Þjóðviljinn - 29.09.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.09.1988, Blaðsíða 9
Selma Dóra Þorsteinsdóttir Setjum á oddinn launamálin og að skapaður verði stöðugleiki í mannahaldi Síðustu ár hefur hlutfall fóstra af starfsfólki dagvistarheimila farið lækkandi og var það komið niður í 34,8% árið 1986. Af 1.215 stöðugildum á dagvistarstofnun- um um land allt voru 423 mönnuð fóstrum. Til samanburðar voru 344 fóstrur í 848 stöðugildum árið 1981, eða 40,6% starfsmanna. Selma Dóra Þorsteinsdóttir, formaður Fóstrufélags íslands, var innt eftir því hver væri skýr- ingin á þessari þróun. - Því er ekki að leyna að fjöldi útskrif- aðra fóstra hefur ekki haldist í hendur við uppbyggingu dagvist- arheimila, frá um 1980 og fram undir þetta. Það hefur dregið verulega úr uppbyggingunni núna, en hún var hröð frá 1980- 82. Það var ekki brugðist við og reynt að auka á aðsókn í Fóstru- skólann, en það er ekkert sem segir að skólinn geti ekki tekið fleiri nemendur ef þannig er að honum búið. - Síðustu 2-3 ár erum við að finna fyrir því, að það er aukinn flótti úr stéttinni. Alltaf stærri og stærri hópur sem íhugar að fara og fer í önnur störf, sagði Selma Dóra og lét þess getið að fljótlega yrðu birtar niðurstöður könnun- ar, sem Fóstrufélagið hefur gert á störfum og stöðu fóstra. Hún sagði að flóttann úr stétt- inni mætti rekja til launa og að- búnaðar og tiltók nýlegt dæmi um fóstru, sem skipti yfir í starf í bakaríi og hækkaði við það um 10-15 þúsund i launum. Varð- andi aðbúnað nefndi hún að dag- vistarheimilin væru mjög mis- jafnlega búin til að þar væri hægt að reka eitthvert skynsamlegt uppeidisstarf. - Síðan eru hlutir eins og viðverutíminn í barna- hópnum, sem er mjög langur. Oft er bent á mismun milli fóstra og kennara í því sambandi. Undir- búningstíminn til að skipuleggja þetta uppeldisstarf, sem er í al- gerri mótun í þessu þjóðfélagi, hann er bara til hlæja að. Þrír tímar á viku. Ekki síst nú, þar sem fóstrur hafa í auknu mæli þurft að nota þennan tíma til að þjálfa nýtt starfsfólk. - Við setjum launamálin og að það verði skapaður stöðugleiki í starfsmannahaldi á oddinn, sagði Selma Dóra og taldi að óstöðug- leikinn í mannahaldi ætti ekki síður en launin þátt í því að fóstr- ur væru í auknu mæli að velta fyrir sér að ganga úr því ævistarfi, sem þær hefðu valið sér. - Fóstr- ur hafa ekki lengur þrek til að standa frammi fyrir börnum og foreldrum og bjóða upp á þennan aðbúnað. Alltaf með óvant fólk eða ekkert. Ætti að vera auðveldara að semja nú í vor ákváðu fóstrur að gera Fóstrufélag íslands að sérstöku stéttarfélagi, en áður voru þær dreifðar í hinum ýmsu félögum starfsmanna ríkisins og bæjarfé- laga. Selma Dóra var spurð hvort fóstrur teldu sig nú eiga meiri möguleika á að bæta kjarasamn- inga sína. - Við ákváðum náttúrlega að gera þetta félag að stéttarfélagi í þeirri trú, að viðsemjendur ættu auðveldara með að semja við okkur. Stjórnvöld hafa hvað mest skýlt sér á bak við það, að ekki sé hægt að semja við okkur því þá komi allir hinir. Nú erum við búin að leysa það vandamál fyrir viðsemjendur okkar. - Við erum sannfærðar um að við komum til með að ná fram ýmsum sérhagsmunamálum er eingöngu varða þessa stétt, en ekki strætisvagnabílstjóra eða einhverja aðra. Það hefur verið erfitt að koma með þessi mál í kröfugerð, vegna hinna ólíku hópa sem unnið hafa að henni. Selma Dóra taldi ekki síður þörf á að endurskoða launamál aðstoðarfólks á dagvistarheimil- unum, til að draga úr óstöðug- leika í starfsmannahaldi. - Þá er ekki verið að tala um 1-2 launa- flokka, heldur þarf gjörsamlega að endurskoða launamál, vinnu- tíma og vinnuskilyrði hjá bæði fóstrum og aðstoðarfólki, ef það er ósk þjóðarinnar að halda uppi einhverju skynsamlegu