Þjóðviljinn - 30.08.1988, Síða 2
Iðja
Hrikalegar
tillögur
Guðmundur ÞJóns-
son: Efnahagsvandi
regluleg uppákoma.
Veit ekki til hvers þeir
eru þessir fuglar
Guðmundur Þ Jónsson formað-
ur Iðju, segir verkalýðshreyf-
inguna hljóta að fara að fá svör
frá ríkisstjórninni varðandi
væntanlegar efnahagsaðgerðir.
Efnahagsvandi væri eitthvað sem
gerist orðið tvisvar til þrisvar á
ári og fólk væri orðið tortryggið á
upphrópanir stjórnmálamanna
sem stöðugt vildu ráðast á
kaupið.
„Eg veit ekki til hvers þeir eru
þessir fuglar,“ sagði Guðmundur
í samtali við Þjóðviljann, og átti
þá við ráðherrana. íslendingar
byggju við góðæri og hefðu vel
efni á að borga 35-45 þúsund
krónur í laun á mánuði og meira
en það. Með afnámi 2,5% launa-
lækkunarinnar hefði verðstöðv-
un verið boðuð og frestun hækk-
unar búvöruverðs. Vonlaust væri
að ætla að hægt væri að keyra
almennt verðlag niður.
Guðmundur sagði ljóst að
ríkisstjómin ætlaði sér út í kjara-
skerðingu og ekkert annað. „Það
kemur hins vegar ekki til greina
að gera samninga um kauplækk-
un, fólk þolir ekki neina kjara-
skerðingu,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði stjórn Iðju koma
saman í þessari viku til að ræða
stöðu mála og svör þyrftu að fara
að berast frá ríkisstjóminni. Þá
þyrfti að ræða stöðuna innan
heildarsamtaka verkafólks, ekki
væri nóg að ræða hana í einstök-
um félögum.
Guðmundur telur tillögur for-
stjóranefndarinnar vera hrika-
legar. Þær gangi út á að sverfa að
þeim sem lakast væru staddir, til
að mynda með árásum á verka-
mannabústaðakerfið og trygg-
ingakerfið. En verkamannabú-
staðakerfið væri eina von fjölda
fólks um öruggt og
mannsæmandi húsnæði.
-hmp
FRETTIR
Verðlagsstofnun
Treystir á almenning
Alger verðstöðvun á að ríkjafrá27. ágúst til30. september. Miðast við verð um
miðjan ágúst. Nöfn sökudólga birt í fjölmiðlum. Brot geta varðað varðhaldi
Georg Ólafsson forstjóri Verð-
lagsstofnunar segir stofnun-
ina vel í stakk búna til að annast
eftirlit með verðstöðvun þeirri
sem á að ríkja frá 27. ágúst til 30.
september. Um 25 manns vinna
nú við verðlagseftirlit hjá stofn-
uninni og mun stofnunin fjölga
starfsmönnum um fimm til átta á
næstu dögum. Georg segist reiða
sig á að kaupmenn séu iöghlýðnir
borgarar þó hann geri einnig ráð
fyrir að einhverjir reyni að koma
sér undan lögunum. I þeim tilvik-
um verði nöfn versiana birt í fjöl-
miðlum.
Á blaðamannafundi sem Verð-
lagsstofnun boðaði til í gær, sagði
Georg vera heimild í lögum til að
beita allt að fjögurra ára varð-
haldi verði kaupmenn staðnir að
ólöglegum viðskiptaháttum.
Fólk hefði verið duglegt við að
hringja inn til stofnunarinnar
upplýsingar og sérstakt síman-
úmer yrði auglýst fljótlega sem
fólk gæti hringt í. Kaupmenn
hefðu einnig hringt og spurt hvað
gera skyldi þegar vörur hækkuðu
í verði frá framleiðendum og
innflytjendum og væri þeim sagt
að alger verðstöðvun ríkti þannig
að þeir yrðu að taka á sig hækk-
unina eða skila vörunum.
Georg sagði Verðlagsstofnun
hafa mjög breitt úrtak verðkann-
ana hjá öllum stærstu söluaðil-
um, þeirra sem væru leiðandi í
Á sama tíma og Verðlagsstofnun kallar eftir aðhaldi almennings í verðlagsmálum voru bankastjórar
viðskiptabankanna boðaðir á fund starfsbræðra sinna í Seðlabankanum til að ræða lækkun nafnvaxta sem
trúlega tekur gildi á fimmtudag. Er búist við 12-14% lækkun nafnvaxta en raunvextir munu ekki hreyfast.
