Þjóðviljinn - 06.08.1988, Síða 3
Veiðieftirlitið
Lítið um
lokanir
Björn Jónsson: Helstu
smáfiskasvœðin lokuð
með reglugerð
FRÉTTIR
Seðlabanki
A varðbergi gagnvart
spákaupmennsku
að hefur verið óvenjulítið um
veiðilokanir á miðunum mið-
að við það sem var á síðasta ári
vegna þess að helstu smáfiska-
svæðin ss. fyrir austan í Beru-
fjarðardýpi og fyrir norðan á
Hornbankanum hafa verið lokuð
fyrir veiðum með sérstakri reglu-
gerð þar að lútandi,“ sagði Björn
Jónsson veiðieftirlitsmaður í
sjávarútvegsráðuneytinu við
Þjóðviljann.
Hjá veiðieftirlitinu starfa um
13 manns en stöðugildin eru 15.
Veiðieftirlitsmennirnir eru allir
með skipstjóraréttindi enda er
það tilskilið fyrir starfinu að hafa
þekkingu á fiskveiðum og
veiðarfærum og að hafa starfað
við sjávarútveg. Þeirra starf er að
fylgjast með og gera skýrslur um
aflasamsetningu báta og togara
og í þeim tilgangi fer eftirlitsmað-
ur í túra með togurum. í dag er
ma. einn veiðieftirlitsmaður í
Bretlandi til að fylgjast með gám-
aútflutningunum.
Að sögn Bjöms hafa verið
ágætis aflabrögð fyrir vestan hjá
togurunum í og við Þverálinn og
einnig hafa bátar fyrir austan
aflað vel að undanförnu.
-grh
Undanfarna daga hafa fjölmiðl-
ar velt því nokkuð fyrir sér og
ekki að ósekju, hvort eða frekar
hvenær sé von á næstu gengisfell-
ingu. Þar sem almennt er talið að
gengisfelling sé yfirvofandi hefur
spurningin vaknað hvort sá orð-
rómur muni ekki leiða til spá-
kaupmennsku fyrirtækja og
stofnana. Þjóðviljinn hafði af því
tilefni samband við Tómas Árna-
son, Seðlabankastjóra, og innti
hann eftir því hvaða ráðstafanir
hefðu verið gerðar til að koma i
veg fyrir annan „svartan miðvik-
udag“ eins og þann 25. maí í vor,
með tilheyrandi „rönni“ á gjald-
eyri, eins og Jón Baldvin orðaði
það.
„Það er auðvitað ekkert hægt
að gera til að koma í veg fyrir
„rönn“ því það fer eftir umtalinu í
þjóðfélaginu,“ sagði Tómas.
„Miðað við þá umræðu sem var í
vor, þá álít ég nú að þetta rönn
hafi ekki verið meira en efni
stóðu til. En við í Seðlabankan-
um erum núna í því að fara í gegn-
um þessi mál og það er ekkert
sem bendir til slíkrar spákaup-
mennsku, ekki enn sem komið er
að minnsta kosti."
En nú var rætt um að Seðla-
banki hefði þurft að láta ráðherra
vita um þetta gjaldeyrisútstreymi
Landhelgisgæslan
Ekki til fyriimyndar
Flugmenn Gæslunnar í kjarabaráttu. Enginn til að
fljúga stœrriþyrlunni. Sjómenn: Öryggissjónarmið-
um fórnað á altari innanbúðarvandamála
Petta er alveg djöfullegt mál út
frá öryggissjónarmiðum og
ekki til fyrirmyndar hjá Gæsl-
unni að láta innanbúðarvanda-
mál leiða til þess að ekki er hægt
að fljúga stóru þyrlunni. Ég þori
ekki að hugsa þá hugsun til enda
Mývatn
Friðun
syðri flóa
Kíslilnám í syðri flóa Mývatns
kemur til með að fækka all
verulega grænþörungum á botni
flóans sem síðan mun leiða til
fækkunar á krabbadýrum og
mýlirfum sem eru aðalfæðuteg-
undir fugla og fiska í og við vatn-
ið. Af þeim sökum leggur Árni
Einarsson líffræðingur til að
flóinn verði friðaður fyrir öllu
kísilnámi í framtíðinni. Þetta er
niðurstaða Árna og samstarfs-
manna hans sem hafa að undan-
förnu verið að rannsaka áhrif
hugsanlegs kísilnáms á lífríki
syðri flóa í Mývatni.
