Þjóðviljinn - 30.08.1988, Page 13
HEIMURINN
Rúmenía/ Ungverjaland
Fundað til
einskis
Félagi Grosz ogfélagi Ceausescuspjölluðu
saman um helgina. Ungverski leiðtoginn ótt-
ast um hag landa sinna íRúmeníu, ekki að
ófyrirsynju
...en hverjir hylla hann? Almáttugur faðir eða réttara sagt: einræðisherrann vitfirrti gerist hallur úr heimi og
hyggst taka þjóðina með sér í gröfina.
Karoly Grosz og Nikolaí Ce-
ausescu hittust að máli um
helgina og ræddu ört vaxandi
ágreining sinn um rétt og þó eink-
um algert réttleysi ungverska
minnihlutans í Rúmeníu. Fund-
urinn fór fram í rúmenska bæn-
um Arad og út um þúfur.
Þar eð ríki beggja búa við „sós-
íalískt“ þjóðskipulag fóru við-
ræðurnar fram í anda opinskás
bræðralags og kölluðu allir alla
„félaga" oftar en tölu varð á kom-
ið. Þótt Ungverjar og Rúmenar
séu að nafninu til „góðir grannar“
var þetta fyrsti leiðtogafundur
ríkjanna í 11 ár.
En þrátt fyrir kurteisisleikni og
prýðilegar serimóníur kom brátt
á daginn að Grosz og Ceausescu
voru ekki sammála um nokkurn
skapaðan hlut sem skiptir máli.
Oft andaði köldu á milli valds-
herranna og bókstaflega fraus
þegar umræðan barst að máli
málanna eða hlutskipti 2 miljóna
Ungverja í Rúmeníu.
Hinn geðveiki týrann í Búkar-
est hyggst afmá ungverska minni-
hlutann af yfirborði jarðar. Jarð-
ýtur eiga að jafna þorp þeirra við
jörðu, rúmenskir lærimeistarar
og flokksklerkar eiga að uppræta
menningu þeirra, rödd þeirra á
að kæfa uns þeir hafa skipt um
tungu. Tvær miljónir Ungverja
verða á brott en tvær miljónir
Rúmena hafa bæst í hópinn.
Ekki svo að skilja að þörf sé
rir fleiri Rúmena í Rúmeníu.
ðru nær. Hungurvofan situr um
þjóðina. Eitt sinn tók Ceausescu
lán að upphæð 10 miljarða doli-
ara. Því var spanderað í nokkrar
stórframkvæmdir, stóriðjur voru
reistar, einnig stórhýsi í Búkarest
eftir að helmingur elstu og fegur-
stu bygginga borgarinnar hafði
verið rifinn.
Ekkert skilaði arði og þá var
ákveðið að endurgreiða lánið á
10 árum! Allt er selt úr landi sem
kaupandi fæst að. Alþýða manna
líður skort, börn eru vannærð,
ungbarnadauði eykst, betlurum
fjölgar og verkamenn eru farnir
að hugsa sér til hreyfings.
En eftir því sem Ceausescu
Friðarverðalaun Nóbels
Hver hreppir hnossið?
Reagan og Gorbatsjov, Gandhi og Brundtland, skátar og Hjálprœðis-
her. Margir kallaðir en fáir útvaldir
Hljóta þeir Ronald Reagan og
Míkhaíl Gorbatsjov Friðar-
verðlaun Nóbels í ár?
Þann 28. september næstkom-
andi leysir úthlutunarnefnd príss-
ins frá skjóðunni. Uns að því
kemur ríkir mikil leynd yfir störf-
um nefndarinnar og segja kunn-
ugir að pukrið sé jafnvel meira nú
en endranær.
„Hið eina sem ég get sagt ykk-
ur er að nú er verið að velta vöng-
um yfir fjórum möguleikum og
að lokaákvörðun verður tekin
daginn fyrir úthlutun," hefur Re-
uter eftir ónefndum Norsara sem
þekkir mann sem þekkir mann
sem á hönk uppí bakið á ein-
hverjum nefndarmanna.
Reuter gat ekki á sér setið að
spyrja hvort Reagan og Gorbat-
sjov væru einn þessara fjögurra
kosta. Svarið var fremur þunnt í
roðinu: „Ég get ekki látið í té
nein svör við því spursmáli. Þið
megið trúa því að það hefur ekki
verið neinum vandkvæðum
bundið að verða nefndinni úti um
verðuga kandídata."
Það er alkunna að úthlutun-
arnefndin velur sér vinningshafa
úr myndarlegum hópi einstak-
linga, hópa, félagasamtaka og
stofnana. Kandídatar eru „út-
nefndir" en ekki er það á færi
Jóns Jónssonar að koma þeim á
framfæri. Til þess að nefndin
virði „útnefningar" viðlits þurfa
einhverjir eftirtalinna að „nefna
út“: fulltrúi á þjóðþingi, há-
skólaprófessor, dómari við Al-
þjóðadómstólinn í Haag ellegar
friðarverðlaunahafi Nóbels.
