Þjóðviljinn - 21.09.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.09.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Kringluskák Blindskák við blaðamenn Skáksambandið og fyrirtæki í Kringlunni gangastfyrir skákviku um mánaðamótin til styrktar ólympíulandsliðinu Helgi Ólafsson stórmeistari teflir fjöldablindskákir við þá blaðamenn sem mest fjölluðu um einvígi Jóhanns og Korchnois í Saint John í Kanada sællar minn- ingar, og mun víst margan fýsa að sjá hvernig þeir ljósvíkingar Hall- ur Hallsson og Páll Magnússon standa sig við skákborðið, en fjöltefli þetta er liður í skákviku sem haldin verður í Kringlunni 26. þessa mánaðar til 2. októbers. Markmiðið er að safna fé til styrktar ólimpíulandsliðinu í skák. Úr annarri Kringlu kemur hóp- ur manna sem mun etja kappi við Hannes Hlífar Stefánsson, yngsta alþjóðlega meistara okkar. Sú stendur við Austurvöll, og er hér á ferðinni úrvalssveit Alþingis- manna. Þá teflir ólympíulands- liðið við pressulið sem Sigurdór Sigurdórsson,blaðamaður á DV, hefur valið. Þröstur Arnason teflir fjöltefli við nokkra valinkunna sóma- menn, þeirra á meðal Guðmund J. Guðmundsson og Albert Guð- mundsson, en skákhátíðinni lýk- ur með móti barna 10 ára og yngri, og er þá fátt eitt talið af fyrirhuguðum skákuppákomum. íslenska ólympíulandsliðið náði sínum besta árangri til þessa er teflt var síðast í Dubai fyrir tveimur árum, en þá hreppti sveitin 5. sætið. Mikill hugur er í mönnum að verja þennan árang- ur og helst bæta hann, en hér er um kostnaðarsamt verkefni að ræða. Því hvetur Skáksambandið alla til að veita ólympíulandslið- inu stuðning, bæði siðferðilegan og fjárhagslegan, með því að fjöl- menna á skákhátíðinni. Útflutningstekjur minnka um 4-500 miljónir króna. SÍF: Ástœðan er harðnandi samkeppni við Kanadamenn og aukin saltfiskvinnsla þeirra. Verðmœti saltaðra sjávarafurða 1987 um 9 miljarðar Verðfall hefur orðið á saltfisk- mörkuðum Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda sem leitt hefur til 5% versnandi af- komu saltfiskframleiðenda frá því sem áður var. Þetta þýðir að útflutningstekjur saltfisks hafa minnkað um 4-500 miljónir króna. Að sögn Magnúsar Gunnars- sonar hjá SÍF er aðalskýringin á þessari versnandi afkomu at- vinnugreinarinnar harðnandi samkeppni á saltfiskmörkuðun- um frá Kanadamönnum sem hafa saltað gríðarlega mikið að undan- förnu og aukið framboðið af saltfiski að mun frá því sem áður var. Ennfremur eru kvótarnir uppurnir en til Efnahagsbanda- lagsríkjanna var heimilt að flytja út 25 þúsund tonn tollfrjálst og 52 þúsund tonn með 5% tolli. Þá er saltfiskkvótinn til Portúgals einn- ig búinn. Magnús sagði að aðal- vandamálið í atvinnugreininni væri ekki að geta ekki selt saltfiskinn heldur það að fá við- unandi verð fyrir hann, sem er erfitt um þessar mundir bæði vegna tolla og þess að framboð á saltfiski á mörkuðunum hefur stóraukist. Þrátt fyrir þessa versnandi stöðu og minni útflutningstekjur nú en í fyrra verður nettó- skellurinn fyrir framleiðendur aðeins helmingur af samdrættin- um. Samkvæmt starfsreglum Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar- ins ber sjóðnum að greiða fram- leiðendum helminginn af þessum 4-500 miljóna skelli sem þýðir