Þjóðviljinn - 12.10.1988, Page 4
þJÓÐVILJINN Málgagn
sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Kjörfylgi, völd
og lýðræði
Eins og menn vita er þaö bjargföst sannfæring póli-
tískra höfunda Morgunblaðsins, að Sjálfstæðisflokkur-
inn sé sjálf hrygglengjan í íslenskum stjórnmálum. Þeg-
ar hann er utan stjórnar fyllist blaðið (sem og flokkur-
inn) sárri gremju og hneykslun og skrif þess um þjóð-
mál færast mjög í þá átt, að einskonar vanheilagt
bandalag hafi verið gert í senn gegn heilbrigðri skyn-
semi og lýðræði í landinu.
Þingfréttastjóri blaðsins tekur saman eina slíka
samantekt í gær. Hún fjallar um þá skelfilegu stað-
reynd, að þótt Framsóknarflokkurinn hafi ekki fengið
nema um fimmtung atkvæða að meðaltali á sl. ára-
tugum, þá hafi hann samfleytt setið í stjórn síðan 1971.
Reyndar hafi ósæmilegur fyrirgangur Framsóknar-
flokksins á ráðherrastólum byrjað um leið og hann var
stofnaður fyrir sextíu árum. Morgunblaðsmaður telur
þetta skekkju í lýðræðinu og kennir því um að hér séu
fleiri flokkar en tveir. Af þeim sökum séu kjósendur ekki
að velja um það í kosningum hvers konar stjórn sitji í
landinu, því að þar ráðist ekki stjórnarmyndanir heldur í
„hrossakaupum" að kosningum loknum. Lýðræðið er,
segir í samantektinni, miklu virkara í tveggja flokka kerfi
og „þetta leiðir hugann óhjákvæmilega að einmenn-
ingskjördæmum".
Sjálfstæðismenn hafa manna mest daðrað við hug-
myndir um einmenningskjördæmi en það stafar ekki af
umhyggju fyrir lýðræði heldur af þeirri einföldu ástæðu,
að þeir sem stærsti flokkurinn lengst af, hefðu þá
möguleika á að ná hreinum meirihluta á alþingi með
svosem 35% fylgi - að öðru óbreyttu. Vitanlega hefur
fjölflokkakerfi marga galla ef menn t.d. vilja að fylgi
flokka sé eins og pottþétt ávísun á það, hvenær og hve
lengi þeir fá að spreyta sig í stjórnsýslu. Kerfið býður
reyndar upp á það að miðjuflokkur eins og Framsókn
sé oftast nær í stjórn en að sá flokkur sem lengst er til
vinstri skipi sjaldan ráðherrastóla - eins og raun hefur
orðið á með Sósíalistaflokk og Alþýðubandalag, sem
hafa oftast haft um 15-18 % fylgi á lýðveldistímanum.
En þessir gallar og aðrir breyta því ekki, að tveggja
flokka kerfi með einmenningskjördæmum gerir lýð-
ræðið hvorki betra né virkara. Eða sýnist mönnum
kannski að þau fáu lönd sem við það búa á Vestur-
löndum (Bretland, Bandaríkin) hafi betra stjórnarfar en
önnur ríki? Öðru nær væri að benda á hættur slíks
kerfis, sem getur komið í veg fyrir að “þriðja afl“ sem
kannski nær allt að fjórðungi kjósenda undir sinn hatt,
fái nema örfá þingsæti. Þetta kerfi rígbindur allt pólitískt
líf í stórar blakkir, mikill hluti landsfólksins er eins og
læstur fyrirfram inn í þær. Glíman um hylli kjósenda
snýst svo að mestu um tiltekna miðjuhópa - sem gerir
það til lengdar að verkum að munur á flokkunum tveim
verður minni og minni. Loks nennir ekki nema helming-
ur kjósenda á kjörstað, eins og gerist í Bandaríkjunum.
Rokur um blessun tvíflokkakerfis eru svosem ekki
bundnar við Morgunblaðið eitt. Þær skjóta alltaf upp
kolli hér og þar þegar menn eru eitthvað dasaðir á
síðustu eða næstsíðustu ríkisstjórn. Þær eru kannski
ekki ýkja skaðlegar - en binda þó huga sumra manna
óþarflega mikið við þá haldlitlu trú, að finna megi ein-
hverja tiltölulega einfalda kerfislausn sem höggvi á
flesta pólitíska hnúta. Slíkar lausnir eru ekki til, hvort
sem mönnum líkar betur eða verr.
