Þjóðviljinn - 06.08.1988, Qupperneq 2
FRÉTTIR
Þórsmörk
hvert tré steindautt
Ingvi Þorsteinsson, náttúrufrœðingur: Ein mesta perla íslenskrar náttúru er hætt komin. Verðum að
setjaítöluáfólkí allri Þórsmörkinni og gera hana að þjóðgarði
Mannfjöldinn í Þórsmörkinni um helgar er oft á tíðum mjög mikill. Ágangur fólks má ekki verða til þess að ganga frá perlum íslenskrar
náttúru. MyndAARI.
Astand skóelendis í einni af feg-
urstu perlum íslenskrar nátt-
úru er heldur bágborið um þessar
mundir. Allt að annað til þríðja
hvert tré í skóglendi Þórsmerkur
er dautt. Sérstaklega er ástandið
slæmt þar sem ágangur fólks er
hvað mestur þ.e. í Húsadal,
Langadal og í Básum. Nýlega
iauk mælingum sérfræðinga á
ástandi gróðurs í Mörkinni en
þær eru hluti af einni viðamestu
rannsókn sem fram hefur farið á
íslensku skógiendi.
Víðar hefur orðið vart við slík-
an birkidauða og virðist ástandið
bundið við Suður- og Vesturland.
Orsakir eru enn óþekktar en að
sögn Ingva Þorsteinssonar, nátt-
úrufræðings, en hann tók þátt í
mælingunum í Þórsmörkinni, er
það engum vafa undirorpið að
átroðningur manna á mikinn þátt
í dauða birkisins þar.„Mér kom
þetta geysilega á óvart og það
sem er ískyggilegast er að enginn
nýgræðngur virðist vera á leiðinni
þarna. Það er þá helst í mjög
bröttum hlíðum þar sem enginn
átroðningur er.
í Húsadal og Langadal er
hreinlega annað til þriðja hvert
tré steindautt. Birkitré eiga að ná
50-60 ára aldri eftir því sem ég
best veit og það er frekar ótrúlegt
að slíkur fjöldi þeirrra sé orðinn
svo gamall. Ég get ekki ímyndað
mér annað en að þarna sé fyrst og
fremst átroðningi fólks um að
kenna en maðkur getur átt þátt í
þessu líka. Sauðféð er ekki söku-
dólgurinn svo mikið er víst. Við
verðum að fá úr því skorið hvað
hérna er á seyði strax. Jafnframt
verður að setja ítölu á fólk á
svæði eins og Þórsmörkinni. Ég
veit að Ferðafélagið er með ítölu
á sínu svæði í Langadal og hún
verður að einnig að koma í Húsa-
dal og í Básum,“ sagði Ingvi Þor-
steinsson í samtali við blaðið.
Samkvæmt rannsóknum sem
gerðar hafa verið hér á landi á
birkinýgræðingurinn að taka
mjög fljótt við sér eftir ágang
búfjár. Eftir 4 ára ágang er hann
ekki nema 2 ár að ná sér á strik en
þá við mjög hagstæðar aðstæður.
Að sögn Ingva Þorsteinssonar
var gerð slík rannsókn fyrir
nokkrum árum í Hallormsstaðar-
skógi og það er staðreynd að ný-
græðingurinn þarf mjög stuttan
tíma til að ná sér á strik.
-gís.
Skógrœkt ríkisins
Birkidauðinn óútskýrður
Jón Gunnar Ottósson, líffrœðingur: Feiknarlegur
birkidauði. Höfum eftil vill skýringar með haustinu.
Gerðist einnig fyrir um 15 árum
Spariskírteini
Samkomulag um sölu
Bankar, sparisjóðir og verðbréfasalar taka að sér að afla ríkissjóði
tœpra 3 milljarða króna með sölu spariskírteina
Menn hafa veitt því athygli í
sumar að birkidauði virðist
áberandi í skóglendi á Suður- og
Vesturlandi. Skógrækt ríkisins er
nú að rannsaka og kortleggja allt
skóglendi á íslandi og lýkur
gagnasöfnun á næsta ári. Að sögn
Jóns Gunnars Ottóssonar, líf-
fræðings, er ekki enn vitað af
hverju birkidauðinn stafar en
hann telur að orsakirnar séu
margar og samverkandi.
- Það er feiknarlegur dauði í
birkinu á öllu Suður- og Vestur-
landi. Þetta hefur verið sérstak-
lega áberandi síðustu þrjú árin en
ég get ekkert sagt um orsakirnar
að svo stöddu. Vonandi höfum
Hvalavinir hafa ákveðið að
kæra Hval hf. til siglinga-
málastjóra fyrir óiöglegan útbún-
að hvalbátanna. Kæran verður
send siglingamálastjóra innan
skamms.
