Þjóðviljinn - 29.09.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.09.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Ríkisstjórnarþátttaka „Þetta verður ekki létt staifc Ólafur Ragnar Grímssonfjármálaráðherra: Alþýðubandalagið hefur sterka stöðu íþessari stjórn. Fjármagnsgróðinn verðurskattlagður fyrir gjaldþrotaskuldum hægri stefnunnar Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra: Eg ber töluverðar vonir í brjósti til þessa stjórnarsamstarfs. Steingrímur og Jón hafa lært sína lexíu af samstarfinu við íhaldið. Mynd-E.ÓI. að hefur tekist að mynda nýja ríkisstjórn á skemmri tíma en dæmi er tii um áður í íslandssög- unni. Það er sérstaklega mikil- vægt því þessi nýja ríkisstjórn fei- ur í sér veigamiklar stefnu- breytingar frá fyrri tíma. Hér eru ráðandi grundvailarhugmyndir félagshyggju og jafnréttis í þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur ákveðið og í þeim málefnasamn- ingi sem hún hefur komið sér saman um, sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins og nýskipaður fjár- máiaráðherra er blaðamaður Þjóðviljans hitti hann að máli í fjármálaráðuneytinu í gær- kvöldi. Gróðaöfiin látin borga - Þessi nýja ríkisstjórn hyggst þegar grípa til ýmissa aðgerða til hagsbóta launafólki. Það er ekki bara um að ræða verðstöðvun og lækkun vaxta heldur einnig breytingu á lánskjaravísitölu, aukningu fjármagns til skuld- breytinga heimila, hækkun elli- og lífeyrisbóta, barnabóta og per- sónuafsláttar. Það er einnig höf- uðatriði að þessi ríkisstjórn ætlar að afla fjármagns til þessara að- gerða og annarra með því að sækja það til fjármagnseigenda og þeirra sem hafa haft stórar tekjur af vaxtagróða án þess að borga af því neina skatta á undan- förnum árum. Einnig með nýjum sköttum á fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki. Þessi ríkisstjórn ætlar sér aðrar áherslur í skattamálum, hún ætl- ar að sækja peningana fyrst og fremst til þeirra sem hafa gert það gott í góðæri undanfarinna ára, án þess að leggja sinn réttláta skerf fram til sameiginlegs sjóðs landsmanna. Hægri stefnan gjaldþrota Stjórnarmyndun Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Samtaka um jafnrétti og félagshyggju hefur átt sér mjög stuttan aðdraganda og mál hafa gengið hratt fyrir sig. Hver er þín skýring á því að þessi kaflaskipti eru nú orðin í íslensk- um stjórnmálum? - Sigurvissa hægri aflanna hef- ur á undanförnum árum verið slík, að þeir héldu að þeir hefðu einhvers konar kaskótryggingu um ævarandi völd sín í íslensku þjóðfélagi. Hins vegar átti þessi stefna þeirra mjög illa við íslensk- ar aðstæður og íslenskt þjóðfélag og þær mótsagnir hafa verið að koma mjög greinilega fram í af- leiðingum af stefnu síðustu ríkis- stjórnar sem nú hafa leitt til stöðvunar atvinnulífsins í fjöl- mörgum byggðarlögum. Þegar sú ríkisstjórn fór í sund- ur og Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn lýstu reynslu sinni af þessari hægri samvinnu og voru reiðubúnir að fara að feta sig aðrar leiðir, þá var óhjá- kvæmilegt að Alþýðubandalagið léti á það reyna hvort einhver al- vara væri í þeim efnum. Þing- flokkur Alþýðubandalagsins mótaði á nokkurra daga fundi á Hallormsstað í byrjun mánaðar- ins, tillögur um aðgerðir í efna- hagsmálum, sem byggðar voru á vinnslu efnahagsnefndar