Þjóðviljinn - 07.09.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.09.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Miðvikudagur 7. september 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 aðinn. Þau ætti að banna með lögum. bankarnir eru sjálfir yfið nógu margir og fjölmennir til að annast peningaviðskipti lands- manna, og peningamönnunum er ekkert vandara um að ávaxta sitt fé í bönkum landsins, en öðrum landsmönnum. Verslunarstéttin er e.t.v. nr. 2, en þar virðist ætlast til að búðar- hola sem hefur kannski 30-40 fjölskyldur sem viðskiptavini, Fjölskyldan, fjárhagurinn Sé fjárhagsstaða heimilis mjög knöpp þá leyfa fjölskyldufeður ekki fjölskyldunni að kaupa út á krítarkort allt, sem hugurinn girnist, ef einhver ráðdeild er í þeirri heimilisforsjá,- að ég tali nú ekki um að hún leyfi uppáhalds- syninum að veðsetja húsið fyrir t.d. „sjoppu", sem malar honum gull og láta síðan skuldina skella á fjölskyldunni sem stritar svo myrkranna á milli til að reyna að bjarga húsinu undan hamrinum, meðan uppáhaldssonurinn er í hnattreisu. Nei, slík heimilisforsjá væri fyrir neðan allar hellur. Við skulum líta á íslendinga sem eina stóra fjölskyldu og Al- þingi og sérstaklega ríkisstjórn- ina sem heimilisfeður. íslendingar eru á kafi í er- lendum skuldum, gjaldeyris- skuldum, sem allt of stór hluti af útflutningi okkar fer í að standa undir, og alltaf bætist við óráðsí- una. Þó getur hver sem er farið til útlanda og keypt sér bfl, eða hvað sem er, fyrir miljónir kró na í er- lendum gjaldeyri vitanlega, bara út á krítarkort, sem hann greiðir svo heima með íslenskum krón- um. Svona getur hver og einn vaðið í gjaldeyri þjóðarinar hömlulaust, bara ef hann hefur komist yfir íslenskár krónur til að greiða með. En sjómennirnir, sem afla gjaldeyrisins mest allra, fá aðeins mjög skammtaðan gjaldeyri, þegar þeir eru í fisk- söluferðum. Þetta gjaldeyrisbruðl verður að stöðva, meðan þjóðin hefur ekki efni á því. Peningamennirnir hrópa auðvitað um höft og ó- frelsi. Þeir vilja auðvitað ekki missa forréttindin sín. Ábyrgir menn nefna slíkt hins vegar ábyrga fjármálastjórnum, sem skapi þjóðinni efnahagslegt frelsi. Svo eru það uppáhaldssynirn- ir, sem fá banka og ríkisábyrgðir til skipakaupa eða þ.u.l., koma afrakstrinum undan, svo ekkert verði eftir til að greiða með skuldir og kostnað, en láta síðan þjóðina fá skellinn. Haf- skipsmálið er varla neitt einstakt, þótt það sé trúlega stærst. Svik og prettir Meðan laun fólks voru vísi- tölubundin var æpt og hrópað af íslenskum auðvaldsforkólfum: „Þetta gengur ekki, það veldur bara víxlhækkun launa og verð- lags og skapar verðbólgu.“ Og kaupgjaldsvísitalan var tekin úr sambandi og laun bundin með lögum, en verðlagið hækk- aði áfram jafnt og þétt, jafnvel hömlulausara en áður, enda nú að mestu gefið frjálst. Upphaf frjálshyggju kaupmannastéttar- innar og undirokunar og niður- lægingar launastéttanna í landinu. Þá varð líka til hin mar- grómaða lánskjaravísitala, og vit- anlega hækkaði hún í vaxandi dýrtíð. Engin hróp heyrðust um að hún ylli vaxandi dýtíð. Svimhá lánskjaravísitala auk okurvaxta útilokar auðvitað alla möguleika á að stöðva verðbólguna, svo að allt kjaftæði um stöðvun verð- bólgu, úr munni þeirra, sem vilja viðhalda hávaxtastefnunni, er ví- svitandi blekking. Með afnámi kaupgjaldsvísitölu