Hvalavinir halda því fram að
botnlokamir í skipunum hafi ver-
ið rafsoðnir fastir sem er ekki í
við skýringu með haustinu. Við
vitum að svipað ástand í birkinu á
þessu svæði fyrir um það bil 14-15
árum.
Skógrækt ríkisins vinnur nú að
viðamestu rannsóknum sem fram
hafa farið á íslensku skóglendi í
samstarfi við marga aðila. í þessu
stórverkefni eru fjölmargir þættir
skoðaðir í lífríki íslenskra skóga
svo sem tíðarfarið, sveppagróður
og sjúkdómar í trjátegundum.
Kortlagningin af skóglendinu nú
er sú nákvæmasta sem farið hefur
fram hérlendis. Rannsókninni
lýkur sem sé á næsta ári og niður-
stöður ættu að liggja fyrir á árun-
um 1990-91. _ofc
samræmi við orðanna hljóðan í
reglugerðum um búnað skipa.
- Botnlokarnir eiga að vera
lausir og liðugir, sagði Magnús
Skarphéðinsson formælandi
hvalavina.
Að sögn Magnúsar kom þetta í
ljós eftir vettvangsathugun hvala-
vina. -rk
Igær undirrituðu fulltrúar
Qármálaráðuneytis, Seðla-
banka íslands, Sambands við-
skiptabanka, Sambands spari-
sjóða og verðbréfasala samkomu-
lag um innlenda lánsfjáröflun
handa ríkissjóði með sölu spar-
iskírteina ríkissjóðs. Þetta sam-
komulag mun gilda til áramóta og
verður þá endurskoðað í Ijósi
fenginnar reynslu. Hér er um að
ræða spariskírteini fyrir 2.970
milljónir króna.
Lengi vel leit út fyrir að ekkert
samkomulag yrði um að þessir
aðilar tækju að sér að annast sölu
spariskírteina ríkissjóðs, en það
var ekki fyrr en viðskiptaráðu-
neytið hafði gefið Seðlabankan-
um heimild að til auka bindis-
skyldu bankanna að þeir létu
undan. Enda er það fé geymt
vaxtalaust í Seðlabankanum. Á
móti kemur að innlánsbinding
lækkar úr 13% í 12% af innlánum
frá og með 1. september nk. Jafn-
framt munu reglur um lausafjár-
hlutfall breytast og mun hlutfallið
hækka úr 8% í 9% af ráðstöfun-
arfé innlánsstofnana.
Aðalatriði þessa samkomulags
eru þau að viðskiptabankar,
sparisjóðir og þau verðbréfafýrir-
tæki, sem eru aðilar að Verðbréf-
aþingi íslands taki að sér að ann-
ast sölu spariskírteina ríkissjóðs í
stað Seðiabanka íslands sem hef-
ur annast þessa sölu hingað til.
Jafnframt skuldbinda sömu aðil-
Hjá heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra liggja fyrir til skoð-
unar tillögur nefndar sem nýlcga
hefur lokið störfum um að sjúk-
lingar verði sérstaklega tryggðir
fyrir skakkafóllum sem þeir gætu
orðið fyrir í meðfórum á sjúkra-
stofnunum sem enginn gat séð
fyrir. Hér er þó ekki um að ræða
tryggingu fyrir hugsanlegum mis-
tökum lækna í starfi.
Að sögn Páls Sigurðssonar
ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytinu verður
þessi sjúklingatrygging mikið
framfaraspor ef af verður, en
engin ákvörðun hefur enn verið
tekin um framvindu málsins. Til-
lögur nefndarinnar verða á næst-
unni sendar til umsagnar nokk-
ar sig til að kaupa sjálfir þau skír-
teini sem ekki munu seljast.
-grh
urra aðila og í framhaldi af því
mun ráðherra taka ákvörðun
hvort af þessu verður. Til þess
þarf ráðherra að flytja sérstakt
frumvarp til samþykktar á kom-
andi Alþingi.
Aðspurður hvort margir sjúk-
lingar á ári hverju yrðu fyrir ófyr-
irsjánalegum skakkaföllum í
meðförum lækna, sagði Páll það
ekki vera. Þetta væru örfáir ein-
staklingar á ári hverju.
í tillögum nefndarinnar er gert
ráð fyrir að Tryggingastofnun
ríkisins sjái alfarið um þessar
sj úklingatryggingar en í Svíþjóð
til að mynda eru samskonar
tryggingar í höndum almennra
tryggingafélaga.
-grh
Hvalur hf.
Hvalavinir kæra til
siglingamálastjóra
Ólöglegur útbúnaður hvalbáta segja hvalavinir.
Botnlokarnir rafsoðnir fastir
Sjúklingatryggingar
Mikið franfaraspor
Heilbrigðisráðuneytið: Tilskoðunar tillögur nefndar
um að sjúklingar verði sérstaklega tryggðirfyrir
skakkaföllum í meðförum lcekna sem enginn gat séð
fyrír
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. ágúst 1988