Þjóðviljinn - 13.07.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.07.1988, Blaðsíða 8
Leikhús Ferðaleikhúsið við Tjömina Kristín G. Magnús: Égálítað viðfáum bœði fróðleiksfúsa og skemmtilega ferðamenn hingað til lands Kristín G. Magnús: Sagan um Djáknann á Myrká ómissandi. Nú eru sýningar Ferðaleik- hússins á Light Nights, ieiksýn- ingum fyrir enskumælandi ferða- menn, hafnar af fullum krafti, 19. árið í röð. Eins og undanfarin ár eru sýningar í Tjarnarbíói, og er sýnt fjögur kvöld í viku, frá fimmtudegi til sunnudags. Þar er íslensk menning kynnt í myndum, leik og frásögnum, og tekin fyrir atriði úr sögunni, að ógleymdum þjóðsögum og ævintýrum allt frá upphafi Islands byggðar fram á okkar daga. Ferðaleikhúsið er fjölskyldufyrirtæki, rekið af þeim Kristínu G. Magnús, Halldóri Snorrasyni og syni þeirra Magn- úsi S. Halldórssyni. Leikendur eru auk Kristínar, Ragnheiður Þorsteinsdóttir og Hanna R. Guttormsdóttir sem báðar hafa starfað hjá Ferðaleikhúsinu í mörg ár. En fremur koma fram Ragnheiður Pálmarsdóttir og Ríkarður Ríkarðsson. - Við byrjuðum ekki með Light Nights fyrr en árið 1970, - segir Kristín, - en Ferðaleikhús- ið er eldra, við stofnuðum það 1965 og tókum svo til starfa fyrir alvöru sumarið 1966. Þá fórum við í fjörutíu daga leikferðalag hringinn í kringum landið, og lék- um Tónaspil og Hjónaspil eftir Peter Shaffer. Eg valdi þessa ein- þáttunga því mér fannst alveg til- valið að kynna þennan merkilega höfund. En svona ferðalag er ansi kostnaðarsamt og þetta gekk ekki upp hjá okkur fjárhagslega. Við það datt úr okkur kjarkur- inn. Við lögðum árar í bát, ég fór aftur að vinna hjá Þjóðleikhús- inu, og við það sat næstu tvö árin. Light Nights - Þá var það að Sigurbjörn Eiríksson, eigandi Glaumbæjar, gerði okkur það höfðinglega boð að nota húsið endurgjaldslaust þá daga sem ekki voru dansleikir. Ég man ekki til þess að við höfum þurft að borga neitt fyrir að vera í húsinu. Þar setti ég upp barna- leikritið Týndi konungssonurinn eftir Ragnheiði Jónsdóttur, sem var stór uppfærsla með mörgum leikurum og hljóðfæraleikurum, og þær sýningar gerðu mikla lukku. í lokin var leikritið tekið upp af sjónvarpinu og hefur verið sýnt þar tvisvar til þrisvar sinn- um. Hvernig fæddist hugmyndin að Light Nights? - Það var Molly Kennedy, ír- skur búningahönnuður sem starf- aði hér á landi sem átti hugmynd- ina. Hún spurði mig hvers vegna ég gerði ekki eitthvað fyrir út- lendu ferðamennina sem koma hingað til lands á sumrin, þar sem ég hefði verið búsett í London í fjölda ára og væri með þessa menntun og reynslu. Nú, mér Ieist vel á hugmyndina svo ég ákvað að reyna þetta, og þá byrj- uðum við með Sumarleikhúsið. Ævar R. Kvaran lék aðalhlut- verkið á móti mér í tvö sumur, - og við vorum líka með ágætis þjóðlagasöngvara undir stjórn Harðar Torfasonar. Og Molly sem er góður þýðandi, þýddi heil- mikið fyrir mig, ég nota hennar þýðingar ennþá. - Við vorum svo með sýningar á Light Nights í Glaumbæ alveg þangað til hann brann, en þá fengum við inni á hótel Loft- leiðum. Þar vorum við í ein átta ár, og ég held að það hafi verið of langur tími. Maður verður að vera með svona sýningar eins og þessa einhvers staðar miðsvæðis. - Eftir það vorum við um tíma á Fríkirkjuvegi 11, og síðan kom- um við hingað í Tjarnarbíó, sem við erum mjög ánægð með. Ég hef miklar taugar til þessa húss, ég lék hér nokkur hlutverk hjá leikfélaginu Grímu fyrir24 árum, og svo er þetta sjötta árið sem við erum hér með Light Nights. Trú- lega hef ég leikið í nærri 300 sýn- ingum í þessu húsi. Djákninn á Myrká Hvernig eru sýningarnar upp- byggðar hjá þér? - Grundvöllur sýningarinnar er kvöldvaka, og fyrri hluti sýn- ingarinnar er byggður upp í kringum það sem gerðist í baðstofunni um síðustu aldamót. Þá er ég eingöngu með þjóðsögur og þjóðlög, segi til dæmis sögur af álfum, huldufólki og af tröllum. Einnig segi ég frá rímunum og langspili. Og síðasta atriðið fyrir hlé er svo sagan af Djáknanum á Myrká, lesin og leikin. Þetta er það atriði sem hefur verið í sýn- ingunni frá upphafi, í ýmsum út- gáfum. Þessi sígilda draugasaga virðist alltaf koma áhorfendum jafn skemmtilega á óvart. Að loknu þessu sýningasumri hef ég því flutt þessa draugasögu nærri 600 sinnum, bæði hér heima og erlendis. - Eftir hlé byrja ég svo með víkingatímann, segi til dæmis frá landnámi íslands, íslendingasög- unum og Sæmundi fróða. Þetta eru allt stutt atriði, sem ég tengi með tali eða skyggnum. Ég er líka með skyggnur með tali svona til að létta á áhorfendum, þá þurfa þeir