flokks- ins. Á síðustu vikum hefur komið í ljós að þær hugmyndir sem Alþýðu- og Framsóknarflokkur voru tilbúnir að fallast á, voru í sama stíl og reyndar eru þær til- lögur sem forseti Alþýðusam- bandins lagði fram á formanna- fundi ASÍ fyrir skömmu einnig byggðar upp á svipaðan hátt. Það hefur auðvitað verið mjög erfitt verk á skömmum tíma að fella þessar tillögur saman í efnahags- og atvinnumálum, einkum og sér í lagi vegna þess að Alþýðubandalagið vildi eindreg- ið færa launafólki samningsrétt- inn aftur þegar í stað og setja kjarasamningana í gildi. Um þetta atriði var tekist á dögum og nóttum saman í þessari viðræðu- lotu. Okkur er ekki launung á því sem vorum í viðræðum fyrir hönd Alþýðubandalagsins, að við erum á engan hátt ánægð með þá málamiðlun sem náðist milli okk- ar sjónarmiða og þeirra. Við hefðum kosið að þeir hefðu gengið miklu lengra til móts við okkur. Við vorum þess vegna í þeirri erfiðu aðstöðu að vega og meta hvað náðist í þessari mál- amiðlun og hvað fékkst ekki og hins vegna að knýja hér fram af- gerandi stefnubreytingu til næstu ára á grundvelli félagshyggju og jafnaðarsjónarmiða og einnig að koma atvinnulífi heilla lands- byggða í gang á nýjan leik til að tryggja þau grundvallarréttindi launafólks, réttinn til vinnu og réttinn til búsetu. Lýðræðislegur styrkur Alþýðu- bandalagsins Kjaramálin og samningsréttur- inn voru þau mál sem mest var tekist á um í stofnunum flokksins þegar rætt var um aðild að þess- ari ríkisstjórn og skoðanir voru mjög skiptar í þeim efnum. Hvernig lítur þú á stöðu Alþýðu- bandalagsins bæði í þessari stjórn og sem stjórnmálaafls eftir þessar deilur? - Ég tel að sú umræða sem fór fram í Alþýðubandalaginu síð- ustu daga sýni mikinn lýðræðis- legan styrk flokksins. Aður fyrr hefðu menn örugglega talið að nánast óhugsandi væri að flokkur færi í gegnum slika umræðu án verulegra átaka. En við reyndumst hafa þroska til þess að ræða þetta af fullri einurð, án þess að það leiddi til einhverra afgerandi slita innan flokksins, þvert á móti styrkti það innviði flokksins. Menn fóru í gegnum þessa upplifun að meta málin mis- munandi en voru áfram góðir fé- lagar og með fyrirheit að vinna saman og lúta hinni sameiginlegu niðurstöðu. Þú óttast ekki að flokkurinn hafi tapað einhverri tiltrú kjós- enda og stuðningsmanna? - Nei þvert á móti. Það getur verið að hann hafi tapað ein- hverri tiltrú til skamms tíma, ég skal ekkert um það segja, en ég held að hann hafi unnið sér þá tiltrú til lengdar með því að sýna að flokkurinn er óhræddur að takast á við erfiðar ákvarðanir, erfiða málamiðlun. Opna um það frjálsa umræðu innan flokksins, glíma um það í stofnunum flokks- ins, framkvæmdastjórn, þing- flokki og miðstjórn, þar sem eðli- legt var og ég legg áherslu á það, fullkomlega eðlilegt að menn hefðu mismunandi sjónarmið í þessu erfiða mati, sérstaklega vegna þess skamma tíma sem við höfðum. Það hefði verið óeðli- legt, flokkurinn hefði nánast ver- ið sjúklingur eða gamalmenni, ef það hefðu ekki verið afgerandi umræður og hrein skoðanaskipti. Hér voru menn að vega og meta áherslurnar á ólíkum grundvallarréttindum. Sumir sögðu, samningsrétturinn er heil- agur. Aðrir sögðu, rétturinn til vinnu, rétturinn til búsetu, eru líka mikilvæg mannréttindi í okk- ar