Þjóðviljinn - 04.08.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.08.1988, Blaðsíða 6
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar gefa ráð Þorsteinn Pálsson hefur búiö til nýja nefnd sem á aö gefa ríkisstjórninni ráö um efnahagsmálin. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar er búin að sitja í rúmt ár, og tveir af þremur stjórnarflokkum sátu saman í stjórn í fjögur löng ár þar á undan, og einn stjórnarflokkanna hefur setið nær samfellt í ríkisstjórn í ein sautján ár, - formaður hans verið ráðherra síðan 1978. En núna þarf ríkisstjórnin semsé sérstök ráð frá sérstakri ráðgjafarnefnd. í nefndinni eru sex ráðgjafar. Þrír skipaðir sérstaklega af stjórnarflokkunum og þrír skipaðir sérstaklega af forsætis- ráðherra. Allir þeir fimm nefndarmenn sem hingaðtil hafa verið skipaðir í nefndina eru forstjórar eða forystumenn útflutningsfyrirtækja, og þeir hafa þegar lýst yfiropinberlega hvað þeir telja ráðlegast til úrbóta í efnahagsmálunum. Þeir vilja nýja gengisfellingu, annaðhvort hefðbundna eða undir felunefninu tenging við annað gjaldeyriskerfi, og þeir vilja kjaraskerðingu. Þegar slíkir menn eru settir saman í hring til að gefa ráð er eiginlega deginum Ijósara hver ráðin eru. Og Þorsteinn Pálsson og félagar hans eru ekki að biðja um ráð. Þeir eru að biðja um að verða firrtir ábyrgð. Þegar „ráðin“ eru fengin mun ríkisstjórnin hlýða þeim í því skjóli að „atvinnuvegirnir" hafi heimtað þau, nefnilega forstjórarnir sem Þorsteinn og kó skipuðu í nefndina. Og það er fleira sérkennilegt við nefndina, því að skipan hennar er nánast einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu. Hér er ekki um að ræða vinnunefnd sérfræðinga eða sam- bræðslunefnd pólitískra fulltrúa, einsog ótal eðlileg dæmi eru um fyrr og síðar, - og heldur ekki „breið“ samráðsnefnd af svipuðu tæi og reynd var til dæmis af hægristjórninni 1974-8 þarsem stjórnarandstaðan og samtök launafólks áttu fulltrúa. Nú er forysta í efnahagslífinu í fyrsta sinn falin forstjórunum einum. Nefndarskipunin virðist vera einkahugmynd Þorsteins Pálssonar, og það mun rétt með naumindum að aðrir í ríkisstjórninni fréttu af nefndinni áður en hún var tilkynnt fjölmiðlum. Ef til vill er nefndarskipunin einhverskonar svar Þorsteins við þeim einleik Framsóknar að loka sig inni á sérstökum fundum, og er þá eftir að sjá hvernig Framsóknarþingmenn taka í að láta SÍS-stjórunum Guðjóni B. og Jóni Sigurðssyn eftir landstjórnina líka. En hvað sem er um Framsókn er Ijóst að nefndarskipun forsætisráðherra er hrein ögrun við Alþýðuflokkinn og ráð- herra hans. Þeir efnahagssérfræðingar sem Alþýðuflokkurinn telur helsta eru nefnilega þegar ráðherrar flokksins, og sitja ein- mitt í tveimur helstu efnahagsráðuneytum stjórnarinnar. Efnahags-Jónar Alþýðuflokksins eru einmitt mennirnir sem nýja ráðgjafarnefndin á að gefa ráð. Þessvegna hefur Alþýðuflokkurinn ekki ennþá skipað sinn fulltrúa í nefndina. En flokkurinn verður að hafa hraðan á ef hann ætlar eð vera með, því að nefndarformaðurinn lýsir yfir að störfum verði lokið eftir hálfan mánuð. Og þá er komið að Jónunum að breyta eftir ráðunum frá nefndinni. á skökkum stað Hörmulegtflugslys í fyrradag við Reykjavíkurflugvöll hefur eðlilega komið af stað enn einu sinni hugleiðingum um það hvort vera vallarins inní miðri borg