Þjóðviljinn - 02.11.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.11.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Fiárlagafrumvarp Slegið á útgjaldaþenslu Framlög tilýmissaframkvœmdasjóða lækka að raungildi. Fjárfesting- arstofnana minnkaðar og starfsemiþeirra tekin til endurskoðunar. Sparnaður í heilbrigðiskerfi. Söluskattur á happdrœtti Ifjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir hækkun ým- issa óbeinna skatta eins og vöru- gjalds, bcnsíngjalds og innflutn- ingsgjalds á bílum til að styrkja stöðu ríkissjóðs og draga úr inn- flutningi og viðskiptahalla. Framlög til ýmissa framkvæmda- sjóða, endurgreiðslu söluskatts í sjávarútvegi og jöfnunargjalds í iðnaði verða nær óbreytt að krónutölu og lækka því að raun- gildi. Söluskattur verður settur á happdrætti og möguleikar at- vinnurekenda til að færa einka- neyslu sína á fyrirtæki verða þrengdir. Dregið verður skipulega úr starfsmannafjölda ríkisins og stefnt er að 2,5% fækkun á ári í nokkur ár. Ólafur Ragnar Gríms- son sagði að þetta yrði gert með því að ráða ekki fnýjar stöður og verktakaútboð ráðuneyta yrðu endurskoðuð. Fjárfestingarframlög til stofn- ana verða lækkuð. Til að mynda hafði verið ráðgert að Póstur og sími fengi 900 miljónir til fjárfest- inga en það framlag verður lækk- að í 200 miljónir. Starfsemi stofn- ana og viðfangsefni þeirra verða tekin til sérstakrar athugunar og starfsemi þeirra lögð niður, flutt annað eða hagrætt. Dæmi um stofnanir sem verða endurskoð- aðar eru Sala varnarliðseigna, lög- og tollgæsla í Keflavík , sem fjármálaráðherra segir mjög dýra, og Skipaútgerð ríkisins. Skiparekstur Landhelgisgæsl- unnar og vitaþjónusta Vitastofn- unar verða samræmd og varð- skipið Óðinn selt. Stefnt er að því að stofnanir eins og Vinnueftirlit ríkisins, Húsameistari ríkisins og Raf- magnseftirlit ríkisins verðleggi þjónustu í samræmi við tilkostn- að. Sparnaður í heilbrigðiskerf- Sverrir Hermannsson Bjöm haldinn misskilningi Landsbankinn gæti keypt hlutabréfí Útvegsbanka fyrir 720 miljónir „Ég býst við að Björn Frið- flnnsson sé haldinn misskilningi að þessu leyti, þar sem eftir hon- um er haft að ríkisbankarnir hafi ekki sjálfstæði til hlutabréfak- aupa í Útvegsbankanum. Hann hefur sennilega ekki náð að glöggva sig á nýju bankalögu- num. Ríkisbönkunum er heimilt, samkvæmt þeim lögum, að eiga hlut í öðrum bankastofnunum að því marki sem nemur 20% af eiginfé bankans og miðað við það ætti Landsbankinn að mega kaupa fyrir um 720 miijónir króna,“ sagði Sverrir Hermanns- son, bankastjóri Landsbankans, þegar Þjóðviljinn bar undir hann uirtmæli Björns Friðflnnssonar, formanns nefndar sem vinnur að sölu hlutabréfa í Útvegsbankan- um. í frétt Pjóðviljans í gær var haft eftir Birni að ríkisbankarnir hefðu ekki sjálfstæði til að bjóða í hlutabréf Útvegsbankans hf., þau sem nú er verið að undirbúa sölu á. „Lögin banna okkur þetta ekki, en hitt er svo annað mál hvort bankinn hefur áhuga á þessum kaupum, um það segi ég ekkert,“ sagði Sverrir. phh inu verði stóraukinn með skipu- lagsbreytingum og breyttum verðákvörðunum á lyfjum. Ólafur Ragnar sagði í gær að þetta yrði gert með því að færa lyfsölu að einhverju leyti inn í heilsugæslustöðvarnar og með breytingum á innkaupum lyfja. