Þjóðviljinn - 02.11.1988, Page 8
MINNING
Ragnar Kjartansson
Fæddur 17.8. 1923 - Dáinn 26.10. 1988
Pað er vormorgunn á Staðast-
að á Snæfellsnesi, ungur drengur
stendur í dyragættinni á verk-
stæði föður síns, séra Kjartans
Kjartanssonar sem er annálaður
völundur og þúsundþjalasmiður.
Hann er að horfa á viðgerð á fín-
legu úrverki. Sólin skín skáhallt
inn um gluggann, brotnar á
borðbrúninni og breikkar geisla
sinn út á gisið trégólfið. Allt í
einu andvarpar maðurinn og
skimar eftir örlitlu stykki sem
hefur fallið í rykið. Drengurinn
hörfar úr dyrunum og hallar
hurðinni hljóðlega á eftir sér,
hann veit að nú mun hefjast leit
sem mun jafnvel standa fram á
kvöld.
Velkominn í ríki mitt, sagði
Ragnar Kjartansson og sveiflaði
vinstri hendi út um opinn glugg-
ann þegar hann sveigði bílinn af
norðurleið vestur á Nesið, og
hægði ferðina svo vörubíllinn
sem flutti minnismerki um
drukknaða sjómenn á Helliss-
andi hvarf fyrir næsta leiti. Og
síðan upphófst mikil veisla með
kjarnyrtum sögum af mannlífi
undir Jökli, og þar stigu fram
ljóslifandi séra Árni Þórarinsson,
Bárður Snæfellsás, Þórður refa-
bani á Dagverðará, séra
Rögnvaldur Finnbogason, forn-
kappar, draugar og álfar út úr
hól. Og með fylgdi hafsjór af
lausavísum og örnefnum, og ætt-
rakning langt aftur í aldir, gott ef
ekki inn í goðafræðina. Sögu-
maðurinn ljómaði í framan, djúp
tilfinning í röddinni, augun skær,
og dillandi hlátur ómaði út um
gluggann svo kindur og hross
hrukku í kút og litu skelkuð upp
úr grængresinu við veginn. Suður
af Eldborg ókum við snögglega
úr sól inn í fossandi regn.
Þegar við renndum upp að
hliðinu á lystigarðinum á Hellis-
sandi var ekki hundi út sigandi,
vörubíllinn stóð upp við stöpul-
inn, én móttökunefndin og
kvenfélagið skýldi sér undir stór-
um báti, sem var skorðaður á
hliðinni, og reyndi að verja tert-
urnar og smurða brauðið, þessar
frægu Hnallþórur úr Kristnihaldi
undir Jökli. En allir voru reifir og
glaðir, og hamingjusamir að hafa
loksins fengið listaverk í plássið,
en ekki síður að fá meistarann
sjálfan á vettvang og leyfa honum
að knúsa sig og kreista. Síðan
fengum við gott út í kaffið.
Ragnar Kjartansson var líkt og
stiginn fram úr sögu landsins,
þjóðsögunni, hetjusögunni:
Mikið voru þetta nú stórkostlegir
kallar, sagði hann oft, dimm-
raddaðir, djarfir, úfnir og skeg-
gjaðir, stoltir og óbugandi. Al-
þýðan var hans fólk, erfiðis-
maðurinn til sjávar og sveita, og
sjálfur var hann eins og runninn
inn í landið, alls staðar velkom-
inn aufúsugestur sem náði sam-
bandi við fyrsta tillit. En Ragnar
Kjartansson var einnig heims-
borgari og hafði fingur á púlsi
samtíðar sinnar, menntaður
maður og víðsýnn með fjölbreytt
áhugasvið, - og bar rafmagnaða
persónu.
Tvær sögur af sannfæringar-
krafti: Myndhöggvarafélagið í
Reykjavík var blankt og naut
reyndar engra styrkja. Stjórn
þess hafði árangurslaust reynt að
koma því inn á föst fjárlög, og
stóð þetta peningaleysi öllum
framkvæmdum fyrir þrifum, svo-
sem á Korpúlfsstöðum. Það var
því ákveðið að sækja fast á
menntamálaráðherra. Nú er að
taka upp budduna, sagði Ragnar
og hreiðraði um sig í hægindastól
í ráðuneytinu. Ráðherrann sló á
léttari strengi og góð er blessuð
tíðin, tún kallaus undan vetri,
búfé vel haldið og manneskjan
við sæmilega heilsu, -en því mið-
ur eru engir peningar til sem
stendur. Ragnar hvessti augun á
ráðherrann og sagði ískalt: Ef við
fáum ekki þessa hungurlús til að
byggja upp menninguna í
landinu, þá erum við öll farin,
farin burt fyrir fullt og fast og
menningin með, - barði svo
bylmingshögg í borðið svo papp-
írar flugu í allar áttir. En þar með
var Myndhöggvarafélagið líka
komið inn á fjárlög ríkisins!