sé náttúrulögmál sem ekki standi í mannlegu valdi að brjóta. Slysahætta, hávaðamengun, íbúðarþróun, umhverfis- sjónarmið, - þetta mælir allt með því að reynt verði af fremsta megni að finna aðrar lausnir en Vatnsmýrarflugvöll- inn. En kannski þarf enn ægilegri slys en í fyrradag til að setja slík úrlausnarefni á dagskrá ráðamanna. -m KLIPPT OG SKORIÐ Kemst Þorsteinn vestur? Komin er upp gamalkunnug staða innan ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar sitja á rökstólum um svokallaðar efnahagsaðgerðir. Nú er spilað það tilbrigði við gamalt stef að málin eru sett held- ur meira en áður í nefndir sem ekki eru skipaðar ráðherum. En það telst varla byltingarkennd nýjung; örstutt er síðan verð- tryggingarnefndin svökallaða frá því í maí lauk störfum. Alveg eins og í vor þá ætlar Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra nú að fara til Washington til að tala við Reagan um heimsins gagn og nauðsynjar. Steingrímur Hermannsson man það kannski enn að komið var í veg fyrir að hann og forseti lýðveldisins færu til Moskva að spjalla við Gorbat- sjov. Kannski fer svo að Þor- steinn verður enn að fresta sinni ferð. Það er að minnsta kosti ljóst að Framsókn er ekkert að flýta sér. í fyrradag héldu þingflokkur og framkvæmdastjórn Framsóknar fund með ýmsum framámönnum í atvinnulífinu. Á næstu dögum á að halda fundi í ýmsum stofnun- um flokksins og á mánudag á að halda aftur sameiginlegan fund þingflokks og framkvæmda- stjórnar. Hægt og bítandi líður að þeim degi að Þorsteinn Pálsson á að hitta Bandaríkjaforseta. Verður Þorsteinn enn og aftur að senda Reagan skeyti og segja að því miður komist hann ekki, það sé svo mikið að gera við að bræða saman efnahagsráðstafanir með samstarfsflokkunum í ríkis- stjórn? Strætó er farinn Það er reyndar almennt talið að ríkisstjórnin sé búin að missa af strætisvagninum, hún eigi ekki annarra kosta völ en að fella gengið eina ferðina enn og koma verðbólgunni viðvarandi upp í þetta 60-70%. Búið er að segja upp öllu starfs- fólki hjá frystihúsi Meitilsins hf. í Þorlákshöfn. Það kennir ekki mikillar bjartsýni á efnahagsað- gerðir ríkisstjómarinnar hjá Ólafi Jónssyni stjómarformanni fyrirtækisins í viðtali við Þjóðvilj- ann í gær: „Ég vil minna á að það voru aðgerðir á leiðinni í febrúar og það voru aðgerðir á leiðinni í maí. Menn skulu bara líta á stöðuna í dag og sjá hvaða árang- ur hefur náðst með þeim.“ Og Guðmundur Magnússon prófessor er ómyrkur í máli í sam- tali við DV í gær: „Það var í raun ljóst í október í fyrra hvert stefndi varðandi af- komu atvinnuveganna. Þá hefði kannski verið ráðrúm til að grípa til róttækra aðgerða sem hefðu skilað árangri til lengri tíma. Nú er ástandið hins vegar orðið þannig að ríkisstjórnin hefur ekki aðra kosti em hefðbundnar til- færsluleiðir.“ Á sömu síðu í DV er haft eftir Páli Péturssyni formanni þing- flokks Framsóknar, en hann hef- ur nýverið setið fundi með for- svarsmönnum útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækja í kjördæmi sínu: „Flest þau úrræði, sem við lögðum til í maí eru enn í fullu gildi. Sum þeirra era kannski orðin úrelt þar sem nú þarf að grípa til enn harkalegri aðgerða. í maí var enn tiltölulega kyrrt en nú er skriðan farin af stað með uppsögnum á starfsfólki og lokun fyrirtækja." Verður einhver hissa? Það þarf