Þjóðviljinn - 04.08.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.08.1988, Blaðsíða 10
FRETTIR FLÖAMARKAÐURINN Dýravinir athugið! Kettlingar af góðu kyni fást gefins. Sími 84023. Vinnubíll Óska eftir litlum sendibíl eða Lödu station í þokkalegu ástandi. Hringið í síma 73351, Ólafur. Gegn Apartheid Suður-Afríkusamtökin minna á söfnunina til handa börnum og ung- lingum í S-Afríku sem sætt hafa fangelsun og pyntingum. Gírónúm- er söfnunarinnar er 3030 í Alþýðu- bankanum. Eigum til sölu boli og barmmerki á skrifstofu okkar, Klapparstíg 26, sími 19920. Tröppur yfir girðingar til sölu. Uppl. í síma 91-40379. Húsnæði Roskinn, reglusamur maður sem reykir ekki óskar eftir herbergi með aðgangi að baði, helst í Kópavogi. Uppl. í síma 42109 á kvöldin. Ford Escort GL 1300 Fallegur, vel útlítandi Ford Escort GL 1300 árg. '83 til sölu. Innfluttur frá Þýskalandi fyrir ári. Ekinn 52.000 km. Ný sumardekk og ágæt nýleg vetrardekk fylgja. Útvarp. Bíll í toppstandi. Verðtilboð. Upplýsing- ar í síma 681310 eða 681331 á daginn. Húsnæði óskast Ung og reglusöm snyrtileg og reyk- laus hjón með 2 börn, 8 og 11 ára, óska eftir að taka á leigu 4-5 her- bergja íbúð frá 1. okt. n.k. Upplýs- ingar í síma 16249 á kvöldin og 16240 á daginn. Margrét. Ódýrt Vegna flutninga er Philips þurrkari til sölu fyrir 10.000 kr. Á sama stað fæst gefins ísskápur og hjónarúm. Hringið í síma 35528 eða 38409. Tvíbreitt fururum til sölu á kr. 15.000. Upplýsingar í síma 656447. íbúð óskast Ung hjón óska eftir að taka á leigu 2 herbergja íbúð. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 12314. Barnavagn Ódýr og góður flaueliskerruvagn með burðarrúmi og stór, gamal- dags fataskápur fæst gefins. Upp- lýsingar í síma 21647. Fiskabúr til sölu ódýrt. Upplýsingar í síma 686821, Einar. Vantar barnapíu fyrir Ragnar, fyrir hádegi það sem eftir er ágústmánaðar. Upplýsingar í síma 39616. Til sölu 4 sumardekk á felgum undir Tra- bant. Upplýsingar í síma 18648. Til sölu sófaborð og hljómtækjaskápur. Upplýsingar í síma 16328. Óska eftir fólksbilakerru á góðu verði. Upplýsingar í síma 71243. Sterkar barnakojur til sölu. Upplýsingar í síma 78422. Tanzaníukaffi Gefist áskrifendur að T anzaníukaff- inu í síma 621309 þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13-22. Askrif- endur geta sótt kaffið á sama tíma. Til sölu rauð Mazda 323 árg. '77, í góðu lagi. Verð kr. 25.000. Upplýsingar í síma 17466 og 691186, Hlynur. Vantar geymsluhúsnæði í ca. 4-6 mánuði. Þarf að vera rúm- gott og þurrt. Sími 44919. Barnavagnar Vel með farinn Silver Cross barna- vagn til sölu. Brúnn að lit. Verð kr. 5.000. Einnig góður svalavagn. Verð kr. 2.500. Upplýsingar í síma 34868. Ritvél óskast Óskum eftir að kaupa góða en ódýra rafmagnsritvél. Hringið í síma 681310 eða 681331 á daginn. Bára þvottavél Til sölu Bára þvottavél, tæplega 4 ára, meö ársgömlum mótor. Verð kr. 15.000. Upplýsingar í síma 656825. Viltu fara til Spánar (Barcelona)? Ég er með húsnæði í Barcelona í skiptum fyrir húsnæði á jslandi eða upp í leigu. Má vera hjá fjölskyldu- fólki. Heppilegt fyrir fólk sem vill læra spænsku. Ég heiti Jordi og er að læra jarðfræði við Háskóla ís- lands. Get kennt spænsku ef fólk vill. Upplýsingar í síma 625308 eftir kl. 21.00. Dýravinir athugið! Fallegur og vel vaninn kettlingur fæst gefins. Algjört skilyrði að