Þjóðviljinn - 30.08.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.08.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Leiga Martröð leigjandans Leigjendur neituðu að borga húsaleigu vegna skemmda sem urðu á eigum þeirra við leka. Leigusali krefurþau um 240.384 krónur vegna skemmda á íbúðinni og vangoldinnar húsaleigu. Sigríður Vilhjálmsdóttir: Gefumst ekki upp heldur leitum réttar okkar Við ætlum okkur ekki að gefast upp í þessu máli heldur leita réttar okkar. íbúðin sem við leigðum var ekki íbúðarhæf sam- kvæmt úttekt heilbrigðiseftirlits- ins og ekki mönnum bjóðandi. Hann fékk þriggja mánaða frest til að koma henni í viðunandi horf en þá var okkur hent út. Nú kem- ur leigusalinn hinsvegar með fjár- kröfu á hendur okkur uppá 240.384 krónur og ætlast til að við borgum, sagði Sigríður Vil- hjálmsdóttir við Þjóðviljann. Þau Sigríður og Baldvin Sig- urðsson leigðu til skamms tíma 55 fermetra kjallaraíbúð hjá Hall- dóri Hjálmarssyni að Grenimel 9 hér í borg. í vor urðu þau fyrir tilfinnanlegu tjóni af völdum leka í íbúðinni og neituðu af þeim sökum að borga leigu fyrr en Halldór hefði bætt þeim skaðann. En þess í stað fékk hann samþykkta útburðarkröfu hjá borgarfógeta vegna vangoldinnar leigu. Áður en til hennar kom fluttu þau Sigríður og Baldvin út úr íbúðinni 2. ágúst sl. Nú hafa þau hinsvegar fengið kröfu frá Halldóri um greiðslu á ógreiddri húsaleigu, hitakostnaði og bótum vegna skemmda á íbúð- inni að upphæð 240.384 krónur. Þar er leiga og hiti uppá 37 þús- und krónur fyrir júní ásamt drátt- arvöxtum 1/6, 1/7 og 1/8 samtals 42.075 krónur, fyrir júlí leiga og í þessu húsi að Grenimel 9 býr Halldór Hjálmarsson leigusali sem leigir út herbergi og íbúðir „dýrt“ eins og hann segir sjálfur. Hann hefur nú krafið fyrrum leigjendur sína um rúmar 240 þúsund krónur vegna ógreiddrar húsaleigu ofl. á hæpnum siðferðilegum forsendum. Mynd: Ari. hiti ásamt dráttarvöxtum 1/7 og 1/8 samtals 42.210 krónur, leiga og hiti fyrir september aðeins 40.315 krónur, 1300 króna lög- fræðikostnaðar, úttektarkostn- aður vegna íbúðarinnar kr. 2 þús- und og tjóns sem leigusali telur leigutaka vera valdan að fyrir 68.500. Samtals er krafa leigusal- ans 240.384 krónur. Að sögn Sigríðar heldur Hall- dór greiddri tryggingargreiðslu upp á 100 þúsund krónur sem hann telur sig ekki þurfa að greiða til baka vegna skemmda sem hann fullyrðir að séu af völd- um Sigríðar og Baldvins, en því mótmæla þau og segja að íbúðin hafi ekki verið mönnum bjóðandi og ekki verið haldið við, eins og leigusala ber að gera samkvæmt lögum. Halldór hinsvegar heldur fast við lagabókstafinn samkvæmt húsaleigusamningum en þar segir að ef leigumála sé rift skuli leigu- taki bæta leigusala það tjón sem leiðir beint af vanefndum hans og ef leigumáli sé tímabundinn, skal leigutaki auk þess greiða leigu til loka leigutímans eða ella til næstu fardaga. Á þessu byggir Halldór kröfu sína um áðurnefndan reikning. Að sögn Halldórs Hjálmars- sonar finnst honum leigutakar hafa brugðist sér og honum sé ekki annað fært en að setja fram þessa bótakröfu. Sjálfur viður- kennir hann að hann leigi dýrt en tekur fram að hann þurfi að standa við eigin fjárskuldbind- ingar og þurfi þessvegna á fénu að halda. Þrátt fyrir dýra leigu