Þjóðviljinn - 02.11.1988, Side 3
FRÉTTIR
Hvalamál
Mótmæli við íhlutun
Utanríkisráðherra: Trúnaðarbrestur er alvarlegur ísamskiptum
vinríkja. Skýringa að vœntafrá Bandaríkjunum í vikunni.
Flokksstjórn Alþýðuflokks lýsir yfir stuðningi viðframgönguJóns
Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra segir að
trúnaðarbrestur í samskiptum
vinríkja sé alvarlegt mál. En á
svipuðum tíma og utanríkis-
ráðherrann er fullvissaður um
það af starfsbróður sínum í
Bandaríkjunum að bandarísk
stjórnvöld muni standa við samn-
ing varðandi hvalveiðar Islend-
inga, er embættismaður úr
bandaríska viðskiptaráðuneytinu
að þrýsta á japönsk stjórnvöld að
hætta að kaupa hvalaafurðir af
Islendingum.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra hefur sagt að hann
búist við skýringum frá banda-
rískum stjórnvöldum í þessari
viku. Utanríkisráðherra sagði í
gær að hann vissi ekki hvenær
skýringa væri að vænta og vildi
ekki tjá sig meira um málið; hann
vissi þó að eitthvað væri að gerast
„fyrir vestan", eins og hann orð-
aði það. Flokksstjórn Alþýðu-
flokksins hefur samþykkt að mót-
mæla harðlega íhlutun banda-
rískra stjórnvalda í íslenska við-
skiptahagsmuni.
Flokksstjórnin telur að með
þessum hætti hafi stjórnvöld í
Bandaríkjunum gengið á gerða
samninga og með því hafi orðið
trúnaðarbrestur í samskiptum
landanna. Lýsir flokksstjórnin
yfir fullum stuðningi við
málflutning og framgöngu Jóns
Baldvins í málinu og segir rann-
sóknir á lífríki sjávar við ísland
vera á forræði íslendinga sjálfra í
samræmi við alþjóðlegar sam-
þykktir.
Utanríkisráðherra hefur lýst
því yfir að þessi tvískinnungur í
afstöðu bandarískra stjórnvalda
sé alvarlegt brot á samkomulagi
íslands og Bandaríkjanna varð-
andi vísindaáætlun íslendinga.
Hegðun bandaríska embættis-
mannsins brjóti einnig í bága við
Gatt-samkomulagið sem þver-
taki fyrir að ríki beiti þriðja aðila
þrýstingi til viðskiptaþvingana á
annað ríki. Ráðherrann segir
hvað alvarlegast í þessu máli að
fulltrúi frá bandaríska utanríkis-
ráðuneytinu hafi setið umræddan
fund með Japönum. Japanir tóku
málaleitan bandarísku embættis-
mannanna illa og létu íslensk
stjórnvöld vita af háttalagi
þeirra.
-hmp
Loðna
Mest til
Siglufjarðar
Heildaraflinn orðinn 53
þúsundtonn. 17.500 á
sama tíma í fyrra
Það sem af er loðnuvertíðinni
hefur mestum afla verið
landað á Siglufirði eða tæpum 13
þúsund lestum. Næstmest hefur
borist á land á Eskifírði, 9.400
tonn, 6.900 í Krossanesi, 5.830 í
Neskaupstað og 4.900 í Grinda-
vík.
Að sögn Ástráðs Ingvarssonar
hjá Loðnunefnd er heildaraflinn
orðinn tæp 53 þúsund tonn á móti
17.500 á sama tíma í fyrra. Um
síðustu helgi veiddust tæp 9 þús-
und tonn.
Það sem einkum hefur gert það
að verkum að meiri heildarafli er
kominn á land nú en á sama tíma í
fyrra er að veiðarnar hófust fyrr í
ár og fleiri skip eru á veiðum nú
en þá, fremur en mikil uppgrip.
Til marks um þetta má nefna að
Hólmaborgin frá Eskifirði hóf
veiðar um miðjan ágúst sl. en hef-
ur aðeins náð að veiða rétt rúm 4
þúsund tonn á tveimur og hálfum
mánuði, sem segir sína sögu um
aflabrögðin á vertíðinni.
-grh
Borgarstjóri
Refsivöndur
á lofti
Davíð Oddsson, borgarstjóri í
Reykjavík, sendi Asgeiri Hannes
Eiríkssyni, alþingismanni og
pylsusala, tóninn í þættinum Dag-
skrá á Rás 2 í gær. Davíð var þar
að tjá sig um ummæli einstakra
þingmanna á þingi vegna
ráðhússbyggingarinnar.
Eftir að hafa tjáð sig um ein-
staka þingmenn sagði Davíð að
hann hefði tekið eftir því að Ás-
geir Hannes hefði tekið þátt í um-
ræðunni og þegar menn væru
farnir að ræða staðsetningu húsa í
Reykjavík mætti ræða staðsetn-
ingu pylsuvagna og þá færi málið
að snerta Asgeir Hannes per-
sónulega.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
fyrrverandi borgarfulltrúi
Kvennalistans, segir í viðtali við
tímaritið Veru að meirihlutinn í
borgarstjórn, og þó sérstaklega
Davíð, launi þeim ríkulega sem
makki rétt og refsi þeim sem rísi
upp. Nú er bara að sjá hvort Ás-
geir Hannes verður að draga
pylsuvagninn úr Austurstræti.