Mynd - ARI
verðmyndun. Einnig væru til
upplýsingar um verð hjá mörgum
kaupmanninum á hominu þó
ekki hjá öllum. Á næstu dögum
væru væntanlegar niðurstöður úr
verðkönnunum sem næðu til
sömu verslana og vörutegunda og
könnunin frá því um miðjan ág-
úst og fengist þá góður saman-
burður. Verðstöðvunin nær frá
27. ágúst þó miðað sé við verð frá
miðjum ágúst. Ef verð hafa
hækkað á þessu tímabili segir Ge-
org koma til greina að setja há-
marksverð.
En hvernig ætla 30 manns að
fylgjast með verðlagsþróun í
landinu? Georg sagði Verðlags-
stofnun reiða sig á löghlýðni
kaupmanna. Þá væri skorað á al-
menning að fylgjast vel með
verðbreytingum með því að bera
saman innkaupakörfur dagsins í
dag og í næstu viku. Stofnunin
myndi síðan reyna að efla verðs-
kyn fólks með auglýsingum um
leyfileg verð.
Georg sagði almennt viður-
kennt að verðstöðvun til skamms
tíma gæti verið réttlætanleg til að
skapa ró og gefa stjórnvöldum
tækifæri til að leita varanlegri úr-
ræða. -hmp
BHMR
Oskilgreindur vandi
Páll Halldórsson: 2,5% eru hluti af samningi sem við skrifuðum
tilneyddir undir
Páll sagði BHMR mótmæla
öllum framkomnum hugmyndum
um skerðingu launa. „Við teljum
okkur þegar hafa tekið á okkur
skerðingar sem margir hafa kom-
ist hjá,“ sagði Páll. Niðurfærsla
myndi koma þyngst niður á opin-
berum starfsmönnum og fólki
sem fengi greitt eftir töxtum.
En telur Páll að um raunveru-
legan efnahagsvanda sé aðræða?
Sú 2,5% hækkun sem átti að
koma ofan á okkar launataxta
1. september er hluti af samningi
sem við vorum neyddir til að
skrifa undir á sínum tíma og vor-
um ekki par hrifnir af, sagði Páll
Halldórsson formaður BHMR í
samtali við Þjóðviljann. Þegar
samningurinn ætti að fara skila
einhverju væri hækkunin svo af-
numin af ríkisvaldinu.
„Það hefur aldrei verið sýnt fram
á í hverju þessi efnahagsvandi
felst. Menn hafa verið með upp-
hrópanir sem hingað til hafa haft
þau áhrif að ráðist er á kjörin á
eftir,“ sagði Páll. Hann ítrekaði
mótmæli gegn öllum kjaraskerð-
ingum. Sá vandi sem við væri að
glíma fælist fráleitt í því að fólk
fengi of há laun.
-hmp
Alþýðubandalagið
Alþingi hefjist innan 10 daga
Þingflokkur Alþýðubandalagsins: Óverjandi að grípa tilsetningar bráðabirgðalaga örfáum
vikum áður en Alþingi á að koma saman. Þinghaldi verði flýtt
Eftirfarandi bréf sendi þing-
flokkur Alþýðubandalagsins í
gær til Þorsteins Pálssonar for-
sætisráðherra, en þingflokkurinn
heldur nú þriggja daga fund á
Hallormsstað um stöðu þjóðmála
og undirbúning þinghaldsins.
Þingflokkur Alþýðubanda-
lagsins hefur á fundi sínum á
Hallormsstað, 29. ágúst sam-
þykkt að óska eftir því við ríkis-
stjórnina að Alþingi verði kallað
saman til funda svo fljótt sem
verða má og eigi síðar en innan 10
daga frá dagsetningu þessa bréfs.
Ástæðumar fyrir þessari kröfu
þingflokksins liggja í augum
uppi, en meginrökin em sem hér
segir:
1. Síðastliðið vor greip nkis-
stjórnin til efnahagsráðstaf-
ana og setningar bráðabirgða-
laga þegar eftir að Alþingi var
slitið.
Alþýðubandalagið hafði áður
mótmælt því að þinginu yrði
slitið þar sem fyrir lá að ríkis-
stjórnin ætlaði næstu daga að
grípa til efnahagsráðstafana.
