Þjóðviljinn - 12.10.1988, Síða 8
ERLENDAR FRÉTTIR
Lettland
Stofnþing Alþýðufylkingar
Krefst lýðrœðis og sjálfstjórnar í efnahagsmálum
Gorbunovs - við höfum samúð Gorbatsjovs.
Aljþýðufylkingin I Lettiandi hélt
formlegt stofnþing sitt í Riga,
höfuðborg Lettlands, um helgina.
Á þinginu voru meðal annars
samþykktar kröfur um aukið lýð-
ræði, sjálfstjórn í efna-
hagsmálum og ráðstafanir til að
draga úr fólksflutningum til
landsins frá öðrum sovétlýðveld-
um.
Jan Vagris, leiðtogi kommún-
istaflokksins í Lettlandi, sagði á
fréttamannafundi að hann liti
ekki á Alþýðufylkinguna sem
andstæðing flokícsins, þvert á
móti væri flokkurinn reiðubúinn
til að rétta grasrótarsamtökum
þessum hjálparhönd, hvenær
sem mögulegt væri. En ekki eru
allir trúaðir á að flokknum og Al-
þýðufylkingunni muni semja vel í
framtíðinni. Þannig sagði einn
talsmanna fylkingarinnar, bók-
menntagagnrýnandinn Janis
Shkapars, að hætt yrði við hörð-
um deilum á milli þessara aðila.
Shkapars sagði einnig, að Vagris
hefði ekki komist í núverandi
stöðu sína á fullkomlega lýðræð-
islegan hátt, þar sem almenning-
ur hefði ekki fengið að vita um
kosningu hans í leiðtogastöðuna
fyrr en eftir á.
Alþýðufylkingin lettneska
virðist vera svipaðs eðlis og
samtök með sama nafni í Eist-
landi, sem héldu fyrsta þing sitt
viku áður. Samskonar samtök
eru og komin á kreik í Litháen.
Athyglisvert er hversu samtaka
fólk í þessum þremur sovétlýð-
veldum er í kröfum sínum um
sjálfstjórn, aukið lýðræði o.fl.
Þessi þrjú lönd eiga það raunar
sameiginlegt að þau voru innlim-
uð í Sovétríkin 1940. Telja má
líklegt að krafan um takmarkanir
á innflutningi fólks verði sérstakt
hitamál í Lettlandi, því að fólks-
flutningarnir þangað hafa verið
enn meiri en til hinna baltnesku
landanna tveggja. Er sumra ætl-
an að Lettar séu þegar komnir í
Tékkóslóvakía
minnihluta meðal íbúa eigin
lands.
Viðstaddur setningu þingsins
var meðal annarra Anatolijs
Gorbunovs, nýkjörinn forseti
Lettlands. Hann er umbótasinn-
aður og virðist njóta mikilla al-
þýðuvinsælda. Gorbunovs hefur
sagt við erlenda blaðamenn að
Míkhaíl Gorbatsjov hafi per-
sónulega fullvissað sig um, að
hann hefði fullan skilning á sjálf-
stjórnarhugmyndum Letta.
Reuter/-dþ.
Jakes - þorir ekki að slaka á
taumhaldinu.
arfar. Líklegt er að sá atburður
hafi lostið forustuna skelfingu og
að hún óttist að hún fái ekki við
neitt ráðið, ef eitthvað yrði slak-
að á harðstjórninni.
Reuter/-dþ.
Stjómin segir af sér
Harðlínumenn ofan á í forustunni
011 ríkisstjórn Tékkóslóvakíu
sagði af sér í gær, degi eftir að
tilkynnt hafði verið afsögn for-
sætisráðherrans, Lubomirs Stro-
ugal, sem talinn hefur verið með-
al frjálslyndari manna í forustu
kommúnistaflokks og ríkis í
landinu. Þetta er talið benda til
þess, að harðlínu- og íhaldsmenn
þeir, sem ráðið hafa lögum og
lofurn í Tékkóslóvakíu allt frá
innrás Sovétríkjanna og fleiri
Varsjárbandalagsríkja 1968, hafi
enn tögl og hagldir í forustunni.
íhaldsmenn virðast staðráðnir
í að koma í veg fyrir teljandi
breytingar í líkingu við glasnost
og perestrojku Gorbatsjovs, leið-
toga kommúnistaflokks og ríkis í
Sovétríkjunum, og munu Stroug-
al og ráðherrar hans hafa verið
látnir segja af sér vegna þess að
þeir hafi sýnt af sér fullmikinn
umbótaáhuga og frjálslyndi, að
dómi meirihluta forustunnar.
Strougal hefur verið forsætisráð-
herra í 18 ár, en sú stjórn hans er
sagði af sér í gær tók við völdum í
apríl s.l. Var því þá lýst yfir að
aðalhlutverk hennar yrði að
koma á umbótum í stjórnun efna-
hagslífsins, sem áberandi stöðn-
unarmerki sjást á.
