Þjóðviljinn - 30.08.1988, Qupperneq 11
IÞROTTIR
y Rall
Islandsmeistarar
þnoja anð i roð
Feðgarnir Jón og Rúnar ósigrandi
„Ég varð að jafna met Ómars
bróður en hann varð Islands-
meístari þrjú ár í röð á sínum
tfma,“ sagði Jón Ragnarsson eftir
sigurinn í alþjóðlegu rallkeppn-
inni um helgina. Jón hefur með
sigrinum tryggt sér meistaratitil-
inn ásamt Rúnari syni sínum enda
þótt ein keppni sé eftir í haust.
Jón var einmitt íslandsmeistari
aðstoðarökumanna með Ómari á
sínum tíma og er Jón því sigursæ-
lasti rallari hér á landi frá upp-
hafi.
Keppnin var þriggja daga löng,
England
Leikið í gær
Fimm leikir voru í 2. deild
ensku knattspyrnunnar í gær-
kvöld. Úrslit urðu sem hér segir:
Barnsley-Swindon...................1-1
Bradford-Stoke.....................0-0
Man. City-Oldham...................1-4
Oxford-Hull........................1-0
Portsmouth-Leicester...............3-0
-þóm
2. deild
IR varai IBV
ÍR-ingar fóru létt með
Vestmannaeyinga á heimavelli
sínum í Breiðholtinu í gærkvöld.
Sigruðu þeir með fjórum mörk-
um gegn engu Eyjamanna en
bæði liðin hafa verið heldur
brokkgeng að undanförnu.
-þóm
Fótbolti
Annar leikur
Úrslitaleikurinn í eldri flokki
var háður í gærkvöld og léku
Þróttarar gegn Keflvíkingum en
liðin höfðu unnið sína riðla í
sumar. Leikurinn endaði með
jafntefli, hvort lið gerði eitt mark
úr vítaspyrnu.
Leikurinn var framlengdur en
það dugði ekki til svo að annar
leikur verður leikinn innan
skamms.
-þóm
frá fimmtudegi til laugardags, og
héldu 32 ökumenn af stað en að-
eins 12 skiluðu sér á leiðarenda.
Bræðurnir Guðmundur og Sæ-
mundur Jónssynir höfðu forystu
eftir fyrsta dag en segja má að
úrslitin hafi ráðist á föstudegin-
um en þá lentu þeir bræður í
hrakningum, sprengdu tvö dekk
á sömu leiðinni en höfðu aðeins
eitt varadekk meðferðis. Að
tveimur keppnisdögum loknum
var forysta feðganna tæpar þrjár
mínútur og því erfiðleikum bund-
ið að vinna það upp.
Guðmundur og Sæmundur
höfnuðu í öðru sæti en aðrir
bræður, Ólafur og Halldór Sig-
urjónssynir, urðu þriðju. Fast á
hæla þeirra komu Óskar Ólafs-
son og Jóhann Jónsson á
óbreyttum Subaru turbo og sigr-
uðu þeir „standard-flokkinn".
Fáir keppendur lenda jafnan í
eins miklum ævintýrum og Jón S.
Halldórsson og Guðbergur Guð-
bergsson, en þeir yfirkeyrðu sig
nánast allan tímann. Strax á
fyrsta degi veltu þeir í tvígang og
var Porsche bifreið þeirra illa
leikin að keppni lokinni.
-þóm
Urslit
1. Jón Ragnarsson/Rúnar Jónsson, Ford Escord..........................4:06.55
2. Guðmundur Jónsson/Sæmundur Jónsson, Nissan 240 RS.................4:08.53
3. Ólafur Sigurjónsson/Halldór Sigurjónsson, Ford Escord.............4:18.05
4. Óskar Ólafsson/Jóhann Jónsson, Subaru turtxi.......................4:22.22
5. Jón S. Halldórsson/Guðbergur Guðbergsson, Porsche 911..............4:28.06
6. Sig. B. Guðmundsson/Gunnar Siggeirsson, Talbot Lotus...............4:30.06
7. Jón E. Halldórsson/RagnarBjarnason, Ford Escort....................4:33.13
8. Philip Walker/James Roy, ToyotaCorolla............................4:35.43
9. Elías Pétursson/Heimir Björgvinsson, Ford Escort ..................5:03.26
10. Philippe Gobert/Alain Dropsy, Fiat Uno turbo.......................5:05.27
11. Páll Halldórsson/Róbert H. Halldórsson, Subaru 1800................5:06.23
12. LaufeySigurðardóttir/Unnur Reynisdóttir.ToyotaCorolla.............5:41.38
íþróttir fatlaðra
Tvö heimsmet
í Hollandi
Glæsilegur árangur skömmufyrir Ól-
ympíuleika
Mjög góður árangur náðist hjá
íslensku keppendunum sem tóku
þátt í Opna hollenska meistara-
mótinu í sundi fyrir fatlaða um
helgina. 23 Islandsmet litu dags-
ins ljós og þá náðu tveir íslensku
keppendanna að setja heimsmet á
mótinu.
