Þjóðviljinn - 02.11.1988, Page 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Fjariog i ahraru
Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp aö fjárlögum, þaö
fyrsta sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur umsjón með sem
fjármálaráðherra.
Frumvarpiö dregur dám af undanförnum erfiöleikum í
efnahagsmálum og atvinnulífi og þar er tekiö fullt tillit til
þeirra kreppuspádóma sem nú eru uppi, en þrátt fyrir þaö
markar frumvarpið tímamót á ýmsan veg, og gefur um þaö
fyrirheit að nýja stjórnin snúi frá þeirri óráðsíu sem einkennt
hefur hagstjórn hér síðustu misserin um leiö og hún setur í
vinstrigír í efnahagsmálunum eftir frjálshyggjusukkiö.
Eftir hvert hallaáriö á fætur ööru í ríkisfjármálum er nú lagt
fram frumvarp sem gerir ráö fyrir tekjuafgangi uppá rúman
miljarð. Meö því er í senn stefnt aö því að treysta undirstöð-
urnartil frambúðar í ríkisfjármálum, draga úr eftirspurn ríkis-
ins um fjármagn og stuðla þannig að lægri vöxtum, minnka
þenslu og slá þarmeð á veröbólgu.
Frumvarpið er líka merkilegt fyrir þær sakir aö þar er gert
ráö fyrir að borga niður erlendar skuldir í staöinn fyrir aö
auka þær, og væri þá stigið eitt skref útúr þeim vítahring sem
myndaö hefur bakgrunn um íslensk stjórnmál og efna-
hagsmál síöustu áratugi.
Til að ná þessum markmiöum er beitt aöferöum sem
öllum eru í sjálfu sér gamalkunnar. Tekjurnar eru auknar
meö sköttum og svo sparað einsog hægt er.
Það hefur ekki enn komið í Ijós svart á hvítu hvaða skattar
lenda á hverjum. Það veröa hækkaðir almennir, óbeinir
skattar, vörugjald og bensínskattur til dæmis, og skiptir al-
menning miklu hver hækkunin verður, - einnig er óljóst
hvernig tekjuskattshækkunin kemur niöur.
Meginstefna formanns Alþýðubandalagsins í stóli fjár-
málaráðherra er þó Ijós: nýir skattar eiga fyrst og fremst aö
leggjast á eignamenn og hátekjumenn, þá sem helst hafa
hagnast á því góðæri sem hér stóö frammá þetta ár, og þeir
leggjast á velstödd fyrirtæki, til dæmis peningafyrirtækin.
Það kann að koma þeim á óvart sem hafa trúað þeirri
áróðursmynd af vinstrimönnum við stjórnvölinn að þar fari
óábyrgir eyðsluseggir og skattheimtumenn að tekjuaukinn
er ekki aðalaðferðin til viðreisnar í ríkisfjármálunum, heldur
sparnaður og niðurskurður í ríkiskerfinu, aðhaldsaðgerðir
sem ekki munu vekja neina kátínu í samfélaginu. Útgjalda-
áætlun frá Fjárlaga- og hagsýslustofnun var skorin niður um
litlar 1700 miljónir í meðförum Ólafs Ragnars og hans
manna í ráðuneytinu og þess sér stað í framkvæmdum og
rekstri, en vonandi enn frekar í meiri skilvirkni og hagræð-
ingu og allra helst í að útrýmt verði gæluverkefnum ýmsum
og hreinsað úrjötunni sem ýmsirforréttindahópar hafa stað-
ið við, til dæmis hátekjufyrirtæki sem kalla sig sérfræðinga í
heilbrigðiskerfinu.
Þráttfyrir niðurskurðinn standa óskertar velflestar fjár-
veitingar í velferðarmálum, í umhverfismálum og í menning-
armálum, og raunar er auknu fé varið til ýmissa stofnana og
verkefna á þessum sviðum og veitti ekki af eftir margra ára
skilningsleysi og íhaldssvelti.
Þetta eru alvörufjárlög, fjárlög í alvöru á alvörutímum, en
ef vel er á haldið gætu þau markað tímamót, bæði í ríkis-
rekstrinum og í íslenskum efnahagsmálum.
Vigdís á villigötum
Vigdís Finnbogadóttir hefur verið vinsæll forseti í rúm átta
ár, og hún hlaut 94,6 prósent atkvæða í forsetakosningun-
um í júní í sumar, sem sýndi best hversu þjóðin hefur sam-
einast um hana og þann blæ menningar, friðar og mann-
legrar hlýju sem forsetanum hefur fylgt.