Tékkóslóvakíska forustan
undir leiðsögn Milosar Jakes,
sem tók við af Gustav Husak s.l.
ár, hefur að vísu í orði kveðnu
lýst yfir samþykki við umbóta-
stefnu Gorbatsjovs en lítið gert til
að framfylgja henni. Hörðum
höndum er tekið á pólitískum
andófsmönnum sem fyrr. í ágúst
s.l., á 20 ára afmæli innrásar Var-
sjárbandalagsins, söfnuðust sam-
an í Prag um 10.000 manns,
gengu um borgina og létu í ljós
óánægju með núverandi stjórn-
Chilísk regnbogafylking:
Miðjumenn - marxistar ■ flokkur
Eftir kosningarnar í Chile
beinast sviðsljós fjölmiðlanna
óhjákvæmilega að sigurvegurun-
um í þeim, Nei-fylkingunni svo-
kölluðu, sem er bandalag ekki
færri en 16 stjórnmálaflokka og
hefur regnbogann á fána sínum.
Það er við hæfi, því að sannast
sagna er bandalag þetta í öilum
regnbogans litum, pólitískt séð.
Enda stendur ekki á spádómum
fréttaskýrenda þess efnis, að sam-
fylkingu þessari muni ekki verða
langs lífs auðið.
í liði Nei-fylkingarinnar eru
kristilegir demókratar, marxist-
ar, umhverfisverndarsinnar,
íhaldsmenn og flokkur með rætur
í hippahreyflngu sjöunda áratug-
arins, og eru þá fáir einir nefndir.
Stærsti flokkur fylkingarinnar
og forustuflokkur hennar er
Kristilegi demókrataflokkurinn,
einskonar miðjuflokkur sem fór
með völd í Chile 1964—70 undir
forustu Eduardos Frei, þáver-
andi forseta. Kristilegir demó-
kratar leggja áherslu á að fara að
öllu með gát gagnvart herfor-
ingjastjórninni og þeir fengu því
ráðið að kommúnistaflokkur
landsins, sem nýtur mikils fylgis
meðal lágstétta, fékk ekki aðild
að Nei-fylkingunni. Vona kristi-
legir demókratar að með því móti
verði hægt að mjaka herforingj-
unum til samninga um endurreisn
lýðræðis að einhverju marki, en
auk þess mun mörgum framá-
mönnum flokksins ósárt um, þótt
kommúnistar verði útilokaðir úr
stjórnmálum landsins í framtíð-
inni. Leiðtogi flokksins nú er
Patricio Aylwin, 69 ára að aldri,
og var hann helsti oddviti Nei-
fylkingarinnar í kosningabarátt-
unni. Hann er þrautreyndur
stjórnmálamaður, en á hálum ís
pólitískt séð vegna verulegs sund-
urlyndis innan flokksins, erskipt-
ist í fylkingararma til hægri og
vinstri sem eru sammála um fátt
annað en að reyna að forðast alg-
eran klofning. Aylwin sjálfur er í
hægri arminum.
Næstöflugustu aðilar fylking-
arinnar eru meira eða minna sósí-
alískir og marxískir flokkar, og
áttu sumir þeirra aðild að stjórn
Salvadors Allende, sem herfor-
ingjarnirsteyptu afstóli 1973. Al-
lende var leiðtogi Sósfalista-
flokksins, sem var forustuflokkur
vinstristjórnar hans. Flokkurinn
varð mjög illa úti í ofsóknum
herforingjastjórnarinnar, enda
illa búinn undir neðanjarðar-
starfsemi. Hann hefur nú liðast
sundur í fjögur brot, sem eru
sammála um fátt. Forustumaður
stærsta brotsins er Clodomiro
Almeyda, sem var utanríkisráð-
herra í stjórn Allendes. Hann
hefur verið í fangelsi síðan í mars
1987, er hann sneri heim úr út-
legð í óleyfi stjórnvalda.
Annar sósíalistaleiðtogi, hag-
fræðingur að nafni Ricardo
Lagos, gat sér góðan orðstír, í
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
kar að ráða
ÍÉFBERA
í Pósti og síma í Kópavogi og á Seltjarnarnesi.
iplýsingar hjá stöðvarstjóra í Kópavogi í síma
-41225 og á Seltjarnarnesi í síma 91-26175.
kosningabaráttunni, sem hann
háði af miklum djarfleik. í sjón-
varpsviðtali krafði hann Pinochet
reikningsskapar um illvirki hers-
ins og sakaði hann um að hafa
látið falsa úrslit þjóðaratkvæða-
greiðslunnar 1980, er stjórnar-
skrá í anda einræðisherrans var
samþykkt. Svo djarflega hefur
enginn annar leiðtogi stjórnar-
andstæðinga vogað að bjóða her-
foringjaeinræðínu byrginn. Ný-
lega stofnaður flokkur undir for-
ustu Lagosar, Lýðræðisflokkur-
inn, mun hafa eflst mikið að fylgi
undanfarið og er talið að til hans
sæki mjög stuðningsfólk bann-
aðra vinstriflokka. Lagos hefur
lýst fylgi við stefnu stjórnar Al-
lendes, en því fer fjarri að kristi-
legir demókratar og fleiri flokkar
í fylkingunni taki undir það.
