Þjóðviljinn - 07.09.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.09.1988, Blaðsíða 9
Listasafn íslands Mynd september- mánaöar Mynd septembermánaðar í Listasafni íslands er olíumálverk Þorvaldar Skúlasonar, Kompos- ition (Höfnin) frá árinu 1938 og var málverkið keypt til safnsins sama ár. Þorvaldur Skúlason (1906- 1984) nam við Statens Kunst- akademi í Osló og síðar við ein- kaskóla Marcel Gromaire í París. Hann var einn helsti brautryðj- andi íslenskrar nútímalistar. Leiðsögn „Mynd mánaðarins" fer fram í fylgd sérfræðings, alla fimmtudaga kl. 13.30 og er leið- sögnin ókeypis. Listasafn íslands er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 11-17 og er veitingastofa hússins opin á sama líma. Fantasia Eurytmí Kynningarnámskeið og sýningar á tuttugustu aldar listforminu Eurytmí Nú er staddur hér á landi hópur sem kallar sig Fantasia Eurytmí, en Eurytmí er tuttugustu aldar listform, og er upphaf þess rakið til ársins 1912. Það er hreyfílist, sem er skipt í tal- og tóneuritmí, eða hreyfingu eftir töluðu máli og hreyfingu eftir tónlist. Þannig liggur málfræðileg uppbygging tungumálsins eða dúr og moll til grundvallar „dönsunum". Euritmí er meðal annars notað til að aðstoða fjölfatlaða, og hef- ur borið árangur við meðhöndlun á börnum með persónuleikatrufl- anir. Þessi listgrein er því á kennsluskrá Wladorf skóla um allan heim. Fantasia Eurytmí hefur aðsetur í Járna í Svíþjóð, þar sem er starfrækt Eurytmí deild við Rudolf Steiner Sámin- ar. Stjórnandi og danshönnuður hópsins er Peter de Voto, upples- ari Antonius Zeiher, og selló- leikari Eva Rydström. Á meðan hópurinn dvelst hér á landi verður hann með þrjár sýn- ingar, og heldur þrjú stutt kynn- ingarnámskeið á fyrirbærinu Eurytmí. Fyrsta sýningin verður í Sólheimum, Grímsnesi annað kvöld kl. 20:00, önnur og þriðja sýning í Félagsneimili Kópavogs á sunnudags- qg mánudagskvöld- ið kl. 20:00. A efnisskránni eru „dansar" við tónlist Benjamins Brittens og ljóð Karinar Boyes, auk verks sem Peter de Voto samdi við upphaf Völuspár í til- efni íslandsferðarinnar. Fyrsta kynningarnámskeiðið verður í dag í Sólheimum, Grímsnesi, og hin tvö í Reykja- vík, á föstudag og laugardag. Nánari upplýsingar um nám- skeiðin gefur Sigrún Harðardótt- irísíma 91-30181. LG MENNING Ragna Róbertsdóttir við steinstigann. Myndir: Ari Kjarvalsstaðir Þrjár ólíkar sýningar Ragna Róbertsdóttir, Ragna Hermannsdóttir og Sigríður Gyða sýna skúlptúra og málverk Þrír myndlistarmenn sýna nú á Kjarvalsstöðum, þrjár konur, sem allar eru mjög ólíkar hvað varðar efnisval og efnistök. í Vestursal sýnir Ragna Ró- bertsdóttir skúlptúra úr torfi og grjóti. Ragna var valin borgar- listamaður 1987, og er með þess- ari sýningu að þakka fyrir sig, en það að halda sýningu á afrakstri ársins er eina kvöðin, ef svo má segja, sem fylgir því að vera borg- arlistamaður. Ragna stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og Konstfack í Stokkhólmi. Hún hefur meðal annars haldið einkasýningar í Nýlístasafninu, Glugganum og á Kjarvalsstöð- um. Síðan árið 1975 hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga, núna síðast sýningunni 5 Víddir, samsýningu 5 íslenskra lista- manna í Röhsska museet í Gauta- borg í sumar. Ragna kveðst hafa unnið með torf og grjót undanfarin tvö ár, en yfirleitt vinni hún ákveðinn tíma með efnin og möguleika þeirra áður en hún snúi sér að því næsta. Hún hafi til að mynda unnið mest með reipi áður en hún sneri sér að grjótinu. Steinarnir eru grágrýti sem Ragna hefur fengið skorið til í Steinsmiðjunni, en torfið hefur hún sjálf þurrkað og sniðið. Á sýningu Rögnu er rýmið mikilvægt atriði, hún leggur áherslu á að listaverkin njóti sín og myndi heild þegar litið er yfir salinn. Því segist hún hafa valið að takmarka fjölda verkanna á sýningunni með tilliti til rýmisins, frekar en að raða upp öllum þeim sem kannski hefðu komist fyrir. Óhætt er að segja að sýningin í Austursalnum sé eins ólík þeirri í Vestursalnum og frekast megi vera. Þar sýnir Ragna Hermanns- dóttir fimm dúkristur og 43 olíu- málverk, flest unnin á striga. Ragna stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og við Rijksakademie van beeldende kunsten í Amsterdam. Hún hefur meðal annars haldið einkasýningar í Slunkaríki á ísa- firði, Galerie Scholte í Amster- dam og í Nýlistasafninu. Hún tók síðast þátt í samsýningu árið 1987 íNoord-HollandHuis, Alkmaar. Öll verkin á sýningunni eru unnin á síðasta ári, en Ragna seg- ist hreinlega hafa tekist á hendur að „mála upp í salinn", og það hafi meira að segja tekist svo vel að ekki hafi verið pláss fyrir öll verkin. Hún segir af og frá að þetta séu mikil afköst, - hún hafi síður en svo staðið við málara- trönurnar dag og nótt. í Austur-forsal Kjarvalsstaða sýnir svo Sigríður Gyða Sigurðar- dóttir á þriðja tug verka; Reykja- víkurmyndir og uppstillingar. Sigríður Gyða stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1961-62, og 1972-78. Þetta er hennar fyrsta einkasýning í Reykjavík, en áður hefur hún haldið sýningar í veitingaskálan- um Þrastarlundi v/ Sog. Enn- fremur hefur hún tvívegis tekið þátt í samsýningum F.I.M. að Kjarvalsstöðum. Sýningum þeirra Rögnu Ró- bertsdóttur, Rögnu Hermanns- dóttur og Sigríðar Gyðu lýkur á sunnudaginn, 11. september. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 14:00-22:00. LG Austursalnum sýnir Ragna Hermannsdóttir. Sigríður Gyða við Reykjavíkurmynd. Miðvikudagur 7. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.