Að þessu sinni var nöfnum 74
einstaklinga og 23 félaga/
samtaka/stofnana gaukað að út-
hlutunarnefndinni. Á nafnalist-
anum kennir margra grasa og
kann ýmsum að þykja orka tví-
mælis að prísa eigi suma er köllun
náfa fengið nú fyrir störf í þágu
friðar. Gildi einu þótt þeir reyni
að friðþægja fyrir syndir sínar
með afvopnunarsamningi.
En einsog raun ber vitni eiga
ólíklegustu menn séns í Friðar-
verðlaun Nóbels. Kissinger fékk
þau, einnig þeir Sadat og Begín.
Lagt er til að Reagan og Gorbat-
sjov fái þau fyrir nafntogaðan
samning um eyðileggingu „með-
aldrægra“ kjarnflauga.
Einhver hefur nefnt nafn Ra-
jivs Gandhis, forsætisráðherra
Indlands, og er það að vonum því
það er kunnara en frá þurfi að
segja að „friðargæslusveitir“
hans bera hitann og þungann af
bardögum við uppreisnarmenn í
tamílabyggðum Srí Lanka.
Á meðal annarra kandídata
eru Nelson Mandela, Mordechai
Vanunu (fsraelsmaður er greindi
umheiminum frá gífurlegum
kjarnorkuvígbúnaði ráðamanna í
Jerúsalem og var dæmdur
landráðamaður fyrir), Jóhannes
Páll II. páfi og Gro Harlem
Brundtland, þjóðhöfðingi úthlut-
unarnefndarinnar. Allnokkra at-
hygli vekur að engum hefur hug-
kvæmst að stinga uppá aðalritara
Sameinuðu þjóðanna, Javier
Perez de Cuellar, en hann hefur
reynt að stuðla að friði í Afganist-
an og í stríði íraka og írana.
En samtökin sem hann stýrir
eru í minniskompu nefndarinnar.
Einnig Skátahreyfingin, Hjálp-
ræðisherinn, Alþjóða heilbrigð-
ismálastofnunin og Alþjóða
kvennaráðið.
En margir spá því að Reagarí
og Gorbatsjov skipti dollurunum
382 þúsund á milli sín.
Reuter/-ks.
eldist (sjötugur og sagður haldinn
krabbameini) hengir hann upp
fleiri ljósmyndir og málverk af
sér. Lausnarorðið fyrir að-
þrengda þjóð er: Ungverjar.
Þetta er allt helvítis Ungverjun-
um að kenna!
7.000 ungverskir flóttamenn
hafa flúið Rúmeníu og segja sínar
farir ekki sléttar. „Ég hef það á
tilfinningunni, þótt ég láti það
ekki fara hátt, að við séum
leyndir mörgu sem þarna á sér
stað,“ sagði Grosz við frétta-
mann Reuters í gær.
Ceausescu kom af fjöllum ofan
þegar imprað var á nauðungar-
flutningi sveitafólks (einkum
Ungverja) frá gömlum heima-
slóðum fjallaþorpanna í „nýtísku
landbúnaðarmiðstöðvar." Land-
búnaðurinn yrði kerfis- og tækni-
væddur í því augnamiði einu að
auka hagræðingu og velmegun.
Fólk yrði flutt úr grenjum í fíniríis
híbýli „landbúnaðar/iðnaðar-
kjamanna“.
Grosz var þungur á brún þegar
hann rakti öll önnur misklíðar-
efni þeirra Ceausescus. „Við leg-
gjum nokkuð ólíkt mat á nauðsyn
prentfrelsis, við höfum ólík við-
horf til frjálsrar skoðanamyndun-
ar almennings, til dæmis mótmæ-
lafunda...“
Reuter/TIME/-ks.
Hafnarfjarðarbær -
áhaldahús
Óskum að ráða trésmið. Góður vinnutími, góð
vinnuaðstaða. Mötuneyti á staðnum.
Upplýsingum gefnar í síma 652244.
Yfirverkstjóri
Frá Grunnskóla
Þorlákshafnar
Óskum eftir að ráða tvo kennara til starfa. Æski-
legar kennslugreinar íslenska og íþróttir.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 98-
33621 á daginn og 98-34661 á kvöldin.
Skólanefnd
íþróttakennari
Grenivíkurskóla vantar íþróttakénnara sem einn-
ig getur tekið að sér kennslu í öðrum greinum.
Frítt húsnæði í boði. Upplýsingar gefur Björn Ing-
ólfsson í síma 96-33131 eða 96-33118.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
Garðar Júlíusson
frá Vestmannaeyjum
til heimilis að Reynigrund 13, Kópavogi
lést 26. í Borgarspítalanum. Útför hans verður gerð frá Foss-
vogskirkju kl. 15.00 föstudaginn 2. september.
Sigríður Björnsdóttir
Björn Garðarsson Fjóla Ingólfsdóttir
Kristinn Garðarsson Sigrún Barkardóttir
og sonarsynir
Þriðjudagur 30 ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13