stefnugrundvelli. Sumir sögðu, það má alls ekki hvika frá gildandi kjarasamningum, aðrir sögðu, er ekki einhverju fórnandi til að ná hér straumhvörfum og reka hið harða frjálshyggjulið út úr stjórnarráðinu og reyna í sam- vinnu við Alþýðuflokkinn og Framsóknarflokkinn að festa ein- hverjar rætur félagslegra og vinstri sjónarmiða í okkar þjóð- félagi? Er ekki einhvers virði að reyna að hafa áhrif á stjórn ís- lensks þjóðfélags á afgerandi hátt og draga það til baka frá þessari hörðu hægri stefnu? Þetta er auðvitað alltaf erfitt mat, en sósí- alískur flokkur sem hefur lifandi lýðræðislega umræðu innan sinna vébanda á að geta farið í gegnum svona umræðu og komið stand- andi niður, eins og ég tel að Al- þýðubandalagið hafi gert. Verður ekki létt verk Nú ert þú sestur í stól fjármála- ráðherra eftir að hafa á undan- förnum árum gagnrýnt harðlega margt í peninga- og fjármála- stjórn landsins. Hvar ætlar þú að hefjast fyrst handa? Hvar sjáum við fyrstu verkin? - Það er rétt að ég hef gagnrýnt þau mistök sem átt hafa sér stað í stjórn ríkisfjármála og voru al- varlegust í fjármálaráðherratíð Þorsteins Pálssonar. Það hefur að verulegu leyti verið undirrót verðbólgunnar hér á undanförn- um árum. Ein af ástæðunum hef- ur verið sú, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur stöðvað það í mörg ár, að hægt væri að sækja peninga til þess umfangsmikla hóps fjármagnseigenda og annarra gróðaaðila í þjóðfélaginu sem hafa tekið í sinn hlut stóran feng án þess að greiða nokkuð í skatta. Þessi ríkisstjórn ýtir úr vör með yfirlýsta stefnu um það að hún ætlar að sækja fjármagn til fjár- magnseigenda og fyrirtækja sem hafa mörg hver getað skotið undan verulegum hluta tekna sinna með því að verja fjármagni í ýmiss konar eyðslu og umfram- fjárfestingar til að komast hjá sköttum. Ég tel að þessar veilur í skattakerfinu séu ein af orsökum fjárfestingarþenslunnar hér á undanförnum árum. Hins vegar er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að þetta verður ekki létt verk. Þetta verð- ur ekki dans á rósum eða elsku mamma. Ég held að það sé hins vegar mikilvægt að Alþýðu- bandalagið sýni að því er fyllilega treystandi til að takast á við slík grundvallarverkefni í fjármálum þessa lands. Að það sé hægt að treysta okkur betur fyrir því að tryggja jafnvægi í íslenskum efna- hagsmálum og réttláta stefnu í skatta- og peningamálum, heldur en hægri öflununt sem hér hafa ráðið á undanförnum árum. Þá er ekki að efa það, ef það tekst, að flokkurinn mun vinna sér aukna tiltrú. Lykilstaða í efnahagsmálum Hver er staða flokksins í þess- ari ríkisstjórn? - Alþýðubandalagið hefur mjög sterka stöðu í þessari stjórn. Fjármálaráðuneytið er nokkurs konar stjórnstöð ríkis- kerfisins og lykilstöð við stjórn efnahagsmála í landinu. Inn- ganga Alþýðubandalagsins í stjórnarráðið hefur það í för með sér að flokkurinn er orðinn einn helsti áhrifaaðilinn um mótun efnahagsstefnunnar. Við höfum ekki stýrt menntamálum í áratug og á þeim tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn markvisst reynt að breyta stefn- unni í mennta- og menningarmál- um í átt að grundvallarsjónar- miðum hinnar hörðu hægri stefnu. Nú gefst tækifæri til að snúa þeirri þróun við og leggja sjónarmið jafnréttis til grundvall- ar í þessum málaflokki