Þjóðviljinn - 29.09.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.09.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Er frjálshyggjan gjaldþrota? Sigurjón Bjarnason skrifar Þegar þetta er ritaö er lokið fimm ára valdatíma þjóðarleið- toga sem hafa stýrt landinu eftir hörðustu kenningum markaðs- hyggju- Landsmenn hafa nú, upplifað það að vera tilraunadýr frjáls- hyggjunnar og afleiðingarnar eru loksins að líta dagsins ljós. Fjöldagjaldþrot fyrirtækja stórra sem smárra, blasir við. Á þetta við um allar atvinnugreinar jafnt. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn til sumarsins 1983, þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar var nýsest í valdastólana. Boðskapur hennar var: Niður með verðbólg- una, atvinnulífð á traustan grunn. Aðgerð nr. 1 var að skerða laun landsmanna með einu pennastriki um fjórðung. Fyrir utan það að aðgerð þessi hreif ekki nema gagnvart hinum Iægst launuðu, gat þetta þjóðráð nr. 1 ekki gilt nema í fáa mánuði. Skammt reyndist í skærur á vinnumarkaði og að lokum tók- ust samningar um að skila launþegum hluta af því sem þeir höfðu lagt að mörkum til að „treysta atvinnulífið". Samning- ar þessir giltu þó varla nema 1 dag, því að fyrsta virkan dag eftir að þeir voru gerðir var gengi krónunnar fellt um 10% og um- samdar kauphækkanir þar með þurrkaðar út. Næst þegar gengið var til samn- inga hafði því launaþega- hreyfingunni lærst það að samn- ingar um beinar kauphækkanir höfðu ekkert gildi. Næsta samn- ingalota var þvf fólgin í miklum leik með vísitölur alls konar og verðbólguspár. Útkoman úr þeim talnagaldri voru „bílasamn- ingarnir alræmdu" þegar fram- færsluvísitalan var greidd niður af ríkissjóði í formi tollalækkanna og innflutningur á alls konar drasli varð hömlulausari en nokkru sinni fyrr. Erlendir at- vinnurekendur græddu en sam- eiginlegir sjóðir landsmanna blæddu. Petta var á árinu 1986 og farið að líða á kjörtímabilið. Um þetta leyti er að upphefjast eitt mesta góðæri sem yfir þjóð- ina hefur dunið, og að vori 1987 réttu launþegar nokkuð hlut sinn, enda skammt til kosninga. Ekki er hægt annað að segja en að góður rómur kjósenda hafi þá verið gerður að stefnu fráfarandi ríkisstjórnar. Hún naut fylgis meirihluta kjósenda, en einn stjórnarflokkanna hafði að vísu orðið svo óheppinn að missa eina fjölskyldu útbyrðis. Var þetta það mikil blóðtaka að Sjálfstæð- isflokkurinn treysti sér ekki til að standa áfram að samstarfi við Framsókn án frekari stuðnings. En það er önnur saga. Góðærið hélt áfram að flæða yfir landið, þangað til á þessu ári. Og í dag má segja að það sé alveg liðið hjá, án þess þó að hægt sé að segja að harðæri hafi gengið í garð. En hvað má þá segja um at- vinnuvegina sem hafa verið augasteinn stjórnarherra undan- farin 5 ár. Meðöl frjálshyggjunn- ar hafa nú verið notuð árum sam- an, og með góðærið í kaupbæti ætti ástandið ekki að vera svo slæmt, eða hvað? Kjaraskerðing, frjálst verðlag, frjálsir vextir, óheftur innflutn- ingur lánsfjármagns, skefjalaus hermangsgróði, samdráttur í um- svifum hins opinbera, sala ríkis- fyrirtækja. Allt átti þetta að stöðva verðbólguna og koma skikk á rekstur fyrirtækja. En... það er eins og meðölin hafi ekki almennilega