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra hefði í sam- vinnu við landlækni unnið að skynsamlegum tillögum til sparn- aðar í heilbrigðiskerfinu. Ekki ætti að draga úr þjónustu við sjúka heldur lækka kostnað við milliliði. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ákvæði skattalaga varðandi tekj- ur í formi hlunninda verði hert. Þetta á við um bílaafnot, úttektir á reikning fyrirtækis og lánafyrir- greiðslu. Afskriftareglur fyrir- tækja verða endurskoðaðar. Skatthlutfall á tekjuskatt ein- staklinga verður hækkað en pers- ónuafsláttur jafnframt hækkaður þannig að skattbyrði lægri tekna breytist lítið sem ekkert. Hér er miðað við 60-70 þúsund króna mánaðartekjur. Þá eiga barna- bætur að hækka og til athugunar er að taka upp sérstakt skattþrep á háar tekjur. Einnig er stefnt að því að veðdeildir og fjárfestingal- ánasjóðir verði skattlagðir á sama hátt og bankastofnanir. Söluskattur upp á 12% verður settur á happdrættismiða. Ólafur Ragnar sagði að áætluð velta happdrættanna á næsta ári væri 4 miljarðar á sama tíma og dýrasta einstaka framkvæmdin það ár, við Búrfellsvirkjun, yrði upp á 1 miljarð. Til greina kæmi að happ- drættisfyrirtækin gætu sett upp- hæð sem samsvaraði 12% sölu- skattinum í rekstur. Til dæmis gæti Happdrætti Háskólans sett það fjármagn í rannsóknir í stað býgginga. -hmp Fjárlagafrumvarp 1989 Skrpting tekna 5,95% °-83% 7,25% 3,69% 7,26% 3,75% | Söluskaltur E3 Innflutningsgjöld Beinir skattar 42 7% E2 Vörugjald □ Launaskattar M Vaxtatekjur fH Hagnaður ÁTVR a Ýmsir óbeinir skattar □ Ýmislegt 18,16% 10,40% Á þessari mynd sést hvernig tekjur ríkissjóðs á næsta ári skiptast. Rúmur helmingur þeirra koma af söluskatti og innflutningsgjöldum. 7,5% tekna koma frá ÁTVR og tekjuaukning ÁTVR vegna bjórsins er áætluð um 1 miljarður. Fiskiþing Bankasameiningin Sparisjóðir r i sigtinu Jón Sigurðsson: Eðlilegt að einkabankarnir og sparisjóðirnir hafi forgang að hlutabréfakaupum í Útvegsbankanum hf. „Það er rétt að nefndinni, sem Björn Friðfinnsson veitir for- stöðu, hefur fyrst og fremst verið falið að ræða þá banka og lána- stofnanir sem ekki eru á vegum ríkisins, en það er alls ekki útséð um hvernig það fer. Það kemur auðvitað til álita, ef ekki tekst að ná sameiningu banka þá leiðina, að hugleiða aðrar leiðir, t.d. að breyta öðrum hvorum ríkisbank- anna í hlutafélag til að greiða fyrir slíkum samruna," sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra þegar Þjóðviljinn ræddi við hann i gær. Sagðist Jón telja eðlilegt að bjóða einkabönkunum, og spari- sjóðunum ekki síður, forgang að hlutabréfakaupunum. „Reyndar tel ég mest um vert að gera skipu- lagsbreytingar á sparisjóðun- um.“ Aðspurður sagði Jón að það væri til í dæminu að ríkis- bönkunum væri hagkvæmt að kaupa þessi hlutabréf. Um það hvort þessi málsmeð- ferð, að útiloka tvo banka af sjö frá hugsanlegum samruna við Út- vegsbankann, væri í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar, sagðist Jón telja að svo væri, enda stefndi hún að samruna í bankakerfinu. „En annað markmið með þessu er að tryggja nokkurt jafnræði með þeim stofnunum sem á markaðnum starfa og þá er augljóst að hinar smærri og dreifðari einingar koma fyrst