Kristín R. Hákonardóttir setti
heimsmet í 100 m baksundi í
flokki CP 7. Hún synti á 1.40,18
mín. en gamla metið var 1.42,71
mín. Geir Sverrisson setti einnig
heimsmet á mótinu en það var í
200 m bringusundi í flokki A8 og
synti hann á 3.03,55 mín.
Mót þetta í Hollandi er mjög
sterkt og á því kepptu um 300
manns frá 11 þjóðum. íslensku
þátttakendurnir á mótinu voru
auk Kristínar og Geirs þau Jónas
Óskarsson, Ólafur Eiríksson,
Halldór Guðbergsson, Gunnar
V. Gunnarsson, Rut Sverrisdótt-
ir, Sóley Axelsdóttir, Sigrún Pét-
ursdóttir og Lilja M. Snorradótt-
ir. Þau hlutu alls 12 gullverðlaun,
4 silfurverðlaun og 3 bronsverð-
laun.
Þessir tíu sundmenn fara á Ól-
ympíuleikana í Seoul sem haldnir
verða 15.-24. október ásamt fjór-
um öðrum íþróttamönnum. Það
ætti varla að vera ástæða til að
örvænta fyrir leikana eftir svona
frækna frammistöðu. -þóm
(þróttafélag fatlaðra sendir 14 keppendur á Ólympíuleika fatlaðra í Seoul í október. Visa ísland gaf á
dögunum 150 þúsund krónur til fararinnar og var þessi mynd tekin við það tilefni.
FLÓAMARKAÐURINN
Húsnæði óskast
Ung og reglusöm snyrtileg og reyk-
laus hjón með 2 börn 8 og 11 ára,
óska eftir að taka á leigu 4-5 her-
bergja íbúð frá 1. okt. n.k. Upplýs-
ingar í síma 16249 á kvöldin og
11540 á daginn.
Tanzaníukaffi
Gerist áskrifendur að Tanzaníu-
kaffinu í síma 621309 þriðjudaga og
fimmtudaga frá kl. 13-22. Áskrif-
endur geta sótt kaffið á sama tíma.
íbúð óskast
3 Pólverjar á miðjum aldri óska eftir
ca. 3ja herbergja ódýrri íbúð. Uppl. í
síma 31519 eftir kl. 17.
Tek að mér vélritun
Vönduð og góð vinna. Hafið sam-
band við Guðbjörgu í síma 32929.
Flóamarkaður
Opið mánudag, þriðjudag og mið-
vikudag frá kl. 14-18. Endalaust úr-
val af góðum og umfram allt ódýr-
um vörum. Gjöfum veitt móttaka á
sama stað og tíma. Flóamarkaður
SDI, Hafnarstræti 17, kjallara.
Ferðafólk - hestaleiga
Kiðafell í Kjós
Góð og ódýr gisting í íbúð í nágrenni
Reykjavíkur. Hestaleiga á staðn-
um. Riðið út á góðum hestum í fall-
egu umhverfi. Uppl. í síma 666096.
Rafmagnsþjónustan
og Dyrasimaþjónustan
Bjóðum alla almenna raflagna-
vinnu, erum sérhæfðir í endurnýjun
og breytingum á eldn raflögnum.
Veitum ráðgjöf við lýsingu í verslun-
um, og heimahúsum. Setjum upp
og þjónustum dyrasíma. Kristján
Sveinbjörnsson rafvirkjameistari,
sími 44430.
Okkur vantar lesefni
Við erum 3 og 5 ára og erum að
flytjast langt út í lönd. Viljum
gjarnan hafa með okkur mikið af
góðum bamabókum, svo við
gleymum ekki islenskunni. Ef þið
eigið bækur sem þið viljið selja fyrir
lítið hafið þá samband í síma
10633.
Dagmamma
nálægt Melaskóla
Tek 6 ára börn í gæslu fyrir hádegi í
vetur. Hef uppeldismenntun. Upp-
lýsingar í síma 28257.
Við erum námsfólk
með eitt lítið barn og leitum að íbúð
sem allra fyrst. Eigum bæði að
byrja í skóla í haust og viljum helst
ekki þurfa að sofa í bílnum. Vinsam-
legast hringið í síma 681331 eða í
síma 681310 á daginn.
