Þjóðviljinn - 04.08.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.08.1988, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Verslun Mikligarður í KRON Þröstur Ólafsson ráðinn til samhœfingarverksins og ífrífrá Dagsbrún: Verðum að bregðast skjóttvið. Ætlum okkur ekki að standa yfir eigin gröfum Þröstur Ólafsson stjórnarfor- maður í KRON og Mikiagarði hefur verið ráðinn í óákveðinn tíma til þess að hafa yfirumsjón með samhæfingu eða sameiningu helstu samvinnuverslana á höfuð- borgarsvæðinu, og er kominn í ótímasett leyfi frá störfum við framkvæmdastjórn Dagsbrúnar. Verið er að hrinda af stað hag- ræðingu á öllum sviðum verslun- arrekstrarins með það markmið í huga að draga úr tilkostnaði og lækka vöruverð. Að sögn Þrastar Ólafssonar er rekstarvandi íslensks atvinnuiífs ekki bundinn við fiskvinnsluna eina, verslun sem og önnur at- vinnustarfsemi á við mikinn rek- strarvanda að glíma. „Það er mikilvægt að bregðast nógu fijótt við svo menn standi ekki yfir sín- um eigin gröfum. Við ætlum hér að hagræða og sameina rekstrarlega stjórn þess- arara fyrirtækja. Ákvarðanir verða teknar hér eftir sameigin- lega um rekstur Miklagarðs og KRON. Ef vel tekst til þá ætti að vera hægt að lækka kostnaðinn og halda vöruverði eitthvað niðri. - Ég veit ekki fyrir víst hve lengi ég verð með yfirumsjón í Þröstur Ólafsson: Frí frá Dagsbrún til að gera samvinnuverslunina á höfuðborgarsvæðinu beittari. Úr Kaupstað. þessu verkefni en þetta tekur ein- hvem tíma. Ég tók að mér að hafa umsjón með þessu og þegar því er lokið sný ég mér að öðru,“ sagði Þröstur. KRON á allan Kaupstað og 52% í Miklagarði, en aðrir eigendur eru SIS og Kaupfélag Kjalnesinga. -gís. Forstjóranefndin Tillögur eftir hálfan mánuð Einar Oddur Kristjáns- sonformaður nefndar- innar: Tökum til starfa fyrir vikulok „Við vonumst til að geta hafið störf í ráðgjafarnefndinni fyrir vikulok og skilað tillögum okkar eftir hálfan mánuð um úrbætur í efnahagsmálunum. Ég hef trú á því að nefndarmenn komi til starfans með opnum hug og reyni að gera sitt besta. Þangað til skulum við bara bíða og sjá til hver afraksturinn verður," sagði Einar Oddur Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Hjálms hf. á Flat- eyri og formaður ráðgjafarnefnd- arinnar í efnahagsmálum sem forsætisráðherra skipaði í fyrra- dag til að vera ríkisstjórninni til halds og trausts um komandi cfnahagsráðstafanir. í nefndinni situr fyrir Framsóknarflokkinn Jón Sig- urðsson forstjóri Álafoss, en ekki hafði Alþýðuflokkurinn skipað sinn fulltrúa þegar síðast fréttist. Aðrir nefndarmenn eru Ágúst Einarsson varaformaður Sam- bands fiskvinnslustöðva, Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS og Víg- lundur Þorsteinsson formaður Félags íslenskra iðnrekenda. -grh Eyðni Smitiö eykst Upplýsingaherferð virð- ist ekki bera árangur 43 einstaklingar hafa greinst með eyðnismit frá því að mæling- ar hófust hér á landi, þar af teljast 5 með alnæmi. Miðað við önnur Evrópulönd er ísland 10. til 12. í röðinni en var 1985-6 5. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu frá landlækni. Skýrslan sýnir að útbreiðsla smits meðal homma hefur haldið áfram þrátt fyrir upplýsingaher- ferð um smitvarnir. 71,4% smit- aðra eru hommar eða tvíkyn- hneigðir, 16,7% eru fíkniefna- neytendur, 7,1% eru gagnkyn- hneigðir og einn einstaklingur hefur smitast við blóðgjöf. Um 20% íslendinga á aldrin- um 15-64 ára höfðu verið mót- efnamældir vegna alnæmis í lok júní á þessu ári og er það hærra hlutfall en þekkist annarsstaðar. 1986-7 fölgaði verulega þeim sem komu til mælinga, en engin sambærileg aukning var meðal þeirra sem teljast „lifa áhættu- sömu lífi.