starfi. Þetta er búið spil eins og það er í dag. Skilningur en kjarkinn vantar Selma Dóra taldi erfitt að henda reiður á hvort skilningur væri á því uppeldisstarfi sem fram fer á dagvistarheimilum, meðal þeirra sem ráða ferðinni. - Á hátíðarstundum er rætt um mikil- vægi þessara stofnana og að þessi stétt lifi í landinu. í raunveruleik- anum er tæplega hægt að sjá mik- inn vilja. Eins og ég þekki best til í borgarkerfinu í dag finnst mér þó vera ákveðinn skilningur á því, að hlúa þurfi að þessu starfi. Hjá Dagvist barna fannst henni helst vera vilji til að bæta aðbúnaðinn, t.d. húsnæði og vinnutíma. - Hins vegar hvað varðar þessi launamál, sem við teljum meginorsök vandans, þá er ákveðinn skilningur á því að þetta eru smánarlaun og ekki þol- andi. En þegar kemur að því að gera eitthvað, þá brestur fólk kjark. Það er eins og fólkið sé í einhverri klemmu með að fylgja í raun sínum eigin skoðunum. Fóstruliðanám og fóstruháskóli Nefnd á vegum menntamála- ráðuneytisins, vinnur nú að hug- myndum um breytingar á námi þeirra er stunda uppeldisstörf. Að sögn Selmu Dóru hefur Fóstrufélagið lagt til að farið verði að mennta aðstoðarfólk á dagvistarheimilum og er í því sambandi talað um að bjóða upp á fóstruliðanám í fjölbrauta- skólum. Hún varaði við því við- horfi, að það yrði einhver alls- herjar lausn á starfsmannavand- anum að mennta unglinga til að- stoðarstarfa. Fleira þyrfti að koma til. Fóstrur leggja einnig áherslu á að Fóstruskólinn verði settur á háskólastig. - Dagvistaruppeldi er orðið ein fræðigrein, sem kennd er sérstaklega við fóstru- háskóla erlendis. Þá hafa kennar- ar möguleika á að stunda rann- sóknir, en rannsóknaþátturinn er algerlega fyrir borð borinn á meðan skólinn er ekki viður- kenndur sem háskóli. Það er smánarlega lítið, sem lagt hefur verið af peningum til þess að vinna að íslenskum rannsóknum um forskólauppeldi, sem tengjast þá okkar sérmenningu, tungu- máli og fleiru. mj 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. september 1988 Dagvistarmál Vandim látinn hramast upp Sífellt erfiðara að fá starfsfólk og biðlistar eftirplássi lengjast. Ástandið einna verst í Reykjavík Flestir eru sammála um að eitthvað verði að gera til að bæta dagvistarmál í landinu, til að koma til móts við þær breytingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu. Nú eru um 80% íslenskra kvenna komnar út á vinnumarkaðinn og þó margar þeirra kysu eflaust að vera heima hjá börnum fyrstu árin, hefur þróunin orðið sú að tekjur eins aðila duga í fæstum tilfellum til að framfleyta fjöl- skyldu og atvinnulífið getur ekki án starfskrafta kvenna verið. Fjöldi einstæðra foreldra á ekki annarra kosta völ en að fela öðrum umsjá barna sinna stóran hluta dagsins. Þeir töldust vera um 9.400 árið 1986 og hafa vafa- laust átt mörg börn á forskóla- aldri. Sama ár var rými á dagvist- arheimilum fyrir um 9.900 börn undir 6 ára aldri. Eins og langir biðlistar eftir dagvistarplássi sýna hefur upp- byggingin ekki verið í takt við þessa þróun. Biðlistarnir sýna heldur ekki raunverulega þörf, því fyrir aðra en forgangshópa er varla nokkur von að fá inni á dag- heimilum með heilsdagsvistun og skóladagheimili. Síðustu ár hefur síðan reynst sífellt erfiðara að manna þær dag- vistarstofnanir sem þó eru til f landinu. Fóstrustörf flokkast undir umönnunarstörf sem konur hafa sinnt kauplaust í gegnum tíðina og einhver tregða virðist vera hjá þeim sem um stjórnar- taumana halda að gera sér ljóst, að úti á vinnumarkaðnum vilji fólk fá þessi störf metin til launa á við önnur mikilvæg störf. Um 450 rými ónýtt í Reykjavík Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur 15. september, lögðu fulltrúar stjórnarandstöð- unnar fram tillögu um að tafar- laust yrði