Þjóðviljinn - 08.09.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.09.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Eini f lokkurinn með efnahagstillögur Tillögur forstjóranefndarinnar eða leið Alþýðubandalagsins Svavar Gestsson skrifar Eftir vinnufund Alþýðubanda- lagsins á Hallormsstað í síðustu viku liggur fyrir að Alþýðu- bandalagið er eini þingflokkurinn sem hefur mótað neildstæðar til- lögur um aðgerðir í efnahagsmál- um. Grundvallaratriðin eru þessi: 1. Að ekki verði um að ræða kjaraskerðingu. 2. Að lækkun vaxta og tilkostn- aðar atvinnuvega og heimila verði framkvæmd í stað geng- islækkunar. 3. Að gróðaöflin verði látin gefa eftir af sínum hlut. Enginn stjórnarflokkanna hef- ur lagt fram heildstæðar tillögur í efnahagsmálum og hinir stjórn- arandstöðuflokkarnir ekki held- ur. Eina tilllagan um efna- hagsmál sem liggur fyrir frá öðr- um aðilum í þjóðfélaginu er til- laga forstjóranefndarinnar um kjaraskerðingu sem gerir meðal annars ráð fyrir því að lækka elli- og örorkulífeyri og um leið að auka gróðasvigrúm hlutabréfa- eigenda frá því sem nú er. Aðalatriði okkar tillagna Aðalatriði tillagna okkar eru þessi: 1. Að vextir verði lækkaðir þannig að raunvextir verði aldrei hærri en 3%. 2. Að dregið verði með skipu- lögðum hætti úr tilkostnaði at- vinnuvega og heimila. Að lagðir verði á skattar upp á 2500 til 3000 milj. kr. til þess að standa undir nauðsyn- legum ráðstöfunum meðal annars þeirri lækkun kostnað- 3. VerSlag lækkar vegna þess að vaxta kostnaður fyrirtækj- anna er verulegur hluti verð- myndunarinnar. 4. Gróði fjármagnseigenda á 1. Á vaxtatekjur umfram verð- tryggingu. 2. Á banka og peningastofnanir 3. Á fjárfestingu á þenslu- svæðum. „Samkvœmt tillögumAlþýðubandalagsins er gert ráð fyrirþvíað stórgróðaöflin verði látin borga brúsann en samkvœmttillögum forstjóranefndarinnar er gert ráðfyrirþvíað auka enn á gróðasvigrúmfjármagnsaflanna". ar sem gert er ráð fyrir skv. tölulið tvö. Afleiðingar tillagnanna Helstu afleiðingar tillagna okkar yrðu sem hér segir. 1. Kostnaður útflutningsat- vinnuveganna minnkar. Þannig batnar staða fryst- ingarinnar um 4-5%. 2. Fjármagnsútgjöld íbúðar- eigenda minnka verulega. Miljón króna lán tekur nú á sig 90-120 þúsund krónur á ári samkvæmt tillögum Alþýðu- bandalagsins. gráa markaðnum minnkar. Staða atvinnuvega og heimila batnar auk þess vegna þess að kostnaður lækkar almennt, en einnig er gert ráð fyrir sér- stakri lækkun á einstökum kostnaðarliðum eins og farm- gjöldum og rafmagni. Orku- kostnaður er til dæmis nú um 2,5-3% af rekstrarkostnaði frystingarinnar. Hverjir borga? Hverjir borga? Samkvæmt til- lögum Alþýðubandalagsins verða lagðir á skattar sem hér segir: 4. Á stóreignir. 5. Lagt verði á nýtt skattþrep á hátekjur. Allt önnur leið Á næstu vikum verður að tak- ast á um það hvor leiðin verður farin leið Alþýðubandalagsins eða forstjóranefndarinnar. Ber- um að lokum saman grundvallar- atriði þessara tillagna - Alþýðu- bandalagsins og forstjóra- nefndarinnar: Leið Alþýðubandalagsins byggist á því að verja launin en forstjóranefndin gengur út frá því að launin verði lækkuð. Samkvæmt tillögum Alþýðu- bandalagsins er gert ráð fyrir því að dregið verði úr kostnaði at- vinnuveganna meðal annars með raunvaxtalækkun en tillögur for- stjóranefndarinnar og umræður innan ríkisstjórnarinnar byggjast ekki á þeirri forsendu að um raunvaxtalækkun verði að ræða. Samkvæmt tillögum okkar er gert ráð fyrir því að treysta félags- lega þjónustu en engu að síður því að halda ríkissjóði í jafnvægi. Tillögur forstjóranefndarinnar gera ráð fyrir því að reka 1000 ríkisstarfsmenn og að skera niður ellilífeyri og þannig að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Samkvæmt tillögum okkar geta útflutningsatvinnuvegirnir gengið með eðlilegum hætti - þar er með öðrum orðum komið í veg fyrir atvinnuleysi. Samkvæmt tillögum Alþýðu- bandalagsins er bent á leiðir til þess að draga úr viðskiptahalla en tillögur forstjóranefndarinnar ganga út frá því að áfram verði um viðskiptahalla að ræða sem þýðir áframhaldandi aukningu erlendra skulda. Samkvæmt tillögum Alþýðu- bandalagsins er gert ráð fyrir því að stórgróðaöflin verði látin borga brúsann en