Það hljóta þessvegna að vera vondir ráðgjafar sem hafa
skipulagt heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur á fund hjá
stríðsæsingasamtökum öfgamanna á Hótel Sögu nú á
laugardaginn, heimsókn sem tvö dagblöð hafa slegið upp
og túlkað sem sérstakan stuðning forseta íslands við dvöl
erlends herliðs á íslandi og veru Islands í hernaðarbanda-
lagi.
-m
Á varðbergi
Síðastliðinn laugardag héldu
Samtök um vestræna samvinnu
og Varðberg fund. Að vanda var
Atlantshafsbandalagið aðalum-
ræðuefnið og féllu þarna mörg
orð um hversu gott og göfugt það
bandalag væri og hve mikil guðs-
mildi að við íslendingar skulum
fá að vera í því. Á fundinum var
fjöldi manna, bæði alþingismenn
og utanríkisráðherra, og margt
var þar fteira höfðingja.
Að sjálfsögðu hefur Morgun-
blaðið sagt ítarlega frá þessum
fundi enda var þess síst að vænta
að þar féllu niður fréttir af þeim
félagsskap sem telur að ekki sé
unnt að auka samvinnu meðal
þjóða á Vesturlöndum nema með
því að efla Atlantshafsbanda-
lagið. Sú staðreynd að Atlants-
hafsbandalagið er hernaðar-
bandalag hefur alltaf verið dálítið
erfiður biti að kyngja fyrir þann
selskap sem hvað fastast hefur
staðið á Varðbergi. Það er ósköp
skiljanlegt þegar haft er í huga að
það er að sjálfsögðu eins og hver
önnurfjarstæða að smáþjóð, sem
getur ekki komið upp her vegna
þess að hann yrði fáránlegur í
smæð sinni, skuii vera í bandalagi
sem byggir á sameiginlegum he-
rafla bandalagsþjóðanna.
Heræfingar og hernaðaráætl-
anir Atlantshafsbandalagsins,
sem íslendingar geta ekki haft
hin minnstu áhrif á, sýna glöggt
að vera okkar í hernaðarbanda-
lagi er aðeins þáttur í pólitískri
refskák. Þessi staðreynd hefur
skapað knýjandi þörf hjá Varð-
bergsmönnunum að sýna fram á
að í raun og veru sé Atlantshafs-
bandalagið alls ekki hernaðar-
bandalag, heldur friðar- og
menningarstofnun.
Mogginn stúrinn
Það er einhver fýla í Moggan-
um út í utanríksráðherra og það
jafnvel þótt ráðherrann hafi
sungið Atlantshafsbandalaginu
lof og dýrð á Varðbergsfundin-
um. Líklega lætur Mogginn
svona af því að utanríkisráðherra
hefur ekki kunnað sig nógu vel í
samskiptum við stjórnarherra í
Washington og hefur ekki tekið
því með þögn og þolinmæði að
bandarísk stjórnvöld eru að
skipta sér af hvalamálum okkar
og það þvert ofan í öll fögur fyrir-
heit. í leiðara Moggans í gær má
sjá eftirfarandi klausu:
„ísíðustu viku spurðistþað síð-
an aðfulltrúi bandaríska viðskipt-
aráðuneytisins hefði lagt að Jap-
önum að hœtta innflutningi á
hvalkjöti meðal annars frá ís-
landi. Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra taldi að með
þessu hefði Bandaríkjastjórn ver-
ið að ganga á bak orða sinna með
hliðsjón af viðrœðum sem hann
átti fyrir skömmu við George
Shultz utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna og samkomulagi sem í
gildi er milli íslands og Banda-
ríkjanna um hvalamál og talið
hefur verið einkar hagstætt fyrir
okkur. Hafði utanríksráðherra
uppi hörð mótmæli vegna þessa
og hœtti við að fara í skoðunar-
ferð um varnarsvœðið á Keflavík-
urflugvelli til að árétta reiði sína. “
Kann ráðherrann
sig ekki?