-hmp
„Við stöðvuðum Hvalvíkina sjálfir meðan það er að fást botn á málin," sagði Finnbogi Kjeld. Sagðist
Finnbogi vonast til að samningar næðust við erlent kaupleigufyrirtæki í dag, um sölu skipanna úr landi.
Sverrir Hermannsson landsbankastjóri segir hins vegar að á uppboði á föstudag verði gengið til lokaleiks í
málinu. Mynd Jim Smart.
Víkurskip
Gengið til lokaleiks
Uppboð fyrirhugað áföstudag. Sverrir Hermannsson, bankastjóri
Landsbankans: Vonum seinna að gengið er tilþessa
lokaleiks. Finnbogi Kjeld: Vonast til að ná samningum í dag, um sölu
skipanna úr landi
„Það eru lög um það hvenær
fyrirtæki skuli biðja um
gjaldþrotaskipti og hér stendur
þannig á að þetta fyrirtæki getur
ekki staðið við skuldbindingar
sínar. Þess vegna hafa menn
krafíst uppboðs á eignum þess og
alveg óhjákvæmilegt að það fari
fram og að minni hyggju er það
nú vonum scinna að gengið er til
lokaleiks í þessu máli,“ sagði
Sverrir Hermannsson,
bankastjóri Landsbankans, í
gær, þegar Þjóðviljinn innti hann
eftir hlut Landsbankans í
uppboðsbeiðni á skipum skipa-
félagsins Víkur hf. Hefur bankinn
ásamt Lífeyrissjóði sjómanna
farið fram á að uppboð verði
haldið á skipum félagsins nk.
föstudag.
Finnbogi Kjeld, forstjóri og
aðaleigandi Víkurskipa, sagði
hins vegar við Þjóðviljann að
hann vonaðist til að ná
samningum við erlent
kaupleigufyrirtæki í dag um
kaupleigu á skipununt þremur,
Hvalvík, Eldvík og Keflavík. Ef
af því verður verða skipin afskráð
úr íslenska kaupskipaflotanum
og sigla í framtíðinni undir
erlendum fána. Finnbogi vildi
ekki gefa upp hvaða
kaupleigufyrirtæki væri um að
ræða, né hvers lenskt það væri.
Það væri ljóst að rekstrar-
kostnaður skipafélaga hér á
landi, þ.e. þeirra sem ekki eru í
föstum línuflutningum eins og
Eimskip og SÍS, væri um 20
miljónum króna hærri á ári en í
nágrannalöndunum. Dæmið
gengi því ekki upp nema skipin
væru skráð undir svokölluðum
„þægindafána“, en það þýðir að
launakostnaður er mun lægri en
hér. Sagðist Finnbogi vonast til
að lausn fyndist á þessu máli sem
væri öllum til hagsbóta. Um það
hversu miklar skuldir skipafé-
lagsins við Landsbankann eða
vegna ógreiddra launa væru
miklar, sagði Finnbogi að hann
vissi ekki hver sú tala væri.
Félagið hefði ekki íhugað að fara
fram á greiðslustöðvun né lagt
fram beiðni um gjaldþrot.
phh
Forsœtisráðherra
Nýr aðstoðaimaður
Jón Sveinsson lögfræðingur
hefur verið ráðinn aðstoðarmað-
ur Steingríms Hermannssonar
forsætisráðherra. Hann starfaði
sem dómarafulltrúi við embætti
bæjarfógetans á Akranesi frá
1976 til 1980 en hóf þá rekstur
eigin lögfræðistofu. Jón hefur
verið héraðsdómslögmaður síðan
1979.
Hinn nýi aðstoðarmaður hefur
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir Framsóknarflokkinn, átt
sæti í framkvæmdastjórn og mið-
stjórn og var varaþingmaður
flokksins á árunum 1979 til 1987.
Eiginkona hans er Guðrún
Magnúsdóttir kennari og eiga
þau 4 börn.
-hmp
Miðvikudagur 2. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Bandaríkjastjórn
Svarað
með
leynd
Utanríkisnefnd alþingis fjallar
í dag um svar Bandaríkjastjórnar
við fyrirspurnum utanríkisráð-
herra frá því á laugardaginn, en
ekki er enn vitað hvenær skýrt
verður frá innihaldi þess.
Sendiherra Bandaríkjanna
gekk í gær á fund Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráð-
herra vegna kröfu hans um skýr-
ingar á afskiptum Bandaríkja-
manna af hvalkjötssölu Hvals hf.
í Japan. Hvorugur vildi skýra frá
hvað á milli fór.
Bokaklubbur
áskrifenda
Þjóðviljans
Tilboð vikuna 1 .-8. nóv.
Að lokum
Síðustu Ijóð Ólafs Jóhanns Sig-
urðssonar. Myndir eftir Jón
Reykdal. Útgefandi Mál og
menning.
Verð kr. 1.850.-
(Verð út úr búð kr. 2.175.-)
Þrjár sólir
svartar
Skáldsaga af Axlar-Birni eftir
Úlfar Þormóðsson.
Verð kr. 1.900.-
(Verð út úr búð kr. 2.632.-)
Þjóðviljinn
sími: 681333