samkvæmt til- lögum forstjóranefndarinnar er gert ráð fyrir því að auka enn á gróðasvigrúm fjármagnsaflanna. Með öðrum orðum: Grund- vallarmunur. Ef nú færu fram kosningar yrði kosið um tillögur forstjóranefndarinnar eða leið Alþýðubandalagsins. Bankaeftirlit Sjóðum Avöxtunar slitið Skilanefnd reynir að koma eignum sjóðanna íverð. Hefurfall Avöxtunar íraun styrkt verðbréfamarkaðinn, eða stendur hann á brauðfótum? w Igær ákvað Bankaeftirlit Seðla- bankans að hagsmunum eigenda fjármuna í sjóðum Ávöxtunar sf., þ.e. Verðbréfa- sjóði Áyöxfunar hf. og Rekstrar- sjóði Ávöxtunar hf., yrði best borgið með því að hluthafafundir sjóðanna ákvæðu að slíta félögu- num. Hluthafafundir sjóðanna ákváðu að hlíta þessum úrskurði Bankaeftirlitsins og félögum sjóð- anna var slitið í gær. Voru kosnar skUanefndir á fundunum til að koma eignum sjóðanna í verð og úthluta fjármunum til kröfuhafa. Þar með var fallið frá þeirri hug- mynd sem áður hafði verið hreyft að aðrir verðbréfasjóðir eins og t.d. Kaupþing eða Fjárfesting- arfélagið tækju að sér rekstur sjóða Ávöxtunar. Það er skilanefndin sem hefur það hlutverk að koma eignum sjóðanna í verð, en í henni sitja Gestur Jónsson hrl., Ólafur Ax- elsson hrl. og Símon Gunnars- son, löggiltur endurskoðandi. Er við því að búast að þeir verði önnum kafnir við að svara símhringingum órólegra við- skiptavina Ávöxtunar nú á næstu dögum. Það mun því væntanlega ganga eftir sem Þjóðviljinn skýrði frá, að með sölu á eignum sjóðanna tapaði fjöldi viðskiptavina þeirra fjármunum, sennilega nálægt 100 miljónum króna. Það mat kunn- áttumanns um verðbréfasjóði áætlaði að um 20% inneignar sjóðanna ætti að nást í verð á næstu 4-5 mánuðum og eftir 4-5 ár mætti ímynda sér að um 50% sjóðanna hefðu skilað sér til nú- verandi viðskiptavina. Líklegast var talið að um 60-75% af fjár- hæðum sjóðanna, sem taldar eru vera um 360 miljónir, næðust út á endanum. Því myndu tapast upp- hæðir á bilinu 90-140 miljónir króna, vegna rekstrarstöðvunar Ávöxtunarsjóðanna. Þetta mat er byggt á innsýn í uppbyggingu verðbréfasjóða, hversu mistrygg- ar kröfur sjóðanna geta verið og hversu langan tíma kann í raun að taka að losa peningana, verði allt í einu stopp á flæðinu. Ekki virðist laust við að for- ráðamenn hinna stærri sjóða telji fall Ávöxtunar sér til framdrátt- ar, þótt á óbeinan hátt sé. Yfirlýs- ingar þeirra Péturs Blöndals og Gunnars Helga Hálfdánarsonar hafa beinst í þá átt, að markaður- inn hafi styrkst því nú viti allir hver veiki hlekkurinn hafi verið. Þótt þetta megi til sanns vegar færa, má ekki gleyma því að verðbréfasjóðir eru ekki ríkis- tryggðir og engar fjármálastofn- anir þola útstreymi fjármagns vegna óeðlilegra innlausna meir en nemur nokkur hundruð milj- ónum og sumar eflaust mun minna. Reynslan hefur sýnt að slfkar kröfur geta verið fljótar að hrannast upp. í því sambandi má minna á að eigið fé Fjárfestingar- félagsins er aðeins 110 miljónir króna, þrátt fyrir að það fé sem það hefur bundið til ávöxtunar nemi 2,3 miljörðum króna. Eigið fé Kaupþings er aðeins 38 miljón- ir króna, en í sjóðum þess liggja bréf til ávöxtunar sem svarar ein- um miljarði króna. -phh Auglýsing um endurgreiðslu söluskatts af ábyrgðartryggingu ökutækja í eigu fatlaðra Samkvæmt heimild í lögum um söluskatt hefur ráðuneytið gefið út reglugerð um endurgreiðslu söluskatts af iðgjöldum ábyrgðartryggingar bif- reiða í eigu fatlaðra. Rétt til endurgreiðslu eiga þessir: 1. Örorkulífeyrisþegar (75% örorkumat eða meira). 2. örorkustyrkþegar lífeyristrygginga og slysa- trygginga (50-74% örorkumat). 3. Foreldrar barna sem njóta barnaörorkustyrkja samkvæmt lögum. 4. Foreldrar barna sem njóta greiðslna sam- kvæmt lögum um málefni fatlaðra. Umsóknir um endurgreiðslu skulu skráðar á eyðublöð sem Tryggingastofnun ríkisins lætur í té. Með umsókn skulu fylgja kvittanir trygginga- félags fyrir greiðslu iðgjalds ábyrgðartryggingar. Nánari upplýsingar og eintak reglugerðar má fá hjá Tryggingastofnun ríkisins og umboðum hennar. Reykjavík, 6. september 1988 Fjármálaráðuneytið Flmmtudagur 8. september 1988 WÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Auglýsið í Þjoðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.