Þá setti ríkisstjórnin bráða-
birgðalög sem meðal annars
sviptu launafólk grundvallar-
mannréttindum og verkalýðs-
hreyfingin sá sig tilneydda til
þess að kæra málsmeðferð
ríkisstjórnarinnar til alþjóða-
samtaka. Það bætti svo gráu
ofan á svart þegar ríkisstjórnin
gaf út önnur bráðabirgðalög
til þess að leiðrétta eigin
bráðabirgðalög aðeins viku
seinna. Þessi setning bráða-
birgðalaga sl. vor sýnir svo
skýrt sem verða má að aðvar-
anir Alþýðubandalagsins þá
vom réttar.
2. Mikil óvissa ríkir nú í þjóðmál-
um. Ríkisstjórnarflokkarnir
koma sér ekki saman um neitt
nema skerða kjör launafólks
eins og nú hefur verið gert með
enn nýjum bráðabirgðalögum
sem svipta launafólk launa-
hækkun sem átti að koma til
móts við hinar miklu verð-
hækkanir að undanförnu. Op-
inskátt er rætt um frekari
bráðabrigðalög á næstunni að-
eins örfáum vikum eða dögum
áður en Alþingi komi saman.
Þingflokkur Alþýðubanda-
lagsins telur með öllu óverj-
andi að grípa nú til setningar
umdeildra bráðabirgðalaga af
ríkisstjóm sem riðar til falls og
einkennist af óheilindum og
sundurþykkju.
Við þessar óvissuaðstæður og
með hliðsjón af líklegum efna-
hagsráðstöfunum er það að mati
þingflokksins skýlaus, lýðræðis-
leg og þingræðisleg skylda að
kalla nú saman Alþingi þegar í
stað. Þar verði fjallað um að-
steðjandi úrlausnarefni, kynntar
upplýsingar um raunverulega
stöðu þjóðarbúsins og með eðli-
legum hætti ákveðið til hvaða
ráðstafana skuli grípa. Með því
að kalla Alþingi saman yrði
tryggt að þjóðin fengi réttar upp-
lýsingar um ástand efnahagsmála
og afleiðingar hinna ýmsu ráð-
stafana. Nú em upplýsingar hins
vegar lokaðar inni í ráðuneytun-
um og komið er í veg fyrir eðli-
lega lýðræðislega umræðu í
landinu.
Hallormsstað, 29. ágúst 1988
Fyrir hönd þingflokks
Alþýðubandalagsins
Steingrímur J. Sigfússon
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 30 ágúst 1988
Kennarar
Stjóm
svika og
nauðungar
Stjórn Kennarasambands ís-
lands skorar á samtök launafólks
að taka höndum saman og bregð-
ast við áformum ríkisstjórnarinn-
ar um kjaraskerðingu af fullri
hörku. Enn á ný ætli ríkisstjórnin
að vega að afkomu þeirra einna,
sem taki laun samkvæmt um-
sömdum launatöxtum og ítrekað
hafi orðið fyrir kjaraskerðingum
í kjölfar efnahagsaðgerða ríkis-
stjórnarinnar.
í ályktun sem stjórn KÍ hefur
sent frá sér segir að ljóst sé að
bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn-
ar frá því í vor hefðu ekki náð til
stórra hópa fólks, svo sem at-
vinnurekenda, þeirra sem njóta
yfirborgana og fjármálabraskara.
Enda virtist það ekki hafa verið
ætlunin þar sem engin viðurlög
voru við brotum á lögunum.
„Uppi eru hugmyndir um að
svíkja þá samninga sem launafólk
var neytt til í vor með því að stíga
skrefið til fulls,“ segir í ályktun-
inni. Þetta sé áformað þrátt fyrir
að verðbólgan á árinu verði 25%
eins og segir í spá Þjóðhagsstofn-
unar, en ekki 16% eins og spáð
var í vor.
Stjóm KÍ vekur athygli á að í ár
hafi reynst erfitt að ráða kennara
til starfa eins og undanfarin ár.
Mikil óvissa ríki um skólastarf
vetrarins ekki síst í ljósi þeirra
atburða sem séu að gerast í efna-
hagsmálum. Stjórn KÍ lýsir fullri
ábyrgð á hendur ríkisstjórninni
vegna fyrirsjáanlegs ófremdar-
ástands í skólum landsins og
hvetur samtök launafólks til að
taka höndum saman og bregðast
við árásum ríkisvaldsins á launa-
kjör af fullri hörku.
-hmp