Nokkrum árum seinna var
kassinn tómur, ekki króna til að
greiða reikninga. Nú förum við
og tökum lán, sagði Ragnar. Er
við komum í Landsbankann var
okkur tjáð af móttökustjóranum
að í dag tækju aðstoðarbanka-
stjórarnir á móti bónbjargar-
mönnum. Ragnar sagðist ekki
ræða við undirtyllur um stórvægi-
leg málefni, og var okkur þá vísað
til stofu. Eftir örskotsbið birtist
bankastjórinn, dálítið móður
eins og líf lægi við, og spurði:
Hvað heitið þið herrar mínir og
hvað er hægt að liðsinna ykkur?
Ég sagði honum eins og var og
nefndi upphæðina: Hvað þá,
smápeningar, sagði bankastjór-
inn móðgaður, ég ætla bara að
láta ykkur vita að ég tala ekki við
hvern sem er. Þá reis Ragnar
Kjartansson upp í öllu sínu veldi,
kafrjóður af reiði, og gnæfði yfir
manninn: Og við (með þunga
áherslu á við) við tölum heldur
ekki við hvern sem er! Andskoti
eruð þið skemmtilegir strákar,
sagði bankastjórinn og brosti
með öllum kjaftinum, - og sendi
eftir kaffinu.
Svona streyma minningarnar
fram hver af annarri og trúlega
hefur eitthvað skolast til, því líf
mannsins er ekki eins og skjala-
bunki sem hægt er að fletta upp í
til að tryggja sannleiksgildið. En
tilfinningin fyrir persónunni situr
eftir þegar allt annað er horfið,
og hún er skýr og klár eins og
logandi kyndill, eða tónn úr
hljómkviðu sem var leikin ýmist
strítt með sveiflum upp og niður,
en þó oftar mjúkt og blítt frá
hjartanu.
Að lokum þessi endahnútur:
Fyrir langa löngu sat ég á tali við
aldna heiðurskonu sem var vel
ern en nokkuð farin að tapa
heyrn. Hún sagðist ekki líta til
baka: Æskan var erfið og ung-
lingsárin litlu skárri, en þegar ég
fór að búa, ung kona, þá birti
ofurlítið til í baslinu og ég gat
látið eftir mér að syngja með fugl-
unum. En nú er eins og öll músík
renni í einn farveg og ég heyri
innra með mér aðeins einn
hljóm, og hann er djúpur og dá-
lítið klökkur eins og ég sjálf.
Hvaða hljómur er þetta? var
spurt. Æ, það er bara niðurinn í
skilvindunni, sagði blessaða
gamla konan, og sá fyrir sér bun-
urnar tvær úr pípunum, aðra
breiða og glæra, hina mjóa og
gullna, undanrennuna og rjóm-
ann.
Og megi sá gullni mjói strengur
sem aðskilur líf og dauða hljóma
hið innra, - nú þegar höfðingi er
fallinn frá.
Níels Hafstein
í dag fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík útfför Ragnars
Kjartanssonar, myndhöggvara
og heiðursfélaga Myndhöggvara-
félagsins í Reykjavík.
Ragnar var löngu þjóðkúnnur
listamaður. Hann hóf listnám sitt
hér heima undir handleiðslu
Guðmundar Einarssonar frá
Miðdal og síðar Ásmundar
Sveinssonar, myndhöggvara.
Hann stundaði einnig listnám við
Valand listaskólann í Gautaborg
og hafði vinnustofu í Uppsölum
um tveggja ára skeið.
Listferil sinn hóf Ragnar sem
leirkerasmiður, var einn stofn-
enda Funa Keramik og síðar
Glits hf. árið 1958, þar sem hann
var forstöðumaður til ársins
1967. Frá þeim tíma helgaði hann
sig höggmyndalistinni og var
stórvirkur á því sviði. Hann hélt
fjölda sýninga hér heima og er-
lendis. Hann var framkvæmda-
stjóri og þátttakandi í útisýning-
unum á Skólavörðuholti á árun-
um 1967-72, sem voru mikilvægt
framlag í þróun höggmyndalistar
á íslandi.