en viðhaldi lánskjaravísitölu er verið að færa verðmætin, hröðum höndum, frá þeim sem framleiða þau til banka og annarra okurlánastofnana. Þegar lán voru fyrst verðtryggð var mönnum sagt að þeir þyrftu alltaf jafnmargar vinnustundir til að borga af skuldunum, að lánin og fiskurinn Þórarinn Magnússon skrifar hækkuðu jafnt og launin. Þetta þótti flestum rétt og eðlilegt. En hefur nú orðið raunin sú? Nei og aftur nei, svik og prettir eins og flest skynsamleg loforð frá stjórnarherrunum. Á undanförn- um árum hefur staðan verið sú, og mér sýnist ekkert benda til þess að á því verði breyting í tíð núverandi stjórnar, að sá sem kom sér upp þaki yfir höfuðið og fékk vísitölutryggt húsnæðislán inginn streymir fiskur frá Noregi og e.t.v. víðar frá inn á markað- inn, svo að ekki verður það til að hækka fiskverðið. En þessi gáf- aða ríkisstjórn krefst þess að fisk- útflytjendur sæki um leyfi til út- flutnings og tilgreini magn m.a.s. hverrar tegundar, fleiri dögum áður en fiskurinn er veiddur og nokkur veit hvaða magn eða teg- undir standa til boða. Hver er tilgangur stjórnvalda „Erþað kannski hugmynd Halldórs Ásgríms- sonarað neyða sjómenn til að leggja upp í stöðvarnarfyrir landssambandsverð, svo að þœrgetifluttútígámum það afaflanum, sem þeim hentar ekki að vinna og komastekki yfir, og bjarga erfiðri stöðu stöðvanna með útflutningnum ? “ fyrir helmingi húsverðsins, en átti hinn helminginn sjálfur, var orð- inn öreigi eftir örfá ár, því þá gat hann ekki selt húsið fyrir skuld- inni. Þannig er framkvæmd eigna- upptaka frá einstaklingum og fyrirtækjum yfir til lánastofn- anna. Bankahallirnar og Seðla- bankaferlíkið eru ekki fyrir pen- inga sem verða til af sjálfu sér, né heldur peningaflóðið, sem renn- ur í hendur aðila „gráa markaðar- ins“, hins svokallaða fjármagns- markaðar. Mál að linni Nei, nú er mál til komið að taka lánskjaravísitöluna úr sam- bandi, lækka útlánsvexti niður í 6-7 % sem hámark og setja lög- bann á alla verðlags- og launa- hækkun, nema hvað enn þarf að leiðrétta laun þeirra lægst- launuðu, t.d. sem hafa mánaðar- laun undir 50-þús. fyrir da- gvinnu. Þá mætti gjarnan aftur taka upp lánskjaravísitölu, sem fylgdi þá alfarið kaupgjaldsvísi- tölu. A þennan hátt má stöðva verðbólguna, a.m.k. því sem næst. Hávaxtastefnan setur ekki á hausinn bara húsbyggjendur og húskaupendur, heldur leggur hún í rúst flest alla atvinnuvegi þjóðarinnar. Það er ekki óþekkt fyrirbæri að fjármagnskostnaður frystihúsa sé hærri en allur launa- kostnaður. Með eðlilegum fjárm- agnskostnaði væri hvert vel rekið frystihús á grænni grein fjarhgs- lega. Skipasmíðastöðvar hér eru margar alveg samkeppnisfærar við þær erlendu, bæði hvað verð og gæði snertir, en mannakaup er mikið og efniskaup áður en greiðslur fást fyrir skipin og það verður að brúa með lánsfé, sem er svo dýrt að það útilokar alla samkeppnisaðstöðu. Og vinnu- launin fyrir verkið fara út úr landinu í beinhörðum gjaldeyri. Svona má telja hvert atvinnu- tækið eftir annað. Afœtur Ótölulegur aragrúi aðgangs- harðra sníkla lifa á þessu litla þjóðfélagi. þar til nefni ég fyrst fjármögnunarfélögin, gráa mark- eða stærðar verslunarhöll, eins og þær gerast hjá miljónaþjóð- um, er ætlað að lifa á 30-40 þús- und fjölskyldum, er svona álíka gáfulegt eins og ætla einum bónda að framfleyta fjölskyldu