Þjóðviljinn - 06.08.1988, Side 16
F—SPURNINGI
Hvernig líst þér á hug-
myndir um að leggja
framleiðslugjald á gos
og aðrar drykkjarvörur í
einnota umbúðum?
Birna Jónsdóttir,
skrifstofumaður:
Það er nú nóg af gjöldum ýmis
konar á vörum. Það væri nær að
hefja auglýsingaherferð til að fá
fólk til að skilja ekki eftir umbúðir
út um allt.
Helga Hjálmarsdóttir,
húsmóðir:
Mér finnst það alveg sjálfsagt.
Svo á að leggja skilagjald á þess-
ar umbúðir svo að fólk skilji þetta
ekki eftir út um vfðavang.
Skeggi Guðmundsson,
smiður:
Álögur á neysluvörur eru alveg
nógar fyrir, en ef áreiðanlegt er
að þetta fé rynni til umhverfis-
mála þá er þetta í lagi.
Már Grétar Pálsson,
verkfræðingur:
Af og frá. Ég er á móti sérgjöldum
til sérmála. Það á að tryggja
nægilegt fé til umhverfismála á
fjárlögum ríkisins. Ég sé heldur
ekki ástæðu til að skattleggja gos
í áldósum frekar en kókómjólk í
pagpafernu.
Kolbrún Indriðadóttir,
verslunarmaður:
Það eru margar hugmyndir vit-
lausari en þetta. Ef slfkt gjald
rynni til umhverfismála þá er það
til bóta.
þlÓÐVILIINN
Laugardagur 6. ágúst 1988 176. tölublað 53. árgangur
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
681348
ÁLAUGARDÖGUM
681663
Friðarsinnar
Fómariambanna í
Hírósima minnst
43 ár frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorku-
sprengju á Hírósima. Ávarp Samstarfshóps friðarhreyf-
inga.
Friðarhreyfingar um allan
heim minnast þess nú að 43 ár eru
liðin frá því að kjarnorkuvopnum
var fyrst beitt. Þann 6. ágúst 1945
klukkan 8:15 að morgni að japön-
skum tíma vörpuðu Bandaríkja-
menn kjarnorkusprengju á borg-
ina Hírósíma í Japan. í kjölfar
þess opnuðust augu heimsins
fyrir ógnarmætti kjarnorkunnar
og því að ekkert getur réttlætt
notkun slíkra vopna. Örlög fórn-
arlamba árásanna á Hírósíma og
Nagasaki eru viðvörun til alls
mannkyns, dýrkeypt viðvörun
sem kostaði tvöhundruð þúsund
manns lífið og enn í dag fjórum
áratugum síðar þjáist fólk og deyr
vegna afleiðinga sprengjanna.
Kj arnorkuvopnakapphlaup
stórveldanna hefur leitt til þess
að íbúar heimsins lifa í stöðugum
ótta. í öllum löndum heims hefur
risið upp fjöldahréyfing fólks sem
sameinast í ósk um frið og af-
vopnun. Mikilvægt skref í friða-
rátt var stigið á síðasta ári með
samkomulagi stórveldanna um
eyðingu meðaldrægra eldflauga í
Evrópu. Um leið og við gleðj-
umst yfir þeim árangri megum
við þó ekki gleyma að þetta var
aðeins fyrsta skrefið. Enn er
gífurlegur fjöldi kjarnorkuvopna
í heiminum og enn vinna stór-
veldin að áætlunum um þróun og
uppsetningu nýrra vopna sem
gætu gert ávinninginn af nýgerð-
um samningum að engu.
Friðarsinnar um allan heim
verða því að vera vel á verði. Það
er nauðsynlegt að tryggja að
fækkun kjarnaflauga á landi
verði ekki til þess að vígbúnað-
arkapphlaupið færist í ríkara
mæli út á höfin. Þúsundum kjarn-
orkuvopna hefur þegar verið
komið fyrir um borð í skipum,
flugvélum og kafbátum á höfu-
num. Þessa þróun verður að
stöðva og fá stórveldin til samn-
inga um afvopnun á höfunum.
Hugmyndir um stofnun kjarn-
orkuvopnalausra svæða og kraf-
an um að framleiðslu kjarnorku-
vopna verði hætt og tilraunir með
þau bannaðar eru einnig eðlilegt
framhald nýgerðra afvopnunars-
amninga. Framtíð lífsins á jörð-
inni er háð því að þessar kröfur
nái fram að ganga.
Við eigum okkur von. Vonina
um að kjarnorkuógnuninni verði
bægt frá og að komandi kynslóðir
geti lifað án þess ótta sem fylgt
hefur mannkyninu frá því að
sprengjunni var varpað á Híró-
síma. Um leið og við minnumst
fórnarlamba árásanna á Híró-
síma og Nagasaki með kertafl-
eytingunni hér á Tjörninni leg-
gjum við áherslu á þessa von.
Tölvukerfið getur valið ein-
földustu leið milli ákvörðunar-
staða, tekið mið af óskum far-
þega um verðflokka, gefið upp-
lýsingar um hvaða hótel eru í
boði og bókað þau. Einnig er
hægt að fá alla aðra þjónusta sem
tengist ferðalögum í gegnum
dreifikerfið, allt frá bílaleigubíl-
um yfir í blómavönd eða kampa-
vín á hótelherbergi.
Með þátttöku í dreifikerfinu
komast flugleiðir inn í markaðs-
kerfi sem býður vörur fyrirtækis-
ins til sölu í tugum landa í Evr-
ópu, Ameríku, Afríku, Asíu og
Vestur Indíum. í gegnum kerfið
verður hægt að kalla fram allar
upplýsingar um þjónustu Flug-
ieiða í yfir 15.000 ferðaskrifstof-
um vítt og breitt um veröldina.
Hröð þróun hefur verið í bók-
unarkerfum flugfélaga undanfar-
in ár í þá átt að sameina bókunar-
kerfi einstakra flugfélaga og auka
upplýsingar sem hægt er að fá í
gegnum þau. Enn á bókunarkerf-
um eftir að fækka og stækka og
munu bókunarkerfin í Evrópu
renna saman í tvö stór farskrár-
kerfi innan nokkurra ára og er
Amadeus annað þeirra.
iþ.
Sigurður Helgason og forráðamaður Amadeus takast í hendur eftir undirritun samningsins. - Mynd Ari.
Aðilar að alþjóðlegu dreifikerfi
Ferðalangar eiga greiðari aðgang að upplýsingum um þjónustu sem í
boði er víða um heim. Markaðskerfi Flugleiða stækkar gífurlega
í gær undirrituðu Flugleiðir í heiminum í dag. en nokkru sinni fyrr og bókað allt
samning um þátttöku í Alþjóð- Með tilkomu þessa farskrár- sem við kemur ferðalaginu strax
lega dreifikerfinu Amadeus sem kerfis geta farþegar fengið betri hjá Flugleiðum eða ferðaskrif-
er eitt af 4 stærstu farskrárkerfum upplýsingar um ferðalög erlendis stofum sem tengdar eru kerfinu.