gripið til aðgerða, til að leysa það neyðarástand sem ríkir í dagvistarmálum vegna skorts á starfsfólki. í máli Krístínar Á. Ólafsdótt- ur, Alþýðubandalagi, kom fram að í undangenginni viku var ekki hægt að vista börn í um 450 rými á dagvistarheimilum borgarinnar vegna skorts á starfsfólki. Alls eru um 4.100 rými á vegum borg- arinnar og því yfir 10% þeirra, sem standa auð. Starfsfólk vantar í rúmlega 70 stöðugildi, en í raun þýðir það mun fleira fólk. Meðan þetta alvarlega ástand ríkir, hafa biðlistar ekki verið lengri. Þann 1. september biðu rúmlega 2.000 börn eftir að kom- ast að og hafði fjölgað um 100 á biðlistum frá því um áramótin. Dagmæðrum á skrá hefur á sama tíma fækkað og fleiri þeirra vilja einungis taka að sér bamagæslu í hlutastarfi. Kristín benti á að við þessar aðstæður væri mikill þrýst- ingur á dagmæðrakerfið og alltaf hætta á að vistuð væru fleiri börn en leyfi segði til um. Auk þess væri dagmæðrakerfíð oft ótrygg vistun fyrir foreldra. Þvf til stuðn- ings tók hún dæmi af eins og hálfs árs bami einstæðrar móður, sem var að byrja í vist hjá þriðju dag- mömmunni á sínum stutta ævi- ferli. Tillaga stjórnarandstöðunnar fólst í því að veita allt að 35 milj- ónum króna til að laða að mann- skap í störf á dagvistarheimilum og halda þeim sem fyrir eru. Mikil hreyfíng er á starfsfólkinu og í fyrra hættu 426 störfum, sem er um 60% af starfsfólkinu. Hæstu laun tæp 70 þúsund Sem dæmi um þau laun sem fólki á dagvistarheimilum bjóð- ast í dag, þá eru byrjunarlaun 23 ára starfsmanns tæpar 40 þúsund. Þeir sem eru 16-17 ára fá allt nið- ur í 34 þúsund. En það em ein- mitt mest ungar stúlkur og mæð- ur ungra barna, sem helst forvitn- ast um störf hjá Dagvist barna. Margar segjast því miður ekki hafa efni á að taka starfið er launin em nefnd, sagði Kristín. Byrjunarlaun fóstm em um 45.000 krónur og bætast um 4.000 við ef viðkomandi er deildar- fóstra, eins og algengast er í starfsmannaskortinum. For- stöðumenn á stærstu heimilun- um, með fullan starfsaldur og framhaldsmenntun komast upp í tæplega 70 þúsund á mánuði. Aðstoðarfólki á Sóknartöxtum hefur verið boðið upp á 3 nám- skeið, sem hækka viðkomandi um 5 launaflokka. í sumar var síðan boðið upp á sameiginlegt námskeið fyrir alla starfsmenn heimilis, en engin hækkun fékkst út á þau. Kristín talaði um að eitthvað af því fé, sem stjómar- andstaðan í borgarstjórn vildi veita í starfsmannahaldið, mætti nota til að meta þetta námskeið og einnig námskeið sem fóstrur hafa sótt. Auk þess mætti endur- skoða vinnufyrirkomulag, fjölga tímum til undirbúnings og endur- meta umbun fyrir álag á undir- mönnuðum deildum. í máli sínu kom Kristín inn á það, að nú væri verið að leita lausna til að bjarga undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar og sagðist hún telja þann vanda, sem snéri að börnum þessa lands jafnvel enn hættulegri undirstöðunni. Með því að horfa framhjá sí- aukinni þörf á góðri dagvistun fyrir börn útivinnandi foreldra, væri verið að bjóða heim hætt- unni á auknum félagslegum vandamálum. - Það er hlutskipti fjölda ungra barna að tætast úr einni vist í aðra. Það á ekki að líða og getur beinlínis verið hættu- legt, sagði Kristín og benti á að samanburður milli tímabila sýndi mikla fjölgun erfiðra bama- vemdunarmála á þessum áratug. - Erfiðleikamir eiga enn eftir að aukast ef stjómendur átta sig ekki á þessu samhengi. Júlíusi Hafstein, sem er einn af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í stjórn Dagvistar barna, fannst þetta allt hinn kynlegasti mál- flutningur og sagðist ekki skilja hvað stjórnarandstaðan gæti alltaf verið óábyrg í umræðunni um fjármál, bendandi á ráðhús og aðrar merkar framkvæmdir til samanburðar. Lagði hann til að tillagan yrði felld og