Þjóðviljinn - 02.11.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.11.1988, Blaðsíða 7
MENNING Ljóð Lýsingarháttur nútíðar Steinarjóhannsson: Ég er mjög hrifinn afljóði Sigfúsar Daðasonar, Það hæfir manni ágætlega að deyja Steinar Jóhannsson, Ijóð- skáld og sálfræðinemi, gefur út sína fyrstu Ijóðabók í þess- ari viku. Lýsingarháttur nútíð- ar heitir bókin og í henni eru fyrstu Ijóðin sem Steinar birtir eftir sig, - ég hef bara skrifað fyrir skúffuna, og hún var lík- lega ekki orðin nógu góð fyrr en núna, segir hann. - Flest þessara ljóða eru ný, eitthvað um ársgömul, en innan um leynast ljóð sem eru fimm til sex ára. Þau eru flest um tilfinn- ingar, eins og þær koma fyrir. Eins konar myndir; þegar maður málar mynd er það yfirleitt út frá einhverri tilfinningu, maður lætur skoðun sína í ljós með því hvernig maður lýsir hlutnum. Pú ert með tilvitnanir í Bob Dylan og Ara Gísla í byrjun bók- arinnar. Líturðu á þá sem lœri- feður? - Nei, ég kenni mig ekki við neinn sérstakan. Þeir eru báðir í miklu uppáhaldi hjá mér, þess vegna er ég með þessi ljóð þarna. En ég er til dæmis mjög hrifinn af ljóði Sigfúsar Daðasonar, Það hæfir manni ágætlega að deyja. Hvað er það sem hrífur þig við það Ijóð? - Eg veit það ekki. Það er erfitt að benda á einhvern ákveðinn þátt. Ef til vill er það uppsetning- in. Hvernig hann notar líkingarn- ar, og svo kaldhæðnin. Steinar: Þetta eru samt hugsanirokkar... Mynd - ÞÓM. Finnst þér sálfræðin ekki vera nein andstaða við Ijóðagerðina? - Sálfræðin er mjög spenn- andi, og ágætis undirstaða í ýmis- legt, ekki síður skáldskap en ann- að. En ég held að ég hætti mér ekki út í frekari hugleiðingar um þetta að sinni... Heldurðu að þú snúir þér að lengri ritsmíðum eftir að hafa komið út þessari bók? - Ég held ég sé of latur. Á meðan ég fæ hugmyndir held ég áfram að skrifa ljóð. - Annars er aldrei að vita, ég gæti vel hugsað mér að skrifa eitthvað viðameira ef sú staða kæmi upp. -LG Sinfónían Tchaikovsky - tónleikar Þriöju áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands veröa haldnir annaö kvöld í Háskólabíói og hefjast klukk- an 20:30. Á efnisskrá verða þrjú verk; Píanókonsert nr. 1, Rococo tilbrigöin og Fran- cesca da Rimini, öll eftir Tcha- ikovsky. Einleikarar verða þau Nina Kavtaradze píanó- leikari og Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari. Stjórnandi verður Petri Sak- ari, aöalhljómsveitarstjóri Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Piotr Ilyich Tchaikovsky fædd- ist í Úralfjöllunum í Rússlandi í maí, 1840 og lést í Pétursborg í nóvember 1893, sonur námaeftir- litsmanns. Hann hlaut góða tón- listarmenntun og varð eitt ástsæl- asta tónskáld Rússa og jafnframt eitt þeirra, sem rússneska bylt- ingin viðurkenndi og hélt á lofti. Hann var enda eitt þeirra tón- skálda, sem rómantíkin reis hæst hjá. Verkin þrjú, sem verða flutt Erling Blöndal Bengtsson selló- leikari. á tónleikunum, voru samin á ár- unum 1874-1877. Nina Kavtaradze píanóleikari er fædd í Sovétríkjunum en hefur sest aðíDanmörku. Húnhófferil sinn sem konsertpíanisti strax á námsárunum í Sovétríkjunum. Hún hefur haldið tónleika víða um heim, í Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og flestum löndum Evrópu. Hún hefur hlotið margar viðurkenningar og verðlaun fyrir leik sinn og gagnrýnendur keppast við að hæla hénni fyrir frábæra tækni og næma túlkun í tónlist. Erling Blöndal Bentsson er af dönsku og íslensku bergi brotinn. Hann fæddist í Kaupmannahöfn og hóf barnungur að læra á selló og kom m.a. oft fram á tónleikum í Reykjavík á unglingsárum sín- um. Hann stundaði nám í Banda- ríkjunum og kennslu hefur hann stundað við tónlistarháskóla á Norðurlöndunr og í Vestur- Þýskalandi. Hann