í flokkabandalagi þessu hefur
einnig verið áberandi Partido
Humanista, sem er bróðurflokk-
ur Flokks mannsins hérlendis og
fleiri álíka flokka í mörgum
löndum. Stjórnmálahreyfing
þessi mun raunar upprunnin í
Suður-Ameríku, einkum Chile,
Argentínu og Brasilíu. Að sögn
fréttaritara Reuters í Chile er
Partido Humanista sprottinn úr
hippahreyfingu sjöunda áratug-
arins. Samkvæmt sömu heimild
var upphaflegur andlegur leið-
togi hóps þess, er flokkurinn var
stofnaður úr, boðberi frjálsra
Indland:
Sambræðsla
gegn Þjóð-
þingsflokki
Þrír indverskir stjórnmála-
flokkar sameinuðust í gær í einn
flokk, sem væntaniega verður
helsti stjórnarandstöðuflokkur
landsins. Hann hefur hlotið nafn-
ið Janata Dal (Alþýðuflokkur) og
verður að líkindum einskonar
miðjuflokkur. Flokkar þeir er
mynda Janata Dal eru Janata-
flokkurinn, Lok Dal (B) og Jan
Morcha.
Stofnþing flokksins fór fram í
Bangalore á Suður-Indlandi og
var formaður hans kjörinn Vis-
hwanath Pratap Singh, sem í
rúmt ár hefur haft í gangi mikla
áróðursherferð gegn spillingu og
gagnrýnt stjórn Rajivs Gandhi
harðlega í leiðinni. í ávarpi á
stofnþinginu sagði Singh að hinn
nýi flokkur myndi vissulega ekki
kafna undir nafni og berjast
kappsamlega fyrir hagsmunum
alþýðunnar. Singh var áður
stuðningsmaður Gandhis og
varnarmálaráðherra í stjórn
hans, en var vikið úr því embætti
s.l. ár og síðan rekinn úr Þjóð-
þingsflokknum (I), stjórnar-
flokki Indlands. Stofnaði Singh
þá nýjan flokk, Jan Morcha.
Þjóðþingsflokkurinn (I) er arf-
taki Þjóðþingsflokksins gamla,
sem stóð fyrir sjálfstæðisbaráttu
Indverja gegn Bretum, og hefur
sú rótgróna stjórnmálafylking
látlaust ráðið ríkjum í landinu frá
því að það varð sjálfstætt 1947, að
tveimur árum undanskildum.
Janata Dal heitir meðal annars
umbótum í þágu bænda og land-
búnaðar, komist flokkurinn til
valda, og sakar núverandi stjórn-
endur um að einbeita sér um of
að iðnvæðingu og borgum.
Hyggst flokkurinn bjóða Gandhi
byrginn í næstu kosningum, sem
eiga að fara fram í síðasta lagi í
des. næsta ár.
Reuter/-dþ.
manns
ásta. í fréttatilkynningu frá
Flokki mannsins hérlendis, sem
Þjóðviljanum hefur borist, segir
að Partido Humanista sé einn af
þremur stærstu löggiltu stjórn-
málaflokkum Chile. Samkvæmt
sömu heimild var flokkurinn sá
fyrsti, sem fékk löggildingu eftir
að herforingjastjórnin slakaði á
banni sínu við starfsemi stjórn-
málaflokka. Partido Humanista
hefur um 64.000 félaga, en til
þess að fá löggildingu samkvæmt
skilyrðum herforingjastjórnar-
innar þurfti flokkur að hafa
33.000 vottfesta félagsmenn.
Þá er í liði Nei-fylkingarinnar
græningjaflokkur, sem einkum
beitir sér fyrir ráðstöfunum gegn
loftmengun í stærstu borgum og
gegn því að úrgangi frá kjarnork-
uverum sé komið í geymslu í
landinu.
Sumum fréttaskýrendum þykir
það út af fyrir sig talsvert afrek af
svo sundurleitri fylkingu að hafa
haldið hópinn í hátt á annað ár,
en hún var stofnuð í febrúar 1987.
En í framtíðinni kemur til með að
reyna enn meira á þolrifin í
henni, ef henni á takast að koma
einhverju áleiðis gagnvart Pinoc-
het og öðrum herforingjum, sem
ekki fara í neina launkofa með
það að þeir ætli hernum æðstu
völd í landinu áfram, hvað sem
öllum kosningum líði.
Reuter/-dþ.
8 SfÐA — ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 12. október 1988