Þjóðviljinn - 04.08.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.08.1988, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Ikvöld Fótbolti Vegna landsleiks Islands og Búlg- aríu á sunnudag er heilli umferö í 1. deildinni flýtt um nokkra daga. 1.d. kl. 20.00 Völsungur-KR 1.d. kl. 20.00 ÍBK-KA 1.d. kl. 20.00 Þór-Leiftur 1 .d. kl. 20.00 Valur-ÍA Fótbolti Tapgegn Finnum íslenska Drengjalandsliðið tapaði í gær fyrir Finnum á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Leikurinn endaði 2-1 fyrir Finn- ana og skoraði Arnar B. Gunn- laugsson mark íslendinga. Þetta var þriðji leikur liðsins á mótinu og eru Islendingar í fimmta sæti með tvö stig. -þóm Handbolti Stónneistara- jafntefli Stórlið Austur-blokkarinnar, Sovétríkin og Austur-Þjóðverj ar skildu jöfn á handboltamótinu sterka í gærkvöld. Liðin léku mjög góðan bolta og var varnar- leikurinn sérlega góður. Öllum á óvart höfðu Þjóðverjarnir undir- tökin framan af og voru með fjög- urra marka forystu, 10-6, í leikhléi. Rússarnir voru ekki á því að gefast upp og lyktaði leiknum með jafntefli, 15-15. Mjög líklegt er aðþessi lið verði í verðlaunasæti á Olympíuleikun- um í Seoul í næsta mánuði. -þóm Alfreð Gíslason var markahæstur íslenskra leikmanna í gær með 5 mörk. Handbolti íslendingar höfðuforystu allanfyrri hálfleik en duttu niður í lokin og töpuðu með fjórum mörkum, 19-23 Ogþettalíka... Paul Goddard hefur nú gengið til liðs við Derby og þurfti liðið að snara 425 þúsund pundum á borðið hjá Newcastle. Það eru um 33 miljónir króna en Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Liverpo- ol, hafði einnig sýnt áhuga á Godd- ard. Þessi 28 ára leikmaður vildi hins vegar leika mun sunnar á Englandi vegna fjölskylduástæðna. Eru þær nú líka til í þessum þransa? Fyrsti leikur fimm landa móts- ins á Spáni var háður í gær og töpuðu þá íslendingar fyrir gest- gjöfunum Spánverjum, 19-23. Á mótinu keppa einnig A- Þjóðverjar, Sovétmenn og Svíar, en allar þjóðirnar taka þátt í Ól- ympíuleikunum í Seoul. Er mótið það sterkt að liðin gætu hugsan- lega raðað sér í fimm efstu sæti leikanna. íslendingar léku ágætlega framan af leiknum í gær og voru Fótbolti með forystu mest allan fyrri hálf- leik. Spánverjar skoruðu að vísu fyrst en síðan höfðu íslendingar undirtökin og voru með tveggja marka forskot, 7-5,8-6 og 10-8 en staðan í leikhléi var 11-10. Það kom á óvart að Þorgils Óttar Mathiesen, Páll Ólafsson og Guðmundur Guðmundsson léku ekkert f hálfleiknum en Bogdan lítur á þessa leiki eingöngu sem æfingu fyrir liðið. Síðari hálfleikur var jafn og Fyrsti af fjónim íslenska landsliðið fyrir landsleikinn gegn Búlgaríu hefur verið valið Sigurður Jónsson kemur í leikinn gegn Búlgörum. íslendingar leika fyrsta lands- leik sinn af fjórum í ágústmánuði á sunnudag er þeir mæta Búlg- örum á Laugardalsvelli. Leikur- inn, sem er fyrsti landsleikur þjóðanna, er vináttuleikur og munu íslendingar endurgjalda Búlgörum þessa heimsókn með því að leika gegn þeim ytra næsta vor. Á glæsilegum blaðamanna- fundi sem KSÍ hélt í Hallargarð- inum í gær var íslenska liðið til- kynnt og er það skipað eftirtöld- um leikmönnum: Markverðir: Friðrik Friðriksson, B1909.....12 GuðmundurHreiðarsson, Víkingi ...0 Aðrir leikmenn: Atli Eðvaldsson, Val...........48 Guðni Bergsson, Val............17 HalldórÁskelsson. Þór..........19 Ólafur Þórðarson, IA...........20 ÓmarTorfason, Fram.............28 PéturArnþórsson, Fram..........16 PéturOrmslev, Fram.............27 RagriarMargeirsson, ÍBK........29 SigurðurGrétarsson, Luxern.....19 Sigurður Jónsson, Sheff. Wed...13 SævarJónsson.Val...............40 