og koma í framkvæmd þeirri miklu eflingu menningarlífs sem Alþýðu- bandalagið hefur sett á oddinn. Með samgönguráðuneytinu öðlast flokkurinn lykilaðstöðu til að móta einn veigamesta þáttinn í lífskjörum fjölmargra byggðar- laga. Við höfum nýlega sam- þykkt tillögu um framkvæmdir í jarðgangagerð og nú gefst tæki- færi til að koma þeim málum áfram. Sama gildir um endurbæt- ur á samgöngum í lofti og á sjó og ekki síður almenningsvagnaþjón- ustu hér á höfuðborgarsvæðinu. Landbúnaðarráðuneytið höf- um við ekki haft áður. Ég tel að þar séu það ekki hin hefðbundnu verk sem skipta mestu þó mikil- væg séu, heldur það tækifæri sem nú gefst til að vinna að grundvall- arbreytingum í landgræðslumál- um, skógrækt og því sem ég vil kalla björgun landsins. Gróður- eyðingin er slík að landið er bók- staflega að hverfa og hér verður að grípa þegar til róttækra ráð- stafana. Álþýðubandalagið hafði forystu í landhelgismálinu árin 1958 og 1971. Þá voru við að bjarga miðunum. Nú tel ég að með inngöngu okkar í landbún- aðarráðuneytið séum við að hefja björgun landsins, og það eigi eftir að verða eitt stærsta verkefni ís- lenskra þjóðmála á næstu árum. Enginn halelújakór Hvaða vonir bindur þú við þetta stjórnarsamstarf og hvers mega menn vænta af Alþýðu- bandalaginu? - Afstaðan til stjórnarþátttöku Alþýðubandalagsins á ekki að birtast í neinum halelújakór, eins og stundum gerðist áður þegar flokkurinn fór í ríkisstjórn, held- ur verðum við öll að temja okkur raunsætt mat, sjá hlutina eins og þeir eru og gera greinarmun á þeim málamiðlunum sem við þurfum að gera í samstarfi við aðra og því sem er stefna flokks- ins. Hins vegar ber ég töluverðar vonir í brjósti til þessa stjórnar- samstarfs. Ég er nokkuð bjart- sýnn og það byggist á þrennu. í fyrsta lagi hefur það alltaf verið megináhersla Alþýðubandalags- ins að reyna að koma á vinstri sinnaðri félagshyggjustjórn í landinu. Þá hefur flokkurinn náð mestum árangri og umskiptin verið mest. í öðru lagi er alveg greinilegt að forystumenn Alþýðu- og Framsóknarflokks hafa orðið fyrir dýrkeyptri reynslu í samvinnu sinni við hægri öflin í landinu. Ég segi ekki að þeir séu albata af þeirri villu sem þeir voru haldnir, en þeir hafa greinilega lært og mér finnst vera nokkuð djúpstæður skilningur hj á þeim á því að hér þurfi að taka upp nýja stefnu. Samvinnan ræður úrslitum í þriðja lagi er það nú svo hvað sem stefnumálum líður, að þá er það samvinna mannanna í ríkis- stjórninni sem getur ráðið úrs- litum. Ég held að sú staðreynd að okkur tókst að mynda þessa ríkis- stjórn á skemmri tíma en nokkru sinni eru áður dæmi um, endur- spegli þá staðreynd að við getum leyst erfið mál, bæði fljótt og vel og af heilindum. Ef slík tök verða á þeim vandamálum sem verða framundan, þá held ég að það ætti að geta verið sæmilega traust. Þar til viðbótar er ljóst að þetta stjórnarsamstarf mun framkalla sterkari andstæður í íslenskri pó- litík en við höfum séð í lengri tíma. Línurnar milli hægri og vinstri, hagsmunaárekstrarnir milli atvinnurekenda og fjár- magseigenda annars vegar og launafólks hins vegar munu verða mun skýrari, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráð- herra og formaður Alþýðu- bandalagsins. -Ig- Fimmtudagur 29. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.