Þjóðviljinn - 30.08.1988, Side 7
VIÐHORF
Allra drýgsta bjargráðið
„Bjargi sér nú hver sem betur getur - á flótta“
Bjargráðanefndin
Bjarni Ólafsson skrifar
Þessir dagar eru dálítið spenn-
andi fyrir okkur launamenn þessa
lands. Nokkrir karlar úr þunga-
vigtinni voru um hríð lokaðir inni
í Rúgbrauðsgerðinni í því augna-
miði að lækka við okkur kaupið
sem við vorum þó hundóánægð
með þegar síðast var samið, nú og
sum okkar náðu ekki einu sinni
að semja áður en bannað var með
bráðabirgðalögum að tala við
okkur. Svo mikið lá við hjá for-
stjórunum í Rúgbrauðsgerðinni
að ekki hefur einu sinni spurst að
kvenþjóðin hafi átt ritara úti í
horni. Hver taldi annars stigin?
Fyrstu fréttirnar sem mark var
takandi á af þessum nefndarfund-
um birtust eiginlega ekki fyrr en
þriðjudaginn 23. þessa mánaðar.
Að kvöldi sama dags kom ríkis-
sjónvarpið á umræðufundi nokk-
urra pilta þar sem meðalvigtin
var í lagi sama hvernig var á málið
litið. Fyrirfram hefði ég ekki talið
að ég yrði sammála neinum þess-
ara ágætu manna en þegar upp
var staðið fannst mér þeir allir
tala til okkar sjónvarpsáhorfenda
í trúnaði. Það var orðið áliðið
kvölds og þá lækka menn röddina
og „tala beint úr pokanum" eins
og fulltrúi iðnrekenda komst
nokkurn veginn að orði.
Af því að ég skrifa þetta nú
strax að loknum þættinum og
ekki gefst tími til að taka allt „inn
í myndina" eins og menn segja
þegar mikið liggur við langar mig
til að víkja hér að einu fréttaefni
þessa dags og taka dæmi sem eru
mér nærtæk. Það slæddist með að
eitt allra drýgsta bjargráð okkar
íslendinga á þessari neyðar-
stundu ætti að vera að fækka
ríkisstarfsmönnum um 1000 — eitt
þúsund. Þarna lá þá hundurinn
grafinn og ekki furða þótt Jón
Baldvin sé hrifinn og hlakki til.
Og þá koma dæmin:
Um síðustu helgi hitti ég vin-
konu mína á sjötugsaldri, glað-
lynda og góða konu. Nú brá svo
við að þegar ég spurði hana
lengist þá enn og von hennar um
að „komast að“ á þessu ári hlýtur
að dofna. Fyrr á árum lagðist fólk
í hennar aðstöðu í kör. Kannski á
nú að endurreisa körina sem hina
einu ríkisstofnun sem þessir háu
herrar líta til með velþóknun?
Ég vinn í skóla og ekki er nú
menntakerfið minnsti pósturinn í
ríkisfjármálunum, enda eru
skólabyggingar og viðhald þeirra
unglingar ráfi um aðgerðalausir
heilu og hálfu árin eða er ekki
stefnt að hæfilegu atvinnuleysi?
Það hlýtur að vera aðalatriði að
fækka kennurum við fyrsta tæki-
færi svo um muni. Ríkinu hefur
þó tekist með „ráðdeild og sparn-
aði“ að losna við býsna marga úr
þeirri stétt á síðustu árum. Grái
markaðurinn hreppti tölvukenn-
arann okkar i vor, úrvalsmann.
„Það slæddist með að eitt allra drýgsta
bjargráð okkar Islendinga á þessari
neyðarstundu œtti að vera aðfækka
ríkisstarfsmönnum um eittþúsund.
Þarna lá hundurinn grafinn. “
hvernig henni liði svaraði hún:
„O, bölvanlega". Hún er nefni-
lega á biðlistanum sem flestir
þekkja af reynslu vina eða ætt-
ingja. Þar bíður fólk eftir því að
gert sé við slitin liðamót, t.d.
mjaðmarliði. Hún hefurnú beðið
í rúmt ár, staulast við staf og
hvert spor er henni kvöl. Hún
hefur áreiðanlega alla sína starfs-
ævi verið „á lægstu töxtunurrí' og
það getur ekki verið að þetta
efnahagshrun sé henni að kenna.
