Þjóðviljinn - 04.08.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 04.08.1988, Blaðsíða 14
UM ÚTVARP & SJÓNVARP Jarðkettir _______I DAGJL_ í „Heiðna- bergið" Allt f rá 1940 var óstöðugt stjórnarfará íslandi. Yfirleitt sátu ríkisstjórnir ekki út heilt kjörtíma- bil. Oftast voru þær myndaðar af Alþýðuflokks- Framsóknar- og Sjálfstæðismönnum. Framsókn- armenn þó utan nýsköpunar- stjórnarinnar. Formaður Fram- sóknarfl., Hermann Jónasson, var lítt hrifinn af þessu samstarfi og hafnaði ráðherradómi. Hann óttaðist, að flokkurinn væri að ganga inn í „Heiðnaberg íhalds- ins“, eins og hann orðaði það. Hermann vildi að Framsókn starfaði með verkalýðsflokkun- um. Af því varð upp úr „hræðslu- bandalagskosningunum". Litlu munaði að kratarsprengdu þá stjórn á landhelgismálinu. Þorðu það ekki er á reyndi af ótta við kosningar. En þegar Hermann fórfram á það við ASÍ-þing, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, að þingið heimilaði frestun á greiðslu nokk- urra vísitölustiga, þáfelldu kratar það ásamt íhaldinu og hluta af Alþýðubandalagsmönnum. Al- þýðubl.maðurinn Árni Ágústs- son, glæsilegur maður bæði í ræðustóli og utan hans mælti sterklega með því að tilmæli Her- manns yrðu samþykkt. Ríkis- stjómin væri ekki algóð en ekki væri önnur í augsýn vinsamlegri verkalýðnum. Við vitum hverju við sleppum en ekki hvað við hreppum, sagði Árni. Og þjóðin hreppti 11 ára íhaldsstjórn íhalds og krata. Framsóknarfl. var á sínum tíma höfuðandstæðingur íhalds- ins. Það breyttist mjög í áranna rás. Þaðfylgi, sem flokknum hef- ur tekist að afla sér í þéttbýlinu, hefur einkum komið frá hægri. Það hefur auðvitað haft sín áhrif. HaraldurÓlafsson, róttækur húmanisti, var felldur frá þing- mennsku í Reykjavík. í sæti hans varsetturGuðmundurG. Þórar- insson, sem við flest annað verð- ur f remur orðaður en vinstri hneigðir. Ólafur heitinn Jóhann- esson, sá mæti maður taldi það ekkert höfuðatriði aðflokkurinn væri stór. Hittskipti meiru að hann væri í þeirri aðstöðu, að ekki yrði fram hjá honum komist við stjórnarmyndanir. í þeirri að- stöðu hefurflokkurinn lengstaf verið. En það þarf sterk bein til að þola langvarandi völd. Og því miðurhafavöldin leitt flokkinn inn á refilstigu, sem óhugsandi er að hann hefði fetað fyrir 1940. Það undrast enginn að Jóhannesi Geir hafi gengið illa að greina skilin milli Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokksins hin síðari ár. Hið hlálega er á hinn bóginn að það skuli ekki vera hans eigin flokkur heldur frjálshyggjusýklarnir í Sjálfstæðisflokknum, sem vekja hann til meðvitundar. -mhg. ídag er4. ágúst, fimmtudagurísex- tándu viku sumars, tólfti dagur heyanna, 217. dagur ársins. Sól kemuruppíReykjavík kl. 4.44 en sest kl. 22.21. T ungl hálft og minnkandi. Viöburðir Verkalýðsblaðið hefur göngu sína 1930, - útgefandi Jafnaðar- mannafélagið Sparta, ábyrgðar- maður Brynjólfur Bjarnason. Þjóðviljinn fyrir50árum Japanir gera nýja árás á Saos- ernja. Orrustur stóðu yfir allan daginn og biðu Japanir mikið tjón fyrir stórskotaliði og sprengju- flugvélum Rauða hersins. Mikil síld og ágætur afli fyrir öllu Norðurlandi. 