Þjóðviljinn - 29.09.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.09.1988, Blaðsíða 14
„Nú er það svart..." Ekki get ég nú sagt að ég hafi nokkurntíma beinlínis stundað vegavinnu þótt ég legði stundum hönd að því, dag og dag, að ditta að veginum í Hegranesinu. Allt um það hef ég kynnst nokkrum vegaverkstjórum. Að ýmsu voru þeir ólíkrar gerðar en allir hinir mestu kjarnakarlar. Einn þeirra vann mikið að vegagerðáÖxnadalsheiðinni. Verkamenn bjuggu þar í tjöldum, sem reist voru hlið við hlið í Skógarhlíðinni. Til að sjá minntu þau á reisulegan sveitabæ í gömlum stíl, með mörgum hvít- um burstaþiljum. Matast var í all- stórum timburskála. Þar bjuggu einnig verkstjórinn og ráðs- konan. Tíð hafði lengst af verið góð en svo bar það eitt sinn við síðla hausts, að snjóað hafði um nóttina. Þegarverkstjórinnleit út úr skúrnum um morguninn varð honum að orði: „Nú er það svart, maður, alltorðiðhvítt". Þessi orð hins gamla og góða verkstjóra af Öxnadalsheiðinni komu mér í hug er ég sá eftirfar- andi fyrirsögn í Morgunblaðinu: „ByggðastofnunopnaráAkur- eyri. Hátt í 200 boðsbréf aftur- kölluð vegna „óvissu í efna- hagsmálum". Við opnunina áttu einirfjórirfyrirmenn að flytja ræður. Síðan átti að halda veislu og voru um 200 boðnir til þess mannfagnaðar. Telja má líklegt að ræðurnar verði fluttar en af veislunni verður víst ekkert. Já, „nú er það svart, rnaður" ef „óvissan í efnahagsmálunum“ er orðin svo voveifleg við andlát ríkisstjórnar Þorsteins Páls- sonar, að viö getum ekki einu sinnihaldiðveislu. Og nú rifjaðist það upp fyrir mér, að eitt sinn fékk ég, ungur drengur, að vera við brúarvígslu. Verið var að vígja brú á Héraðs- vötnunum (Grundarstokk). Hið eina, sem ég man glöggt frá þessari brúarvígslu, var mann- fjöldinn og söngur „Bændakórs- ins“, sem f rægur var á sinni tíð fyrirfrábæran söng. Auðvitað voru fluttar þarna ræður. En það var engin fyrirmannaveisla. Veitingar voru að sjálfsögðu til reiðu og þeirra gátu allir notið. Það var ekkert því til fyrirstöðu að t.d. Guðjón í Sölvanesi, sem tald- ist þó víst ekki til „toppanna" í mannfélaginu, gæti setið við hlið sýslumannsins. Þvígetur Byggðastofnun ekki haft það bara eins og það var við Grund- arstokkinn í gamla daga? Engin fyrirmannaveisluboð. Veri bara allirvelkomnir. -mhg ÍDAG er 29. september, fimmtudagur í tuttugustu og fjórðu viku sumars, áttundi dagur haustmánaðar, 273. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 7.31 en sest kl. 19.03. Tungl minnkandi á þriðja kvartili. VIÐBURÐIR Haustvertíð hefst. Mikjálsmessa. Fæddur Bólu-Hjálmar 1796. Landsíminn opnaður 1906. Fyrsta konan, Auður Eir, vígð til prests á íslandi 1974. Munchen- arsamkomulagið um T ékkósló- vakíu undirritað 1938. ÞJÓÐVILJINN FYRIR50ÁRUM VerðurTékkóslóvakíasvikin á ný? Hitler, Mussolini, Chamber- lain og Daladier á fundi í dag. Mussolini milligöngumaður Hiti- ers og Chamberlains. Sigrar lýð- ræðið eða fasisminn? 90 mönnum sagt upp í bæjar- vinnunni. Allt í óvissu um atvinnu- bótavinnuna. UM ÚTVARP & SJÓNVARP fj \ minningu lista- manns Rás 1 kl. 15.03 Þann 20. sept. s.l. voru 100 ár liðin frá fæðingu listamannsins Ríkarðs Jónssonar. Af því tilefni tóku þau Þorgeir Ólafsson og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir saman þátt um listamanninn og var honum útvarpað þann 17. þ.m. í þættinum var m.a. rætt við Ríkarður Jónsson. dr. Jakob Jónsson en þeir dr. Jak- ob og Ríkarður voru nákunnugir, og fluttur var þáttur sem Ríka- rður samdi um ævintýralega íta- líuför þeirra félaga, Ríkarðs, Da- víðs skálds frá Fagraskógi og Ing- ólfs læknis Gíslasonar, en þar koma einnig margir fleiri við sögu. Þessi þáttur þeirra Þorgeirs og Ragnheiðar Gyðu verður nú endurfluttur á Rás eitt kl. 15.03 í dag. Hefur ýmislegt verið endur- flutt sem síður skyldi. -mhg Gyöa á Stjörnunni Stjarnan kl. 7-10 Gyða Dröfn Tryggvadóttir gleður hlustendur Stjörnunnar með góðri og fjölbreyttri tónlist á fimmtudagskvöldum milli kl. 7 og 10. Þú heyrir bæði það sem nýjast er af nálinni og gömlu og góðu perlurnar í hæfilegri blöndu. Gyða er einnig í hljóð- stofu Stjörnunnar frá kl. 9 til 12 á laugardagsmorgna og leikur þá af hljómplötum tónlist, sem hæfir helginni og miðlar auk þess upp- lýsingum um þá tónlist, sem flutt er. -mhg Gyða Dröfn Tryggvadóttir. Kóreu- tónlist Rás 1 kl. 20.15. Naumast þarf að minna neinn á ólympíuleikana, sem nú fara fram í Sól, (stafsett eftir fjöl- miðlaframburði) í Suður-Kóreu. í tilefni af þeim verður Tónlistar- kvöld Ríkisútvarpsins að þessu sinni helgað hinni þjóðlegu tón- list Kóreubúa, en hún er sjald- gæft „eyrnakonfekt" norður hér. Jafnframt segir Bergþóra Jóns- dóttir frá tónlistarlífi Kóreubúa fyrr og nú og kynnir hljóðritanir með kóreskum tónlistarmönn- um. -mhg Síðdegis- tónlist Rás eitt kl. 17.03. Það eru þeir Prokofiev, Britten og Stravinsky sem gleðja eyru tónlistarunnenda í síðdegistón- listinni í dag. Fyrst verður flutt Valsasvíta op. 110, eftir Sergei Prokofiev. Skoska þjóðarhljóm- sveitin leikur undir stjórn Neeme Járvi. - Þá koma sex ummyndan- ir eftir Ovid op. 2 fyrir óbó, eftir Benjamin Britten. Arne Aksel- berg leikur á óbó. - Loks er svo „Spilað á spil“, balletttónlist í þrem þáttum eftir Igor Stravin- sky. Fílharmoníusveitin í Rotter- dam leikur, James Colon-stjórn- ar. -mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA Ekki neitt! ég var bara að leita að tannstöngli þegar kraninn sprakk alltíeinu í tætlur, eða þannig... Annars var Kobbi að vesenast með verkfærin þín... ég sagði honum að hætta en hann ansaði því ekki, og...og... / 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.