ekki að hlusta á mig allan tímann... Skyggnurnar eru ýmist ljósmyndir eða teikningar eftir ýmsa listamenn. Ég er til dæmis með myndir eftir Halldór Pétursson, svo er Bjarni Jónsson að gera myndaröð fyrir mig núna. Og svo verð ég að taka fram að hann Jón Guðmundsson er alltaf boðinn og búinn til að leggja hönd á plóginn ef með þarf. Til dæmis gerði hann fyrir mig trölla- haus um daginn, einmitt þegar hann hafði sem mest að gera vegna Listahátíðar. - Að stofninum til er sýningin sú sama og hún var upphaflega, þó hún hafi auðvitað tekið mikl- um breytingum í gegnum árin. í byrjun vorum við með miklu minna umleikis en við erum núna, því kröfurnar til leiktjalda, búninga og tækni voru mun minni þá. Svo hef ég fikrað mig áfram með atriðin, tekið út atriði sem mér fundust ekki passa, og bætt við öðrum. Sýningin breytist alltaf eitthvað frá ári til árs, þó að sumt hafi ég verið með lengi, eins og til dæmis Djáknann á Myrká, eins og ég sagði áðan. Hverjir koma á sýningar hjá þér? - Það er fólk frá öllum heimsálfum. Við höfum átt því láni að fagna að áhorfendur hafa tekið sýningunum afskaplega vel. Ég álít að við fáum bæði fróð- leiksfúsa og skemmtilega ferða- menn hingað til lands. í gær- kvöldi fengum við til dæmis tutt- ugu konur sem komu saman. Þetta voru eldhressar, fullorðnar konur frá Kanada. Þær sögðust myndu segja öðrum ferða- mönnum af sýningunni og mæltu eindregið með að sem flestir sæju hana. Það eru áhorfendur sjálfir sem auglýsa og segja frá sýning- unni okkar. - Einnig hafa erlend tímarit og blöð tekið það upp hjá sjálfum sér að mæla með sýningum Light Nights á íslandi, - jafnvel stór- blaðið New York Times hefur tvisvar bent á okkur. En hér heima eru til menn, rétt við bæjardyrnar, sem eru að skrifa bækur fyrir erlenda ferðamenn, og þá skýtur nú skökku við. Það er ekki minnst einu orði á Light Nights. New York og Chicago Hvað með leikferðalögin til Bretlands og Bandaríkjanna? - Já heimurinn stækkaði allverulega fyrir okkur árið 1974, þá fórum við í leikferðalag til Bandaríkjanna á vegum American/ Scandinavian Found- ation, sem vildi endilega fá okk- ur. Þetta var um miðjan vetur, og við vorum með sýningar í New York og Chicago, Garðar Cortez og Halldór Kristinsson voru með í förinni, og maðurinn minn, sem sá um að set j a upp og st j órna lj ós- um á hverri sýningu. - Ég varð eiginlega svolítið skúffuð yfir því að okkur var ekki útvegað leikhús, heldur lékum við í kirkju í New York, sem var út af fyrir sig í lagi, en í Chicago vorum við í einu stærsta og fín- asta hótelinu. Þar voru ekki að- stæður til að vera með alla sýn- inguna svo ég þurfti að stytta hana. í Chicago lékum við líka í stórmarkaði, vorum með sýningu átta sinnum á dag held ég, og þar var ekki heldur hægt að vera með hana alla. En þetta var mjög lær- dómsríkt. - Árið 1978 var okkur aftur boðið í leikferð til Bandaríkj- anna, í það skiptið var það bæði á vegum American/ Scandinavian Foundation og menningarsam- taka sem heita Cultural awaren- ess. í þeim eru aðallega konur sem vilja stuðla að kynningu á menningu og listum. Þá fórum við víða um Bandaríkin og það var afskaplega gaman. Ég gleymi seint móttökunum þegar við komum í lítið þorp sem heitir Bettendorf. Þar var leikhúsið svo stórt að við lokuðum senuna af og settum áhorfendur, sem voru að mig minnir um 200 talsins, á helminginn, en við lékum á hin- um hlutanum. Þegar við komum inn til að byrja sýninguna risu áhorfendur úr sætum og klöpp- uðu fyrir okkur, og við fórum þaðan hlaðin gjöfum. - Sama ár fórum við líka fyrst íslenskra leikhópa á Edinborgar- hátíðina. Þar lékum við þrjá ein- þáttunga eftir Odd Björnsson, undir nafninu Oddities. Við vor- um í mjög merkilegu leikhúsi sem heitir Traverse Theater, og sýnd- um í eina viku. En það verður að segjast eins og er, að skotar kunnu ekki að meta Odd Björns- son. Þýðir víst ekkert að reyna að leyna því. En ég held að flutning- ur okkar sem slíkur hafi fengið ágæta dóma. Sögulandið - 1980 bauð stærta barnaleik- húsið í London, Unicorn Theater for Children, mér svo að koma og setja upp sýningu í tengslum við mikla víkingasýningu sem þá var í British Museum. Þá skrifaði ég leikrit, byggt á þjóðsögunum og goðafræðinni, sem ég kallaði the Storyland, eða Sögulandið. Það er eins konar ferðalag sem liggur um Goðheima og Jötunheima og endar í Hulduheimum. - í þeirri sýningu var ég með bæði breska og íslenska leikara, kom með búningana og leiktjöld- in með mér, en æfði leikritið á L MENNING Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.