Til sölu
Ný eldhúsinnrótting, baðsett, þ.e.
baðker, w.c. og vaskur í borð, tvær
álhurðir í körmum og álprófílar.
Upplýsingar í síma 39198.
Barnagæsla -
vesturbær
Vill ekki einhver barngóð kona taka
að sér að gæta 2 ára stúlku eftir
hádegi í vetur, 3-4 klst. á dag? Upp-
lýsingar í síma 16495.
Stór íbúð
óskast til leigu fyrir rólega og reglu-
sama 6 manna fjölskyldu á Reykja-
víkursvæðinu. Upplýsingar á
auglýsingadeild Þjóðviljans í síma
681333.
Philco þvottavél
til sölu ódýrt. Þarfnast viðgerðar.
Upplýsingar í síma 40873 milli kl. 18
og 20.
Strauvél til sölu
Upplýsingar i sima 13289.
Sjónvarp óskast
Skosk stúlka óskar eftir sjónvarpi
s/h eða lit, ódýrt eða gefins. Upplýs-
ingar í síma 26128 eftir kl. 19.
Tómar sultukrukkur
fást gefins. Upplýsingar í síma
37947.
Óska eftir gömlu ísskáp
Má vera ónýtur. Helst Westing-
house. Upplýsingar í síma 681333
eða 78548.
Listmálari
óskar eftir húsnæði fyrir vinnustofu.
Upplýsingar í síma 12185 eftir kl.
17.00.
Toyota Tercel '82
Til sölu Toyota Tercel árg. ’82 í
mjög góðu standi, en smáskemmd-
ir á vinstri framhurð. Ekinn 85.000
km. Verð kr. 180.000 (150.000
stgr.). Upplýsingar í síma 54185.
Steingrímur.
Baðskápur óskast
Óska eftir ódýrum baðskáp. Upp-
lýsingar í síma 666924.
Image writer I
prentari, óskast. Upplýsingar í síma
83924.
Rúm til sölu
Tvíbreitt fururúm með dýnum til
sölu. Upplýsingar í síma 39672.
Tveggja herbergja
íbúð óskast
Lítil, ung fjölskylda frá Þórshöfn er á
götunni. Vinsamlegast hringið í
Gylfa í síma 84957 eða 52365.
Ungt par
menntaskólakennari og smiður
óska eftir 2-3 herbergja íbúð sem
fyrst. Getum tekið að okkur viðhald
og / eða lagfæringar á húsnæðinu
ef með þarf. Upplýsingar í síma
36560 milli kl. 17 og 19, Steinunn
Guðjónsdóttir.
National geographic
magazine
Vill einhver hirða 3 síðustu árganga
af National geographic magazine?
Sími 612092.
Óska eftir vinnuaðstöðu
- verkstæði
með hita og rafmagni t.d. bílskúr.
Upplýsingar í síma 36560,
Steinunn Guðjónsdóttir.
Til leigu íbúð
3 herbergja 87 fm með bílageymslu
í Hamraborg, Kópavogi, 2. hæð frá
5. september ’88. Leiga 35.000 á
mánuði + hiti og rafmagn. Tilboð
skilist blaðinu merkt „VP‘‘ (ath. skil-
ist á auglýsingadeild).
Þríhjól óskast
Ég er 3 ára og mig bráðvantar þrí-
hjól. Sími 681748 fyrir hádegi og á
kvöldin.
Til sölu - fæst gefins
Gamalt sófasett fæst gefins. Á
sama stað er til sölu Diskman
geislaspilari og 2 bílar á 10.000 kr.
stk. Upplýsingar í síma 19638.
Rifsber
Ef einhver á rifsberjarunna með
berjum sem ekki verða nýtt þá vil ég
mjög gjarnan fá að tína þau. Dagný,
sími 14189.
Viltu byrja að mála?
10 vikna málaranámskeið fyrir kon-
ur mánudags- miðvikudagskvöld í
Hlaðvarpanum. Upplýsingar í síma
27064.
Barnavagn fæst gefins
Hentugur sem svalavagn. Upplýs-
ingar í síma 14945.
Fóstru vantar
Okkur á barnaheimilinu Barnabæ á Blönduósi
bráðvantar fóstru til liðs við okkur sem fyrst. Á
heimilinu starfa nú þegar þrjár fóstrur og einn
þroskaþjálfi. Erum að fara af stað með mjög
spennandi starfsemi nú I haust. Húsnæði I boði.
Upplýsingar veitir forstöðumaður, Svava Hans-
dóttir, í síma 95-4530 og heimasíma 95-4453.
Þriðjudagur 30 ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11