hefur oft áður leikið einleik nreð Sinfóníu- hljómsveit íslands. Stjórnandi á tónleikunum verður Petri Sakari, aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveit- arinnar. Á föstudag heldur Sinfóníu- hljómsveitin til Akureyrar ásamt einleikurunum og verða Tchaikovsky-tónleikarnir endur- teknir í fþróttaskenrmunni á föstudagskvöldið. Afmælistilboð Maðurinn og skáldið Steinn Steinarr í þessunr mánuði hefði höfuð- skáld íslenskrar nútímaljóðlistar, Steinn Steinarr, orðið 80 ára, ef hann hefði lifað. Skáldbróðir Steins, Sigfús Daðason, skrifaði í fyrra bókina Maðurinn og skáldið Steinn Steinarr. Reykholt hf. gaf út. í bókinni rekur Sigfús æviferil Steins Steinarrs, fjallar um skáld- skap hans og lífsskoðanir, - og loks er í bókinni birtur ýmis kveð- skapur Steins, hluti hans áður óbirtur. Nú hefur Reykholt hf. ákveðið að bjóða unnendum Steins bók- ina á sérstöku afmælisverði. Til- boð þetta stendur til jóla. Nýju upplagi bókarinnar, sérmerktu í tilefni afmælisins, hefur verið dreift í bókaverslanir. Venjulegt verð bókarinnar er kr. 2.150. Af- mælisverðið er kr. 1.720. ' Miðvikudagur 2. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Skólaskrifstofu Reykjavíkur, óskareftirtilboöum í tölvubúnaö fyrir Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Um er aö ræöa allt aö 20 einmenningstölvur ásamt prenturum. Útboösgögn eru afhent á skrif- stofu vorri aö Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboöin verða opnuð á sama stað miövikudaginn 9. nóv- ember kl. 11.00. INNKAUPASTÖFNUN REYKJAVÍKURBORGAR ________Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Nauðungaruppboð Nauöungaruppboö, önnurog síöari sala, ferfram á M.F. Keflavík, skráöri eign skipafélagsins Víkur hf., föstudaginn 4. nóv. 1988 kl. 18 á skrifstofu uppboðshaldara, Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal. Uppboösbeiðendur eru Lífeyrissjóöur sjómanna, Landsbanki íslands og innheimtumaöur ríkis- sjóös. Sýslumaðurinn í Vestur-Skafafellssýslu, Jón H. Snorrason, settur. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldskóla Við Stýrimannaskólann í Reykjavík er laus til umsóknar staða kennara og viðgerðarmanns í siglinga- og fiskileitartækjum, sem jafnframt hefði á hendi umsjón og viðhald tækjanna. Skilyrði er að viðkomandi hafi lokið prófi í meðferð og viðgerð þessara tækja auk verklegrar reynslu. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 25. nóvember nk. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Norrænt tækniár 1988 Siðfræði og störf tæknimanna Námstefna í samvinnu við Verkfræðingafélag íslands og Tæknifræðingafélag íslands EFNI: Á námstefnunni verður fjallað um siöfræði og siöferöileg álitamál, sem tengjast tækni og störf- um tæknimanna. Bæöi álitamál sem tengjast störfum einstakra tæknimanna og tækniþróun al- mennt. DAGSKRÁ Kl. 13.00-14.00 Hvað er siðfræði? Eyjólfur Kjal- ar Emilsson lektor. Kl. 14.00-15.00 Veröld tækninnar og mannleg verðmæti. Páll Skúlason prófessor. Kl. 15.00-15.30 Kaffi. Kl. 15.30-16.15 Siðfræðileg vandamál í störf- um íslenskra tæknimanna. Egill Skúli Ingi- bergsson verkfræöingur, Rafteikning hf. Kl. 16.15-17.00 „Limitsto Growth, a National Responsibility". Dean Abrahamsson Ph. D. prófessor viö háskólann í Minnesota aöjúnkt við Háskóla íslands. Umsjón: Pétur Maack prófessor og Eyjólfur Kjal- ar Emilsson. Heimspekistofnun H.í. Tími og verð: 4. nóvember, kl. 13.00-17.30 í Norræna húsinu. Verö kr. 12.000.-. Skráning fer fram á aðalskrifstofu H.Í., sími 694306 en nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu endurmenntunarstjóra í símum 23712 og 687664. HASKOLI ISLANDS ENDURMENNTUNARNEFND

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.