segir Halldór mikla eftirspurn vera eftir húsnæði hjá sér, en hann leigir þrjár íbúðir í kjallara auk átta leigjenda uppi undir þakskeggi. -grh íslenskir aðalverktakar Hlutabréf í heimangið? Utanríkisráðherra: Hrifinn af hugmyndinni um almenningshlutafélag. Tillögur verktökunefndar: Allarframkvœmdir hersins boðnar út, íslenskum aðalverktökum sf. verði breyttíhlutafélag, meiri áhersla lögð á undirverktöku og óbreyttskipulag með meira aðhaldi Satt best að segja er ég dálítið skotinn í þessari tillögu um að gera íslenska aðalverktaka sf. að almenningshlutafélagi. En eins og er hefur ekkert verið ákveðið í þessu sambandi, sagði Steingrím- ur Hermannsson utanríkisráð- herra á fundi með blaðamönnum í gær. Sl. þriðjudag lagði utanríkis- ráðherra fram skýrslu verktöku- nefndar á fundi ríkisstjórnarinn- ar til kynningar. Nefndinni var falið af utanríkisráðherra að taka saman skýrslu um starfsemi verk- taka í þágu bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli og safna sam- an tillögum og hugmyndum um breytingar í samræmi við það sem segir í starfsáætlun ríkisstjórnar- innar að verktakastarfsemi fyrir herinn verði tekin til endurskoð- unar. í skýrslu nefndarinnar er að finna fimm tillögur til breytinga á núverandi ástandi á verktaka- starfseminni á Keflavíkurflug- velli, en íslenskir aðalverktakar sf. hafa til þessa einokað þá starf- semi frá 1954. Að áliti verktökunefndarinnar eru helstu kostir þess að gera ís- lenska aðalverktaka að almenn- ingshlutafélagi þeir að öðrum verktökum og fleirum gefst kost- ur á að gerast hluthafar í hinu nýja félagi, það vegur á móti ein- okunaraðstöðu og tryggi opnari umræðu ma. á aðalfundi og kvörtunum Reyknesinga ma. um að fjármagn sogist burt af svæð- inu sinnt með því að veita þeim eignaraðild og áhrif í félaginu. Gallarnir á þessu fyrirkomulagi að mati nefndarinnar séu hins- vegar að umdeilanlegt sé hvort eigi að gera heimamönnum hærra undir höfði hvað aðild snertir en öðrum landsmönnum, erfitt yrði að setja hlutabréf fyrirtækisins á almennan markað og finna þeim „rétt verð“ og hætta sé á að það traust sem núverandi verktaki nýtur hjá hernum í verkefnum sem snerta öryggisþætti yfirfærist ekki strax á nýjan aðila. Aðrar tillögur til breytinga sem er að finna í verktökuskýrslunni eru ma. þær að allar framkvæmd- ir á vegum hersins verði boðnar út til íslenskra fyrirtækja í opnum útboðum og útboðum að undan- gengnu forvali, þegar um stærri og flóknari verkefni er að ræða. Þessi tillaga er komin frá Verk- takasambandi íslands. Þá er tillaga um stofnun nýs fyrirtækis; Islenskir aðalverk- takar hf. Fyrirtækið taki við nú- verandi mannvirkjum íslenskra aðalverktaka sf. innan hersvæð- isins, svo og öllum tækjum, vinnuvélum, bifreiðum, búnaði og birgðum. Núverandi eigendur íslenskra aðalverktaka sf. minnki eignarhlutdeild sína samanlagt um 20-30%, sem sameinaður hópur, nýir verktakar, eignist með hlutabréfakaupum. Hlutur ríkissjóðs minnki úr 25% í allt að 5%. Jafnframt verði kannaður möguleiki á eignaraðild núver- andi starfsmanna íslenskra aðal- verktaka sf. í Sameinuðum verk- tökum. Einnig er tillaga um að meiri áhersla verði lögð á undirverk- töku hjá íslenskum aðalverk- tökum sf. en litlar breytingar að öðru leyti. Þessi