Þjóðviljinn - 30.08.1988, Síða 8
Fmmtíðin
skiptir öllu
Framsöguerindi Svanfríðar Jónasdóttur á fundi Alþýðu-
bandalagsins um stöðuna ísjávarútveginum Hafnarfirði á
fimmtudagskvöld
Þegar efnahags- eða hagstjórn-
arvandi okkar íslendinga nær
þeirri stærð að stjórnmálamenn
og fjölmiðlar taka til að fjaila um
hann, þegar hugsanleg „lausn“
efnahagsvandans yfirskyggir alla
aðra umræðu í landinu þá er sjáv-
arútvegurinn alla jafna í lykilhlu-
tverki. Vandinn stóri virðist eiga
þar upphaf sitt jafnt sem endi og
gildir þá einu hvort um er að ræða
vanda vegna verri ytri skilyrða
eða vanda vegna hagstjórnar hér
innanlands.
Skýringin er væntanlega sú að
ekki er reynt að grípa í taumana
fyrr en taprekstur er orðinn
staðreynd og hrun blasir við. Þá
er tjaldað til einnar nætur.
Umræðan lætur því orðið í
eyrum landsmanna eins og biluð
plata, ögn hækkuð ef kjarasamn-
ingar eru á dagskrá, annars við-
varandi og eins. Talsmenn sjáv-
arútvegs hafa í augum lands-
manna verið í hlutverki drengsins
sem hrópaði úlfur, úlfur í sögunni
gömlu. Það er því vandmeðfarið
að sannfæra fólk um að nú sé úlf-
urinn í raun kominn og meira að
segja tekinn til við að stanga úr
tönnunum.
En hver er þá staðan?
Við skulum halda okkur við
vinnsluna. Við höfum verið það
upptekin við að skoða kvótann
undanfarin ár og að hafa á honum
skoðun, jafnvel skömm, að það
sem skiptir meginmáli, þ.e. hvað
verður síðan um fiskinn þegar
hann er kominn í land, hefur eins
og legið milli hluta.
Nú vakna menn hinsvegar upp
við vondan draum. Saltfisks-
vinnslan sem gekk svo glimrandi
undanfarin ár, er að sigla í tap, en
afkoma hennar er misjöfn eftir
landsvæðum.
Ósjálfstœði
frystihúsanna
Frystihúsin um allt land eru
hinsvegar farin að tapa og það
miklu. Talað er um 12% á þetta
fræga meðaihús sem enginn veit
hvar er staðsett, en menn geta þá
rétt ímyndað sér hver staðan er
sumsstaðar. Staða frystihúsanna
er að vissu leyti þannig að tæpast
er hægt eða sanngjarnt að tala um
frystihús sem sjálfstætt fyrirtæki.
Skulu ástæður þess nú raktar:
1) Frystihúsin selja vörur sínar
í gegnum tvö stór sölusamtök;
Sambandið og Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna. Samtökin eiga síð-
an og starfrækja verksmiðjur og
söluskrifstofur í Bretlandi og
Bandaríkjunum. í verksmiðjun-
um er hluti afurða frystihúsanna
unninn frekar þ.e. hluti afurð-
anna er iðnaðarhráefni.
Sölusamtökin sjá um markað-
inn og semja um verð. Þau sjá
jafnframt um vöruþróunarstarf.
Frystihúsin fá síðan upplýsingar
um birgðastöðu, þar sem hægt er
að sjá hverslags pakkninga er
helst vant, hvað hreyfist mest og
hinsvegar fá þau verðskrá yfir
framleiðsluvörurnar.
Af þessu fyrirkomulagi leiðir
að stjórnendur frystihúsanna
hafa ekki yfirsýn yfir markaðinn
og þær breytingar sem þar kunna
að vera í farvatninu.
Framleitt er eftir birgðaskýrsl-
um og verðskrám sem kunna að
breytast og dæmi eru um núna að
framleitt hefur verið í góðri trú
eftir verðskrá sem síðan hefur
verið breytt og látin virka á þegar
framleidda vöru. Slík áföll hafa
húsin tekið á sig af fullum þunga
og menn horft á birgðir lækka á
einni nóttu um miljónir.
2) Flest frystihús kaupa og
vinna heila togarafarma af blönd-
uðum misgömlum afla. Sérhæf-
ing er því nánast útilokuð. Staðan
er einnig þannig að þegar mest
berst að, t.d. yfir sumartímann er
útilokað að framleiða þá vöru
sem e.t.v. væri hagstæðast því
keyra þarf mikið magn gegnum
húsin á stuttum tíma og vinnuafl-
ið að stórum hluta unglingar og
börn.
