Þjóðviljinn - 21.09.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.09.1988, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Handbolti Bambir búinn að velja Slavko Bambir, þjálfari kvennalandsliðsins, hefur valið 16 stúlkur fyrir C-keppnina sem fram fer eftir mánuð í Frakk- landi. Hann sagði að valið hefði verið erfitt og ekki öfundsvert hlutskipti að þurfa að skilja sumar eftir heima. Hópurinn er þannig skipaður: Markveröir: Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram.............52 HallaGeirsdóttir, FH....................25 Aðrir leikmenn: GuðríöurGuðjónsdóttir, Fram ............65 ArnaSteinsen, Fram......................29 Ósk Viðisdóttir, Fram....................9 Erna Lúðvíksdóttir, Val.................75 Katrín Friðriksen, Val .................28 Guðrún Kristjánsdóttir, Val.............35 Guðný Guðjónsdóttir, Val...............11 MargrétTheodórsdóttir, Haukum ..........60 GuðnýGunnsteinsdóttir, Stjörnunni .....21 Inga Lára Þórisdóttir, Vikingi..........17 SvavaBaldvinsdóttir, Vikingi............22 Erla Rafnsdóttir, FH ...................64 Kristín Pétursdóttir, FH................32 Rut Baldursdóttir, FH...................27 Með í förinni verða Bambir, Theodor Sigurðsson aðstoðar- þjálfari, Oddný Sigsteinsdóttir sjúkraþjálfi og þær Helga H. Magnúsdóttir og Björg Guð- mundsdóttir í fararstjórn. -þóm Seoul-sund Nokkuðfrá sínu besta Ragnheiður Runólfsdóttir og Bryndís Ólafsdóttir kepptu í undanrásum í gær og voru tals- vert frá sínu besta. Ragnheiður keppti í 200 m bringusundi, synti á 2.39,10 mín. og varð í 27. sæti af 42 keppend- um. Bryndís synti 200 m skrið- sund á 2.07,39 mín. og varð ( 32. sæti af 44 keppendum, en hún vann engu að síður sinn riðil. -þóm QQP Seoul Verðlauna- skipting Sovétmenn halda sínu striki og hirða flest verðlaun allra á ól- ympíuleikunum en mest á óvart hlýtur að koma staða Búlgara í öðru sæti. Bandaríkin og A- Þjóðverjar eru að vanda nálægt toppnum og eiga eflaust eftir að færast nær þegar frjálsíþrótta- keppnin hefst. Taflan eftir fjóra keppnisdaga lítur þannig út, gull- silfur-brons: Sovétríkin...................6-1-4 Búlgaría.....................3-2-1 Bandaríkin...................2-1-2 A-Þýskaland..................2-1-1 Kína.........................1-2-4 Rúmenía......................1-1-0 Tékkóslóvakía................1-1-0 Ástralía.....................1-1-0 Júgóslavía...................1-0-1 Bretland ....................1-0-0 Tyrkland.....................1-0-0 italía.......................1-0-0 Svíþjóð......................0-2-1 S-Kórea .....................0-2-1 Pólland......................0-2-0 V-Þýskaland..................0-1-2 Ungverjaland ................0-1-1 Frakkland....................0-1-1 Japan........................0-1-1 Finnland.....................0-1-0 Belgía.......................0-0-1 -þóm Seoul Einni hindrun færra íslendingar áttu í miklu basliframan afleiknum gegn Bandaríkjunum en sigruðu að lokum með sjö marka mun Egill Már Markússon i Seoul: Það var farið að fara um íslensku áhorfendurna í íþróttahöllinni hér í Seoul þegar landinn átti í mesta basli með Bandaríkjamenn í fyrsta leik sínum á leikunum. Leikurinn var jafn mest allan tímann og kom á óvart hve illa gekk gegn frekar slöku liði Bandaríkjanna, en þeir eru varla líklegir til afreka í handknattleikskeppninni. Þegar líða tók á síðari hálfleik sigu íslendingar fram úr og öruggur 22-15 sigur varð stað- reynd. „Það er sama vandamálið og venjulega hjá okkur, við eigum það til að falla niður á sama plan og andstæðingar okkar. Við vorum nokkuð taugaspenntir og háði það okkur en þegar okkur tókst að yfírvinna það gekk þctta upp sem sést á því að þá fóru hraðaupphlaupin á rúlla,“ sagði Geir Sveinsson eftir leikinn en íslendingar voru að vonum ánægðir með sigurinn enda þótt margt hefði mátt fara betur. Kristján Arason virðist kominn í sitt besta form og munar um minna. Hann skoraði mest allra gegn Bandaríkjunum og átti einnig góðan leik í vörn. Fóstbræðurnir úr Firðinum Ef ekki hefði komið til stór- góður leikur fóstbræðranna úr Firðinum, Kristjáns Arasonar og Þorgils Óttars Mathiesen hefði leikurinn getað endað með ósköpum. Þeir skoruðu bróður- part markanna og þá má ekki gleyma Einars þætti Þorvarðar- sonar sem varði mjög vel allan leikinn. Aðrir voru nokkuð frá sínu besta, Guðmundur Guð- mundsson tók að vísu rispu í lok- in, en áberandi var hve vinstri vængur liðsins í sókninni var máttlaus. Alfreð Gíslason skoraði aðeins eitt mark og virð- ist sem hann sé hvað bestur þegar mótherjinn er sterkastur, og þá skoraði Atli Hilmarsson ekkert. