Þjóðviljinn - 02.11.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.11.1988, Blaðsíða 1
Fjárlagafrumvarp Aðhald og hátekjuskattar Snúiðfráþriggja miljarða halla íeins miljarðs tekjuafgang. Auknar skattaálöguráhátekju- ogstóreignafólk. Engin erlend lán. Dregið úr fjárfestingum hins opinhera Fjármálaráðherra lagði fram fjármálafrumvarp fyrir árið 1989 í gær. Ólafur Ragnar Grímsson segir að frumvarpið flytji engan gleðiboðskap, það markist af miklum erfiðleikum í íslenskum þjóðarbúskap. Til að greiða nið- ur fyrri halla og ná eins miljarðs tekjuafgangi á meðal annars að hæícka ýmsa óbeina skatta og eignaskatt einstaklinga sem eiga . skuldlausar eignir metnar hærra en 12 miljónir. Stefnt er að því að ríkissjóður taki engin erlend lán á næsta ári en greiði eldri lán niður. Ólafur sagði á blaðamanna- fundi í gær að það hefði ekki ver- ið létt verk að semja fjárlögin,; bæði hefði þurft að beita niður- skurði og taka ákvarðanir um nýja tekjuöflun. Reynt hefði ver- ið að gæta ákveðins réttlætis í þeim efnum og hlífa velferðar- kerfinu, menningarmálum og náttúruverndarmálum við niður- skurði. Hann sagði að það þyrfti að fara allt aftur til ársins 1980 til að finna fjárlagafrumvarp með öðrum eins tekjuafgangi. En áætlaður tekjuafgangur næsta árs er 1,2 miljarðar. Ástæðuna fyrir þessum tekju- afgangi sagði Ólafur vera að ís- lenskt þjóðfélag hefði verið rekið með erlendri skuldasöfnun og stöðugum halla á ríkissjóði. Þetta stuðlaði að verðbólgu og græfi undan efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Nú þyrfti að greiða niður skuldirnar og stefnt væri að því að greiða þær niður um 1,9 miljarða á næsta ári. Til að slá á verðbólgu og þenslu yrði dregið saman í fjárfestingum hins opin- bera um 3% í heild og um 7% hjá ríkinu einu. Til að ná þessum markmiðum sagðist ráðherrann hafa beitt þeirri almennu reglu að fram- kvæmdit sem hefðu átt að klárast á 12 mánuðum gerðu það á 20 mánuðum og ýmsum öðrum framkvæmdum yrði frestað. Til dæmis ætti ekki að fara út í fjár- frekar innréttingar í SÍS-húsinu þegar ráðuneyti flyttu þangað inn eins og áætlað hefði verið og byggingaframkvæmdum á vegum stjórnarráðsins yrði frestað. -hmp Sjá síðu 3 Síld Sfld til Póllands Síldarútvegsnefnd: Viðrœður hefjast á nœstu dögum viðPólverja um síldarkaup ískiptum fyrir nýsmíði áþrem vertíðarbátum „Fari svo að Sovétmenn stað- festi kaup á 50 þúsund tunnum til viðbótar þeim 150 þúsund tunn- um sem þeir hafa þegar staðfest er hér um að ræða saltsíldarsölu uppá 1 miljarð króna. Varðandi frekari síldarsölusamninga af hálfu Sfldarútvegsnefndar má geta þess að á næstu dögum hefj- ast viðræður við Pólverja um síld- arkaup upp í greiðslu nýsmíði á þrem vertíðarbátum sem verið er að smíða þar í landi," sagði Einar Benediktsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sfldarútvegsnefnd- ar. Samkvæmt saltsfldarsamning- unum við Sovétmenn hafa þeir frest fram til 15. nóvember nk. til að staðfesta kaupin á þeim 50 þúsund saltsfldartunnum til við- bótar þeim 150 þúsundum sem þeir hafa þegar keypt af haussko- rinni og slógdreginni Suðurlands- sfld til afgreiðslu á tímabilinu des- ember 1988 til mars 1989. Undanfarin ár hafa Sovétmenn aðeins fengist til að kaupa heilsaltaða síld en nú verður sú veigamikla breyting á söltun fyrir sovéska markaðinn að öll sfldin verður hausskorin og slógdregin. Miðað við hráefni upp úr sjó svarar þessi sala á 150 þúsund tunnum til 195 þúsund tunna af heilsaltaðri sfld. Þessi breyting hefur í för með sér verulega verð- mætaaukningu fyrir vinnsluna frá því sem áður var þegar síldin fyrir Sovétmenn var aðeins heilsöltuð. „Með þessum samningi verða íslendingar áfram stærstu útflytj- endur á saltaðri sfld í heiminum," sagði Einar Benediktsson. -grh Fjármálaráðherra með fjárlagafrumvarpið sem hann segir engan gleðiboðskap; komið sé að skulda- dögum. Mynd:Þóm. Atvinnutryggingasjóður Umsóknir streyma inn GunnarHilmarsson: Fyrstu umsóknirnarafgreiddar um miðjan mánuðinn. Hagfrœðingur LÍÚ: Lokun blasir við 70 fiskvinnslufyrirtœkjum. 3 þúsund störfíhœttu „Þegar hafa borist um 20 um- sóknir útflutningsfyrirtækja og þeim fjölgar dag frá degi. Fyrstu umsóknirnar verða trúlega af- greiddar héðanum miðjan mán- uðinn og þá ekki endilega eftir röð, heldur metur stjórn Atvinnutryggingasjóðsins þær eftir aðstæðum hverju sirini," sagði Gunnar Hilmarsson, stjórnarformaður Atvinnutryg- gingasjóðs útflutningsgreina. Hlutverk Atvinnutrygginga- sjóðsins er að veita lán til endur- skipulagningar, hagræðingar og framleiðniaukningar hjá útflutn- ingsfyrirtækjum, jafnframt því sem hann hefur forgöngu um að breyta lausaskuldum fyrirtækja í útflutningsgreinum í föst lán til lengri tíma. „Það er ekki á valdi sjóðsins að breyta rekstrargrund- velli útflutningsfyrirtækja, held- ur að lækka kostnað þeirra frá því sem nú er eftir allt það sem á undan er gengið," sagði Gunnar Hilmarsson. Ætla má að beiðnum fyrir- tækja um aðstoð sjóðsins eigi eftir að fjölga gífurlega á næst- unni því samkvæmt niðurstöðum Sveins H. Hjartarsonar, hag- fræðings hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna, vofir rekstrarstöðvun yfir 70 fiskvinnslufyrirtækjum og 3 þús- und störf eru í hættu, verði ekki gripið til róttækari efna- hagsráðstafana en þegar hafa verið ákveðnar. Þetta kemur fram í grein Sveins „Fiskvinnsla á heljarþröm" sem birtist í nýjasta tölublaði Fiskifrétta. Sveinn H. Hjartarson byggir niðurstöðu sína á nýlegri greinar- gerð Þjóðhagsstofnunar um af- komu í fiskvinnslunni. Af 65 frystihúsum í úrtaki Þjóðhags- stofnunar voru 33 rekin með tapi 1987 og af 84 saltfiskverkunum var 21 rekin með tapi. Með því að framreikna og yfirfæra þessar tölur á fiskvinnsluna í heild kemst Sveinn að ofangreindri niður- stöðu. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.