kett- lingurinn fari á gott heimili þar sem hugsað verður vel um hann. Upp- lýsingar í síma 83119. Daihatsu Charade ’80, 2 dyra til sölu. Skoðaður '88, útvarp/ segulband. Verð kr. 60-70.000. Til greina kemur að skipta á Cortinu '77-79. Upplýsingar í sima 45196. Óskast gefins ísskápur og þvottavél óskast gefins eða mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 45196. Eldavél óskast Óska eftir ódýrri eða gefins eldavél. Sími 40087. Bíll óskast Óska eftir gangfærum bíl ókeypis eða ódýrt. Upplýsingar í síma 39222 eða 36627. Hókus Pókus Til sölu næstum ónotaður Hókus Pókus stóll. Upplýsingar í síma 42505. Til sölu Farmiði til Bergen, baðskápasett, rúm i fullri stærð og rúm 125x90 cm. Sími 98-34802. Hraðsuðuketili Óskum eftir að fá nothæfan hrað- suðuketil gefins eða mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 681331 eða 681310. Til sölu Mackintosh -ftölva og Olympus OM 10 myndavél. Upplýsingar í síma 16105. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni Fjölskylduferð í Galtalækjarskóg Alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni efnir til fjölskylduferðar í Galtarlækj- arskóg sunnudaginn 14. ágúst nk. Þar verður slegið upp grillveislu og síðan ekið í Þjórsárdal með viðkomu í Sögualdarbænum á Stöng. Einnig verður svipast eftir berjum. Gert er ráð fyrir því að hver komi með sinn mat til að grilla. Lagt verður af stað frá Kirkjuvegi 7 kl. 10 f.h. og er fargjaldið krónur 300 fyrir manninn. Þátttaka tilkynnist hjá Sirrý í síma 21319, hjá Unnari í síma 22554 og Kollu í síma 21714. Drífið ykkur með. Allir félagar og stuðningsmenn velkomnir. Ferðanefnd AB á Selfossi Styrktarmannakerfi Alþýðubandalagsins Eyðublöð vegna styrktarmannakerfis Alþýðubandalagsins hafa verið send út til flokksmanna. Eru aliir hvattir til að taka þátt í styrktarmannakerfinu og koma útfylltum eyðublöðum til aðalskrifstofu. Góð þátttaka er grundvöllur öflugs starfs. Verum minnug hins fornkveðna að margt smátt gerir eitt stórt. Gjaldkeri Uppeldi Blað fyrir pabba og mömmu r Ut er komið annað tölublað tímaritsins Uppeldi, sem er blað handa pabba og mömmu og fjallar um uppeldismál vítt og breitt. Aðaiáhersla er þó lögð á málefni forskólabarna. Aðal- greinar blaðsins eru tvær. Önnur fjallar um þarfír barna við sex ára aldur og er eftir Kristínu Elfu Guðnadóttur og í hinni greininni ijallar Svanhildur Kaaber tæpi- tungulaust um skólamálaskýrslu OECD. í ritstjórnarpistli segir: Upp- eldi er hluti af krossferð að betri heimi - bættara mannlífi. Sfik stefna krefst þess að tekin sé ein- örð afstaða, afstaða sem and- stæðingarnir geta svo hæglega kallað öfgar. Því hver er þess um- kominn að dæma? Hvað er rétt og hvað er rangt? Því svarar hver og einn á eigin forsendum. Blaðið er sent heim til allra sex ára barna í Reykjavík, til félaga í Foreldrasamtökunum og á barn- aheimili. „ís Uppboð Skinnklætt Kvæðakver og Dunganon-myndir Sunnudaginn 7. ágúst n.k. efn- ir Bókavarðan til fjölbreytts upp- boðs í Templarahöllinni við Eiríksgötu og hefst það kl. 15.00 e. hád. Seldar verða bækur, m.a. allir Hæstaréttardómar frá upphafi, einnig úr öðrum gömlum dóma- söfnum, m.a. svokölluðum „ísa- foldardómum", kennslubækur eftir Bjarna Benediktsson, gami- ar fasteignabækur, allt Almanak Þjóðvinafélagsins frá 1875-1950, rit eftir Jón Bjarnason Únítara- prest, pr. í Vesturheimi 