virkað. í stað þess að sjúklingarnir frá 1983 séu nú hinir hressustu og allt í góðum gangi, hrjá þá nú ótal kvillar. „Væri þá ekki ráð að auka frelsið enn frekar?" gæti einhver spurt. Svör við því eru fá, því nú má bókstaflega allt í vaxta- og verð- lagsmálum. Aðeins er eftir að heimila útlendingum að kaupa upp íslensk fyrirtæki ef þeir kæra sig um. En eitthvað virðist slík ákvörðun standa í mönnum, þó slíkt hafi auðvitað verið til um- ræðu. Auðvitað var stefna ríkis- stjórnar Steingríms Hermanns- sonar hreinn óskapnaður frá upp- hafi til enda. Auðvitað hækkuðu vextir þeg- ar ekki mátti stjórna þeim. Auðvitað hækkaði verðlag þegar það var gefið frjálst. Auðvitað bauð þetta, ásamt al- mennri kjaraskerðingu, upp á stóraukið misrétti á öllum svið- um. Auðvitað dró aukið frelsi í við- skiptum alls ekki úr eyðslu lands- manna, heldur þveröfugt. En þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir stendur önnur miklu sorglegri staðreynd ennþá óhögg- uð. Stór hluti þjóðarinnar trúir því enn að áframhaldandi frjáls- hyggja hefði átt eftir að færa okk- ur gull og græna skóga, ef hún aðeins hefði fengið að blómstra pínulítið lengur. Margir munu trúa því að Þor- steinn Pálsson hafi fengið öll tromp á hendina þegar þeir Jón Baldvin og Steingrímur lögðu niður rófuna og Iurfuðust úr stjórninni. „Aumingja maðurinn fékk ekki einu sinni umræðu um sfnar snjöllu tillögur" segja frjáls- hyggjudindlar. Þrátt fyrir stjórnarslit sitja postular frjálshyggju í fjölmörg- um valdamiklum embættum. Og það er með frjálshyggjuna eins og önnur trúarbrögð, hún er blind. Klerkar hennar, málsvarar taumleysis á öllum sviðum munu vaða uppi á næstu vikum. Nýjum stjórnarherrum verður kennt um ófarir fyrirtækja sem fyrirsjáan- lega munu kveðja þetta líf á næst- unni. Atvinnuleysið sem kemur í kjölfarið mun þá verða vinstri mönnum að kenna. Enginn fær að vita að viðskilnaðurinn eftir frjálshyggjuna bauð ekki upp á annað. íslendingar eiga því á hættu að ganga í gegnum slíkt ævintýri á nýjan leik einhvern tíma á næstu árum, ef þjóðinni verður ekki kynntur rækilega í ræðu og riti sá arfur sem við sitjum uppi með í dag. Látum sporin hræða, annars er hætt við að stjórnleysið berji að dyrum á nýjan leik, og þá er ekki víst að við höfum efni á öðrum slíkum Hrunadansi. Sigurjón er bókari og bæjarfull- trúi á Egilsstöðum. „íslendingar eiga því á hœttu að ganga ígegn um slíkt œvintýri á nýjan leik einhvern tíma á nœstu árum, efþjóðinni verður ekki kynntur rœkilega í rœðu og riti sá arfur sem við sitjum uppimeð ídag.“ Frumburðairéttinn fyrir baunadisk? Gestur Guðmundsson skrifar Þegar stjórnarmyndunarvið- ræðum um vinstri stjórn lauk í bili um helgina, hafði í raun ekki brotið á neinum afgerandi mál- efnaágreiningi enn. Þannig var til dæmis augljóst að Alþýðubanda- lagið var reiðubúið til undanslátt- ar í ýmsum grundvallaratriðum til þess að ná þeim árangri að skapa vinstri stjórn og hefja af- gerandi straumhvörf í íslenskum stjórnmálum. Á miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins um helgina virtust flestir tilbúnir að fallast á þessa stefnu sem forysta flokksins hafði mótað í erfiðum stjórnarmynd- unarviðræðum undir miklum þrýstingi frá því alvarlega ástandi