ekki mikinn hagspek- ing til að sjá að gengisfelling er á dagskrá. Enn á að viðhafa sömu aðferðina: auglýsa fyrirhugaða gengisfellingu nógu vel, að því er virðist til að tryggja að þeir sem geta lagað eitthvað til hjá sér áður en hún skellur á, verði ekki of seinir fyrir. í maí var látið í það skína að kaupendur erlends gjaldeyris hefðu fellt gengið með því að tæma gjaldeyrisvarasjóði þjóðar- innar á einum til tveim dögum. Auðvitað gerist það sama nú. Þeir sem þurfa að leysa út vörar eða kaupa erlendan gjaldeyri munu kappkosta að verða ekki of seinir með viðskiptin. Það gæti kostað þá stórfé. Þeir hafa líka langan tíma til að sinna sínum málum því að leikur- inn, sem nú verður leikinn innan ríkisstjórnarinnar, tekur sinn tíma. Hann er fólginn í því að ráðherrarnir era allir ákaflega hissa og þurfa að rifja það upp að hefði verið farið að þeirra ráðum, þá þyrftu þeir ekki að sitja eina ferðina enn við að smíða tillögur í efnahagsmálum. Þetta verður allt í svipuðum anda og í fyrrgreindu viðtali við Pál Pétusson: „Það er ljóst að ástandið hefur breyst frá því í maí og því miður á ógæfuhlið. Vandamálin hafa vax- ið mjög hröðum skrefum. Við gerðum þá okkar tillögur sem ríkisstjórnin bar því miður ekki gæfu til að framkvæma. Ef það hefði verið, væri ástandið ef til vill ekki jafnalvarlegt í dag.“ Það er ekki þingmaður stjórn- arandstöðunnar sem svo mælir, heldur þingflokksformaður ann- ars stærsta stjórnarflokksins. Skemmtilegir þingmenn Og þeir era fleiri þingmennirn- ir en Páll Pétursson sem kunna að gera að gamni sínu. Sighvatur Björgvinsson er ekkert að skafa utan af hlutunum þegar hann segir í blaðagrein í gær: „Fyrir tæpum tvö þúsund árum hrópuðu íbúar Jerúsalem á Barrabas, báðu um að ræningjan- um yrði sleppt lausum. Sé krafan um gengisfellingu krafa fólksins á íslandi, þá er það að biðja um það sama og íbúar Jerúsalem báðu um fyrir tvö þúsund árum. Þá er fólkið að biðja um að Barr- abasi, ræningjanum, verði sleppt lausum. Áhrif gengisfellingar, sjálfur tilgangur hennar, er nefni- lega að ræna af kaupi fólksins, alveg eins og Barrabas gerði hér forðum tíð.“ Þegar búið verður að fella gengið mun Sighvatur Björgvins- son, þingmaður Alþýðuflokksins og stuðningsmaður ríkisstjórnar- innar, að sjálfsögðu benda á að hann hafi varað við gengisfell- ingu. Ráðherrarnir séu einnig frí- ir af sök, það sé fólkið, lýðurinn, sem kallaði yfir sig gengisfelling- una. En má ekki halda líkingunni áfram og spyrja: Hver er Pílatus sem nú keppist við handþvott- inn? Qp Þjóðviljinn Síðumúla 6 ■ 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgafandl: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Mörður Ámason, óttar Proppó. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hiörleifur Sveinbjömsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Kartsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Harvdrtta- og prófaricaleatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitstolknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson FramkvæmdastjórLHallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglysingastjóri: Olga Clausen. Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, Ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Helgarblöð:80kr. Áskríftarverð ó mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.