á 50-100 ám. Til hvors sem er þrf álagning á vöruna að vera allt of mikil. séu of margir bændur landinu í dag og nauðsyn að fækka þeim, hversu miídu meiri þörf væri þá ekki að fækka í verslunarstétt- inni, að ég ekki tali um stéttir þeirra sem græða á alls konar braski. Það hlýtur að mega takmarka frelsi þeirra eins og bænda og sjó- manna. Stjórnun er nauðsynleg, en hún þarf að koma jafnt niður á þegnana, þar sem stjórnunar er þörf til hags fyrir alþýðu landsins og þjóðarbúið. Ferskútflutningur Eitt af verkum ríkisstjórn- arinnar, einkum Halldórs Ás- grfmssonar, er að stórskaða og stefna í voða þeim ferskfiskmark- aði, sem var orðinn alltraustur í Bretlandi og víðar. Á sama tíma og verðfall er á frystum fiski í Ameríku og sömuleiðis sam- dráttur í sölu, setja íslensk stjórnvöld verulegar hömlur á ferskfiskútflutning, sérstaklega gámaútflutning, sem líklega skilar mestum hagnaði, a.m.k. er það hann, sem skapar grundvöl- linn fyrir útgerð fiskibáta. Kröfur hins almenna neytanda í dag eru þær að fá ferskan mat, hvort sem er um kjöt eða fisk að ræða. Kan- arnir gera sig ekki lengur ánægða með uppþídd flök af hálfýlduðum fiski, á ég þá einum við netafisk og misjafnlega vel ísaðan togara- fisk. Áður en gámaútflutningurinn hófst dröbbuðust fiskibátarnir niður, bundnir við bryggju, vegna þess að útgerðin bar sig ekki og ekki voru peningar til að halda þeim við. eftir að gámaút- flutningurinn komst á skapaðist að nýju útgerðargrundvöllur, bátarnir voru skinnaðir upp og meira og minna endurnýjaðir og skipverjar, útgerð og þjóðfélagið í heild höfðu hagnað af. Nú, með stórfelldum útflutn- ingshömlum á ferskfiskútflutn- með þessari stjórnsemi? Halda stjórnarherrarnir að skrifstofu- menn í ráðuneytunum hafi betri yfirsýn yfir verðlagshorfur á markaðnum, en sjómenn, útflytj- endur og markaðseigendur úti, sem daglega hafa samband og samráð hver við annan? Þeim er öllum sameiginlegur hagur að sem hæstu fiskverði. Fjölmiðlar hafa blásið út í sumar verðhrun á fiskmörkuðum í Bretlandi s.l. sumar, allt niður í 46-48 kr. pr. kg. eða tæpar 30 kr. í skiptaverð, en hvers konar fiskur var það og á hvaða verði hefði hann verið tekinn í frystihúsin? Það fylgdi bara ekki sögunni. Er það kannski hugmynd Hall- dórs Ásgrímssonar að neyða sjó- menn til að leggja upp í stöðvarn- ar fyrir landssambandsverð, svo að þær geti flutt út í gámum það af aflanum, sem þeim hentar ekki að vinna og komast ekki yfir, og bjarga erfiðri stöðu stöðvanna með útflutningnum? Við þeirri mynd blasir það svar, að í fyrsta lagi færi þá fiskur- inn einum til tveim dögum eldri út og yrði því mun verðminni og auk þess brysti þá útgerðargrund- völlur bátanna og þeir yrðu bundnir á nýjan leik. Fiskvinnslustöðvarnar fengu á sínum tíma innflutningsleyfi á togurum til að fullnægja sinni vinnsluþörf og tryggja atvinnu í byggðarlögunum. Sú kvöð á að standa án undan- tekninga, þótt þeir fái að sigla einn og einn túr, þegar verð er hagstætt, bæði skipshafnarinnar vegna og útgerðar, og í gáma eiga þeir að fá að setja þann fisk , sem óhagstætt er að vinna miðað við ferskfisksölu, svo sem þykkval- úru, skarkola og þ.u.l. Lesandi góður, svona koma málin mér fyrir sjónir. Hvað finnst þér? Þórarinn Magnússon var um langa hríð kennari en er nú húsvörður í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.