Þjóðviljinn - 29.09.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.09.1988, Blaðsíða 6
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Erfið ákvörðun Það var síður en svo sjálfsagt mál fyrir Alþýðubanda- lagið að ákveða að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs við Alþýðuflokk og Framsóknarflokk því að öllum Alþýðu- bandalagsmönnum er Ijóst að stefna ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar getur aldrei orðið í fullkomnu sam- ræmi við stefnu Alþýðubandalagsins. í veigamiklum mál- um hlýtur hún að ganga þvert á stefnu flokksins. En AljDýðubandalagið hefur núna ekki nema átta menn á alþingi og verður því að hlíta því að geta ekki komið sínum málum þar fram nema með samstarfi við aðra flokka. Alþýðubandalagið hefur rekið einarða pólitík sem hefur verið í skýrri andstöðu við fráfarandi ríkisstjórn, en með takmörkuðum þingstyrk sínum hefur flokknum ekki gengið sérstaklega vel að umbreyta þjóðfélaginu eftir sínu höfði. í veigamiklum málum hafa sjónarmið verkalýðshreyf- ingarinnar og Alþýðubandalagsins fylgst að eins og sést á háværri gagnrýni frá báðum aðilum sem dunið hefur á fráfarandi ríkisstjórn. í þeim efnum hafa rök verkalýðs- hreyfingar og Alþýðubandalagsins oft verið býsna keim- lík. En staða verkalýðshreyfingarinnartil að andæfa gegn ágangi fjandsamlegs ríkisvalds hefur heldur ekki verið mjög sterk síðustu misserin. Sameiginlegur þrýstingur frá samtökum launamanna annars vegar og róttækum stjórnmálaflokkum hins vegar hefur því ekki verið mjög þungur. Vígstaðan til að þoka þjóðfélaginu inn á brautir félagshyggju og aukinnar samhjálpar hefur því miður ekki verið mjög traust. Við þessar aðstæður þurftu Alþýðubandalagsmenn að meta hvort flokkur þeirra ætti að taka þátt í ríkisstjórn með Alþýðuflokki og Framsóknarflokki. Þótt þessir flokkar geti státað af verulegri félagshyggju í stefnuskrám sínum og séu í upphafi báðir stofnaðir á grunni róttækrar umbóta- hyggju, þá er Ijóst að forsvarsmenn þeirra eru á ýmsum sviðum hallir undir hugmyndir sem eru órafjarri stefnu AljDýðubandalagsins. Þetta kom vel fram í fráfarandi ríkis- stjórn þar sem þessir tveir flokkar áttu meirihluta ráðherr- anna. Alþýðubandalagsmenn hlutu samt að reyna hvort til væri einhver samvinnugrundvöllur og meta hverjar væru þær lágmarksáætlanir um aðgerðir sem unnt væri að samfylkja um með Alþýðuflokki og Framsóknarflokki. Það þurfti líka að meta hvort í þeim grundvelli væru einhver þau atriði sem útilokuðu þátttöku Alþýðubandalagsins. Þessi mál voru tekin til umræðu á löngum miðstjórnar- fundi Alþýðubandalagsins um síðustu helgi. Og enn var miðstjórn kölluð saman síðastliðið þriðjudagskvöld til að taka endanlega afstöðu til þess hvort af þessari ríkis- stjórnarsamvinnu yrði. Oft er um það rætt að veigamiklar ákvarðanir í pólitískum flokkum séu ekki teknar á lýðræð- islegan hátt. Ljóst er að sú lýsing á ekki við vinnuaðferðir Alþýðubandalagsins. í miðstjórninni sitjatöluvertáannað hundrað atkvæðisbærir menn og oft sátu mun fleiri fund- inn. Ákvörðun miðstjórnarmanna um ríkisstjórnarþátttöku var tekin að vel athuguðu máli. Því hefur síður en svo verið haldið leyndu hvað það var sem mest vafðist fyrir miðstjórn Alþýðubandalagsins. Það var fyrst og fremst samningsrétturinn. Mörgum þótti erfitt að kyngja því að samstarfsflokkarnir vildu ekki sam- þykkja að verkalýðshreyfingin fengi samningsréttinn aftur nú þegar. En eftir að nokkrir framámenn í verkalýðshreyf- ingunni höfðu lýst því yfir að þeir gæfu lítið fyrir samnings- réttinn, var staðan mjög erfið. Niðurstaða miðstjórnar þýðir að sjálfsögðu ekki að Al- jjýðubandalagið telji samningsréttinn engu skipta. Hún er til marks um að Alþýðubandalagið telur rétt að reyna að styrkja stöðuna á öðrum veigamiklum punktum víglínunn- ar þrátt fyrir það að afnámi samningsréttarins fáist ekki létt af fyrr en í febrúar. ÓP KLIPPT OG SKORIÐ Prjár góðar fréttir Hve oft leggur lesarinn ekki frá sér blaðauppskeru dagsins og hristir hausinn mæddur og dregur saman inntak frétta og greina með sígildu svartagallsrausi. Illt er það allt og bölvað, skítt veri með það og svei því. Og þykir honum sem engar fréttir séu sagðar nema illar og að ekkert gerist nema illt eitt og að samtímasagan greini ekki frá öðru en hningun og hruni allra skapaðra hluta. En nú brá svo við í gær, að þessi Klippari hér sá í blöðum þrjár fyrirferðarmiklar alþjóðlegar fréttir, sem allar eru heldur góðar og uppörvandi - eins þótt tilefni þeirra sé ískyggilegt. Þær birtust í Morgunblaði og Þjóðvilja og fjalla allar um það að áhrifamenn og oddvitar þjóða taki nauðsyn þess að verja