Þjóðviljinn - 06.08.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.08.1988, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Litlu munaði að Pétri Ormslev tækist að skora á þessari mynd, en það gerði hann hins vegar síðar í leiknum 1. deild Stigametið í hættu Framarar unnu enn einn sigurinn ígœrkvöld og reyna að endurtaka 10 ára gamlan árangur Valsmanna Sigurganga Framara heldur áfram og leyfir sér nú enginn að efast um að ísiandsmeistaratitill- inn sé i þeirra höndum. í gær- kvöld heimsóttu þeir Víkinga á nýja völlinn þeirra og máttu Vík- ingar þola ósigur, þrátt fyrir ágætan leik á köflum. Víkingar eru því enn í botnbaráttunni en virðast þó eiga betra skilið. Fyrri hálfleikur var markalaus en liðin áttu þó sín marktækifæri. Það sem kom í veg fyrir mörkin var einkum góð markvarsla tveggja stórgóðra markvarða, Guðmundar Hreiðarssonar og Birkis Kristinssonar. Framarar söknuðu Jóns Sveinssonar, sem er meiddur, en Kristinn R. Jóns- son lék í hans stöðu og skilaði hlutverki sínu með prýði. Síðari hálfleikur var mun fjörugri og var áttu bæði liðin skemmtiléga samleikskafla, sér- staklega Framarar. Víkingar áttu þó fyrsta dauðafærið er Trausti Ómarsson átti skot í þverslá Frammarksins. En Framarar komust betur inn í leikinn og var Pétur Ormslev allt í öllu hjá þeim. Á 53. mínútu uppskáru Framarar einmitt mark eftir góð- an undirbúning Péturs. Hann lék þá á tvo varnarmenn Víkinga og gaf síðan góða sendingu á Arnljót Davíðsson sem skoraði af öryggi. Pétur skoraði síðan sjálfur annað markið og var það sérstak- lega glæsilegt. Þá einlék hann upp vallarhelming Víkinga og skaut síðan föstu skoti með vinstra fæti og hafnaði knötturinn í bláhorninu. Óverjandi fyrir Guðmund markvörð og sérstak- lega fallegt mark. Eftir þetta var aldrei spurning um úrslit, ekki nema kannski markatölur. Fram- arar voru mun betri og hefðu jafnvel getað bætt við mörkum. Guðmundur Hreiðarsson var hins vegar fastur fyrir í markinu og þar við sat. Víkingar verða að kyngja því að vera enn í botnbaráttu deildar- innar. Þeir áttu hreinlega við of- urefli að etja en leiðin hlýtur að stefna upp á við nú. Guðmundur Hreiðarsson var þeirra bestur og sannaði tilveru sína í landsliðinu en Pétur Ormslev var hins vegar lang besti maður vallarins. Framarar hafa varla að neinu að keppa lengur, nema þá að setja nýtt stigamet í deildinni. Það ætti í sjálfu sér að vera auðvelt því metið er nú 38 stig en Framarar hafa 34 stig. Hins vegar hlutu Valsmenn 35 stig árið 1978 en þá voru aðeins gefin tvö stig fyrir sigur en ekki þrjú eins og nú. Valsmenn unnu þá alla sína leiki utan eitt jafntefli sem þeir gerðu í síðustu umferð mótsins gegn KA. Framarar eiga möguieika á að endurtaka þenna leik Valsmanna með því að sigra aila leikina sem eftir eru. Vissulega er það mjög erfitt markmið en það met yrði seint slegið. -vbv/þóm Handbolti Rússar of sterkir íslendingar héldu í við rússneska björninn framan af en keyrslan varð þeim ofviða íslendingar töpuðu sínum þriðja leik í röð í fimm ianda keppninni á Spáni i gær. Nú voru það Sovétmenn sem lögðu landann og var sigur þeirra geysi stór, átta marka munur í lokinn, 24-32. Þrátt fyrir stórt tap léku íslendingar ágætlega framan af og héldu í við Rússana meiri hiuta Fótbolti Amljotur inn Pétur Pétursson meiddist illa í leiknum gegn Völsungi á fimmtudag og getur ekki leikið á móti Búlgörum á morgun. I hans stað kemur Arnljótur Davíðsson, sóknarleikmaðurinn knái í Fram. Amljótur hefur ekki leikið áður með A-landsliði og væri gaman að sjá þennan leikna strák á Laugardalsvellinum annað kvöld. Allir á völlinn! -þóm leiksins. En hin gífurlega keyrsla og hinn mikli hraði leiksins varð