“ Heilsugæslustöðvar um land allt sjá nú um að taka blóðsýni og senda til mótefnamælingar. iþ Landakot Stjómin stöð Á stjórnarfundi Landakots- spítala í gær var ekki fallist á til- lögur heilbrigðis- og fjármálaráð- herra um stjórn og rekstur spítal- ans, en farið fram á frekari við- ræður. \ Tillögur ráðherranna, sem settar eru fram sem forsenda fyrir því að ríkisvaldið komi til aðstoð- ar gera meðal annars ráð fyrir að þriggja manna nefnd fari með reksturinn til bráðabirgða, og séu tveir af þremur skipaðir af ráð- herrum. Forstjóranefndin Gengisfelling og kjaraskerðing Ólafur Ragnar: Ráðherrarnirskjóta sér undan ábyrgð meðþvíað panta gengisfellingu og kjaraskerðingu hjá forstjóranefndinni. Myrkir miðvikudagar framundan? etta er einstæð nefndar- skipun, sagði Olafur Ragnar Grímsson við Þjóðviljann í gær um efnahagsráðgjafarnefndina, - og verður ekki betur séð en að með henni séu Þorsteinn Pálsson og samráðherrar hans að skjóta sér undan ábyrgð á væntanlegum ráðstöfunum. - Samsetning nefndarinnar bendir eindregið til að henni sé ætlað að gera tillögu um harka- lega gengisfellingu og grimmilega kjaraskerðingu. Þeir sem ráða ferðinni í nefndinni hafa tönnlast á þessu í fjölmiðlum síðustu vikur og mánuði. Þegar tillögurnar liggja fyrir ætla ráðherrarnir sér að fram- kvæma þær í skjóli þess að ábyrgðin sé forstjóranna. - Þessi nefndarskipun er þart- að auki mjög varhugaverð stjórn- arathöfn hjá forsætisráðherra vegna þess að hún bendir ein- dregið til gengisfellingar og hlýtur því að ýta undir spákaup- mennsku með gjaldeyri næstu daga og vikur, sagði Ólafur. -m Fiskvinnslan Úthaldið er að bresta Formaður Sambandsfrystihúsanna: Astandið alvegferlegt. Uppsagnirnar hjá Meitlinum í Þorlákshöfn aðeins báran á undan öldunni. Fjölmörg hús loka í haust effer sem horfir Að öllu óbreyttu má búast við því að fjölmörg frystihús loki með haustinu þar sem tekjur þeirra minnka sífellt samfara auknum kostnaði við reksturinn. Verst er staðan hjá frystingunni en hún er rekin í dag með minnst 10% tapi. Þessa dagana liggja margir flsk- vinnslumenn undir feldi með reksturinn í naflaskoðun og spá í það hvort einhver glóra sé í því að halda rekstrinum áfram. Sérstak- lega kvíða menn haustinu sem venjulega er mjög erfiður rekstr- artími fyrir flskvinnsluna. Að sögn Tryggva Finnssonar forstjóra Fiskiðjusamlags Húsa- víkur og formanns Sambands- frystihúsanna eru nýlegar fjölda- uppsagnir hjá Meitlinum hf. í Þorlákshöfn þar sem sagt var upp 190 manns aðeins báran á undan öldunni sem mun sópa atvinnuör- yggi fiskvinnslufólks fyrir róða með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um fyrir alla landsmenn ef fer sem horfir. Tryggvi sagði að tekj- ur fiskvinnslunnar stæðu engan veginn undir rekstrarkostnaðin- um þrátt fyrir að reynt hefði verið að liðka fyrir honum með tveim gengisfellingum á árinu því ekk- ert lát virðist vera á kostnaðar- hækkunum innanlands samfara minnkandi tekjum með lækkandi afurðaverði á erlendum mörku- ðum. „Rekstrarstaðan er hreint út sagt alveg ferleg. Lausafjárstað- an versnar sífellt og háir vextir hleypa fjármagnskostnaðinum upp úr öllu valdi. Til þess að rétta ástandið við og efla samkeppnis- aðstöðu okkar gagnvart keppi- nautum okkar á erlendum mörkuðum verðum við að lifa í efnahagslegu umhverfi sem gerir það kleift. Minnka verðbólguna niður í það sem gengur og gerist meðal nágrannaþjóða okkar og lækka fjármagnskostnaðinn ásamt auknum tekjum fyrir fisk- vinnsluna. Ef þetta gerist ekki von bráðar stefnir allt í fjölda- uppsagnir og lokanir fiskvinnslu- fyrirtækja út um allt land með haustinu," sagði Tryggvi Finns- son á Húsavík. -grh Fimmtudagur 4. ágúst 1988 pJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Forstjóranefndin Kratinn ókominn Alþýðuflokkurinn hafði ekki skipað fulltrúa sinn í forstjóra- nefnd forsætisráðherra þegar Þjóðviljinn hafði samband við Guðmund Einarsson fram- kvæmdastjóra flokksins um kvöldmatarleytið í gær. Það er óvenjulegt að tilkynnt sé um nefndarskipun af þessu mikilvægi án þess að fullskipað hafi verið í hana, og vekur athygli að það skuli ekki hafa verið gert í gær. Gera má ráð fýrir að Alþýð- uflokksforystan sé með drættin- um að gefa um það merki að nefndarskipunin sé henni lítt að skapi, enda telur Alþýðuflokkur- inn sig vera með tvo fremstu efnahagssérfræðinga sína í ráðu- neytum í ríkisstjóminni, einmitt þá ráðherra sem nefndin á að gefa ráð. -m 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.