ÁB
Aðalnámsskrá
grunnskóla
Mogginn hefur reynt að gera
sér mat úr því að nýr
menntamálaráðherra, Svavar
Gestsson, ákvað að spara ríkinu
sendingarkostnað og láta vera að
dreifa fréttabréfi sem forveri
hans, Birgir ísleifur Gunnarsson,
hafði látið prenta rétt áður en
hann yfirgaf ráðuneytið.
Ákvörðun Svavars var öllum
auðskilin; stór hluti fréttabréfsins
fjallaði um nýja aðalnámsskrá
grunnskóia og var þar verið að
kynna breytingar sem Birgir ís-
leifur og samstarfsmenn hans ætl-
uðu að gera á námsskránni.
Þar sem nýr menntamálaráð-
herra, Svavar Gestsson, taldi
ýmis atriði í nýju námsskránni
orka tvímælis og hafði ákveðið að
unnið skyldi að endurskoðun á
henni í mjög náinni samvinnu við
kennara, hefði það verið í hæsta
máta óeðlilegt að menntamála-
ráðuneytið eyddi fé og orku í að
kynna þá útgáfu af námsskránni
sem Birgir ísleifur hafði ætlað að
þröngva í gegnum kerfið. En að
sjálfsögðu var eintak af fréttab-
réfi Birgis ísleifs sent öllum fjöl-
miðlum og það boð látið út ganga
að bréfið væri þeim, sem þess
óskuðu, til reiðu í menntamála-
ráðuneytinu.
Þess vegna er það dálítið und-
arlegt að Mogginn skuli ráðast
fram með offorsi og láta í það
skína að vegið hafi verið að rit-
frelsinu í landinu. Satt best að
segja hljómar það ankannalega
þegar Guðmundur Magnússon
aðstoðarmaður Birgis ísleifs og
ritstjóri umrædds fréttabréfs og
fyrrum blaðamaður á Morgun-
blaðinu er látinn segja í fréttavið-
tali að hann vilji „ekki nota orð
eins og ritskoðun og valdníðsla
þótt þau komi manni óneitanlega
í hug“.
Vakti
lítinn fögnuð
Þeir kennarar, sem séð höfðu
nýju útgáfu íhaldsmanna á aðal-
námsskránni, voru margir hverjir
felmtri slegnir. Bandalag kenn-
arafélaga kvartaði undan því að
Birgir Isleifur gæfi ekki mikinn-
tíma til að skila athugasemdum.
Stjórn BK átaldi hvernig kynn-
ingu ráðuneytisins á nýju náms-
skránni var háttað. Og í ályktun
stjórnarinnar sagði:
„Stjórn BK telur að mörg þau
grundvallaratriði, sem liggja að
baki drögum að aðalnámsskrá,
séu ekki í samræmi við þau meg-
inmarkmið sem kennarastéttin
telur að skólastarf eigi að hafa og
séu auk þess að mörgu leyti í ós-
amræmi við anda grunnskólalag-
anna. Stjórn BK telur því óhjá-
kvæmilegt að almenni kafli
námsskrárdraganna verði endur-
saminn og óskar eindregið eftir
því að samtök kennara eigi aðild
að endursamningunni.“
Og í blaði bandalagsins, Nýj-
um menntamálum, sem nýlega
kom út, er rætt um endurskoðun
námsskrárinnar. Þar heyrist eng-
inn fagnaðarómur, þvert á móti:
„í umfjöllun um þessa nýju
námsskrá hefur verið lögð
áhersla á að hún gæfi kennurum
meira sjálfræði en áður til að raða
eða raða ekki í bekki.“
Engan þarf því að undra að nýr
menntamálaráðherra, Svavar
Gestsson, hafi ákveðið að taka
allt þetta mál upp að nýju. Sam-
kvæmt frétt frá nýja ráðherran-
um verður námsstjórum nú falið
að yfirfara athugasemdir og um-
sagnir um námsskrána. Síðan
verður skipuð nefnd með fulltrú-
um kennarasamtakanna til að
annast kynningu og frágang á að-
alnámsskrá.
