Þjóðviljinn - 07.09.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.09.1988, Blaðsíða 10
FRETTIR Kvennalisti Þorsteinn leiti kvennaráöa Löngu er Ijóst að þið getið þetta ekki einir, segir í opnu bréfi Kvennalistans til forsœtisráðherra. Samtökin vilja afnema gráa markaðinn, takmarka innflutning og taka upp sex tíma vinnudag Samtök um kvennalista hafa sent Þorsteini Pálssyni forsætis- ráðherra bréf þar sem mótmælt er ýmsum efnahagshugmyndum ríkisstjórnarinnar og forstjóra- nefndarinnar, þar sem sátu sex karlmenn. Bréfinu fylgja tillögur „til jafnvægis og jöfnunar lífs- kjara í landinu“, og segir í bréfs- lok að Ijóst sé „að þið getið þetta ekki einir“. Bréfið hljóðar svo: Herra Þorsteinn Pálsson, for- sœtisráðherra. Undanfarna daga og vikur hafa birst fréttir af viðbröðgum ríkis- stjórnarinnar við efnahagsvanda þjóðarinnar. Þar kemur fram að skipuð hefur verið ráðgefandi nefnd til handa ríkisstjórninni. Við fögnum því vissulega að hún skuli nýta sér það frumkvæði sem býr með landsmönnum og leita sér ráða utan eigin raða til lausnar hinum margháttuðu vandamálum sem hún þarf að takast á við. Hitt finnst okkur þó dapurlegt hversu einiitur þessi einkynja hópur er og hversu hinn einhæfi reynsluheimur hans tak- markar honum sýn á þau vanda- mál sem við blasa. Skýrsla þess- arar nefndar birtist okícur sem og öðrum landsmönnum í dag- blöðum þar sem yfirskriftin er: „Árangur aðgerða ræðst af því að jafnvægi náist í ríkisbú- skapnum“. Nefndin er skipuð körlum sem gegna forystuhlut- verki í efnahagslífinu. Lausnir þeirra eru því bundnar við hag fyrirtækja og afkomumöguleika þeirra. Ekki efum við þörfina á að bæta þeirra hag en bendum á að ekki er síður þörf á að bæta hag heimilanna. Fullyrðum raun- ar að þetta tvennt verði ekki sundurslitið og því ekki farsælt að skoða einungis annað af tvennu. Því förum við þess á leit við þig að þú setjir á laggirnar aðra nefnd skipaða konum til að rétta þessa slagsíðu. Kemur þar tvennt til. í fyrsta lagi: Þær ráðstafanir sem ráðgjafanefndin leggur til bitna hvað harðast á konum. Það er einróma álit allra að launalækkun nái fyrst og fremst til opinberra starfsmanna og þeirra sem vinna samkvæmt umsömdum töxtum. Það þarf ekki að segja þér það, Þorsteinn, sem hefur undir hönd- um alls konar kannanir og þar af leiðandi sannanir, að í þessum hópum eru konur lang fjölmenn- astar. Né þurfum við heldur að benda þér á að í tekjum eru kon- ur varla hálfdrættingar á við karla. Ekki vegna þess að þær vinni ekki (þú hefur líka undir höndum kannanir sem sýna að vinnutími kvenna er miklu lengri en karla) heldur vegna þess hve störf þeirra eru vanmetin. Því er varla af nokkru að taka hjá kon- um og vonum við að þú hugsir til enda sjálfur hverjar afleiðingar það hefði ef laun þeirra lækkuðu; fyrir þær sjálfar, börnin, sem í þúsundatali eru á framfæri ein- stæðrar móður og fjölskyldur al- mennt í landinu, aldraða og fatl- aða. Að ekki sé talað um ef í of- análag á að hækka vexti húsnæð- islána án þess að nokkur trygging sé fyrir því að aðrir vextir eða verðlag lækki. Þú hefur sjálfur haft þær áhyggjur af fjölskyldum þessa lands að þú skipaðir heila nefnd til að kanna aðstæður þeirra og koma með tillögur til úrbótra. Það er ef til vill kaldhæðni örlag- anna að á sama tíma og fjöl- skyldunefndin þín leggur til að opinberum starfsmönnum sem eiga að annast börnin okkar verði að fjölga um fimm til sex hundruð stingur forstjóranefndin upp á að opinberum starfsmönnum verði fækkað um þúsund. Hvar ætla þeir að fækka? Á toppnum? Það finnst okkur að óreyndu harla ó- líklegt og býður í grun að þeir eigi við í þjónustu og umönnunar- störfum, „þessum óarðbæru“ sem mörgum finnst svo gráupp- lagt að konur vinni ólaunað inni á heimilinum. Þá viljum við minna á að þetta er ekki fyrsta atlagan sem er gerð að launafólki, körlum og konum á þessu ári. Við höfum mátt þola matarskatt, tvær gengisfellingar með tilheyrandi afleiðingum, bráðabirgðalög þar sem samn- ingsréttur fólks var afnuminn, samningsrétturinn sem var talinn heilagur þegar lagt var til að laun væru hækkuð með lögum. Er ekki nóg að gert? í öðru lagi: Við erum sannfærðar um að tillögur for- stjóranefndarinnar og að sumu leyti okkar eigin tillögur í efna- hagsmálum eru einungis til að lappa upp á margstagaða flík. Þótt við konur séum nýtnar og stögum og stoppum í lengstu lög vitum við að þar að kemur að betur borgar sig