Samt hljóta strákarnir í nefndinni
að leggja til að dregið sé úr
heilbrigðisþjónustunni, listinn
eftirlætisbráð allra niðurskurð-
arnefnda. Minn skóli liggur undir
skemmdum vegna „sparnaðar''
og hirðuleysis eiganda hans,
ríkisins. En æskulýður landsins
lætur engan bilbug á sér finna.
Fæstir unglingar láta sér nægja
unglingapróf eða grunnskóla-
próf, hvort sem ríkisstjórninni og
nefndakóngum hennar líkar bet-
ur eða verr. Skólarnir í Reykja-
vík urðu á þessu hausti að vísa frá
fjölmörgum nemendum eða
bjóða þeim að bíða til áramóta
eftir skólavist. Er það óska-
draumurinn að nokkur hundruð
Hann kom í heimsókn nýlega en
færðist undan að gefa upp kaupið
sitt á nýja staðnum.
Ekki veit ég hvort „menning-
in“ eins og við segjum á hátíða-
stundum átti einhvern fulltrúa í
bjargráðanefndinni. Menning er
kannski aðeins rímorð á móti
þrenning en samt hefur hún
löngum verið þung á fóðrunum
hjá rfkinu og hlýtur nú að mega
fara að vara sig. Nærtækast er að
víkja að ríkisfjölmiðlinum - sjón-
varpinu - af því að það varð nú
svona tilefni þessara skrifa. Þótt
forsvarsmenn þess láti sumir að
því liggja að þindarlausar endur-
sýningar séu vegna þess að fólk
nýkomið úr sumarfríi vilji ekki
missa af neinu vita allir sem vita
vilja að sáralítið fé fæst til að gera
eigið efni. Þá er gripið til endur-
sýninga eða dembt á mann glæpa-
myndum eða framhaldsþátta-
langlokum. Samt hlýtur nefndar-
formaðurinn að hafa séð í Ólafi
fréttamanni feitan bita og mund-
að niðurskurðarbredduna í hug-
anum. Sjónvarpið hefur þó sjálft
verið iðið við að skera niður
starfsmenn, beint og óbeint og
hefur verið réttnefnd þjálfunar-
stöð fyrir einkageirann í bransan-
um. Hér fer vel á því að geta þess
að síðasta fréttin sem ég heyrði til
sjónvarpsins á þessum niður-
skurðardegi var að nú væri búið
að opna tilboðin í smíði snúnings-
kaffihúss Davíðs Oddssonar á
Öskjuhlíð. Var þetta tilviljun eða
kannski síðasti brandari Ómars
Ragnarssonar áður en hann lallar
sig yfir á Stöð 2? En óneitanlega
aðeins fyrir neðan beltisstað eins
og stundum áður - af því þetta
var nú þessi dagur!!
Bjarni er framhaldsskólakenn-
ari í Reykjavík.
Miðstjóm ASI er fyrir
Ríkisstjórn íslands er voldug
og sterk og varð til í framhaldi af
lýðræðislegum kosningum til Al-
þingis. Hún hefur hins vegar í
mótsögn við stjórnarskrá lands-
ins valið að beita völdum sínum
og styrk í anda þess ólýðræðis-
lega. Hún níðist á þeim sem verst
eru settir en stendur öflugan vörð
um hagsmuni þeirra sem hafa
sölsað undir sig fjármagnið.
(Sömu vinnubrögð eru viðhöfð
við stjórnun Reykjavíkurborgar,
en þar er níðst á börnum og
gömlu fólki á sama tíma og alið er
á hégómagirnd borgarstjórans). í
þessu sambandi má benda Mogg-
anum á það að nú getur hann
fjallað um stjórnvöld á íslandi í
sömu andrá og í sama anda og
hann fjallar um stjórnvöld í Pól-
landi.
Verkafólk átti eina leið til að
tryggja hagsmuni sína, nefnilega
samningsréttinn. Þessi réttur er
nú miskunnarlaust fótum troðinn
og ganga þar fyrir formenn
stjórnarflokkanna. Þótt undirrit-
aður hafi ekki bundið miklar von-
ir við formenn og forystumenn
Framsóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins datt mér aldrei í hug að
þeir myndu ganga erinda
auðvaldsins á jafn afdrifaríkan
hátt og raun ber vitni. Að Al-
þýðuflokkurinn hefðu forystu um
að tryggja frelsi fjármagnsins til
aukins arðráns og forystu um að
afnema rétt verkafólks til að
semja um kaup og kjör er óhugn-
anlegra en svo að mér dytti í hug
að slíkt myndi yfir ganga. Þvílíkt
Magnús Einar Sigurðsson
siðleysi gagnvart því fólki sem
trúir á þessi markmið og kaus
flokkinn. Þvflíkt siðleysi gagn-
vart brautryðjendunum. Er furða
þótt spurt sé afhverju þeir jón-
arnir að vestan hafi ekki haslað
sér völl í flokki varðmanns
Vinnuveitendasambands ís-
lands, Sjálfstæðisflokknum?