1879, Annáll 19. aldar eftir séra Pétur í Grímsey, ýmsar bækur úr sögu Reykjavíkur, gamlar handrita- prentanir og heilmargar bækur úr íslenskum og norrænum fræðum, ýmsar frumútgáfur eftir Halldóri Laxness, m.a. Kvæðakverið í al- skinnbandi, íslandsklukkan tölu- sett í 60 eintökum. Þá verða seld bréfasöfn m.a. frá Ásmundi Jónssyni skáldi frá Skúfsstöðum, sem hann sendi til vina sinna frá Danmörku á stríðs- árunum, bréf sem fjalla um áform Kreugers eldspýtnakóngs að stofna hér á landi eldspýtna- verksmiðju með Kristjáni Torfa- syni á Sólbakka við Önundar- fjörð. Einnig verða boðnar til sölu nokkrar gamlar franskar tísku- myndir frá upphafi 19. aldar, gamlar myndir og stungur frá ís- landi, nokkrar myndir eftir Karl Einarsson Dunganon, hertoga af Sankti Kildu, mynd eftir Alfreð Flóka og e.t.v. fleiri myndverk. Uppboðsgripirnir verða til sýnis hjá Bókavörðunni að Vatnsstíg- 4, Reykjavík, laugardaginn 6. ág- úst kl. 11-15, en uppboðið hefst í Templarahöllinni sunnudaginn 7. kl. 15.00 stundvíslega. (F réttatilky nning). Kennaraháskólinn Islenskan vinsælust r Iágústmánuði verða haldin mjög fjölbreytt endur- menntunarnámskéið í Kennar- aháskóla íslands eins og undan- farin ár. Aðsókn að námskeiðun- um hefur verið óvenjumikil í surnar. AIIs bárust um 1050 um- sóknir um námskeið og ekki var hægt að verða við óskum allra kennara. Ágústnámskeiðin eru í sumum tilfellum verulegt nýmæli frá því sem verið hefur áður. Sem dæmi má nefna að íslenskunámskeiðið í ágúst er einungis upphaf náms- keiðs sem að miklu leyti byggir á fjarnámi að vetrinum og lýkur að vori 1989. Þess má geta að á ann- að hundrað umsóknir bárust um þetta eina námskeið. -gís. Elduris Komvodka fær gullverðlaun Afengis- og tóbaksverslun ríkis- ins sendi sýnishorn af vodk- anu „Eldurís“ til gæðaprófunar hjá fyrirtækinu Monde Seiection í Brussei sem sérhæfir sig í drykkk- jarvörum. Svar barst um hæl og fékk vínframleiðsla Islending- anna góða dóma hjá smökkurum og efnafráeðingum fyrirtækisins. í umsögn sérfræðinganna segir: Undirbúningsnefnd Monde Selection hefur þá ánægju að tilkynna yður dómsniðurstöðu er fékkst við prófun á framleiðslkuvöru yðar sem send var á „World Selection 1988“. Að lokinni smökkun og efnagreiningu á rannsóknastofu hefur nefndin ákveðið að veita „Eldurís" kornvodka gullverð- laun. -gís. 10 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 4. ágúst 1988 Gönguleiða- kort og bók 59 stuttar leiðarlýsingar. 37 staðir á náttúruminja- skrá. Hvalfell og Botnsúlur á sérkorti Út er komið á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu gönguleiðakort af höfuðborg- arsvæðinu. Með því fylgir bók með 59 stuttum leiðarlýsingum á gönguleiðum um svæðið og ýms- um sögulegum upplýsingum ferðamönnum og fjörulöllum til fróðleiks. Einnig er getið um þá 37 staði á höfuðborgarsvæðinu sem eru á náttúruminjskrá. Þá fylgja með leiðbeiningar frá Náttúruvernd- arráði og ferðafélögum sem skipuleggja dagsferðir á þessum leiðum. Kortið er 65x95 cm að stærð og nær yfir allt höfuðborgarsvæðið frá Straumsvík í suðri til Hval- fjarðar í norðri. Sérkort er af Hvalfelli og Botnsúlum. Kortið og bókin eru í handhægum plast- umbúðum sem fara vel í vasa eða bakpoka og kosta 625 krónur og fást í bókaverslunum og á bensín- afgreiðslustöðum. -gís.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.