til álita. En auðvitað tel ég að á endanum verði þetta að gerast með aðhaldi frá erlendum lána- stofnunum líka,“ sagði Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra. phh „Fiskveiöistjómunin eitt jójó“ Jón Páll Halldórsson: Núverandi fiskveiðistefna andstœð góðri fiskvinnslustefnu. Vestfirðingar leggja til að útflutningur ísfisks á erlenda markaði verði kvótaskiptur Meðal þeirra mála sem komu til umræðu á Fiskiþingi í gær voru fiskveiðistjórnunin, sem sögð var eitt allsherjar jójó, og tillaga Vestflrðinga um sérstakan útflutningskvóta á ísflsk í stað nú- verandi úthlutunarreglna. Framkvæmdastjóri Norður- tangans hf. á ísafirði og ritari Fiskiþings Jón Páll Halldórsson gagnrýndi harðlega fiskveiði- stefnu stjórnvalda í gær og líkti henni við jójó. Því til staðfesting- ar sagði Jón Páll að eitt árið væri leyfður 36 þúsund tonna rækju- afli en strax á því næsta væri hann skorinn niður í 20 þúsund tonn. Sömu sögu mættí segja um veiðar á grálúðu. í því sambandi sagði Jón að nú stæðu framleiðendur frammi fyrir kaupendum sem stóluðu á svipað magn á næsta ári og þeir keyptu í ár en vegna boð- aðs samdráttar í grá- lúðuveiðunum væri einsýnt að ekki yrði hægt að uppfylla þær kröfur. „Núverandi fiskveiðistefna stjórnvalda er andstæð góðri fisk- vinnslustefnu. Jafnstöðuafli er fiskvinnslunni nauðsyn. Eins og stefnan er í dag er það útgerðinni hagstæðast að veiða sem mestan afla þegar það er hagstæðast með sem minnstum tilkostnaði án til- lits til vinnslunnar í landi. Hennar hagur er að vinnsla sjávarafurða dreifist sem jafnast yfir allt árið,“ sagði Jón Páll. Hann lagði til að Fiskiþingið mótaði ákveðna fiskvinnslu- stefnu til halds og traust fyrir ríkisstjórnina en samkvæmt stjórnarsáttmála hennar er stefnt að gerð sérstakrar fiskvinnslust- efnu á næstunni. Þá urðu töluverðar umræður um tillögu Fjórðungsþings Fiski- deildanna á Vestfjörðum um að útflutningur fsfisks verði kvóta- skiptur á meðan núverandi kvótakerfi er við lýði. Samkvæmt tillögunni verður þeim skipum, sem hafa leyfi til botnfiskveiða, heimilað að flytja út ákveðið hlutfall af botnfiskkvóta sínum ís- varinn með hliðsjón af markaðs- aðstæðum. -grh StÖð 3 Samstarf við Sjónvaipið? ísfilm ísjónvarpsslaginn nœsta haust. Indriði G. Þorsteinsson: Klókt af RÚV að íhuga samstarf Það eru persónulegar hug- myndir mínar að Ríkisút- varpið gæti hugsanlega gerst hluthafl í svona stöð, og þá staðið betur að vígi í sambandi við ákveðna tegund af efnisflutningi, sagði Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur, einn forvígismanna ís- fllm hf., er blaðamaður ræddi við hann í gær, en útvarpsréttar- nefnd hefur nú heimilað fyrirtæk- inu sjónvarpsútsendingar. Fyrirhugaða sjónvarpsstöð hafa menn nefnt Stöð 3 sér til hægri verka, og kvað Indriði ekki fyrirséð hvenær hún tæki til starfa, en bjóst við að það gæti orðið næsta haust. í fjölmiðlum hefur mögulegu samstarfi Sjónvarpsins og Stöðv- ar 3 heyrst fleygt, og af því tilefni sagði Markús Orn Antonsson út- varpsstjóri að hann hefði ekkert heyrt á slíkt minnst nema í frétt- um: Það er ekki á döfinni, og ég hef reyndar ekki séð ástæðu til að ígrunda hugsanlegt samstarf, sagði hann. -HS 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.