náttúr- una og umhverfi mannsins fram yfir vígbúnað, bankavexti og við- skiptafrelsi. Og láti guð gott á vita. Samviskubit Alþjóðabankans Tvær fréttirnar eru á forsíðu Morgunblaðsins. Hin efri greinir frá því, að Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, hafi sett ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og Alþjóðabankans í Berlín með því að skora á allar þjóðir að „grípa til tafarlausra aðgerða gegn gróðureyðingu og meng- un“. Svona tal getur vissulega verið vinsældabragð klóks stjórnmálamanns, sem ekki fylgir alltof mikil alvara. En það ber því vott að einnig Helmut Kohl hefur áttað sig á því hverjum klukkan glymur. Og það er um leið þar- flegt tímanna tákn, að alþjóð- legar peningastofnanir, sem hafa einkum gegnt því hlutverki að breiða út um heimsbyggðina framfaraskilning vestrænna, kap- ítalískra iðnríkja, skuli nú heyra inngönguvers um nauðsyn jafn óútreiknanlegrar „fj árfestingar" og aðgerða gegn gróðureyðingu og mengun. Reyndar er það haft fyrir satt, að ef þeir víxlar sem iðnríkin slá hjá náttúrunni með meðferð sinni á mold, gróðri, lofti og vatni, væru reiknaðir með fullum skilavöxtum, þá mundi kapítalisminn hrynja - og drægi líklega með sér flest annað í fall- Gosdósirnar og frelsið Önnur forsíðufrétt í Morgun- blaðinu var reyndar enn merki- legri, en þar greinir frá því að Evrópudómstóll sá sem fjallar um það, hvort menn syndgi gegn heilögu markaðsfrelsi, hafi kveð- ið upp úrskurð sem þýði að „Um- hverfismál eru þyngri á metunum en frjáls verslun“. Ja, mikill er andskotinn. Hvað hefði Friedman sagt? Fréttin segir að dómstóllinn hafi úrskurðað „að dönsk löggjöf sem bannar notkun einnota drykkjaríláta sé fyllilega réttmæt ráðstöfun til verndar um- hverfinu. Framkvæmdanefnd Evrópubandalagsins hafði kært danska þingið og beitt sér gegn þessum lögum á þeirri forsendu að þau hindruðu frjálsa verslun innan bandalagsins. Samkvæmt dönskum lögum frá 1981 er skylt að selja bjór og gosdrykki í marg- nota umbúðum gegn skilagjaldi." Með þessum úrskurði er vitan- lega gefið stórmerkilegt fordæmi, sem við skulum vona að muni miklu ráða í mengaðri og forpest- aðri Evrópu á næstunni. Um leið minnir þetta mál okkur íslend- inga á það, að firnaþröngt verður fyrir dyrum hjá smáþjóðum sem ganga inn í Heilagsandabandalag frjálsrar verslunar í Evrópu - ef þær mega ekki einu sinni hafa sína einkastefnu í gos- og bjór- málum án þess að vera dregnar fyrir dómstóla. Feigðarfé til um- hverfisverndar Hin þriðja fréttin var í Þjóð- viljanum og segir frá ræðu sem sovéski utanríkisráðherrrann, Shevardnadze, hélt á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna. Þar er eftir honum haft, að umhverf- isspjöll ógni mannkyni í svipuð- um mæli og kjarnorkuvopn og séu þetta stórmál sem ýti til hliðar spurningum um hernaðarblakkir og hugmyndakerfi. Því skorar hann á Bandaríkin að vera með í samkomulagi um „að leggja fjöl- margar rándýrar hernaðarfram- kvæmdir fyrir róða og láta féð sem aflögu verður renna í sjóð sem alþjóðleg umhverfisverndar- samtök fengju til umráða í því augnamiði að tryggja öryggi lífr- íkisins.“ Um þetta má vitanlega segja eins og margt annað: ekki vitum við hvað úr verður. En þörf er þessi ræða vafalaust og minnir á þá ágætu þróun að menn hafa orðið þessir varir í vaxandi mæli að undanförnu, að talsmenn stór- velda eins og skammist sín fyrir allt hernaðarbruðlið. Það er far- inn mestallur vindur meira að segja úr óforbetranlegustu tals- mönnum og gróðapungum Stjömustríðsins hans Reagans, varla það þyki í húsum hæft lengur. Þetta voru semsagt þrjár gæfu- legar fréttir á einum degi og von- andi halda menn svo fram stefn- unni sem byrjað er. Ekki mun af veita: við minntumst á það í upp- hafi að tilefni hinna góðu frétta er ískyggilegt. Mengun og umhverf- isspjöll eru því miður orðin mál mála, og margskonar gróðasjón- armið og önnur sérgóð skammsýni hafa skotið raunhæf- um gagnaðgerðum á frest - svo lengi reyndar, að til eru þeir sem segja að nú þegar sé allt um seinan. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritatjórar: Ámi Bergmann, MörðurÁrnason, OttarProppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, HeimirMár Pótursson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson. SigurðurÁ. Friðþjófsson, Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkaiestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Utlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifatofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Ðárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglý8ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.