íslendingum ofraun, og Rússarn- ir sigu framúr. Rússarnir skoruðu fyrstu tvö mörkin en Alfreð og Kristján jöfnuðu metin. Þá skoruðu Rúss- arnir þrjú í röð en Alfreð svaraði með tveimur mörkum. Hann var greinilega í miklu stuði því áfram skoraði hann og síðan jafnaði Kristján 6-6. Þá áttu íslendingar möguleika á að komast yfir en Atli lét þá verja frá sér vítakast. Þegar staðan var 7-7 bætti Atli fyrir mistökin með því að skora áttunda markið. Mörkin í leiknum komu með mjög litlu millibili og greinilegt að erfitt væri að halda fullri keyrslu allan tímann. Rússarnir skutust framúr og voru yfir 8-11 og 10-15, Alfreð skoraði síðasta mark hálfleiksins úr vítakasti, 12- 16. íslendingar byrjuðu síðari hálf- leikinn með miklum látum og náðu vinna upp forskotið. Karl skoraði þá tvívegis og fyrr en varði var staðan orðin 16-16. Áfram var jafnt, 18-18, þegar um 15 mínútur voru til leiksloka en þá sprungu íslendingar á limm- inu. Rússamir gengu á lagið og eftir það var aldrei spurning um úrslit. Lokatölur urðu svo sem áður sagði, 24-32. Það virðist ætla að verða þrautin þyngri fyrir íslendinga að sigra sovéska liðið. Þeir eru enda með sennilega sterkasta lið heims og breiddin í liðinu mikil. Það vantar einmitt meiri breidd í ís- lenska liðið á móti slíkum heljar- mönnum, það er ekki nóg að Al- freð eigi góðan dag, og þá verður vömin vera betri gegn Rússun- um. íslendingar leika ekkert í dag en síðasti leikur þeirra verður á morgun gegn Svíum. Og nú þýðir ekkert nema sigur. Mörk íslands: Alfreð Gíslason 10, Kristján Arason 4, Atli Hilm- arsson 3, Jakob Sigurðsson 3, Karl Þráinsson 2 og Þorgils Óttar Mathiesen 2. -ste/þóm Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Rafmagnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboöum í 132 Kv jarðstreng. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Til- boðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 15. september kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 REYKJKJÍKWRBORG StödcVl Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 Starfsfólk vantar í 75% starf í eldhúsi. Vinnutími kl. 8.00-14.00. Unnið aðra hverja helgi. Upplýsingar veitir forstöðumaður virka daga milli kl. 10.00-12.00, í síma 685377. Framkvæmdastjóri Starf framkvæmdastjóra við sjúkrahús og heilsu- gæslustöð á Patreksfirði er hér með auglýst laust til umsóknar. Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Ólafur B. Thoroddsen formaður stjórnar í síma 94-1221 og Eyvindur Bjarnason fram- kvæmdastjóri í síma 94-1110. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 1988 og skulu umsóknir sendast til stjórnar sjúkrahúss og heilsugæslustöðva, Stekkum 1, Patreksfirði. Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd byggingardeildar, óskar eftir tilboðum í strengja- stiga, og rafmagnsrennur fyrir Borgarleikhúsið í Reykjavík, lengd samtals um 700 metrar. Útboðsgögn verða afhent að skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 5.000 skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 23. ágúst 1988 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Lagerstörf Óskum eftir að ráða starfsmenn á vörulager. Bónusvinna. Mötuneyti á staðnum. Nánari upplýsingar hjá lagerstjóra á staðnum. Auglýsið í Þjóðviljanum Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs sonar, eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og bróður. Höskuldar Stefánssonar Hjallabrekku 12, Kópavogi. Guðrún Össurardóttir Sigurbjörg Björnsdóttir Valbjörn Höskuldsson Hrönn Önundardóttir Stefán Rúnar Höskuldsson Þröstur Þór Höskuldsson Heiða Björg Valbjörnsdóttir og systkini hins látna. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.