atvinnu- og efnahagslífs sem rík- isstjórn Þorsteins Pálssonar ber ábyrgð á. Menn áttu erfiðast með að sætta sig við að stjórnin myndi framlengja það afnám samnings- réttar sem ríkisstjórn beitti sér fýrir í dauðateygjunum, og skel- eggur minnihluti miðstjórnar vildi engan veginn hvika frá stefnu flokksins í þessu máli held- ur gera það að úrslitaatriði í við- ræðunum, en vitað var að sú af- staða myndi kollvarpa stjórnar- mynduninni. Þessa stöðu bar allt of brátt að, því að almennir Alþýðubanda- lagsmenn hefðu þurft að eiga þess kost að ræða ítarlega, hvern- ig haldið skuli á stefnuatriði flokksins um frjálsa samninga og hvort það atriði sé hafið yfir málamiðlanir. Nú er það svo að samningsrétt- ur verkalýðsfélaga er grundvall- aratriði í þjóðfélagsgerð okkar. Á síðustu öld sýndi Karl Marx ljóslega fram á, hvers vegna sá réttur er nauðsynlegur; að öðrum kosti myndi samkeppni einstakra vinnuaflsseljenda þrýsta launum langt undir framfærslumörk og hagkerfi auðvaldsins myndi í raun grafa undan sjálfu sér. Jafn- framt er þessi réttur helsta við- spyrna alþýðunnar í sókn hennar til betri þjóðfélagsgerðar. Frá því að barátta fyrir samn- ingsrétti hófst, hefur þessi megin- regla verið útfærð á mismunandi vegu og margar málamiðlanir gerðar. Einstök verkalýðsfélög hafa í vaxandi mæli afsalað sér samningsrétti sínum til sambanda og ýmiss konar samflots. Ríkið hefur sett vinnulöggjöf, sem hef- ur skapað samningum ákveðnar leikreglur. í því sambandi er vert að minnast á að þegar íslenska vinnulöggjöfin var sett 1938, börðust kommúnistar á móti henni sem skerðingu á samnings- rétti, en örfáum áratugum síðar börðust gamlir kommúnistar eins og Eðvarð Sigurðsson manna harðast gegn breytingum á þess- ari vinnulöggjöf og töldu hana í raun ágæta viðspyrnu í kjarabar- áttunni. Víða erlendis hefur samnings- rétturinn verið njörvaður svo kirfilega niður í net laga og stofn- ana, að starfsmenn einstakra vinnustaða eða félagar í sama verkalýðsfélagi hafa í raun engin tök á honum, heldur hefur hann verið færður inn í völundarhús skrifræðis og enginn veit al- mennilega hver fer með hann - forysta Alþýðusambandanna, stjórnmálamenn, hagsýslustjórn- endur, ósýnileg hönd markaðar eða alþjóðlegar stofnanir á borð við Efnahagsbandalag eða Al- þjóða gjaldeyrissjóðinn. Þannig er ástandið til dæmis á Norður- löndum, þar sem nær öll raun- veruleg kjarabarátta er umsvifa- laust dæmd brot á samningum og þeim leikreglum um samninga sem verkalýðsforystan hefur fal- list á. Á síðustu áratugum hefur ís- lenskt ríkisvald hvað eftir annað svipt launþega samningsrétti, ýmist beint eða óbeint. Þegar ríkisstjórnir bíða eftir kjarasamn- ingum og grípa svo jafnskjótt til efnahagsaðgerða sem ógilda nið- urstöður þeirra, hafa þeir í raun svipt menn samningsrétti. Við slíkar aðstæður er formlegur samningsréttur jafn lítils virði og kosningaréttur í löndum þar sem aðeins er boðið upp á einn kost. Sósíalistar hljóta að stefna að því að samningsrétturinn tryggi aðstöðu einstakra launþegahópa - í einstökum starfsstéttum og á einstökum vinnustöðum - til að hafa víðtæk áhrif á umhverfi sitt og kjör. Þessi áhrif þurfa að vera þess eðlis að hver einstakur finni fyrir aðild sinni að þeim en hafi