3) Tekjur frystihúsanna ráðast
ekki einvörðungu af framan-
greindum þáttum, þ.e. þeim
verðum sem sölusamtökin hafa
og hvað framleitt er, heldur einn-
ig af skráningu gengis þ.e. hve
margar krónur fást fyrir dollara
og pund til að mæta innlendum
kostnaði.
Þannig er afkoma þeirra stór-
lega háð því - í bullandi verð-
bólgu, þ.e. linnulausum hækkun-
um kostnaðarliða - hvernig
gengið er skráð. Og vegna þess
að genginu var haldið niðri með
handafli á sama tíma og tilkostn-
aður jókst, tókst húsunum ekki
að laga stöðu sína í góðærinu.
Háu verðin runnu beint í gegn og
í flestum tilfellum í vaxta-
greiðslur. Þvf er ekkert borð fyrir
báru nú.
4) Eignarhald margra frysti-
húsa er með þeim hætti að þau
haida áfram rekstri eftir að þau
ættu m.v. rekstrarstöðu að vera
búin að loka. Jafnframt gegna
þau lykilhlutverki í atvinnulífi
fjölmargra byggðarlaga. Rekst-
urinn er þá auðveldaður með fyr-
irgreiðslu af hálfu viðkomandi
sveitarfélags og skuldum breytt í
hlutafé. Þannig renna þeir pen-
ingar sem fara eiga til sameigin-
legra þarfa íbúanna í gegnum
frystihúsin og áfram inn í kerfið.
Slík sveitarfélög þurfa enga til-
skipun frá ríkisvaldinu um að
draga saman seglin í framkvæmd-
um.
Stöðnun á tœkniöld
Undanfarin ár hefur reglulega
mátt sjá um það skrif og vanga-
veltur hvort stjórnendur frysti-
húsanna ætluðu nú ekki að fara
að taka til hjá sér svo afkoman
verði betri.
í ljósi þess sem að framan er
rakið má vera ljóst að svigrúm
einstaka húss er harla lítið. Reynt
hefur verið eftir hugviti og pen-
ingalegri getu að tæknivæða hús-
in og auka framleiðni. Síðan ver-
ið horft til allmargra efna-
hagsráðstafana s.s. fiskverðs,
vaxta og gengis.
Varðandi tekjurnar virðist
fyrst og fremst horft til gengis-
skráningar. Það hvernig til tekst
með markaðssetningu og sölu
virðist hafið yfir gagnrýni, í mesta
lagi að frystihúsamenn hvísli um
sofandahátt og værð yfir sölu-
samtökunum. Þau hafa sitt á
þurru. Litlar breytingar eru
sjáanlegar, þrátt fyrir gjör-
breyttar aðstæður frá því þau
voru stofnuð bæði í samgöngum
og fjarskiptatækni.
Breytingar virðast ekki á döf-
inni meðvitað varðandi frystihús-
in. Samt sem áður eru breytingar,
nánast bylting, í fullum gangi
innan sjávarútvegsins. Þeim ráða
ýmist örvæntingarfullar tilraunir
til að auka tekjurnar eða fram-
sýni einstaka manna. Það er
a.m.k. ljóst að margt af því sem
nú er að gerast, gat vart gerst fyrr
vegna m.a. tækni og samgangna.
En lítum yfir sviðið.
1) Útflutningur ísaðs afla í
gámum gerir það að verkum að
skip þurfa ekki að sigla með allan
aflann ef menn vilja freista gæf-
unnar á erlendum fiskmörkuð-
um.
2) Frystingin er að færast út á
sjó.
3) Fiskmarkaðir eru orðnir
staðreynd og í gegnum þá ættu
forsendur til sérhæfingar að vera
til staðar og þar með forsenda
fyrir skaplegum vinnutíma og •
betra skipulagi í framleiðslunni.
4) Flutningur á ferskum sjávar-
afurðum með flugi - beint á
markað - er vaxandi.
En víkjum þá aftur að stöðunni
í dag. Staðan er orðin það bág að
ef ekki verður gripið til aðgerða
strax, munu húsin loka, hvert af
öðru og spurning hve mörg geta
þá opnað aftur. Ef beðið er eða
eitthvert hálfkák sem ekkert
endist, verður niðurstaðan,
munu önnur öfl en heilbrigð
skynsemi ráða því hvort það
verða tæknivæddustu og bestu
húsin og/eða e.t.v. hús sem eru
meginuppistaða atvinnulífs í
heilu byggðarlagi sem lifa af.
Það þarf því að grípa til að-
gerða sem bæði grípa á bráðum
vanda og horfa til framtíðar.
Hvað er til ráða?
En hvað á þá að gera?