Vald ráðherra
í Nýjum menntamálum kemur
fram veruleg óánægja með störf
Birgis ísleifs Gunnarssonar sem
menntamálaráðherra. f ritstjór-
arabbi, sem merkt er upphafs-
stöfum Hannesar Ólafssonar rit-
stóra, má finna hugleiðingar um
valdsvið menntamálaráðherra.
Ljóst er að miklu er talið skipta
hver skipar embættið.
„Fleiri en ein könnun um við-
horf kennara hefur sýnt að þeir
telja að menntamálaráðherra
ráði mestu um stefnu í skólamál-
um og að það þurfi að draga mjög
úr þessu valdi hans.“
Greinin er skrifuð áður en
Birgir ísleifur stóð upp af ráð-
herrastóli og kennir þar nokkurr-
ar beiskju. Höfundurinn ber lof á
boðaða stefnu Birgis ísleifs en
harmar að ráðherrann skuli ekki
hafa borið gæfu til að framfylgja
stefnu sinni.
Ognun við
menntun og menningu
„Það hefur reyndar orðið leik-
mönnum erfitt að greina hvað
snýr fram og hvað aftur í rök-
stuðningi ráðherrans: Þegar
ráðherrann skipar skólastjóra í
Ölduselsskóla (Sjöfn Sigur-
björnsdóttur, innsk. Þjv.), fer
hann eftir áliti ráðs, sem er
skipað flokkspólitískt, á þeim
forsendum að mat þessa ráðs sé
faglegt. En þegar ráðherrann
skipar svo lektor (Hannes
Hólmstein Gissurarson, innsk.
Þjv.) í Félagsvísindadeild Há-
skóla íslands (en deildin ber
ábyrgð á kennaramenntun) þá
hafnar hann áliti dómnefndar
sem er skipuð á faglegan hátt og
gefur í skyn að mat þeirrar nefnd-
ar hafi verið pólitískt.“
Og síðar segir ritstjórinn:
„Oll dagblöð landsins nema
Morgunblaðið hafa í ritstjórnar-
greinum fjallað um embættisveit-
ingarnar. Bandalag kennarafé-
laga telur þær skammarblett á
ferli ráðherrans, árás á grundvall-
arhefðir í lýðræðissamfélagi og
ógnun við menntun og menningu
í landinu.“
Rúinn trausti
Valdaferli Birgis ísleifs Gunn-
arsonar sem menntamálaráð-
herra lauk fyrr en menn höfðu
búist við og miklu fyrr en ráðher-
rann sjálfur ætlaði. Það sést best
á skipunarbréfum sem hann
kepptist við að senda frá sér síð-
ustu dagana í ráðherrastólnum.
Það sést líka á fyrrgreindu rit-
stjórarabbi í Nýjum
menntamálum en lesanda er ekki
grunlaust um að ritstjórinn hefði
kannski ekki talað af jafnmiklum
hita um Birgi ísleif ef reiknað
hefði verið með að hann léti fljót-
lega af ráðherradómi. í lok pist-
ilsins er höfundurinn ómyrkur í
máli:
„Birgir ísleifur Gunnarsson
nýtur nú ekki trausts þess fólks
sem starfar innan menntakerfis-
ins. Þó gerðir einstakra ráðherra
hafi átt það til að gleymast tiltölu-
lega fljótt, bendir allt til þess að
menntamálaráðherrann muni
enn þurfa að gjalda fyrir þau
vondu mál sem hann er lentur í.“
ÓP
Þjóðviljinn
Síðumúla 6*108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
Útgofandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Rltstjórar; Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppó.
Fréttastjóri; Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer
Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur
Gíslason, Páll Hannessom SigurðurÁ. Friðþjófsson.Sævar
Guðbjömsson, ÞorfinnurÓmarsson (íþr.).
Handrtta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljóamyndarar: Einar Ólason, Jim Smart.
Utlltsteiknarar; Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson
Framkvæmdast jór i: Hallur Páll Jónsson.
Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir.
Stmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir
Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 70 kr.
Nýtt heigarblað: 100 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 800 kr.
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 12. október 1988