Viðar Þorkelsson, Fram.........17 ÞorvaldurÖrlygsson, KA.........6 Eins og sjá má eru aðeins tveir atvinnumenn í hópnum, nafnarn- ir Sigurður Jónsson og Grétars- son. Að vanda eru ekki allir sáttir við val liðsins en Sigi Held segir að þetta séu 16 bestu mennirnir sem komast í leikinn. Það vekur mikla athygli að Birkir Kristins- son, markvörður Framara, er ekki í hópnum en hann hefur að- eins fengið á sig tvö mörk í ís- landsmótinu. Þá hafa félagar hans Ormarr Örlygsson og Guð- mundur Steinsson leikið mjög vel í sumar og gætu sómt sér vel í hópnum. EnHeldáeftiraðsjá leiki í íslandsmótinu og ætti því að geta prófað sig áfram með besta liðið fram að leiknum við Sovétmenn sem verður 29 ágúst. Þessi ieikur gegn Búlgörum, ásamt leikjunum við Svía og Fær- eyinga, er að sjálfsögðu ekkert nema undirbúningur fyrir rússneska björninn í undan- keppni heimsmeistarakeppninn- ar. -þóm spennandi allt þar til um 10 mín- útur voru til leiksloka að Spán- verjar tóku leikinn í sínar hend- ur. Spánverjar jöfnuðu strax og voru síðan ávallt fyrri til að skora, en jafnt var 17-17 þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá skora Spanjólar fjögur í röð og voru 19. og 20. mörkin gerð úr vítaköstum. Sérstaklega var 20. markið blóðugt en þá braut Karl innilega af sér og var rekinn af velli og í kjölfarið mátti leikreyndasti leikmaður íslend- inga, Einar Þorvarðarson, hverfa af velli vegna kjaftbrúks. Þótt furðulegt megi virðast þá héldu íslendingar hreinu á með- an þeir voru tveimur leik- mönnum færri en 21. mark Spán- verja varð staðreynd og næsta ómögulegt að vinna forskotið upp. Liðin skiptust síðan á að skora síðustu mínúturnar en Spánverjar skoruðu sitt síðasta mark á lokasekúndunum, loka- tölur því 19-23. íslendingar hafa átt í miklum erfiðleikum með Spánverja í gegnum tíðina. Þeir reynast alltaf sterkari á stórmótum en sem bet- ur fer er lítið í húfi nú. Okkar menn eiga enn langt í land með að ná toppnum, en markmiðið er að sjálfsögðu að hámarka getu liðsins á Ólympíuleikunum. Var- ast ber þó að halda að allt smelli sjálfkrafa saman í Seoul því aðrar þjóðir eiga einnig eftir að bæta við sig. Mörk íslands: Alfreð Gíslason 5/2, Atli Hilmarsson 3, Bjarki Sigurðsson 2, Geir Sveinsson 2, Kristján Arason 2, Sigurður Gunnarsson 2, Guðmundur Guðmundsson 1, Jakob Sigurðs- son 1 og Þorgils Öttar Mathiesen 1. -þóm Golf Norðuriandamót á Hólmsvelli Lið Islands verður valið eftir helgina íslendingar halda Norðurland- ameistaramótið í golfi í ár. Fer það fram á Hólmsvelli við Leiru 20. og 21. ágúst og taka sex karlar og fjórar konur frá hverri þjóð þátt í mótinu. Leiknar verða 72 holur, 36 hvorn dag, en 18. og 19. ágúst eru æfingadagar. Talin eru fimm bestu skor karla og þrjú bestu skor kvenna í hverri 18 holu umferð og sigur- vegari er sú þjóð sem hefur besta samanlagða 72 holu skorið. Einn- ig verður keppt um Norðurland- ameistaratitil einstaklinga í 72 holu höggleik karla og kvenna. 16 manns koma frá hverri þjóð hinna Norðurlandanna, þ.e. keppendur og fararstjóm. Islenska liðið hefur enn ekki verið valið en síðasta keppni fyrir Norðurlandamótið verður á Hólmsvelli við Leiru um næstu helgi. Eftir mótið verður íslenska liðið valið og árangur af því hafð- ur til hliðsjónar ásamt nýaf- stöðnu íslandsmóti. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á Hólmsvelli til þess að gera hann erfiðari. Völlurinn ætti að vera mjög góður þegar Norðurlandamótið fer fram, en hann verðlaunar aðeins þá sem leika vel og refsar þeim sem illa leika. -þóm Fimmtudagur 4. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.