að framleiðendur taka aðeins á sig helminginn eða 200-250 miljónir króna sem þykir þó alveg nóg. Á síðasta ári nam framleiðsla á söltuðum sjávarafurðum 64 þús- und tonnum og verðmætið alls var um 9 miljarðar króna. Fram- leiðendur telja að greinin sé í dag rekin með 1% halla sem þýðir tap um 60-100 miljóna króna á ársg- rundvelli. -grh Það var stór stund í gær hjá starfsmönnum Landspítalans og krabba- meinssjúklingum þegar nýju geislalækningatæki var komið fyrir í K- byggingu spítalans. Reiknað er með að hægt verði að taka það notkun fyrir næstu áramót. Mynd: E.ÓI. Landspítalinn Stökk inn í framtíðina Línuhraðallinn kominn í K-byggingu spítalans. Mun þýða verulegar breytingar til hins betra við lœkningu krabbameins með geislameðferð sjúklinga og Iækna. Stefnt er að því að taka línu- hraðalinn í notkun fyrir áramót en reiknað er með að það taki um sex vikur að setja tækið upp og prófa það. Um 300 krabbam- einssjúklingar koma til meðferð- ar á Landspítalanum á ári hverju. Aðspurður hvort læknar væru ekki að drukkna í tækjum án þess að geta læknað hin ýmsu krabba- mein sagði Garðar svo ekki vera, heldur þvert á móti. Hann sagði að 30-50% sjúklinga fengju bót meina sinna og það eitt réttlætti geislameðferð þótt ekki kæmi annað til. -grh Nýtt og fullkomið tæki til geislameðferðar kom til landsins um helgina og í gær voru starfsmenn Landspítalans í óða önn við að koma tækinu fyrir í K-byggingu spítalans. Að sögn Garðars Mýrdals eðl- isfræðings er hér um að ræða línuhraðal sem mun hafa í för með sér allverulegar breytingar til hins betra við lækningu krabb- ameins með geislameðferð mið- að við gamla kóbaltgeislatækið sem þó mun verða notað áfram samhliða hinu nýja tæki. Garðar sagði að nýja tækið væri stórt stökk inn í framtíðina bæði fyrir Loðna Dagsektir vofa yfir bræðslunni Sláturtíðin 800 Félagfiskimjölsverksmiðja: Um verulegar upphœðir að rœða, komitil dagsekta vegna vanefnda áfyrirframsamningum um loðnuafurðir. Gylliboð Norðmanna um að greiða alltað 5.400 krónum fyrir loðnutonnið óraunhœft Nái loðnuverksmi'ðjur ekki að standa við gerða fyrirfram- samninga um loðnuafurðir eiga þær yfir höfði sér að þurfa að greiða dagsektir sem geta numið allveruiegum upphæðum. Að sögn Jóns Olafssonar fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda er gert ráð fyrir því í fyrirframsamning- um um loðnuafurðir að ef verk- smiðjurnar geti ekki afgreitt þær til kaupenda innan 8 daga frá um- sömdum afhendingardegi geti kaupandinn keypt mjöl á frjáls- um markaði og verði þá viðkom- andi verksmiðja að greiða honum verðmismuninn. En til þessa hef- ur þó aldrei komið í viðskiptum íslenskra loðnuverksmiðja við er- lenda kauþendur. Eins og í fyrra fer loðnuvertíð- in hægt af stað og í síðustu viku voru hér á landi fulltrúar norskra loðnuverksmiðja sem buðu út- gerðarmönnum loðnuskipa gull og græna skóga ef þeir sigldu skipum sínum til Noregs með loðnu á vertíðinni, eða 5.100 til 5.400 krónur fyrir loðnutonnið. Þetta er töluvert hærra en inn- lendar verksmiðjur geta boðið, en þær greiða rúmar 3 þúsund krónur fyrir tonnið. Þetta gylli- boð Norðmanna, ásamt verri samkeppnisaðstöðu loðnuverks- miðja hérlendis við þær erlendu um hráefnið, varð til þess