Ragnar vann ötullega að því að
efla samstöðu myndlistarmanna
og var einn aðalhvatamaður að
stofnun Myndhöggvarafélagsins í
Reykjavík 1972 og átti stærstan
þátt í því að félagið fékk vinnuað-
stöðu á Korpúlfsstöðum. Ragnar
sýndi þar mikinn stórhug og
framsýni og með ómældu sjálf-
boðastarfi hans og annarra hefur
þar skapast góð starfsaðstaða
sem hefur og mun reynast mynd-
höggvurum ómetanleg. í virðing-
ar og þakklætisskyni fyrir ósérh-
lífin störf í þágu myndlistar og
Myndhöggvarafélagsins var hann
gerður að fyrsta heiðursfélaga
þess í apríl sl.
Ragnar var stór maður, stór-
brotin persóna og eftir hann
liggja mörg stærstu listaverk
landsins. s. s. „Auðhumla“ á Ak-
ureyri, „Bárður Snæfellsás" á
Snæfellsnesi og „Björgun“ á
Siglufirði sem er minnisvarði um
drukknaða sjómenn, en líf í
sjávarþorpum var honum alla tíð
hugleikið yrkisefni, enda leituðu
margir slíkir staðir til hans um
gerð útiverka. Sökum þess hve
verk hans eru umfangsmikil og
dreifð, verður þeim seint safnað
saman undir annað þak en himin-
hvolfið.
Ragnar kenndi um langt árabil
við Myndlistaskólann í Reykja-
vík, þar sem hann var lengi skóla-
stjóri og einnig við Myndlista- og
handíðaskóla Islands. Kynni mín
af Ragnari hófust er ég var svo
lánsöm að gerast nemandi hans. í
kennslunni var Ragnar einstak-
ur, gaf mikið af sjálfum sér og var
óspar á hvatningu og stuðning við
nemendur sína og reyndist hann
mörgum ungum myndlistar-
manninum ómetanleg stoð og
stytta eftir að skólanum sleppti.
Heilsan varð honum fjötur um
fót seinustu árin en hugurinn var
alltaf frár eins og „stóðið" hans
sem var sett upp á ný við Miklu-
braut rúmri viku fyrir andlát
hans.
Myndhöggvarafélagið vottar
Katrínu konu hans og börnum
þeirra innilega samúð. Góður
vinur og félagi er kvaddur með
virðingu og þökk.
F. h. Myndhöggvara-
félagsins í Reykjavík,
Ragnhildur Stefánsdóttir
Leirmungerðin Glit var eitt
sinn einn af föstum viðkomustöð-
um mínum í miðborg Reykjavík-
ur. Þar unnu listamenn sem ég
þekkti, og þar réði ríkjum lista-
maðurinn og höfðinginn Ragnar
Kjartansson. Þarna var gott að
koma, drekka kaffi og ræða mál-
in.
Við brottför Ragnars héðan úr
ótryggum heimi vil ég þakka fyrir
mig. Vonandi er rétt hjá Þórbergi
og fleirum að við hittumst aftur
hinum megin. Þá verður ekki í
kot vísað hjá Ragnari. Hér held-
ur hann áfram að lifa í verkum
sínum, a.m.k. svo lengi sem við
lifum hér sem íslensk þjóð og vilj-
um viðhalda því sem við köllum
einu nafni íslenska menningu.
Þökk fyrir, Ragnar.
Jón frá Pálmholti
Kveðja frá Myndlistaskólanum í
Reykjavík.
f dag er til moldar borinn vinur
okkar og samstarfsmaður Ragnar
Kjartansson.
Ragnar hóf feril sinn við
Myndlistaskólann í Reykjavík
árið 1948.
Ragnar var þá nýkominn frá
námi í Svíþjóð og hóf frekara
nám í höggmyndalist hjá Ás-
mundi Sveinssyni.
Ragnar átti sæti í skólafélaginu
frá stofnun þess 1950. Hann varð
formaður félagsins frá árinp 1952
og sat síðan lengst af í stjórn, síð-
ustu árin sem varaformaður.
Ragnar gegndi einnig skólastjórn
um árabil.
Áhrifa Ragnars gætti víða í
skólanum. Hann kenndi fyrst
módelteikningu og kom þar inn
með nýjar aðferðir og viðhorf.