1) Lækka vexti. Það stenst eng-
inn atvinnurekstur 9-12% raun-
vexti. Það á ekki bara við um
sjávarútvegsfyrirtæki, þau eru
ekki endilega á því sviði fyrir-
tækin sem ýmist eru að fá
greiðslustöðvun eða lýsa sig
gjaldþrota þessar vikurnar. Fors-
enda þess að eitthvað gangi upp
er auðvitað hagstjórn sem tekur
mið af íslenskum aðstæðum í stað
æfinga með skólabókakenningar.
2) Hluta af skuldum verði
breytt í hlutafé í viðkomandi
fyrirtækjum og eiginfjárstaða
þeirra þannig styrkt. Bankar og
sjóðir taki það á sig og axli þar
með sína ábyrgð af því hvernig
komið er. Við gætum t.d. hugsað
okkur varðandi bankana að sá
mismunur sem hefði verið á 3%
raunvöxtum og því sem fyrir-
tækin hafa greitt undanfarin 2 ár
yrði það sem horft yrði til þar.
Þar sem bankar mega ekki eiga
fyrirtæki í rekstri væri eðlilegast
að bæði þeir og viðkomandi sjóð-
ir afskrifuðu það fé sem þannig
kæmi inn í fyrirtækin og að í fyrir-
tækjunum færi félag starfsmanna
með þetta nýja hlutafé.
Mér finnst það hinsvegar sið-
leysi að ætla fólkinu í sjávarpláss-
unum að taka enn á sig þær byrð-
ar gegnum sveitarsjóði og jafn-
ljóst að kaupfélögin víðast eru
ekki lengur til stórræða.
Hugmynd ráðgjafanefndar
ríkisstjórnarinnar um það að gera
kaup á hlutabréfum í fyrirtækjum
girnilegan sparnaðarvalkost fyrir
almenning breytir engu um
stöðuna í dag. í dag þýðir ekkert
að telja fólki trú um að peningar
þess geti ávaxtað sig eða haldið
verðgildi í þeim fyrirtækjum sem
ganga á lánsfé.
í þeim efnum verður að leggja
plan til langs tíma, eða þess tíma
sem það tekur að endurreisa fjár-
hag fyrirtækjanna og að þróa
hlutabréfamarkað.
3) Verja verður fjármunum.til
þess að hjálpa einstaka fyrirtækj-
um að hætta í rekstri. Það væri
hluti af þeirri endurskipulagn-
ingu sem fram þarf að fara. Víða
háttar þannig til að hægt er að
sameina rekstur eða leggja af
rekstur án þess að atvinnuleysi
hljótist af og verða menn því við
slfkar aðgerðir að horfa til að-
stæðna í viðkomandi byggðar-
lögum og möguleikum til rekstr-
ar. Það er engum greiði gerður
með því að halda öllum ryðkláf-
um atvinnulífsins á floti.
En eins og ég vék að áðan þá á
fólk að taka svona ákvarðanir en
ekki markaðurinn eða tölva.
Sölusamtökin
endurskipulögð
4) Það svigrúm sem skapaðist
við þessar þríþættu aðgerðir á
síðan að nota til að endurskipu-
leggja sölusamtök sjávarútvegs-
ins með það að leiðarljósi að nú-
tíma tækni og samgöngur verði
nýtt til þess að færa þróunar-,
markaðs- og sölustarf til fyrir-
tækjanna sjálfra eða svæðisbund-
ið - færa þau störf út - þannig að
brugðist verði við breytingum á
markaði strax og í fyrirtækjunum
sjálfum. Það fyrirkomulag sem
nú er hentaði meðan fjarskipta-
tækni og samgöngur voru með
öðrum hætti en nú er.
í dag er hinsvegar unnt að
fylgjast með breytingum á mark-
aði frá degi til dags í fyrirtækjun-
um sjálfum og flugið gerir þá
geymsluaðferð að frysta fiski í
mörgum tilfellum óþarfa. Þá er
jafnframt ljóst að því „styttra"
sem er milli neytanda og fram-
leiðanda aukast líkurnar á að
hægt sé að verða við óskum varð-
andi sérvinnslu ýmiss konar.
Og þá er komið að áherslu-
punkti nr. 5) sem er í raun hluti af
4) en það er nauðsyn þess að þró-
unarstarf í vinnslu sjávarafurða
fari fram sem víðast um landið.
Ef slík starfsemi með þeirri þekk-
ingu sem fylgir, færi fram úti um
allt land ætti það að leiða til fjöl-
breyttari framleiðslu sem bæði
tæki mið af verkþekkingu á við-
komandi stað eða svæði og þeirri
sérstöðu sem kann að verða fyrir
hendi í hinum mismunandi
byggðarlögum. Það ætti jafn-
framt að efla tiltrú þess fólks sem
við greinina vinnur á framtíð
greinarinnar.