ma. að bræðslumenn fóru þess á leit við stjórnvöld að settur yrði á út- flutningskvóti á vertíðinni. Aðspurður um samkeppnis- stöðu innlendra verksmiðja gagnvart erlendum og um yfirboð norskra verksmiðja sagði Jón Ól- afsson að allar aðstæður hér- lendis væru mun verri en ytra. í því sambandi benti Jón á að olíu- og raforkuverð væri mun hærra hér en ytra, hráefni til vinnslu væri ekki til staðar nema hluta úr ári og síðast en ekki síst þyrftu verksmiðjurnar hér að greiða 132 krónur í vörugjald af hverju út- fluttu tonni loðnuafurða. „Til samanburðar má nefna að vöru- gjald af útfluttu sementi og vikri er allt að helmingi lægra en það sem við verðum að greiða. Þetta finnst okkur vera blóðug skatt- heimta og síst til þess fallin að bæta samkeppnisaðstöðu okk- ar“, sagði Jón Ólafsson. Varðandi kröfu verksmiðj- anna um útflutningskvótann á ferska loðnu sagði Jón að þeir væru ekki að heimta einhver höft umfram aðra heldur aðeins að út- flutningur ferskrar loðnu sæti við sama borð og annar útflutningur á ferskum fiski. Þá sagðist Jón að kostaboð Norðmanna væru ekk- ert annað en sjónhverfingar til þess eins að tæla loðnuskip út og sagði hann vera mjög efins um að þeir gætu greitt 5.100-5.400 krón- ur fyrir tonnið nema þá kannski rétt í upphafi. „Þetta verð er með öllu óraunhæft og alls ekki í takt við þau verð sem ég þekki til,“ sagði Jón Ólafsson framkvæmda- stjóri Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda. -grh þúsund fjár slátrað Samdráttur í sauðfjárslátrun um 6-8%. Óvissaní verðlagsmálum setur strik í reikninginn hjá sláturleyfishöfum í allt er gert ráð fyrir að 760.000 fjár verði slátrað nú í haust. Það er 6-8% minna en slátrað var í fyrra. Þessa fækkun má rekja til samdráttar í sauðfjárrækt. Að þessu sinni er reiknað með að slátrað verið um 670 þúsund dilkum, samkvæmt lauslegri áætluri framleiðsluráðs landbún- aðarins, um 60.000 fullorðnu fé og á vegum Sauðfjárveikivarn- anna um 24.000 fjár. Einnig er gert ráð fyrir að um 5 til 6 þúsund fjár verði slátrað vegna fækkun- arsamninga sem gerðir hafa verið við bændur. Að sögn Kristjáns Jónssonar hjá búvörudeild Sambandsins er allt kjöt af nýslátruðu sett í frysti. Hann sagði að vegna óvissunnar í verðlagsmálunum bæðu kaup- menn ekki um nýtt kjöt eins og venja væri til. -sg Seyðisfjörður Fjárfest í bullandi tapi Fiskvinnslanhf. kaupir Norðursíld hf. Kaupverðið ekki gefið upp Pað hefur gengið brösulega að ná endum saman í rekstrinum en okkur finnst það ekki skjóta skökku við að kaupa Norðursfld hf. á sama tíma. Við lítum á þessi kaup sem hagræðingu í rekstrin- um enda spönnum við nú allt sviðið í vinnslu sjávarafurða, sagði Adolf Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Fiskvinnslunnar hf. á Seyðisfirði. Hjá Hraðfrystihúsinu Norður- sfld hf. hafa unnið að jafnaði 25- 30 manns en 40-50 á meðan sfld- arvertíðin hefur staðið sem hæst. Kaupsamningurinn hefur þegar verið samþykktur en kaupverðið er leyndarmál um sinn. Á síðustu sfldarvertíð var saltað hjá fyrir- • tækinu í 14 þúsund tunnur. og fryst um 1200 tonn og má búast við svipaðri söltun í ár en aukningu í sfldarfrystingu. -grh Miðvikudagur 21. september 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.