ekki afsalað þeim í hendur fá- mennra umboðsaðila, stjórnmálamanna eða sérfræð- inga. Þótt íslensk alþýða hafi ekki misst samningsréttinn í sama mæli og stéttarbræður okkar í nágrannalöndunum, hefur hann færst langt frá markmiðum okk- ar. Á meðan þjófélagið hefur á suman hátt þróast til aukins lý- ræðis, hefur þróun verkalýðs- hreyfingarinnar stefnt í þveröfu- ga átt (ég er ekki að tala um svik einstakra foringja, heldyr félags- lega þróun, sem á marga áhrifa- þætti). Einstaka verkalýðs- foringjar fara með víðtækt um- boð til samninga, sem eiga sér stað í flóknu og ógagnsæju leikkerfi. Full ástæða væri til að fara ítarlegar út í núverandi stöðu samningsréttar, en þessi atriði ættu að nægja til að sýna fram á að núverandi ástand er ekki heil- agt, heldur þurfa sósíalistar að vinna að lýðræðisþróun á þessum vettvangi sem fleirum. Við þessar aðstæður er flokkur íslenskra sósíalista spurður að því hvort hann vilji taka þátt í að framlengja afnám samningsréttar um nokkra mánuði, gegn því að setjast í stjórn sem hefur marga burði til þess að skapa straumhvörf í íslenskum stjórnmálum. Ég vil leyfa mér að halda því fram að við þeirri spurningu sé ekkert einfalt svar. Ánnars vegar hljótum við að spyrja okkur að því, hvort ein- mitt nú sé runnin upp sú stund að við föllumst ekki á fleiri mála- miðlanir varðandi samningsrétt og möguleika verkafólks til að hafa áhrif á umhverfi sitt og kjör, mannsfórnin sé í raun þess eðlis að hún skemmi enn frekar fyrir stöðu okkar og umbjóðenda okk- ar. Eftir töluverða yfirlegu hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Alþýðubandalagið breyti rétt með því að taka þátt í vinstri stjórn á þeim grundvelli sem fyrir liggur. Á hinn bóginn verði flokkurinn að taka það skýrt fram að hann hafi látið undan í grund- vallaratriði og hyggist efna til nýrrar sóknar í því grundvallar- atriði á mörgum vígstöðvum. Við viljum ekki bara vernda samningsréttinn eins og hann er, heldur gera hann lýðræðislegri og skerða möguleika ríkisvalds og annarra aðila til að ræna honum af okkur. Þá skiptir það engu minna máli að með því að fórna samningsréttinum um stund sé ekki einungis forðað einhverju enn verra en þeirri 5% kjara- skerðingu sem blasir við, heldur að tryggt verði að láglaunafólk endurheimti kaupmáttinn á fyrri hluta næsta árs og að hann aukist síðan verulega. Með þessum skil- yrðum um störf væntanlegrar rík- isstjórnar er hægt að fallast á' stjórnarþátttöku Alþýðubanda- lagsins. Ég er líka reiðubúinn að breyta þessari afstöðu, ef sterk rök koma fram um það, að stórsókn- arfórnin sé annað hvort of stór, eða hún færi okkur ekki þann ár- angur sem henni er ætlað að færa. Á þessum nótum verða Alþýðubandalagsmenn að ræða saman á þessum örlagaríku dög- um, í stað þess að hlaupa ofan í skotgrafir og loka öllum skilning- arvitum, hvora afstöðuna sem menn hafa tekið á undanförnum dögum. Gestur Guðmundsson skrifar viku- legar greinar i Þjóðviljann „Við hljótum að spyrja okkuraðþví, hvort einmitt nú sé runnin upp sú stund að við föllumst ekki áfleiri málamiðlanir varðandi samningsrétt og möguleika verkafólks til að hafa áhrifá umhverfi sitt og kjör. “ Fimmtudagur 29. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.