Þjóðviljinn - 30.08.1988, Page 3
_______________FRETTIR___________________
Ólafsfjörður
Tug miljóna tjón
Almannavarnir Ólafsfjarðar lýstuyfir neyðarástandi. Gríðarleg úr-
koma orsakaðifjölda aursknða úr Tindaöxl. 30 cm djúpur vatns-
flaumur á götum bæjarins. Hátt í200 manns yfirgáfu hús sín vegna
hœttu á skriðuföllum. Tvœr aurskriðurféllu á íbúðahverfi. Engin
slys hafa orðið á fólki
Fiskeldi
30 miljóna
tjón
Fimm kvíar með 250 þúsund
gönguseiðum í eigu Hafeldis hf. í
Straumsvík slitnuðu upp og ráku
á land í óveðrinu snemma morg-
uns sl. sunnudag með þeim afleið-
ingum að seiðin drápust og
skemmdir urðu á kvíunum. Tjón
fyrirtækisins er metið á um og
yfir 30 miljónir króna.
Að sögn Álfheiðar Ingadóttur
framkvæmdastjóra Hafeldis voru
aðstæður í Straumsvík mjög
slæmar þegar óhappið átti sér
stað; ofsaveður með 10-11 vind-
stig í verstu vindhviðunum, stær-
sti straumur með allt að 4,30
metra flóðhæð og að vindáttin
hefði verið beint inn Straumsvík-
ina.
Álfheiður bjóst fastlega við að
reynt yrði að fá keypt seiði til að
taka upp þráðinn að nýju.
-grh
Astandið í bænum er búið að
vera gjörsamlega ólýsanlegt.
Hér hefur bóstaflega allt verið á
floti í vatni og aur en sem betur
fer hefur enginn slasast í þessum
ósköpum. Yfir 70 íbúðarhús hafa
verið yfirgefin með hátt í 200 íbúa
sem hafa fengið inni ma. í Gagn-
fræðaskólanum. Vonandi er
þetta búið en þó spáir Veðurstof-
an stormi á Norðurlandi með
rigningu, þannig að hættuástandi
verður ekki aflýst strax“, sagði
Guðbjörn Arngrímsson á Ólafs-
firði við Þjóðviljann.
Geysileg úrkoma var á Ólafs-
firði sl. sunnudag og er talið að
hún hafi verið nálægt 123 mm á
sama tíma sem hún mældist að-
eins 50 mm á Akureyri og á Siglu-
nesi. Tindaöxlin fyrir ofan bæinn
varð alveg vatnsósa og féllu sjö
aurskriður úr fjallinu í fyrradag
og þar af tvær sem féllu í fbúðar-
hverfi í bænum. Fór aurinn inn í
tvö hús auk þess sem skriðurnar
eyðulögðu yfir 15 húsagarða.
Að sögn Guðbjörns Arngríms-
sonar var allt að 30 cm djúpt vatn
á götum bæjarins því öll niðurföll
lokuðust og ekki bætti það úr
skák að stórstraumsflæði var á
sama tíma. Fjölmargar íbúðir og
innbú hafa skemmst í flóðinu auk
skemmda sem aur og drulla hefur
ollið. Skemmdir hafa orðið á
Vatnsveitu bæjarins, vegurinn
fyrir Ólafsfjarðarmúla er nánast
horfinn Ólafsfjarðarmegin, en þó
er búið að opna Lágheiðina fyrir
umferð. Lítil flugvél lenti á flug-
vellinum í gær en önnur umferð
um hann hefur ekki verið enda er
hann gegnsósa af vatni.
„í gær hefur verið unnið for-
varnarstarf með því að reyna að
ræsa vatni úr fjallinu til að koma í
veg fyrir frekari skriðuföll. Það
hefur komið okkur til góðs að
hafa haft stórvirkar vinnuvélar
Kraftverks sf. til aðstoðar því fátt
er um stórar ýtur í bænum“, sagði
Guðbjörn Arngrímsson.
-grh
Verðbréfamarkaðurinn
Upplausn hjá Ávöxtun
✓
Innlausnarbeiðnirfyrirfjórðungiinnistæðna. HeildarfjármagnsjóðaAvöxtunar
385 milljónir -13 milljónir farnar og 80 milljónir bíða innlausnar. Miklir erfið-
leikar í lausafjárstöðu. Vonast til að innlausnartími fari ekki upp íþrjámánuði.
Staða Ávöxtunar trygg og holskeflan gengin yfir, segja Pétur og Ármann
Forráðmenn Ávöxtunar sf.
með þá Ármann Reynisson og
Pétur Björnsson í broddi fylking-
ar boðuðu til blaðamannafundar
í gær, til að skýra frá stöðu fyrir-
tækisins í kjölfar þess óróa sem
skapast hefur á verðbréfamark-
aðnum að undanförnu. Þar kom
fram að í síðustu viku hafi Verð-
bréfasjóður Ávöxtunar hf og
Rekstrarsjóður Ávöxtunar hf.
greitt út 13 milljónir króna til við-
skiptavina sem vildu leysa út inn-
legg sín í sjóðunum og
innlausnarbeiðnir fyrir aðrar 80
milljónir hefðu borist.Hér er um
að ræða hvorki meira né minna
en fjórðung heildarfjármagns
sjóðanna, sem saman áttu um 385
milljónir króna „fyrir ÓlaP‘ eins
og komist var að orði á fundinum.