hugmynd hefur fylgi meðal ýmissa verktaka á Suðurnesjum, en sú leið hefur verið farin ma. við verkefni við byggingu ratsjárstöðva fyrir austan og vestan. Fimmti og síðasti valkosturinn um breytingar sem verktöku- nefndin leggur til við utanríkis- ráðherra er að núverandi skipu- lag verði óbreytt en meira aðhald verði sýnt en nú er gert. -grh Ríkissjóður Sveitarfélög gefi afslátt Fjármálaráðuneytið: Öll sveitarfélög beðin um að fylgja ífótspor ríkissjóðs og veita skuldurum afslátt á vangoldnum sköttum. Borgarráð: Málið íathugun Við höfum sent öllum sveitarfé- lögum bréf þess efnis að þau gefi sitt einnig eftir af vangold- num sköttum af launatekjum eins og ríkið hefur ákveðið að gera. Með tilkomu staðgreiðslukerfis- ins heyra vanskilamenn sögunni til og þetta er gert til að geta jarð- að gamla skattheimtukerflð og jafnframt að koma til móts við þá sem skulda gjöld frá fyrri tíma, sagði Bjarni Sigtryggsson upplýs- ingafulltrúi fjármálaráðu- neytisins við Þjóðviljann. Á síðasta borgarráðsfundi var lagt fram bréf frá fjármálaráðu- neytinu þar sem þess er faríð á leit við borgarsjóð að hann gefi sitt eftir af skattskyldum launa- tekjum frá fyrri tíma sem ekki heftir náðst að innheimta. Samkvæmt bréfi ráðuneytisins er gert ráð fyrir að þeir launþegar sem skulda borgarsjóði skatta af launatekjum í gamla skattakerf- inu, semji um greiðslu skulda sinna fyrir 25. september nk. verði skuldin tekin eins og hún stendur þann 1. september nk. Viðkomandi verði gefinn kostur á að greiða sína skuld með útgáfu skuldabréfs og sé skuldin greidd á 4 mánuðum verður 30% slegið af henni. Þá er boðið uppá að greiða skuldina á 10 mánuðum og þá er boðinn 15% afsláttur. Sé skuldin hinsvegar greidd upp á 2 árum er upphæðin miðuð við eins og hún var 1. september nk., verðtryggð og með 1,5% vöxtum. Sé hún aft- ur á móti greidd upp á 4 árum, er skuldin verðtryggð frá 1. sept- ember nk., með 3,5% vöxtum. Borgarráð tók ekki afstöðu til þessa bréfs fjármálaráðuneytis- ins á fundi sínum sl. þriðjudag, heldur var beðið með það á með- an málið yrði kannað. -grh ASI Stuðningur við Samstöðu Miðstjórn ASÍá fundi um kauplœkkun: Dáistað kjarki Pólverja Miðstjórn ASI samþvkkti á fundi sínum á flmmtudaginn ályktun þar sem lýst er yfir stuðn- ingi við baráttu Samstöðu í Pól- landi. „Verkafólk á íslandi dáist að kjarki pólsks verkafólks og þrautseigju í baráttu fyrir betri kjörum og frelsi til að starfrækja frjáls verkalýðsfélög án íhlutunar stjórnvalda“ segir meðal annars í ályktuninni, sem senda á Lech Walesa formanni Samstöðu, og þar er einnig lögð áhersla á að rétturinn til að stofna og starf- rækja frjáls verkalýðsfélög er grundvallar mannréttindi og hverskonar hömlur stjórnvalda á þeim rétti séu brot á grundvall- arreglum lýðræðis. „Ykkar barátta er okkar bar- átta“ segir í lok ályktunarinnar. Sem kunnugt er á ASÍ það nú sammerkt með Samstöðu að vera án samningsréttar, og á þeim fundi miðstjórnarinnar sem sam- þykkti stuðninginn við Samstöðu var fyrst og fremst rætt um við- brögð við tillögum íslenskra stjórnvalda um kjaraskerðingu launafólks sem þungamiðju efria- hagsaðgerða, - og urðu mið- stjórnarmenn ekki á eitt sáttir. -m Þriðjudagur 30 ógúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.