stjórnarand- staðan léti sér detta eitthvað snjallara í hug til að laða að starfsfólk á dagvistarheimilin. Reynt að taka börn inn smásaman Reykjavíkurborg rekur nú 61 dagvistarheimili og eru stöðugildi þar um 600. Til viðbótar eru 80 störf á gæsluvöllum. Bergur Fel- ixson, forstöðumaður Dagvistar barna, sagði blaðamanni Þjóð- viljans að í júlí hefðu áætlanir gert ráð fyrir, að starfsfólk vant- aði í 202 stöðugildi. í byrjun sept- ember hefði enn vantað í rúm 70, þannig að nokkuð vel hefði gengið að ráða fólk. Hann sagði að skipta mætti starfsfólkinu í þrennt. í 30-40% starfanna væri fagfólk, sem ekki væri mikil hreyfing á. Fólk flyttist þó alltaf eitthvað milli heimila. Um helmingur af aðstoðarfólk- inu væri fastalið, sem flest er búið að sækja einhver námskeið tengd starfinu. í þriðja hópnum er lausafólkið, um 200 manns og er þar oft á ferðinni ungt fólk, sem er enn að líta í kringum sig eftir ævistarfi. Mörgum þeirra bama sem fengið hafa vilyrði fyrir plássi á dagvistarheimilum borgarinnar, hefur ekki verið hægt að gefa á- kveðna dagsetningu á upphafi vistunar. Þau verða kölluð inn smám saman eftir því sem úr ræt- ist með ráðningar starfsfólks. Að sögn Bergs getur því verið daga- munur á fjölda ónýttra rýma, en úttekt verður gerð á stöðunni nú í lok mánaðarins. Þessa dagana er verið að opna dagheimilisdeild fyrir 17 börn í nýjasta heimili borgarinnar, Jöklaborg í Seljahverfi. Þar eru einnig 72 leikskólarými, sem tekin verða í notkun eftir því sem starfsfólk fæst. * Ahersla á leikskóla Bergur sagði að hjá Reykjavík- urborg væri skortur á öllum teg- undum dagvistarheimila, en stefnan væri að byggja upp leik- skóla sem öllum stæðu til boða. í skoðun væri að bæta þjónustu leikskólanna, t.d. með því að lengja vistun og hafa opnunar- tíma sveigjanlegri. Húsnæði gömlu leikskólanna stæði þeim áformum þó nokkuð fyrir þrifum. Hann sagði að þessi áhersla á leikskóla væri hluti af þjóðfélags- umræðunni í dag. Margir eldri forstöðumenn teldu of mikið að láta börnin vera í vistun 9 tíma á dag og ýmsir vildu mæta þörfum foreldra og barna á annan hátt. Atvinnurekendur gætu t.d. kom- ið meir til móts við fjölskyldufólk með sveigjanlegum vinnutíma og það væri spurning hvort þeir ættu ekki að taka þátt í að greiða dag- vistargjöldin. Það væri borin von að sveitarfélögin gætu ráðið við mæta þörfinni á dagvistarrýmum, nema til kæmi mikil hækkun áv vistgjöldum. Allar lausnir væru pólitískar ákvarðanir og margir stjórnmálamenn skildu þetta ekki sem vandamál. mj Kristjana Stefánsdóttir, Kópavogi Tími kominn á breytingar Dagvistarkerfið sprungið bœði ísambandi við starfsmannahald og rekstur. Viðhorfforeldra könnuð og starfshópur vinnur að nýjum hug- myndum í Kópavogsbæ er nú verið að Kristjana sagði að greitt væri ljúka vinnu við könnun meðal eftir sveitarfélagasamningum og foreldra, á dagvistarþörf og við- horfum foreldra til dagvistar- mála. Könnunin er unnin í tengsl- um við félagsvísindadeild og verða niðurstöður birtar í lok september. Að sögn Kristjönu Stefáns- dóttur, dagvistarfulltrúa hjá Kópavogsbæ, er starfshópur á vegum bæjarfélagsins að vinna að hugmyndum um breytingar á rekstri, uppeldisstarfi og þjón- ustu dagvistarheimila og eru nið- urstöður könnunarinnar hugsað- ar sem veganesti í þeirri vinnu. - Það er ýmislegt sem fólki finnst kominn tími á að breyta og ákveðin krafa í þjóðfélaginu að brjóta kerfið upp. Það er stað- reynd að sveitarfélögin eru að springa undan þessum rekstri, með því að eiga alfarið að standa undir70% af kostnaði sjálf. Hlut- deild sveitarfélaganna í rekstri er langt yfir því sem stendur í lögum og reglugerðum um dagvistarm- ál. Ríkið hefur gefið línuna í sam- bandi við gjaldskrá og haldið gjöldum niðri, m.a. vegna þess að þau reiknast