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik og höfðu liðin frum- kvæðið til skiptis. Þorgils Óttar fór á kostum í línunni og skoraði fimm mörk en markverðir beggja liða vörðu nokkuð vel og héldu markaskorun niðri. Þó var oft sem íslendingar hittu hreinlega ekki nógu vel og mörg skot þeirra höfnuðu beint á Kessler í mark- inu. í leikhléi var leikurinn enn jafn og staðan 8-8. Kristján í gang í síðari hálfleik nutu íslending- ar svo sannarlega góðrar frammi- stöðu Kristjáns sem fór á kostum í upphafi hálfleiksins. Hann skoraði fyrstu fimm mörk liðsins og var staðan þá orðin 13-11. Tveggja marka munurinn hélst áfram þar til er staðan var 15-13 að fslendingum tókst loks að hrista Kanann af sér. Guðmund- ur skoraði tvö í röð og síðan var staðan 20-14 og loks 22-15. Þessi sigur á Bandaríkjamönn- um er að sjálfsögðu mjög kær- kominn og nauðsynlegur fyrir lið- ið og gæti það reynst því vel að leika léttustu leikina fyrst í keppninni. Þó var margt í þessum leik sem hefði mátt fara betur. Bandaríkjamenn leika mjög hæg- an bolta, líkt og Svisslendingar, og eiga það til að svæfa vörn and- stæðinganna. f svona leikjum eigum við að ráða hraðanum og keyra hann upp þannig að leikur Bandaríkjanna fari allur úr skorðum. Það var einmitt slíkt sem gerðist í síðari hálfleik, þeir sprungu á limminu og „strákarnir okkar" kláruðu dæmið. Það er einnig alvarlegt um- hugsunarefni hve mjög lið okkar verður að treysta á lykilmenn í liðinu. Hvernig hefði farið ef Kristján hefði átt slæman dag, eða ef markvarslan hefði verið undir meðallagi. En við skulum vona að slíkt komi ekki til heldur að liðið batni allt sem heild og verði bara betra með hverjum leik. Mörk íslands: Kristján 8/4, Þorgils Óttar 7, Guðmundur 4, Alfreð 1, Bjarki 1 ogSigurður G. 1. Einar varði 16 skot en fór útaf vegna smávægilegra meiðsla þeg- ar nokkrar mínútur voru til leiks- loka. Guðmundur Hrafnkelsson kom í hans stað og varði 2 skot. -emm/þóm Seoul-handbolti íslendingar hvöttu heimamenn Sovétmenn voru ekki í vandræðum með meistarana Eglll Már Markússon í Seoul: íslenski áhorfendahópurinn hér í Seoul lét ekki sitt eftir liggja þegar S-Kórea lék gegn silfur- höfum Ungverja í fyrsta leik handboltakeppninnar á leikun- um. Heimamenn voru vel studdir af íslendingunum en slík hróp og köll þekkjast varla hér í landi. Hafði þetta mjög góð áhrif á kóre- anska liðið og sigraði það Ung- verjana ótrúlega auðveldlega. Kórea komst í 5-0 en Ungverj- um tókst að minnka muninn og í leikhléi varstaðan 11-9. Ungverj- ar byrjuðu síðari hálfleikinn á því að jafna, 11-11, en þá tóku ís- lensku áhorfendurnir við sér og með þeirra stuðningi náði Kórea sjö marka forystu, 21-14. Ung- verjar náðu að bjarga hluta and- litsins og lokatölur urðu 22-20. í sama riðli sigruðu A- Þjóðverjar Japani, 25-18, og Tékkar sigruðu Spánverja nokk- uð óvænt, 20-17. í A-riðli, riðli íslendinga, bar hæst viðureign heims- og ólympíumeistara Júgóslava og „besta handboltaliðs heims“, So- vétmanna. Leikurinn var mjög góður og urðu áhorfendur vitni að frábærum handknattleik. Vörn Sovétmanna var ótrúlega góð og virkuðu meistararnir frek- ar lélegir á móti þeim. Leikurinn var mjög harður og í fyrri hálfleik var 6 leikmönnum vikið af velli, enda segja sumir að þetta hafi verið hinn eiginlegi úrslitaleikur keppninnar. Sovétmenn höfðu leikinn ávallt í hendi sér, staðan var 10-7 í hálfleik og síðan sex marka forysta, 18-12, en leiknum lauk með sigri þeirra, 24-18. Þriðji leikur riðilsins var leikur Svíþjóðar og Alsír sem lauk með naumum sigri Svía, 21-18. emir Miðvikudagur 21. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.