Kippa stoðunum undan sam-
tökum sem tekið hefur áratugi að
byggja upp í harðvítugri baráttu
við atvinnurekendavaldið. Sam-
kvæmt lögum ASÍ ber miðstjórn-
inni að hafa forystu um að verja
hagsmuni verkafólks. Þetta
höfuð hlutverk sitt gefur mið-
stjórnin hins vegar dauðann og
„Það sorglega ístöðunni er hins vegar
hlutur verkalýðshreyfingarinnar, Al-
þýðusambands íslands. Miðstjórn ASÍ
er á góðri leið með að eyðileggja samtök
launafólks. Kippa stoðunum undan
samtökum sem tekið hefur áratugi að
byggja upp í harðvítugri baráttu við at-
vinnurekendavaldið. “
skrifar
ekki hana frekar en bflana forð-
um) fær afgreiðslu er sama mið-
stjórn í heild sest að samnings-
borði hjá sömu ríkisstjórn til að
vera með í ráðum um frekari ár-
ásir á kjör verkafólks. Hvað held-
ur þessi miðstjórn eiginlega?
Trúir hún því að það sé vegna
launa verkafólks að efnahagsá-
Það var annars ekki ætlunin að
vonskast útí ríkisstjórnina í þess-
um skrifum. Hún er eins og hún
er og virðist ekkert skammast sín
fyrir það, frekar en önnur
stjórnvöld sem lagt hafa hug-
myndum lið, sem ættaðar eru úr
heimi fasismans. Það sorglega í
stöðunni er hins vegar hlutur
verkalýðshreyfingarinnar, Al-
þýðusambands íslands. Mið-
stjórn ASÍ er á góðri leið með að
eyðileggja samtök launafólks.
djöfulinn í og dunda menn sér þar
á bæ við það eitt að verja flokkinn
sinn á sama tíma og verkafólk er
þrotið að kröftum vegna vinnuá-
lags og er ýmist að missa íbúðir
sínar á uppboð eða vitið, nema
hvorttveggja sé.
Svo vitlaus er þessi gæfulausa
miðstjóm ASÍ að hún kærir ríkis-
stjórnina til útlanda fyrir að af-
nema gerða samninga og banna
samningsgerð og áður en þessi
gagnslausa kæra (verkafólk étur
standið er eins og það er? Það
hlýtur að vera, en miðstjórninni
skal þá góðfúslega bent á að
verkafólk veit betur. Þvflík
eymd, þvflík lágkúra. Forsetinn í
ASÍ brýndi þó raustina aldrei
þessu vant þegar víglundarnir
komu með tillögur sínar, en þá
skeður það að miðstjórnin sest á
hann og hann er látinn mæta með
skottið á milli fótanna ásamt hin-
um miðstjórnarmönnunum á
fund ríkisstjórnarinnar, sem þá
þegar var búin á ákveða að af-
nema umsamdar kauphækkanir,
sem áttu að taka gildi 1. septemb-
er n.k., og að framkvæma síðan
frekari kjaraskerðingar eins og
víglundarnir lögðu til.
Þetta er ekki spurning um
niðurfærslu eða gengisfellingu.
Þetta er spurning um það hver
eigi að borga stjórnleysið. Verka-
fólk er búið að borga alltof lengi,
alltof oft og alltof mikið. Nú er
komið að þeim sem makað hafa
krókinn og fyrst miðstjórn ASÍ
gerir sér ekki grein fyrir þessu er
hún óhæf.
í haust verður haldið þing Al-
þýðusambandsins. Mín tillaga er
sú að mistjórn freisti þess þá að
bjarga því sem bjargað verður.
Restinni af ærunni og samtökum
launafólks. Það gerir hún með
því að gefa ekki kost á sér til
endurkjörs. Viðurkenna það sem
löngu er ljóst; að hún veldur ekki
því verkefni að standa vörð um
hagsmuni verkafólks, - hún er
fyrir, - og hleypa að fólki sem veit
hvar skórinn kreppir og er tilbúið
í slaginn fyrir réttlætinu.
Magnús er prentsmiður, og
fyrrverandi formaður Félags
bókagerðarmanna.
Þriðjudagur 30 ágúst 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7.