Þjóðviljinn - 06.08.1988, Síða 12

Þjóðviljinn - 06.08.1988, Síða 12
HEIMURINN Tékkóslóvakía 1968 og 1988 Tékkóslóvakar milli vonar og vantmar Talar Gorbatsjov ekki svipað og Dubcekfyrir tuttugu árum. Og hvernigfórfyrir honum? Umbætur Gorbatsjovs í Sovét- ríkjunum hafa neytt forystumenn Kommúnistaflokks Tékkóslóvak- íu til að gjalda varaþjónbstu að minnsta kosti hugmyndum um perestrojku. En almenningur tekur þeim ræðum með miklum fyrirvara, því að þessir sömu for- ystumenn voru fyrir réttum 20 árum settir yfir landið í krafti so- vésks valds til að kveða niður um- bætur stjórnar Alexanders Du- bceks, sem voru einnig „bylting að ofan“ í þágu málfrelsis og efna- hagslegra framfara. Það gengur bölsýnisskrýtla í Prag sem segir: Hver er munur- inn á Gorbatsjov og Dubcek? Svar: Hann er enginn - en Gor- batsjov veit það ekki enn. Sem þýðir vitanlega að Tékkar og Slóvakar, sem reyndar hafa með ýmsum hætti sýnt að þeir kunna vel við það sem Gorbat- sjov er að reyna, óttast mjög að upp rísi íhaldsöfl í Sovétríkjunum sem komi honum frá völdum eða eyðileggi umbótatilraunir hans með öðrum hætti. Vorið í Prag og hretin á eftir Tuttugu ár eru síðan „vorið í Prag“ var á allra vörum. Sjálfir forystumenn Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu viðurkenndu að þörf væri fyrir djúptækar breytingar á stjórn efnahagslífs og um leið að þær væru óhugs- andi án þess til kæmu pólitískar umbætur með málfrelsi og sam- takafrelsi. Stjórnvöld í Sovétríkj- um Brézhnevs túlkuðu þessa þró- un sem tilræði við einan og sann- an sósíalisma og fóru með her inn í landið aðfaranótt 21sta ágúst. Dubcek var komið frá völdum og helstu samstarfsmönnum hans. Síðan hófst „normalisering“ sem var fólgin í því að reka um hálfa miljón umbótasinna úr Komm- únistaflokknum, kveða niður andóf með atvinnuofsóknum og fangelsunum, sníða samfélagið að sovéskri fyrirmynd aftur - og reyna að hafa almenning þægan og hljóðan með því að austur- blökkin legði í púkk til að lyfta neyslustigi í landinu. Kreppa í samfélaginu Utanríkisráðherra Dubcekst- jómarinnar og einn af helstu tals- mönnum mannréttindasamtak- anna Charta 77, Jiri Hajek, minnir á það í nýlegri grein, að þessi „normalisering" hafi kostað „feiknalega sóun á efnahags- íegum, menningarlegum og mennskum verðmætum og niður- staðan hafi orðið djúpstæð kreppa í samfélaginu". Hann minnir á hreinsanir í flokknum, hvernig hið blómlega menning- arlíf landsins var vængstýft þann- ig að til varð huglaus „opinber" menning og neðanjarðarmenn- ing. Hvemig skrifræðið lagði sína dauðu hönd á samfélagið meðan almenningur eins og lamaðist og flúði inn í „neytendalífsstfl" sem var svo háður efnahagslegri þró- un hvers tíma En hin efnahagslega þróun hefur einmitt verið mjög í skötu- líki. Iðnfyrirtækin eru úrelt og standa um margt höllum fæti. Pragbúar fagna Gorbatsjov í vor1 Svipar honum ekki til Dubcecks? Vömskortur er útbreiddari en lengi fyrr. í framhaldi af þessu hefur hin pólitíska forysta viður- kennt nauðsyn umbóta og fengið Milos Jakes, hinn nýi aðalritari Kommúnistaflokks Tékkóslóvak- íu, er talinn minna en hálfvolgur í perestrojkunni. sitthvað að láni úr perestrojku- orðaforða Gorbatsjovs. Það hef- ur líka verið skipt um oddvita - í stað Gustavs Husaks kom Milos Jakes, og nokkrir yngri menn voru teknir í forystusveitina. Vantraust á forystuna