Kísilverksmiðjan við Mývatn
tekur í dag upp kísil í ytri flóa
vatnsins sem er mun minni en sá
syðri og dugar það verksmiðjunni
næstu 3-5 árin. Verði tillaga Árna
að veruleika að friða syðri flóann
má búast við að verksmiðjan
verði að loka að þeim tíma liðn-
um vegna hráefnisskorts. _grh
ef óhapp yrði úti á miðunum.
Stjórnvöld verða að sjá sóma sinn
í því að kippa þessu máli í liðinn
hið snarasta ef ekki á illa að fara,
sagðl Jónas Garðarsson hjá Sjó-
manúafélagi Reykjavíkur við
Þjóðviljann.
Af þremur flugstjórum stóru
þyrlu Landhelgisgæslunnar er
einn í sumarfríi, annar hefur ný-
lokið sinni vakt og er einnig í fríi
en sá þriðji treystir sér ekki að
mæta í vinnuna. Af þeim sökum
stendur þyrlan óflughæf inni í
flugskýli Gæslunnar á Reykjavík-
urflugvelli og bíður þess að
flugstjórinn braggist. En í reynd
er hér um kjarabaráttu að ræða
og málið er að fjármálaráðuneyt-
ið hefur ekki viljað skrifa upp á
nýgerðan samning sem Félag ís-
lenskra atvinnuflugmanna hefur
gert við Flugleiðir við flugmenn
Landhelgisgæslunnar.
Gunnar Bergsteinsson for-
stjóri Gæslunnar sagði að samn-
ingaviðræður væru í gangi á milli
ríkisins og Félags atvinnuflug-
manna en hann vildi ekki tjá sig
neitt um hvað þær snerust og vís-
aði alfarið á Ásmund Vilhjálms-
son í launadeild fjármálaráðu-
neytisins. Þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir náðist ekki í Ásmund í
gær.
„Það hefur sem betur fer ekk-
ert útkall komið þar sem þörf hef-
ur verið á stóru þyrlunni. Ég trúi
því ekki fyrr en ég tek á því að
þyrlan fari ekki í loftið ef á henni
þarf að halda,“ sagði Gunnar
Bergsteinsson forstjóri Land-
helgisgæslunnar.
-grh
með meiri fyrirvara. Hafa verið
gerðar ráðstafanir til þess?
„Já, við vorum í sambandi við
bankana í dag og erum í nánu
sambandi við þá og vitum undir
eins ef eitthvert „rönn“ er í upp-
siglingu."
Þannig að eftirlit hefur verið
hert?
„Já, og við gefum þessu mjög
glöggar gætur og gefum ráðherra
upplýsingar um leið og við teljum
tilefni til.“
Hefur komið til tals að setja
takmarkanir á þann gjaldeyri
sem einstaklingar, fyrirtæki og
stofnanir geta fengið?
„Ég held ég svari þessu núna
þannig að við í Seðlabankanum
höfum glöggar gætur á þessu og
fylgjumst með þessu daginn út og
inn og ef eitthvað óeðlilegt gerist
munum við áræðanlega sýna við-
brögð. Ef upp koma einstök til-
felli sem lykta af spekúlasjónum
munum við alveg hiklaust taka
þau til meðferðar og við myndum
hugsanlega setja bremsur á slíkt,
því við teljum ekki eðlilegt að
menn séu með spákaup-
mennsku."
Þannig að slíkt gjaldeyrisút-
streymi sem var í vor á ekki að
geta endurtekið sig?
„Ja, maður vonar ekki, ég held
að það hafi ekki mikla þýðingu
fyrir menn að renna á gjald-
eyrinn, því það verður tekið á
málinu," sagði Tómas Árnason,
Seðlabankastjóri.
Gjaldeyrisforðinn er í dag sam-
kvæmt upplýsingum Tómasar
eðlilegur, birgðir nægar til
tveggja til þriggja mánaða eða
um 10 til 11 milljarðar.