6) Menntun í sjávarútvegs-
greinum þarf að standa til boða
sem víðast, þannig að því fólki
sem annað hvort vill vinna í
greininni eða vinnur þar þegar,
gefist kostur á að mennta sig og
leita endurmenntunar eftir að-
stæðum. Það að ungt fólk fer úr
fiskvinnslunni um leið og önnur
störf bjóðast stafar m.a. af því
áhuga- og virðingarleysi yfirvalda
að bjóða ekki upp á leiðir til
menntunar og þá aukinnar þekk-
ingar og sjálfstrausts sem henni
fylgir. Nám í fiskvinnslu gæti sem
hægast verið ein af brautum fjöl-
brautaskólanna.
Áhœtta og hugvit
7) Bankakerfi og sjóðir vérða
að laga sig að nýjum aðstæðum,
auka þjónustu, ekki bara lána, og
taka áhættu varðandi þróun og
nýbreytni. Þeir þurfa að horfa til
framtíðar en ekki bara skoða
hvort veð sé í húseignum miðað
við brunamat eins og nú er gert.
Hugvit er líka verðmæti. Þetta
þýðir að bankar og sjóðir þurfa í
ríkari mæli að hafa í sinni þjón-
ustu fólk sem þekkir til í þeim
atvinnugreinum sem þjónusta
viðkomandi stofnunar snýr að.
8) Það þarf að taka upp ger-
breytta fjárfestingarstefnu þar
sem tekið verði tillit til raunveru-
legra rekstrarmöguleika í við-
komandi grein. Það að allt of
margir séu að fjárfesta í sömu
grein getur aldrei þýtt annað en
taprekstur hjá öllum þegar hrá-
efni til vinnslu er takmarkað.
Þótt slíkar fjárfestingar séu
gerðar undir merki byggðastefnu
er slíkt fyrirtæki vafasamur
ávinningur fyrir viðkomandi
byggðarlag, að ekki sé minnst á
þjóðarbúið í heild sinni.
9) Kerfið þarf að hafa skýrar
reglur og mismuna ekki þegar um
er að ræða fjárfestingar í atvinnu-
lífinu. Það ábyrgðarleysi sem
menn komast upp með er óþol-
andi og löngu tímabært að kann-
að sé og gert opinbert hvernig og
af hverju ýmsar veigamiklar á-
kvarðanir sem snerta atvinnulífið
og fjárfestingar þar eru teknar.
Það að hagsmunagæslumenn ým-
isskonar beiti áhrifum sínum til
að þrýsta á eða liðka fyrir ákvörð-
unum varðandi fjárfestingar sem
e.t.v. liggur fyrir að eru hæpnar,
jafnvel óþarfar, á að vera hluti af
liðinni tíð.
10) Ég fjallaði hér áður um erf-
iðleika sem af því stafa að frysti-
hús kaupa og vinna heila farma af
blönduðum afla. Fiskmarkaðir
geta vissulega skapað forsendur
fyrir betra skipulagi vinnunnar
þar sem hægt er að kaupa það
hráefni sem menn vilja vinna og
það magn sem hentar. Það
vandamál sem skapast vegna þess
að of mikið berst að í einu eða of
lítið verða menn að leysa ef þeir
ætla að ná skipulagi á vinnslunni
og vinnutímanum, og hvort
tveggja er brýnt.
Fiskmarkaðir, ýmist gólf- eða
fjarskiptamarkaðir og fiskmiðlun
þar sem það á við, hlýtur því að
verða hluti af þeirri framtíð sem
við sjáum fyrir okkur. En til þess
að slíkt samstarf geti átt sér stað,
sem og annað það samstarf sem
nauðsynlegt er fyrir þróun innan
sjávarútvegsins, þarf ekki bara
nýja hugsun heldur einnig bættar
samgöngur og þá líka samgöngur
sem auðvelda beinan útflutning.
Framtíð okkar allra
Aðalatriðið er að við horfum
ekki bara til dagsins í dag eða
næstu vikna, heldur til framtíðar,
hugsum okkur inn í framtíðina
óbundin af fyrirkomulagi dagsins
í dag. Það þarf að birta fólki
framtíðarsýn, ekki síst því fólki
sem vinnur í sjávarútvegi, annars
munu enn fleiri missa trú á þeim
möguleikum sem þar felast.
Þá framtíð má ekki hugsa út frá
helmingaskiptum flokka eða
hagsmunum milliliða. Sú framtíð
kemur okkur öllum við.
Svanfríður er L rejarfulltrúi á Dal-
vík og varaformaður Alþýðu-
bandalagsins. Fyrirsagnir og
millifyrirsagnir eru Þjóðviljans.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30 ágúst 1988