Þaö er engu líkara en að at-
burðir sem þessi hafi aldrei fyrr
gerst á íslandi. Það eru sem sagt
fáheyrð tíðindi að utanríkisráð-
herra skuli ekki þiggja boð um
skoðunarferð um Völlinn. Og
líklega hefur það bara aldrei gerst
í samanlagðri sögu íslenska lýð-
veldisins að utanríkisráðherra
þess skuli finna hjá sér þörf til að
árétta reiði sína í garð Banda-
ríkjastjórnar. Hér þarf að hnippa
hressilega í ráðherra og það er
líka gert í leiðara Moggans:
„Hitt er einnig með öllu á-
stœðulaust að láta eins og tengsl
séu á milli hvalastefnunnar og
varnarstefnunnar. Er fráleitt að
þeir, sem fylgja ábyrgri stefnu í
varnar- og öryggismálum, skuli
ýta undir þá skoðun að forsend-
unafyrir nauðsyn varna í landinu
sé að finna í ákvörðunum um
hvalveiðar hér við land, hvort
heldur þœr eru stundaðar í nafni
vísinda eða af öðrum ástœðum."
Og hafðu það!
Hér stöndum við
En hafi utanríkisráðherra vald-
ið Varðbergsmönnum áhyggjum
þegar hann neitaði að fara í bíltúr
um herstöðina á Miðnesheiði, þá
hljóta þær áhyggjur að hafa horf-
ið sem dögg fyrir sólu þegar þeir
hlýddu á ræðu hans á laugardag-
inn því að hvergi fipaðist honum í
ritúalinu:
„En við skulum einnig hafa
hugfast að það er Atlantshafs-
bandalagið, í krafti þeirrar pólit-
ísku samstöðu sem því hefur
auðnast að sýna á undanförnum
árum, sem hefur lagt hvað stœrst-
an skerf af mörkum til stöðug-
leika og friðar í heiminum. “
Og samkvæmt endursögn
Moggans hefur ráðherrann bætt
um betur:
„Hann sagði vert að minna á að
Atlantshafsbandalagið vœri ekki
hernaðarbandalag nema öðrum
þrœði. “
Stjórnstöðin sem hvarf
Sú framkvæmd á Keflavíkur-
flugvelli, sem hefur hvað mesta
hernaðarlega þýðingu, er bygg-
ing stjórnstöðvar. Þessi stjórn-
stöð á að vera í sprengjuheldu
byrgi og eru steinsteypuveggirnir
það hnausþykkir að talið er að
hönnuðirnir reikni með því að at-
ómsprengja gæti fallið í nágrenni
við hana (Keflavík? Reykja-
vík?).
Frá stöðinni á að stýra ýmiss
konar stríðstólum, mönnuðum
sem ómönnuðum, sem þjóta um
himinhvolfið yfir íslandi og langt
norður í íshaf ef til raunveru-
legrar styrjaldar kemur, og þá er
reiknað með kjarnorkustyrjöld.
Það er því fróðlegt að sjá í Mogg-
anum hvernig utanríkisráðherra
tíundar á Varðbergsfundinum
þær hernaðarframkvæmdir sem í
gangi eru á vegum varnarliðsins.
„Hann sagði að á nœsta ári yrði
unnið við fjórða áfanga olíu-
stöðvarinnar í Helguvík, við akst-
ursbraut meðfram flugbraut á
Keflavíkurflugvelli, við nýjan
skóla í varnarstöðinni og bygg-
ingu 112 íbúða fyrir fjölskyldur
varnarliðsmanna. Jafnframt yrði
uppbygginu ratsjárstöðva haldið
áfram og sérstök eftirlitsstöð
byggð.“
Hvar er stjórnstöðin? Alveg
horfin, nema hún sé orðin að
ySérstakri eftirhtsstöð".
ÓP
LAÐID, ÞRIDJUDAGUR 1, NÓVEMBER 1988
Utannkisráðherra á fundi SVS og Varðbergs:
Atlantshafsbandalagið hefiir
lagt hvað mest af mörkum til stöð-
ugleika og friðar í heiminum
um vandamálum fyrir útflutningsaf-
urðir til EB, þar sem viðskiptal'
Þjóðviljinn
Síðumúla 6-108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppó.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson,
Heimir Már Pótursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer
Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Olafur
Gíslason, Páll Hannesson SigurðurÁ. Friðþjófsson, Sævar
Guðbjörnsson, Þorfinnurómarsson(íþr.).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart.
ÚtUtsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÖ.Pótursson
Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson.
Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri:OlgaClausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir
Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri:Björn IngiRafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verðílausasölu:70 kr.
Nýtthelgarblað: 100kr.
Áskr iftarverð á mónuði: 800 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. nóvember 1988