Þjóðviljinn - 07.09.1988, Blaðsíða 4
Frönskunámskeið
Alliance Francaise
13 vikna haustnámskeið hefst mánudaginn 19.
september. Kennt verður á öllum stigum, ásamt
samtalshópi og í einkatímum. Innritun fer fram á
bókasafni Alliance Francaise, Vesturgötu 2
gengið inn bakdyramegin), alla virka daga frá kl.
15 - 19 og hefst miðvikudaginn 7. september.
Allar nánari upplýsingar fást í síma 23870 á sama
tíma. Greiðslukortaþjónusta.
Líffræðikennara vantar strax að Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti.
Kennsla er mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga
og föstudaga frá kl. 13.15 til 16.15.
Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 75600 og
hjá deildarstjóra, Ástþóri Gíslasyni í síma 44091.
Skólameistari
Sænska og norskatil
prófs á grunnskólastigi
(í stað dönsku)
Nemendur mæti í innritun í Miðbæjarskólanun,
Fríkirkjuvegi 1 eins og hér stendur:
Mánudaginn 12. september:
kl. 17.00 5. bekkur
kl. 17.30 6. bekkur
kl. 18.00 7. bekkur
kl. 18.30 8. bekkur
kl. 19.00 9. bekkur
Tónskóli SDK
Getum bætt við nokkrum nemendum á málm-
blásturhljóðfæri og í fiðlunám eftir suzuki-
aðferðinni.
Skrifstofa skólans Hellusundi 7 er opin virka
daga frá k. 13-17.
Skólastjóri
* r
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
Æskulýðsfylkingin Hafnarfirði
Aðalfundur ÆFHA
Aðalfundur Æskulýðsfylkingarinnar í Hafnarfirði verður haldinn í Skálanum,
Strandgötu 41, þriðjudaginn 13. september kl. 20.00.
Dagskrá:
1) Venjuleg aðalfundarstörf.
2) Skýrslur fluttar - umræður.
3) Lagabreytingar.
4) Staðan í bæjarmálunum: Framsaga Lúðvík Geirsson formaður bæjarmála-
ráðs.
5) Hugleiðingar um starfið í vetur
6) Kosningar.
7) önnur mál.
brosum/
og w
allt gengur betur
Loftmynd af Ólafsfirði og Múlanum.
Ólafsfjörður
Seinfarið um Múlann
Fólksbílar hafaþó komistferða sinna en með töfum. Um 130
sjálfboðaliðar unnu við hreinsun bæjarins um helgina
Viðgerð stendyr enn yfir á veg-
inum um Olafsfjarðarmúla
sem hvarf að hluta í vatnsveðrinu
sem gekk yfir Ólafsfjörð í byrjun
síðustu viku. Vegagerðarmönn-
um hefur þó tekist að opna hann
fyrir umferð en vegurinn er sein-
farinn þar sem viðgerð er ekki
fulllokið.
Að sögn Kristins Hreinssonar
á Ólafsfirði unnu um 130 sjálf-
boðaliðar við hreinsun bæjarins
um helgina og komu þeir víðs
vegar af Norðurlandi en þó aðal-
lega frá Akureyri, Dalvík, Ár-
skógsströnd og úr Fljótunum.
Um 6 húsagarðar eru taldir gjör-
ónýtir af völdum aurskriða og
hefur fulltrúi frá Viðlagatrygg-
ingu unnið að því að undanförnu
að skrá niður og meta tjónið sem
varð í bænum í náttúruhamförun-
um. Niðurstöðutölur um
heildartjónið af völdum þeirra
liggja þó ekki enn fyrir.
-grh
Norðurlöndin
Algert bann við kjamavopnum
Utanríkisráðherrar Norðurlanda: Hert verði á refsiaðgerðum gegn
Suður-Afríku. Haldin verði alþjóðleg ráðstefna umframtíð
Palestínumanna
Á fundi utanríkisráðherra
Norðurlandanna sem haldinn var
í Kiruna í Svíþjóð um mánaða-
mótin, hlýddu ráðherrarnir á
munnlega skýrslu um starf emb-
ættismannanefndar sem skipuð
var til að kanna skilyrðin fyrir að
koma á kjarnorkuvopnalausu
svæði á Norðurlöndum. Fram
koma að vinnuhópurinn hefur
lokið við að skilgreina markmið
slíks svæðis og vinnur nú að kafia
um hernaðarlega þýðingu Norð-
urlanda og nálægra hafsvæða.
Ráðherramir lögðu áherslu á
mikilvægi yfirstandandi Genfar-
ráðstefnu um afvopnunarmál og
telja mjög mikilvægt að í þeim
viðræðum verði án tafar tekið til
umfjöllunar algert bann við til-
raunum með kjarnorkuvopn.
Ráðherramir hvetja einnig þau
ríki sem ekki hafa undirritað
samning um bann við útbreiðslu
kjranorkuvopna, sem hefur stað-
ið opinn í 20 ár, að gera það hið
fyrsta. Ráðherrarnir ítrekuðu
mikilvægi þess að yfirstandandi
viðræður um eyðingu efnavopna
leiddu hið fyrsta til alþjóðlegs
samnings um algert bann við slík-
um vopnum.
Á fúndi utanríkisráðherranna
kom fram óánægja með gang
friðarviðræðna á milli ísraela og
Palestínumanna. Em ráðherr-
arnir þeirrar skoðunar að alþjóð-
leg ráðstefna um málefni Mið-
Austurlanda á vegum Sameinuðu
þjóðanna, með þátttöku allra
deiluaðila, sé eina leiðin til að
tryggja sjálfsákvörðunarrétt
palestínsku þjóðarinnar. Palest-
ínska þjóðin verði að eiga fulltrúa
á slíkri ráðstefnu.
Ráðherrarnir lýstu yfir áhyggj-
um sínum á gangi mála í Suður-
Afríku og lögðu áherslu á áfram-
haldandi nauðsyn þess að styðja
við andstæðinga og fórnarlömb
aðskilnaðarstefnunnar. Þjáning-
ar miljóna manna í Suður-Afríku
megi rekja til aðskilnaðarstefn-
unnar og undirróðursstarfsemi
stjórnvalda í Suður-Afríku.
Vinna beri að því að Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna taki
ákvörðun um víðtækar og bind-
andi refsiaðgerðir gegn Suður-
Afríku og að vopnasölubanni
verði fylgt út í æsar.
-hmp
Æðarvarpið
Dúnninn
Kílóið á 21
Æðarvarp mun nú vera á um
420 jörðum á landinu. Tvö s.l. ár
hefur varpið gengið vel og fer
dúntekja vaxandi. Á s.l. ári var
hún 2300-2500 kg.
Ágætlega gengur að selja dún-
inn og er verðið á bilinu frá 21-22
þús. kr. fyrir kg. Hreinar gjald-
eyristekjur af þessari búgrein eru
flýgurút
-22 þús.kr.
því rúmar 50 milj. kr. Mest af
dúninum er selt til Vestur-
Þýskalands og Japans.
Miklir möguleikar eru taldir á
að auka dúntekju í verulegum
mæli. Er þá bent á að frá 1915-
1930 komst dúntekjan upp í 4000
kg á ári.
-mhg
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. september 1988
ENSKA
ÞÝSKA
FRANSKA
SPÆNSKA
DANSKA
PORTÚGALSKA
ÍTALSKA
ÍSLENSKA
fyrir útlendinga
Uppl. i simum 10004/21653
Mímir
■MHMaMMHHWlNAKUITUM 1»Mi