Ástandið er slíkt að sjóðirnir
keyptu engar kröfur í síðustu
viku, en hyggjast byrja á því að
nýju nú.
Þó svo auglýsingabæklingur
Ávöxtunar sf. staðhæfi að „inn-
lausn geti að jafnaði farið fram
samdægurs“, hafa sjóðir Ávöxt-
unar sf. ekki getað staðið við það
fyrirheit sem þar er látið í veðri
vaka. Foráðamenn Ávöxtunar
svöruðu ekki beint þegar þeir
voru spurðir hver innlausnartími
bréfa væri í dag, en sögðu að farið
yrði með hverja umsókn um inn-
lausn í þeirri tímaröð sem þær
hefðu borist. Sagðist Ármann
Reynisson vonast til að
innlausnartími yrði ekki 90 dag-
ar, en það er sá tími sem tiltekinn
er á bréfum Ávöxtunar sem há-
marksbiðtími eftir innlausn.
Reyndar vonast forráðamenn
fyrirtækisins til að þær innlausn-
arbeiðnir sem borist hafa, komi
ekki allar til framkvæmda og
sögðu að eitthvað hafi borið á því
að fólk hefði dregið þær til baka.
Á blaðamannafundinum kom þó
fram, að úttektirnar hafi „skapað
mikla erfiðleika í lausafjárstöðu“
sjóðanna og ekki er kveðið fastar
að orði með innlausnargetu sjóð-
anna en að þeir „hafi þó reynt að
leysa öll mál viðskiptamanna
sjóðanna í samræmi við ákvæði
bréfanna."
Um stöðu mála í dag, lögðu
forráðamenn Ávöxtunar áherslu
á að innlausnarholskeflan væri
gengin yfir og að ástandið væri að
nýju orðið eðlilegt. Allir fjár-
munir sem settir hafi verið í sjóð-
ina séu tryggðir og allar baktrygg-
ingar séu í lagi. Þó viðurkenndi
Pétur Björnsson að ástandið
„reyndi á þolrifin". Þá kom fram
á fundinum að Ávöxtun ætli í
framtíðinni að snúa sér eingöngu
að verðbréfaviðskiptum og hætta
rekstri annarra fyrirtækja. Því sé
ætlunin að halda áfram á þeirri
braut sem mörkuð var með sölu
Ragnarsbakarís og Veitinga-
mannsins og selja önnur fyrirtæki
í eigu Ávöxtunar sf og þeirra Pét-
urs og Ármanns. Hér er um að
ræða fyrirtæki eins og Hjört Nil-
sen, Kjötmiðstöðina og Hug-
hönnun hf. Þeir Ármann og Pét-
ur neituðu því að sala fyrirtækj-
anna væri nauðsynleg til að laga
slæma lausafjárstöðu og töldu
ekki að slæm lausafjárstaða
Ávöxtunar leiddi til þess að lágt
verð fengist fyrir þau.
Þá neituðu þeir Ármann og
Pétur sögusögnum þess efnis að
samstarfserfiðleikar væru með
þeim félögum og að þeir hyggð-
ust skipta fyrirtækinu upp. „Við
höfum staðið saman í blíðu og
stríðu, enda náfrændur og eigurh
sama afmælisdag," sagði Ár-
mann Reynisson.
phh
Grandi hf.
Þjófnaður
í björtu
Kaupsamningur um
sölu 78,2% afhlutafé
Granda hf. fyrir 500
milljónir undirritaður
„Ég mun greiða atkvæði gegn
þessum kaupsamningi á fundi
borgarráðs í dag vegna þess að ég
er í grundvallaratriðum á móti
því að borgin selji hlutabréf sín í
Granda hf. og svo er kaupverðið
fáranlega lágt“, sagði Sigurjón
Pétursson borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins við Þjóðviljann.
í gær undirritaði Davíð Odds-
son borgarstjóri fyrir hönd borg-
arsjóðs kaupsamning v.'ð Hval
hf., Venus hf., Hampiðjunnar hf.
og Sjóvá hf. um sölu á 78,2% af
hlutafé Granda hf. sem er í eigu
borgarinnar. Söluverðið er 500
milljónir króna.
Samkvæmt kaupsamningnum
greiðast 50 milljónir króna 5. okt-
óber nk. og aðrar 50 milljónir 15.
febrúar nk. Afgangurinn 400
milljónir greiðast á 8 árum,
verðtryggðar með 3,5% vöxtum.
Sigurjón sagði að eftir efna-
hagsráðstafanir rfkisstjórnarinn-
ar stæðu kaupendur Granda hf.
með pálmann í höndunum; vera
búnir að kaupa meirihlutann í
fyrirtækinu á gjafverði en hreppa
í staðinn eitt öflugasta fisk-
vjnnslufyrirtæki landsins. -grh
ÖKUMENN!
Tökum tillit
til annarra
vegfarenda
Bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar