiðslumiða 1. fl. B1973 og spariskírteina í 1. fl. 1974, sem er 15. september n.k. Reykjavík, júlí 1988 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.