27 skip urðu að bíða afgreiðslu á Siglufirði í gær. Sjónvarp, kl. 20,35 Jarðkettirnir eru mikil furðu- dýr. Þeir eru aðeins 10 tommu háirogaf Mango-ætt. Heimkynni þeirra er Kalaharieyðimörkin í Suður-Afríku. Hitar eru miklir þar sem þeir hafast við og um- hverfið síður en svo vinsamlegt. En jarðköttunum tekst samt sem áður furðu vel að spjara sig. - Maður nokkur frá Óxfordshá- skóla, David McDonald, dvaldi í sex mánuði á heimaslóðum þess- ara dýra, við rannsóknir á þeim. Síðan kom til skjalanna kvik- myndatökumaðurinn Richard Goss. Gagnstætt því, sem búast mátti við, tóku kettirnir gestun- um hið besta. Þeir félagar tóku myndir og settu saman frásögn af dvöl sinni meðal þessara sér- stæðu dýra. Mynd frá þessu ferðalagi verður sýnd í Sjónvarp- inu í kvöld. Þar má m.a. sjá hvernig dýrin veiða og eru veidd. - Þulur í þættinum er leikarinn og leikstjórinn David Attenborough en þýðandi Ingi Karl Jóhannes- „Jónas“ Rás 1, kl. 13.35 Þá hefst nú lestur nýrrar mið- degissögu. Nefnist hún „Jónas“ og er eftir norska rithöfundinn Jens Björneboe. Þýðandi og les- ari er Mörður Árnason. - „Jón- as“ er kominn í annan bekk barnaskólans þegar í ljós kemur að hann er ólæs. Þetta er eitthvað skrítinn skóli því að þeir, sem ekki hafa lært að lesa, eru settir í einskonar skammakrók, sem nefnist „Hálfvitinn“. Ekki líst „Jónasi" á vistina í þeim verustað og lætur nú koma krók á móti bragði. Hann minnist ævintýra- legra sjóferðasagna föður síns og strýkur um borð í skip. Á sjónum kynnist hann fólki af ýmsum gerðum. - Sagan er talin mögnuð ádeila á þröngt og stirðnandi Rás 1, kl. 20.15 Meðal þess, sem á boðstólum var á Listahátíðinni í vor, var söngur sópransöngkonunnar De- bru Vanderlinde, við undirleik Sinfóníuhljómsveitar íslands. Tónleikarnir fóru fram í Háskól- abíói þann 19. júní. Stjórnandi hljómsveitarinnar var Gilbert Levine. - Þessum tónleikum Vanderlinde og Sinfóníuhljóm- Mörður Árnason skólakerfi þar sem „salamöndr- urnar" hafa hreiðrað um sig, og hafði verulega áhrif á að hærra yrði til lofts og víðara til veggja í norsku skólakerfi eftir en áður, - Sögur Björneboe þykja ein- kennast af frásagnargleði, ádeilukarfti og mannúðarkennd. -mhg. sveitarinnar verður nú útvarpað á rás 1 í kvöld. - Efnisskráin er þessi: a) „Exultate jubilate", eftir Mozart. - b) Sinfónía nr. 41 í C- dúr, eftir Mozart. - c) Sturlunar- atriði Ófelíu úr óperunni Ham- let, eftir Ambrosie Thomas - d) „Draumur á Jónsmessunótt", eftir Mendelssohn. - Kynnir er Bergljót Haraldsdóttir. -mhg. son. -mhg. GARPURINN En fagur morgunn! KALLI OG KOBBI Hreint loft, friður og ró, hvorki sími né tölva og ekkert stress! Og maður hefur daginn fyrir sér. Svona á þetta að vera! Sþiff geimmaður hyggst stökkva fyrir borð og sleþpa úr prísundinni á galeiðunni á Zog. FOLDA Er það Filipp, þessi með salatblöð. fyrir hár? >c: Nú. Ég hélt að Filipp væri sá með salathausinn og svona tennur J ' ...kynnumst neitt að ráði. Kann best við einfalt fólk 14 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. ágúst 1988 Tónlistarkvöld

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.