að henda flík og sauma nýja en bæta þegar ekkert er haldið. Sú flík sem nú er orðin gatslitin og handónýt var í upp- hafi ekki saumuð af konum held- ur körlum einum og óvíst hvort hún passaði nokkurn tíma á nokkurn, ekki einu sinni á þann sem hún var upphaflega ætluð. Málin voru nefnilega vitlaust tekin og mælistikan röng. Því viljum við beina til þín, Þorsteinn, að þú sýnir nú gott fordæmi og leitir ráða hjá konum um hvernig næsta flík skuli hönnuð og saumuð. Hvetjirsíðan til þess að sami háttur verði hafð- ur á alls staðar í þjóðfélaginu, í stjórnkerfinu bæjar- og sveitarfé- lögum, verkalýðshreyfingunni, félögum hvers konar og fyrir- tækjum. Alls staðar þar sem ráðum er ráðið verði konur kall- ER NÁM „H0BBY“? Ráðstefna um vinnu barna og unglinga með námi, sunnudaginn 18. septembernk., að Hverfisgötu 105 (4. hæð), frá kl. 13.30-18.00. Framsögumenn verða: Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. Guðmundur Magnússon, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Ingólfur Sveinsson geðlæknir. R. Hulda Proppé nemandi. Wincie Jóhannsdóttir, formaður HlK. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Eftir f ramsögur verða pallborðsumræður. Ráðstefnustjórar: Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Sveinþór Þórarinsson. Ráðstefnugjald kr. 500, kaffiveitingar innifaldar. Gjald fyrir námsmenn kr. 250 (sem framvísa skólaskírtelnl). Þeir sem hafa áhuga á þátttöku vinsamlegast skrái sig í síma 17500. ÆskulýðsfylkingAlþýðubandalagsins aðar til og þeim veittur aðgangur að öllum upplýsingum og ákvörð- unum, þannig að þær viti hvaða efni er handbært í flíkina og geti tekið til við að sníða og sauma. Við treystum okkur til að full- yrða að konur muni sauma flík sem hæfir karlmönnum líka, því þær vita vel hvað þeim kemur. Þær eru svo sannarlega aldar upp í heimi karla en hafa eigin reynsluheim að auki. Með kærri kveðju, kvennalistakonur. P.S. Það er löngu ljóst að þið getið þetta ekki einir. Hjálagt er: Tillögur Kvennalist- ans til jafnvægis og jöfnunar lífs- kjara í landinu. Kvennalistinn vill: Beita lögum til þess að hækka laun en ekki lækka og hækka skattleysismörk til samræmis. Minnka launabil þar fyrir ofan. Fjölga skattþrepum og stór- bæta innheimtu og eftirlit. Afnema matarskatt. Skattleggja fjármagnstekjur og leggja á stóreignaskatt. Leggja niður lánskjaravísitölu og taka upp kauptaxtavísitölu. Frysta verðlag. 3% vexti. 6 tíma vinnudag. Stöðva hömlulaust innstreymi erlends fjármagns í gegnum kaupleigur og fjármagnsmarkað- inn. Endurskoða bankakerfið með það fyrir augum að einfalda það og draga úr yfirbyggingu. Burt með pólitískt kjörin bankaráð. Herta upplýsingaskyldu banka. Hverjir fá lán - gegn hvaða tryggingu. Veð er ekki nóg ef rekstrargrundvöll vantar. Kanna helstu orsakir fyrir mis- jafnri afkomu samskonar eða líkra fyrirtækja t.d. í sjávarút- vegi. Hætta við hégómlegar fram- kvæmdir. Ekkert ráðhús, ekkert þinghús, enga hringsólandi veitingasali, engar hallir, engar lánveitingar til hótelbygginga, verslanahalla og annarra óarð- bærra framkvæmda. Endurnýting, reglur um ein- nota umbúðir, nýting innlendra hráefna og stuðningsaðgerðir við íslenskan iðnað. Leita allra ráða til að takmarka innflutning til samræmis við þær takmarkanir sem eru á fisk- veiðum og landbúnaðarfram- leiðslu. Uppgjör og uppstokkun „gráa markaðarins“ með það fyrir augum að uppræta hann. Athuga eignaraðild erlendra aðila í fyrirtækjum og atvinnu- tækjum og opinbera þær niður- stöður. Strangar kröfur um aðhald, sparnað og endurskipulagningu fyrirtækja og sérstaklega tekið á öðrum þáttum en launakostnaði. _Dale . Carnegie þjálfun' RÆÐUMENNSKAOG MANNLEG SAMSKIPTI Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 8. september kl. 20.30 á Sogavegi 69. Allirvelkomnir. ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust. ★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfæring- arkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og viðurkenningu. ★ Talið er að 85% af velgengni séu komin und- ir því hvernig þér tekst að umgangast aðra. ★ Starfa af meiri lífskrafti - heima og á vinnu- stað. ★ Halda áhyggjunum í skefjum og draga úr kvíða Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt. 82411 Innritun og upplýsingar í síma 0 STJÓRIMUIMARSKÓUIMIM vó Konráð Adolphsson. Einkaumboð lyrir Dale Carnegie námskeiðin’ 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.