Áherslurnar voru aðrar en verið
hafði. Hann kom sem ferskur
andblær inn í kennsluna. Seinna
tók hann við kennslu í högg-
myndadeild af Ásmundi Sveins-
syni og var aðalkennari þar í
fjöldamörg ár. Á seinni árum
kenndi hann þar af og til, þar til
fyrir fjórum árum.
Ragnar kenndi einnig leir-
mótun í barnadeildum, sem þá
var nýlunda hérlendis. Undir
handleiðslu hans unnu börn stór-
ar leir- og mósaíkmyndir fyrir
Reykjavíkurborg, m.a. í Álfta-
mýrarskóla og upptökuheimilið
við Dalbraut.
Ragnar var afar jákvæður
gagnvart ungu fólki, sem vildi
leggja út á listabrautina. Hann
var ávallt tilbúinn að miðla öðr-
um af þekkingu sinni og opna
augu nemenda sinna fyrir mynd-
list almennt. Ragnar var mikill
hvatamaður að útisýningum á
Skólavörðuholti. Fyrsta sýningin
var sett upp á vegum skólans
1967.
Seinna voru sýningarnar settar
upp í tengslum við Listahátíð þar
til Myndhöggvarafélagið tók við
framkvæmd þeirra eftir 1972.
Ragnar var virkur myndlistar-
maður og eru verk hans á opin-
berum vettvangi víða um land.
Nú er Ragnar fallinn frá löngu
fyrir aldur fram og er skarð fyrir
skildi, þegar hans nýtur ekki
lengur við.
Við minnumst hans með hlýju
og'þökk fyrir samstarfið.
Stjórn • Myndlistarskólans í
Reykjavík sendir eftirlifandi
eiginkonu hans, Katrínu Guð-
mundsdóttur og fjölskyldu sam-
úðarkveðjur.
Stjórn Myndlistaskólans
í Reykjavík
Ragnar Kjartansson lést aðfar-
anótt 26. október s.l. eftir lang-
vinn veikindi. Hann hafði dvalið
á sjúkrahúsum mest allt s.l. ár og
var okkur sem vorum honum
nákomin orðið ljóst, að hverju
stefndi.
Með Ragnari er horfinn af
sjónarsviðinu svipmikill samtíð-
armaður. Hann var einn þeirra,
sem var mikilvirkur þátttakandi í
listsköpun okkar lslendinga á
undanförnum árum. Verk hans
má sjá á mörgum listasöfnum og
víða um land eru lágmyndir og
styttur, sem hann gerði. Mörg
þessara listaverka eru í opinberri
eigu. Eins og þeir sjá sem ferðast
um landið var Ragnar mjög eftir-
sóttur my ndhöggvari. - Listaverk
hans má víða um landið sjá t.d. í
Reykjavík, Njarðvík, Grindavík,
Laugarvatni, Gunnarsholti,
Stokkseyri, Staðastað, Stóru-
Giljá, Sauðárkróki, Ákureyri,
Eiðum, Hellissandi, ísafirði og
víðar. Ekki efast ég um að þessi
verk muni um langan tíma eiga
eftir að verða verðugir minnis-
varðar um Ragnar Kjartansson.
Ragnar var fæddur á Staðastað
á Snæfellsnesi 17. ágúst 1923.
Hann var sonur séra Kjartans
Kjartanssonar sóknarprests og
síðari konu hans Ingveldar Ólafs-
dóttur frá Sogni í Ölfusi. Hann
ólst upp á hinum fræga sögustað
Staðastað og átti mjög ánægju-
legar endurminningar um æskuár
sín í Staðarsveitinni. Mér sagði
kona sem dvaldi á Staðastað, að
oft þegar gestur var nýfarinn úr
hlaði, hefði Ragnar verið búinn
að teikna mynd af honum. Þegar
á þeim árum var farið að veita
eftirtekt listhæfileikum þessa
unga drengs.
Ragnar fór fermingarárið sitt á
Laugarvatnsskóla og dvaldi þar
tvo námsvetur. Að því loknu hóf
hann nám í leirkerasmíði hjá
þeim kunna listamanni Guð-
mundi Einarssyni frá Miðdal.
Hann var einnig við nám í Hand-
íðaskólanum og hjá Ásmundi
Sveinssyni myndhöggvara í
Myndlistarskólanum. A árunum
1951-52 dvaldi hann við listanám
og störf í Uppsala í Svíþjóð.
Ragnar stofnaði Funa Keram-
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. nóvember 1988