En Tékkar og Slóvakar fylgjast með tíðindum með miklum efa- semdum og efast stórlega um að hugur fylgi máli. Þeir vita að Husak, sem stýrði „normaliser- ingunni" illræmdu, er enn í æðstu valdastofnun flokksins. Þeir muna að sjálfur kom Jakes mjög við sögu brottvikningar um hálfr- ar miljónar manna úr Kommún- istaflokknum. Menn taka líka eftir því að Jakes forðast að nefna það glasnost sem hefur leitt til undraverðrar hreinskilni í so- véskum fjölmiðlum. Jakes ham- rar mjög á því að flokkurinn eigi að ráða hraða framfaranna og ýmsir áhrifamenn í tékknesku atvinnulífi taka þá undir með þeim hætti, að ekki megi menn flýta sér um of, flas sé ekki til fagnaðar. Allt þetta fær fréttask- ýrendur til að draga hliðstæður milli kerfiskarla í Prag og þeirra háttsettra manna í Sovétríkjun- um sjálfum, sem Gorbatsjov hef- ur oft minnst á og segir að tali margt fagurlega um nauðsyn um- bóta en geri í raun allt sem í þeirra valdi stendur til að tefja fyrir þeim. Að nýta sér svigrúmið Ekki svo að skilja: sitthvað hefur breyst í Tékkóslóvakíu á undanförnum mánuðum. Hið stranga eftirlit með menningarlífi er á undanhaldi - leikrit fer á fjal- irnar sem inniheldur pólitíska ádrepu, bannaðar kvikmyndir eru dregnar fram, haldnar eru „óopinberar" myndlistarsýning- ar. Fjölmiðlarnir eru ögn meira lifandi og ögrandi en þeir voru, þótt þeir eigi langt í land að ná þeirri dirfsku sem nú einkennir sovéska fjölmiðla. En varfærni og ótti ráðamanna kemur og mjög greinilega fram víða - and- ófsmenn eru sem fyrr geymdir í erfiðisvinnu og í ritbanni, lög- regla hefur hleypt upp námskeið- um hjá Charta 77 og dreift kröfu- göngum kaþólskra sem krefjast trúfrelsis. Margir tala og um að Innrásin fyrir 20 árum: Miklu varðar að sannleikurinn sé sagður um hana, segir Hajek. óttinn sitji djúpt í tékkneskum al- menningi, menn hafi misst trúna á að skipta sér af pólitík vegna fyrri vonbrigða. Jiri Hajek, utanríkisráðherra Dubcekstjórnarinnar, sem fyrr var nefndur, efast og mjög um það að þeir ráðamenn sem nú sitja geti eða vilji stfga þau skref sem nauðsynleg eru til að umbæt- ur sem um munar geti hafist. Hann telur t.d. vafasamt að þeir finni hjá sér kjark til að taka upp endurskoðun á opinberri túlkun á atburðum ágústmánaðar 1968 („Sovétríkin komu sósíalisman- um til hjálpar"). En slíkt endur- mat telur Hajek ekki síður óhjá- kvæmilegt en menn Gorbatsjovs telja það nauðsynlegt að fylla upp í „eyður“ sovéskrar sögu Stal- ínstímans. Hajek talar í grein sinni sem fyrr var nefnd um nauðsynlegan þrýsting að neðan til að þoka áfram jákvæðri þróun: „Við verðum að færa okkur í nyt öll þau skref sem pólitíska forystan tekur og mun taka til að sýna í orði hollustu við umbóta- hugmyndir. Enda þótt þessi skref séu tekin með hálfum huga og hvort sem forystan kærir sig um það eða ekki þá skapa þau dálítið svigrúm fyrir þegnlegt hugrekki og frumkvæði til að blása nokkru lífi í þau lýðræðislegu form sem fyrir hendi eru og efna í ný. Þetta er brýn nauðsyn ef við viljum einnig í okkar landi fyrr eða síðar gefa sósíalismanum aft- ur mennskt, lýðræðislegt inn- tak... Enginn getur skorast undan þeirri skyldu að byrja að vinna að því að nálgast þetta markmið hér og nú. Sú er leiðin til að yfirstíga kreppuna í okkar samfélagi." Árni Bergmann tók saman. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.