-phh
Forsvarsmenn Landakotsspítala segja hugmyndir fjármála- og heilbrigðismálaráðherra um að setja á
laggirnar sérstaka nefnd til að hafa eftirlit með fjárreiðum stofnunarinnar brjóta gegn stofnsamningi um
rekstur spítalans. Mynd Sig.
Landakot
N*
Óirild í garð Landakots
GunnarJ. Friðriksson: Hugmynd ráðherranna um eftirlitssstjórn ekki
ísamræmi við stofnsamning. Landakoter vel rekið faglega. Gagnrýni
byggð á misskilningi
Hugmyndir heilbrigðisráð-
herra og fjármálaráðherra
um þriggja manna eftirlitsstjórn
með rekstri - Landakotsspítala
stangast á við stofnsamning
Sjálfseignarstofnunar St. Jósefss-
pítala frá 1976 og samning þann
sem gerður var við systurnar sem
ráku Landakot áður. Þetta segir
Gunnar J. Friðriksson fram-
kvæmdastjóri VSÍ en hann á sæti
í fulltrúaráði Landakotsspítala.
Gunnar sagði í samtali við
Þjóðviljann að sú gagnrýni sem
höfð hefði verið uppi á Landakot
að undanfömu, væri öll orðum
aukin og fullyrðingar væru settar
fram sem stæðust ekki. „Málið
er, númer eitt, tvö og þrjú að
rekstur Landakots er ekki dýrari
en annarra sjúkrahúsa. Hins veg-
ar hafa framlög á fjárlögum verið
það lág að það veldur uppsöfnuð-
um halla,“ sagði Gunnar. Tekið
yrði tillit til þeirra ábendinga sem
ættu rétt á sér en þær væm smá-
vægilegar.
Gunnar telur spurninguna um
rekstur Landakots nú snúast um
formið. Það sem ráðherramir
kölluðu eftirlitsstjórn og ætti að
setja yfir rekstur Landakots, fái
ekki staðist stofnsamning og
samning sem gerður var við St.
Jósefssystur. Það væri ekki hægt
að setja inn þriðja aðila sem yfir-
stjórn. Heilbrigðisráðherra
skipaði í fulltrúaráð og hann yrði
að skipa nýtt ráð vilji hann
breytingar.
Stjórn Landakots hefur bent á
að staða Landakots gagnvart
fjárlögum væri ekki ósvipuð og
hjá öðrum sjúkrahúsum. En af
hverju telur Gunnar að Landakot
sé eitt tekið fyrir? Er verið að
reyna að rifta samningi sem gerð-
ur var við systurnar? „Hinir spít-
alamir eru ríkisspítalar en þetta
er sjálfseignarstofnun og rekstur-
inn er með svolítið öðra sniði.
Óneitanlega hefur það hvarlað
að manni að einhverjir sem hafa
áhrif vilji koma rekstri Landak-
ots í sama form og er á hinum
sjúkrahúsunum,“ sagði Gunnar.
En rekstrarform Landakots hefði
gengið vel.
Gunnar telur einstakar ásak-
anir vegna fjárfestinga spítalans
og vegna styrktarsjóðs, vera
byggðar á miklum misskilningi.
Styrktarsjóðurinn væri alfarið
eign spítalans og hann hefði verið
notaður til fjárfestinga og reynst
hagstæður.
-hmp
Þ. P. til
Reagans
Dagana 9.-13. ágúst n.k. mun
Þorsteinn Pálsson, forsætisráð-
herra væntanlega dvelja í opin-
berri heimsókn í Bandaríkjun-
um.
í Washington mun John. G.
Whitehead, varautanríkisráð-
herra taka á móti forsætisráð-
herra síðdegis á þriðjudaginn.
Á miðvikudagsmorgun hittir
Þorsteinn Ronald Reagan.
Á fimmtudaginn fer forsætis-
ráðherra til fundar við utanríkis-
málanefnd fulltrúadeildar banda-
ríska þingsins og í hádeginu sama
dag mun hann snæða hádegisverð
með varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, Frank L. Carlucci. ..
-»Þ
Laugardagur 6. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3