Þjóðviljinn - 12.10.1988, Síða 1

Þjóðviljinn - 12.10.1988, Síða 1
Miðvikudagur 12. október 1988 223. tölublað 53. árgangur Alþingi Kvennabylting í sameinuðu Guðrún Helgadóttirfyrstkvenna forseti sameinaðs þings. Varaforsetarnir einnig konur. Merkur áfangi íréttindabaráttu kvenna. Allir forsetar deilda skipaðir í gœr „Mér er það heiður að vera fyrst kvenna til að verða forseti sameinaðs þings. Ég hlýt að minnast þeirra kvenna sem vörð- uðu veginn og þeirra kvenna sem setið hafa á Alþingi,“ sagði Guð- rún Helgadóttir eftir að hún hafði verið kjörin forseti sameinaðs þings í gær. Þær Salome Þorkels- dóttir og Valgerður Sverrisdóttir voru kjörnar varaforsetar og er það einnig í fyrsta skipti sem allir forsetar sameinaðs þings eru konur. Jón Helgason var kjörin forseti efri deildar og varaforset- ar verða Guðrún Agnarsdóttir og Karl Steinar Guðnason. Kjartan Jóhannsson verður forseti neðri deildar og Óli Þ. Guðbjartsson og Hjörleifur Guttormsson voru kjörnir varaforsetar. í samtali við blaðamann Þjóð- viljans sagðist Guðrún telja þetta merkan áfanga í sögu réttinda- baráttu kvenna, þannig væri það í raun alltaf þegar konur veldust til starfa sem karlar einir hefðu gegnt áður. Auðvitað væri hroll- ur í sér í byrjun. Forsetastarfið væri meira starf en margur gerði sér kannski grein fyrir. „Forseti sameinaðs þings er beinlínis hús- bóndi á Alþingi, hann rekur Al- þingi og starfslið og stjórnar öllu þinghaldi,“ sagði Guðrún. For- setinn hefði líka yfirumsjón með fjárreiðum þingsins og öllum framkvæmdum þess og væri einn af handhöfum forsetavalds viki forseti íslands frá. Guðrún telur að það geti orðið erfiðara nú en oft áður að gegna þessu embætti vegna stöðu stjórnarinnar í neðri deild. „Það er ekki nokkur vafi á því að það eiga eftir að koma upp mjög erfið mál vegna þess að ríkisstjórnin hefur veikan meirihluta og það reynir auðvitað á hæfni forseta til að leysa slík mál,“ sagði Guðrún. Hún sagði það ánægjuefni fyrir Alþýðubandalagskonur að það væri Alþýðubandalagskona sem væri fyrst til að gegna þessu for- setaembætti og hún vildi senda öllum flokkssystrum sínum kveðjur með ósicum um að hún reyndist traustsins verð. Sú skoðun hennar stæði hins vegar enn að það hefði verið rangt af þingflokknum að ætla henni ekki ráðherraembætti. Forsetastaðan væri algerlega óskyld því máli þar sem hún hefði ekki staðið Al- þýðubandalaginu til boða fyrr en á allra síðustu dögum. Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins segir það sögulega stund að kona skuli kjörin forseti sameinaðs þings. Nú séu aðeins tvær stöður eftir í stjórnkerfinu sem konur hefðu ekki gegnt; forseti hæstaréttar og forsætisráðherra. Sjá síðu 3 Guðrún Helgadóttir þingmaður Alþýðubandalagsins varð forseti sameinaðs þings í gær fyrst kvenna. Salome Þorkelsdóttir Sjálfstæðisflokki (t.v.) og Val- gerður Sverrisdóttir Framsóknarflokki (t.h.) voru kjörnar varaforsetar og eru því öll forsetaembætti sameinaðs þings skipuð konum í fyrsta sinn. Mynd:E.ÓI. Síld Staðgreiðslan letur Húsmœður ekki eins ákafar í síldarsöltun eins og oft áður. Vantar vant söltunarfólk Ólafsfjarðarmúli Ráðherra- sprenging Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra sprengdi fyrstu sprengjuna fyrir jarðgöng í Ól- afsfjarðarmúía í gær og var leiðin í gegnum fjallið þar með hafin. Samgönguráðherra reiknar með að sprengingum í Ólafsfjarðar- múla ljúki á árinu 1990 eða 1991. Þingmaður úr stjórnarand- stöðunni gaukaði þvf að blaða- manni að með þessari sprengingu sinni væri ráðherrann að sprengja út „huldumennina“ sem ættu að styðja stjórnina. En því hefur verið fleygt fram að ástæðan fyrir aurskriðunum á Ólafsfirði fyrir skömmu, sé að í múlanum búi huldufólk sem ekki vilji láta gera jarðgöng þar. -hmp Þess hefur orðið víða vart á Austfjörðum í byrjun síldarver- tíðar að húsmæður sem ávallt hafa verið obbinn af söltunarlið- inu eru ekki eins viljugar til síld- arvinnu nú ei^s og oft áður vegna staðgreiðslukerfis skatta. Að sögn Hallgríms Bergssonar hjá Pólarsíld á Fáskrúðsfirði hafa þær ekki skattaafslátt nema að hluta og er þriðji hluti launanna greiddur strax í skatta sem eru viðbrigði frá gamla kerfinu þegar húsmæðurnar voru svo til skatt- lausar þrátt fyrir mikla vinnu í sfldarsöltuninni. Aftur á móti er nóg framboð af fólki til vinnu í kringum síldina í hefðbundinni dagvinnu. I gær tilkynntu 2 bátar um síldarafla samtals um 80 tonn^sem landað var á Eskifirði og á Seyðisfirði. Sfldin veiddist inn við miðjan Reyðarfjörð en aðeins utar í Seyðisfirði. Heildaraflinn er því orðinn um 630 tonn. Það hefur vakið athygli eystra hvað síldin í upphafi vertíðar er jöfn að stærð og öll á stærðarbilinu 31-32 cm. Gárungar kalla þessa síld „Framsóknarsfld“ því hún er meðaltalið uppmálað, hvorki of stór né of smá. Ríkismat sjávarafurða hefur gefið út vinnsluleyfi til 10 söltun- arstöðva en 37 hafa sótt um leyfi. -grh Fjármálaráðherra Tekjuafgangur á fjárlögum Nú stendur yfir gerð fjárlaga og talið er að fjármálaráðherra standi frammi fyrir 3,5 miljarða gati á þeim. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra segir það rangt að það standi til að mæta halla á fjárlögum með 1,5 miljarða niðurskurði og nýrri gjaldheimtu upp á2 miljarða eins og fram hafi komið í sumum fjöl- miðlum. Fjármálaráðherra sagði að ekkert yrði látið uppi um fjár- lögin fyrr en þau yrðu formlega gefin út. Stefnt væri að því að fjárlög yrðu afgreidd með tekj- uafgangi. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.