inn í vísutölu- grunn. Sveitarfélögin eru mjög ósátt við það, því þetta stendur náttúrlega í vegi fyrir uppbygg- ingunni og þau treysta sér ekki til að halda henni áfram með sama kostnaði. - Ég held að það sé ekki lengur ágreiningur um hvort það eigi að vera dagvistarheimili, heldur um það hvernig þau eigi að vera og hver eigi að borga, sagði Krist- jana og væri nú víða áhugi á að finna fjölbreyttari rekstrarform. Hún taldi að icerfið væri ekki bara sprungið varðandi rekstur heldur einnig starfsmannahald. - Eitt- hvað verður að gera meðan aukin krafa er frá samfélaginu um að sjá eigi öllum fyrir þessari þjón- ustu og að bömin eigi rétt á að fá forskóla. Bæta laun, vinnutíma og vinnuskilyrði Kristjana sagði að Kópavogs- bær hefði haft orð á sér fyrir að standa í fararbroddi a.m.k með innra starf á dagvistarheimilum og haft fleira fagmenntað starfs- fólk en önnur sveitarfélög. - Núna gengur ekki nógu vel að fá fóstrur. Við höfum alltaf sett það markmið að vera með 2 upp- eldismenntaða starfsmenn á hverri deild, en síðustu 2 ár hefur það ekki gengið eftir. í dag höf- um við samt enn uppeldis- menntáð fólk á öllum deildum nema/tveimur eftir hádegi og er það nokkuð vel af sér vikið miðað við/nágrannasveitarfélögin. Við erum þó ekki ánægð, því nú er hlíitfall faglærðra starfsmanna fomið niður í 60% en var 75% yrir 5 árum. væru launin ívið hærri en t.d. hjá Reykjavík. Mestu munaði á því að fóstrur fengju námskeið metin til launa og hefði fólk náð að hífa sig upp á námi. En launin væru þó ekki nógu há til að tækist að halda á fólki. - Fóstrustarfið er mjög krefjandi en launin ekki miðuð við það. Ég held að fleira þurfi líka að breytast en bara launin, s.s. vinnutíminn og vinnuskil- yrði. Það er alltaf verið að gera meiri kröfur um að á dagvistar- heimilum fari fram ákveðið nám og fóstrur fá lítinn tíma til að undirbúa það starf. Þær sem eru virkilega áhugasamar vinna þetta samt sem áður i sínum frítíma og það gengur í fólk. - Það getur verið erfitt að fá fólk til að viðurkenna að í þessu starfi sé ekki bara verið að passa börn, eins og sagt er. Eftir því sem við búum betur að starfsfólki og höfum fleira faglært fólk eru gerðar meiri faglegar kröfur. Heimilin verða betur rekin og uppeldisstarfið meira. Ahersla á leikskóla ekki í takt við tímann Á vegum Kópavogsbæjar eru nú fyrir hendi 466 leikskólarými, 155 dagheimilisrými og 40 á skóladagheimilum. - Áhersla hefur verið lögð á leikskólauppbyggingu til að þjóna fleirum, en við teljum það ekki vera í takt við tímann. Það eru svo mörg börn sem þyrftu að vera lengur en 4-5 tíma á dag, en verða að fara til dagmæðra hinn hluta dagsins. Maður heldur alla vega að þannig sé ástandið í dag og verður fróðlegt að sjá hvort könnunin staðfestir það. Kristjana sagði að helst væru það 2-3 ára böm sem væm á bið- listum, bæði eftir plássum á dag- heimilum og leikskólum. - Það má segja að við fullnægjum þörf- inni fyrir 4-5 ára böm en stönd- um illa að vígi varðandi skóladag- heimilispláss. Þar fá aðeins for- gangshópar inni. Manni finnst að þróunin verði í þá átt, að skólinn lengi viðvemna og þörfin verði ekki eins mikil fyrir skóladaghei- mili. Eitt dagheimili á vegum Kópa- vogsbæjar er opið öllum en á öðr- um gildir það sama og annars- staðar, að aðeins þeir sem skil- greindir em í forgangshóp, þ.e. böm einstæðra foreldra og náms- manna, komast að. Kristjana sagði að þetta væri spuming um áherslupunkta. Margt fólk með mjög erfiðar aðstæður stæði fyrir utan og mætti ekki sækja um. Fólk sem ætti í peningabasli og þyrfti að vinna baki brotnu, en fengi aðeins hálfsdagspláss. ny Flmmtudagur 29. september 1988 ÞJÓÐVIUINN - SfÐA 9 Aukinn flótti úr fóstrustéttinni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.